Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJODVILJINN Kimmtudagur 29. aprB 1976 Skrifiö eöa hringið. Sími: 17500 HH Guöm. P. Ólafsson: „Askur er askur ogspónnerspónn Refur bóndi: Bæjarpóstur Þjóðviljans! Er ekki nokkuð langt gengið, þegar Bæjarpóstur Þjóðviljans tekur ómerkileg skrif Velvak- anda Morgunblaðsins sér til fyrirmyndar? Oft hefur mér blöskrað hve hrá og ósmekkleg skrif eru „látin flakka” til les- enda blaðsins. Slikar blaða- greinar auka ekki hróður Þjóð- viljans, og finnst mér illa staðið að skáasta dagblaði lands- manna þegar greinar eða at- hugasemdir bera merki óvand- aðs hugarfars ellegar hrikalegs hugsunarleysis. „Maður leit inn til umsjónar- manns Bæjarpósts og sagði:” ...„Maður kom að máli viö um- sjónarmann Bæjarpósts”... Ber þetta ekki keim af konunni i Vesturbænum? Það sem nú kyndir undir skrifum þessum er klausa i Bæjarpósti 13. april sl. undir fyrirsögninni „Úr slíkum aski hefur enginn islendingur snætt.” Klausan var um ask á ó- útgefnu Evrópufrimerki. Eftir- farandi oröaglamur geri ég að umtalsefni: „Glöggur maður getur séð, að hún (myndin) sé af aski, en úr aski sem þeim hefur aldrei ver- ið borðað á tslandi.” ...,,en að láta ekki tróna þar ósmekklegt afsprengi „feröamannaiðnað- arins” islenska”. Það er furðuiegt að þeir, sem ekki geta staðið undir nafni, skuli vera heimildarmenn Bæjarpósts. Vissulega gera slfk skrif umsjónarmann tortryggi- legan i augum lesandans. Hitt er enn furðulegra, að Bæjarpóstur skuli vera vett- vangur rógburöar um forna, þjóðlega nytjalist sem útskurð- ur og smiöar eru. Og það er að sönnu óvandað hugarfar að gefa i skyn að þessi nytjalist og nefnt listaverk sé óheiðarleg atvinna. Undarlegast er þó á skrifum Bæjarpósts, að hann skuli ráð- ast svo blákalt, bæði ósmekk- lega og ódrengilega, að einstök- um hagleiks- og listamanni, er smiðaði askinn, sem prýðir fri- merkið umrædda og gerir það að fallegasta Evrópufrimerkinu til þessa. Heimildarmaður Bæjarpósts verður að kyngja þeirri stað- reynd að óvissa rikir um notkun aska hér á landi. Það er óvist að menn hafi beinllnis etið úr aski nema einhverjir dónar. Það get- ur legið á milli hluta. En „mað- urinn” verður einnig að skilja það að askur er askur og spónn er spónn hvort sem þeir hafa verið notaðir eða ekki. Ég vona að hver moðhaus viðurkenni að þetta sé rétt, annars fer kannski einhver að efast um að kona sé kona, nema hún hafi sofið hjá, eða eitthvaö álíka gáfulegt. Bæjarpóstur vegsamar Hjálmar frá Bólu og er það fal - lega gert. Hjálmar lærði sina listaiðju á þann máta sem þjóð- legast er. Svo vel vill til i nefndu tilfelli, að listamaðurinn, er gjörði askinn, er menntaður á sama máta. Það er einkennandi fyrir útskurð þessa manns hve skemmtilega útskurðarformið er nýtt. A bak við hvern ask liggur bæði mikil hugsun og vandvirkni. Þess vegna er það ósmekklegt aö birta slikt „froðusnakk” og sleggjudóma um kjörgrip sem þessi askur er. Bæjarpóstsgrein talar um ok- urverð á sllkum gripum. Vert er að upplýsa Bæjarpóst um það, að álagning á heimilisiðnað s.n. er frá 50% og þar yfir. Þeir sem smiða græða ekki fremur en þeir sem prjóna... Einnig er eðlilegt, aö upplýsa, að islendingar kaupa fleiri aska Framhald á bls. 14. BRETASLAGUR Astand er slæmt á íslandsmiðum, yfirgang sýna þar illir bretar. Ofbeldi beita á allar lundir, varðskipum vorum þeir vilja sökkva. Frið þótt vér elskum islendingar, ofbeldi þolum vér engum þjóðum. Órétt vér viljum engum gera, svo aö réttlæti rikja megi. Bretar um allar aldir hafa, löngum ráðist á lægsta garðinn. Eins og vér sjáum islendingar, gleymt þeir ei hafa gömlum vana. Bjargað vér höfum bretum mörgum háska Ur og hættum bráöum. Hver eru launin? launin eru: ofbeldi lygi og allt hið versta. Rlka Björn þeir I Rifi drápu, fyrr á öldum, sem frægt er orðið. ólöf Loftsdóttir ekkja Bjarnar he&idi sins bónda heiftarlega. Ólafar-bylur við andlát hennar yfir dundi frá Isalandi. Bylur sá ölium enskum skipum. sökkti við Rif i ránardjúpið. Irum bretar i aldaraðir illa reyndust, sem öðrum þjóðum Kúguðu þá og kvöldu llka. írar hötuðu enska þrjóta. Nú eru írar orðnir frjálsir, fagnað þeir hafa frelsi sinu. Ulster þó ennþá enskir ráða, það er til bölvunar þjóð og landi. Minnst verður lengi I mannkynssögu þegar bretar á búa réðust, litla þjóð, sem land sitt varði fyrir ágirnd enskra hunda. Ei hefir sjatnað ofsi breta, sannast það á oss islendingum. Fámenn þjóð og fátæk lika ei lætur bretum undan siga. Böivi þeim himinn haf og jörðin fuglar og allt sem anda dregur. Fiskar i' sjónum þá flýi allir, illhveli á þá eitri spúi. Freigátur þeirra- fjandinn hirði, aðeins hjá honum þeir eiga heima. Samviskulausir satans þjónar, vísa þar eiga vist að lokum. Þeir sem að sýna þrjóskum bretum, það eru sannir þjóðnlðingar. Undanlátssemi við andskota þessa æsir þá meir til illra verka. Atferli breta á Islandsmiðum veldur þeim skömm og skaða 01(3. Hafa þeir oft á eigin skipum fengið skelli af fólskuverkum. Filippus prins hann féll I hafið, aldrei að eillfu upp hann kemur. Elisabet hangir ennþá á veggnum vlnstúku i sem eyðilagðist. „Verndarenglar” frá Vesturheimi, enga vilja oss aðstoö veita. Verði þeir brott úr voru landi, aldrei hérna þeir oftar sjáist. Nú vér skulum úr Nató ganga, Atlantshafsþjóðum einurð sýna. Framhald á bls. 14. UMSJÓN: ERLINGUR SIGURÐARSON Umreiknið erlendar verðbreytingar í íslenskar krónur Maður hringdi til Bæjarpósts og vakti athygli á þeim sið út- varps, sjónvarps og ýmissa blaða, að nefna aðeins upphæðir i erlendri mynt, þegar sagt væri frá verði útflutningsafurða okk- ar. Sagði hann að nú þegar stór- hækkun væri á erlendum mörkuðum á öllum helstu af- urðum okkar, væru þeir sára- fáir, sem gert gætu sér grein fyrir verðgildinu i islenskum krónum, eða aðeins sá hluti af þjóðinni sem stæði i braski. Hann bað þvi komið á framfæri að fjölmiðlar umreiknuðu ætið allar fjárupphæðir I islenskar krónur og birtu þær jafnhliða hinum erlendu upphæðum. Þeir eru fáir sem vita um það hve hátt krónan stendur nú gagn- vart dollar, pundi og marki, enda breytilegt frá degi til dags á timum sifelldra gengislækk- ana og gengissigs sem nú þykir fallegra orð, sagði maðurinn. Beiðni hans er hér með komið á Iramfæri, og vonandi verða fjöl- miðlar við áskorun hans um að tilgreina verð og verðbreyting- ar jafnan I Islenskum krónum, jafnhliða upphæðunum I er- lendri mynt. Hringleið???

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.