Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 29. apríl 197« Félagsmálanámskeið Dagana 3. 4. og 7. april sl. fór fram á vegum iþróttabandalags Hafnarfjarðar félagsmólanám- skeið. Aðstoð og stuðning við nám- skeiðshaldið veittu Iþróttasam- band tslands og Æskulýðsráö rikisins, og mættu fulltrúar þessara aðila bæði við setningu og slit þess. Formaður IBH, Sveinn Guðbjartsson, setti námskeiðið og bauð þátttakendur, kennara og gesti velkomna. Jafnframt kynnti hann aðdraganda og tilgang nám- skeiðisins og lagði rika áherslu á að allir hefðu þörf fyrir að læra að kunna, sem best skil á þeim atriðum er lúta að uppbyggingu og stjórnun félags auk þess að geta tjáð sig á mannamótum og við þau tækifæri, sem nauðsyn bæri til. Forseti tSI, GIsli Halldórsson, formaður fræðslunefndar ISt, Hannes Þ. Sigurðsson og Æsku- lýðsfulltrúi rlkisins, Reynir Karlsson, lýstu ánægju sinni með að námskeiðiö skyldi haldið. Kváðust og binda vonir við að með þessu framtaki tBH yrði enn frekari félagsleg þjálfun á vegum iþróttabandalaga, sérsambanda og annarra er að iþróttastarfi vinna hrundið af stað. Þátttakendur, sem sóttu nám- skeiðið, voru 20, frá þeim 7 aðildarfélögum, sem standa að ÍBH. Kennari var Jóhann Geir- dal. Námskeiðinu var slitiö meö kaffisamsæti I Skiphóli og fluttu þar kveðjur og árnaðaróskir, Hermann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri tSt, en hann átti virkan þátt i þvi að ýta nám- skeiðinu úr vör og ennfremur Hannes Þ. Sigurðsson, form. fræðslunefndar tSI. Form. IBH þakkaði siðan öllum er lögðu hönd á pióginn við þetta verkefni og bar fram þær óskir stjórnar ÍBH að árangur skilaði sér i aukinni þekkingu innan félaganna á stjórnarstörfum. Þess má geta að það var einróma álit þátttakenda að námskeiðið hefði tekist vel og bæri að halda fleiri slik á heppi- legum tima. A meðfylgjandi mynd, sem tek- in var viö upphaf námskeiðsins, en það var haldið i húsnæði öldu- túnsskóla, eru þátttakendur ásamt forseta ISt, Gisla Halldórssyni, form. fræðslu- nefndar ISI, Hannes Þ. Sigurðs- syni, Æskulýðsfulltrúa ríkisins, Reyni Karlssyni, Jóhanni Geir- dal, kennara og form. IBH, Sveini Guðbjartssyni. i\Iynd úr sýningu LA á Umhverfis jörðina á 80 döguin. Það er Phiieas Fogg sem blæs á byssuhlaupið. Umhverfis jörðina frumsýnt á Akurey A morgun, föstudaginn 30. april, frumsýnir Leikfélag Akur- eyrar leikritið „Umhverfis jörðina á 80 dögum” eftir Bengt Ahlfors, og er það byggt á hinni heimsfrægu skáidsögu Jules Verne. Þetta er I fyrsta sinn aö is- lenskt leikhús sýnir „Umhverfis jörðina”, en áður hefur þaö verið flutt af Lilla Teatern frá Vasa i Finnlandi i Norræna húsinu I Reykjavfk. Einnig hefur það verið flutt sem framhaldsleikrit i útvarpi. Leikfélag Akureyrar ræðst hér i stórvirki. Persónur eru 34, sýningin umfangsmikil tækni- lega, örar tækni- og sviðs- skiptingar, búningar margvis- legir og vandaðir, leikurinn fer fram á 39 stööum og innkomur fyrir músik og leikhljóö yfir sjötiu. Gervi hinna ýmsu þjóöa og manngerða sem i leiknum koma fram eru einnig vandasöm og þurfa að gerast hratt, þvi aö margir leikaranna fara með fleiri en eitt hlutverk. Þýðingu leikritsins geröi Ey- vindur Erlendsson sem jafnframt er leikstjóri og hefur hannaö leik- myndina með hjálp Hallmundar Kristinssonar. t helstu hlutverk- um eru Gestur E. Jónasson, sem leikur Mr. Phileas Fogg, Aðal- steinn Bergdal, sem leikur Passe- partout, Þórir Steingrimsson, sem leikur Fix leynilögreglu- mann, og Saga Jónsdóttir sem leikur Mrs. Aoudu. Sýningum verður hraðað eftir föngum þar eð L.A. hyggur á leik- ferð um Suður- og Austurland I vor, væntanlega með Kristnihald undir Jökli. Auk þess stendur fyrir dyrum að leika Glerdýrin á listahátið og taka Rauðhettu upp á plötu. Fyrstu sýningar verða á föstu- dag og sunnudag. Vandalítið að gera út á þorskinn einan i ferð blaðamanns og Ijósmyndara um Njarð- vfk/ Keflavík og Sand- gerði sl. þriðjudag gaf ýmislegt að líta ekki síður en að heyra. Meðal þess/ sem gaf að sjá var fiskileysið. Um það fengum við upplýs- ingar hjá vigtarmanni keflvíkinga/ Ingólfi Fals- syni. Þann 26. april, kvöldið áður en við Þjóðviljamenn vorum á ferðinni, var hæsti bátur með 12,7 tonn, sem ekki er sem verst, en meðaltalið var mun lægra, og lægsti bátur var með 1,5 tonn og mun fleiri nær honum að afla- magni en þeim hæsta. Þess ber þó að geta hér og nú, að margir Keflavikurbátar róa frá Grindavik og afla meir og betur og tala um aflabrögð þeirra er ekki hér með færð. A vertiðinni I ár hafa Kefla- vikurbátar, þeir sem þar upp leggja að staðaldri, 25—30 tals- ins, aflað 5.060,3 tonn, en 7.823,1 tonn miðað við sama tima i fyrra. 1 ár voru farnir 989 róðrar en 1153 róðrar i fyrra. Þessar tölur eru i gildi frá áramótum til 15. april. Hér er einvörðungu átt viðnetabáta. Aflarýrnun nemur þvl hvorki meira né minna en ■2.762,8 tonnum á þessum þrem fyrstu mánuðum ársins. Þessu til viðbótar lönduðu togarar i ár 2.850 lestum i 33 löndunum, en i fyrra lönduðu þeir 2.934 lestum I 28 löndunum, þannig að ljóst er að togararnir fá minni afla i styttri túrum i ár, svo nemur um ellefuhundruð lestum. Togararnir eru fimm talsins. Loðnuaflinn i ár varö einnig minni i Keflavik en i fyrra. t ár bárust á land 17.320 lestir, en i fyrra bárust þar á land 18.824 lestir af loðnu. Væri hægt með þorski Meðal þeirra, sem við áttum orðastað við, var Reynir Ólafs- son, framkvæmdastjóri Fisk- miðlunarinnar og einn eiganda Fiskverkunar Ólafs Lárussonar i Keflavik. Reynir sagði, að fyrirtækin, sem I reynd eru þrjú talsins, gerðu út þrjá báta og auk þess hálfan togara á móti Sjöstjörn- unni. Til frystingar færi aðal- lega afli togarans og það sem lifandi væri blóðgað af bátun- um, en annað færi i söltun og skreið. A vertiðinni nú, sagði Reynir, að bátarnir hefðu fengið um 1000 tonn. Af þessum afla heföu svo sem 150 til 200 tonn farið i fryst- ingu, en annað i salt og skreið. Enda var ekkert tekið af þess- um bátum i annað en i skreið og salt meðan loðnuvertiðin stóð yfir. Hjá þessari fiskverkun mun hafa verið sami bátafjöldi i fyrra. Þá öfiuðu bátarnir um 1500 tonn á allri vertiðinni, og sagði Guðjón að aflinn i ár yrði verulega undir þyi sem var þá. Guðjón sagði, að útgerðar- menn hefðu ef til vill sungið þann sama söng árum saman, að þeir þyldu ekki það, sem á þá væri lagt. Nú yrðu þeir að stoppa. En gallinn væri sá, aö útgerðarmenn væru ósamstæð- ir; til dæmis hefðu útgerðar- menn á Vestfjörðum og Aust- fjörðum ávallt skotið sér undan þvi að vera með I allsherjar- stoppiútgerðarmanna,sem yröi stofnað til, til þess að ná fram betri útgerðarkjörum. Re'ynir sagðist vegna þessarar reynslu reikna með þvi áfram og að út- gerðarmenn eystra og vestra myndu skera sig úr aðgerðum annarra útgerðarmanna, og myndu t.d. útgerðarmenn á Suðurnesjum þess vegna halda áfram að gera út þótt enginn grundvöllur væri fyrir þvi. Reynir sagði að t.d. 100 tonna karfaafli væri að verðmæti á að giska 2,7 miljónir, en af sama afla af þorski væri aflaverð- mætið 6,7 miljónir. Nefndi Reynir, að af afla togara þess, sem Fiskmiðlun Suðurnesja gerir út, Framtiðarinnar, hefði á siðasta ári verið 44% karfi, um 40% þorskur og 26% aðrar fisk- tegundir. — Við verðum á næstu 3—7 ár- um að takmarka þorskveiðarn- ar. Jafnframt verðum við að bæta verðið á verðminni teg- Framhald á bls. 14. Verðum að yfirbjóða herinn með vinnuafl Við spurðum Reyni Ólafsson að þvi hvort erfitt væri að fá verkamenn til fiskvinnslustarfa. Reynir sagði: Það er oft erfitt. Um leið og framkvæmdir hefjast hjá hernum á vellinum þyrpast menn þangað uppeftir. Til þess að halda mönnum verðum við að yfirbjóða þá. Við eigum i ójafnri samkeppni við herinn um vinnuafi. -úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.