Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 16
Erum neyddir til að þjóna bretum Kimmtudagur 29. april 1976 Bágt að lifa Breski togarinn Arctic Cavalier gerði i gær tilraun til at sigla á varöskipið Baldur á Austfjarða- miðum en herskip sem var þar nærri bannaöi honum það og sagði þá breski togaraskipstjór- inn: ,,t>að er oröið bágt að iifa hér á Islandsmiðum, enginn fiskur og nú má ekki lengur reyna að sigla á helv.... varðskipin”. Annars urðu nokkur átök á miðunum i gær. Varðskipið Óðinn klippti kl. 8.36 I gærmorgun á báða togvfra breska togarans St. Gercmitius, H 350 51 sjómflu útaf Hvalbak. Þarna voru þrír dráttarbátar og eitt herskip" en fengu ekkert að gert. Um kl. 8.00 i gærmorgun kom varðskipið Ver að 5 breskum togurum á Hvalbakssvæðinu og gættu þá togaranna dráttar- bátarnir Statesman og Euroman. Statesman gerði tvær tilraunir til að sigla á Ver, en mistókst, en i þriðju tilrauninni tókst dráttar- bátnum að sigla á stjórnborðshlið varðskipsins. Engin meiðsli urðu á mönnum, en nokkrar skemmdir á varðskipinu. Aðal skemmdirnar á varðskipinu urðu á lunningu þess. Skemmdir á dráttarbátun- um urðu nokkrar. Eftir ásiglingu Statesman lang- aði Euroman einnig aðsigla á og gerði til þess tilraun með aðstoð herskipsins Gurka, en mistókst. Aðeins 21 togari'var á miðunum i gær, aflaleysi algert og enginn friður fyrir þá til að veiða. Er mjög mikil óánægja meðal bresku skipstjóranna, bæði úti hina breyttu varnaraðferð her- skipanna og þá ekki síður vegna algerrar ladeyðu á miðunu, þá sjaldan þeim tekst að bleyta veiðarfæri sin. — S.dór Þjóðviljanum barst i gær skeyti frá 10 togaraskipstjórum, þar sem þeir lýsa yfir fullum stuðn- ingi sinum við loftskeytamenn þá á tsafirði, Siglufiröi og i Nes- kaupstað sem hafa neitað að af- greiða fréttaskeyti frá bresku herskipunum hér við land. Skeytið hljóðar þannig: — Við áttum aðeins um tvo kosti að veija, neita að hlýða fyrirmælum yfirmanna okkar og vera því reknir vegna brota á réttindum og skyldum opin- berra starfsmunna, eða beygja okkur og taka upp þjónustu við bresku landhelgisbrjótana, sagði Axel Óskarsson i Nes- kaupstað, en hann er einn þeirra loftskeytamanna sem hafa neitaö að þjónusta bresku land hetgisbrjótana undanfariö. Og við tókum þann kostinn að hlýða fyrirmælum og þvi er upptekin þjónusta hjá strandgæslustöðvum viö bresku landhelgisbrjótana frá og með deginum i dag, bætti hann viö er við ræddum við hann i gær, en þá höfðu loft- - Aðalfundur Slippstöðvarinnar h.f. á Akureyri var haldinn á laugardaginn. i skýrslu stjórnar kom fram að rekstur fyrirtækis- ins gekk vel I fyrra og var nettó hagnaður ársins kr. 43.7 miljónir eftir opinber gjöld og afskriftir, en þessir tveir liðir námu 23.5 miljónum króna. Verkefni fram- undan hjá Slippstöðinni eru næg sem stendur, en nokkrar „Við undirritaðir skipstjórar lýsum yfir fullum stuðningi við aðgerðir starfsmanna strand- stöðva um afgreiðslubann á bresk skip meðan á þorskastriðinu stendur.” Undir þetta eru svo rituö nöfn þeirra togara sem skipstjórarnir skeytamennirnir verið neyddir til þess af stjórnvöldum að þjón- usta bretana og allt vegna kröfu dagblaðsins VIsi sem er með blm. um borð i bresku herskipi. — Það þarf vart að taka fram, að við beygðum okkur sár- nauðugir, sagði Axel. Þetta er ekkert annað en kúgun af hendi stjórnvalda fyrir Visi, það vit- um við vel, bætti hann við. Þetta strið okkar er landhelgisstrið við breta, en ekki strið við em- bættismenn innan stofnunarinn- ar. — Samkvæmt umburðarbréfi pósts og simamálastjóra sem við fengum i gær, var okkur gert að ritskoða öll skeyti frá bretun- um og hlusta á samtöl þeirra, en áhyggjur voru látnar i ljós á aðal- fundinum vegna þverrandi getu lánasjóða þeirra sem lána til skipasmiða og fjárvöntunar sem stafar af vanskilum þeirra. Staða iánasjóðanna veldur óöryggi og óvissu I framtiðarrekstri. Rikissjóður er stærsti híuthaf- inn i Slippstöðinni, með rúmlega 54,2% hlutafjárins. A aðalfundin- Framhald á bls. 14. 10 eru á en það eru: Ljósafell, Hólmanes, Barði, Skinney, Hvalbakur, Brettingur, samkvæmt þeirri skipun sem við fengum frá okkar yfirmanni hér i dag, eigum við að haga okkur eins og fyrir 12. mars sl. en þá máttum við ekki skipta okkur neitt af þvi sem bretarnir sendu frá sér, sagði Axel. Að lokum má geta þess að þetta mál mun alls ekki vera búið þótt loftskeytamennirnir hafi verið kúgaðir til hlýðni. Skeyti það sem 10 togaraskip- stjórar hafa sent frá sér og er birt i blaðinu I dag, er að sögn aðeins það fyrsta frá þeim i þessu máli auk þess sem al- menningsálitið i landinu er á bandi loftskeytamannanna eins og margsinnis hefur komið fram. —S.dór Fyrsta skuttogaranum hleypt af stokkunum i Slippstöðinni á Akureyri í vetur. Bjartur, Rauðinúpur, Björgvin og Vestmannaey. —S.dór Ók á ljósa staur í „annarlegu ástandi” Ljósmyndarinn okkar, EK, rakst á þetta sérkennilega mótif neðst á Laugaveginum I gærdag. Að sögn lögreglunnar vildi þetta þannig til að jeppa- bifreið var ekið niður Lauga- veg og lenti hún fyrst utan i bll nálægt Vitastig, komst þó áfram en endaði á ljósastaur við Smiðjustig, felldi hann of- an á bilinn á myndinni sem skemmdist töluvert eins og sjá má. Þegar lögreglan kom á vett- vang bar hún kennsl á mann- inn. Hann reyndist vera 37 ára gamall „kunningi” hennar sem tekið hafði jeppann ófrjálsri hendi á bilastæði við Stjörnubíó. Var hann nokkuð skorinn I andliti og var þvl far- ið með hann á slysavarðstofu og þaðan I fangageymslur. Hann var ekki drukkinn en I „annarlegu ástandi” eins og lögreglumaðurinn komst að orði. — ÞH Sókn mótmælir v er ðhækkunum A félagsfundi hjá starfsstúlkna- félaginu Sókn, sem haldinn var 23. april voru samþykkt mótmæli gegn þeirri verðhækkunarskriðu, sem yfir iandslýð hefur dunið siðustu vikurnar og fór af stað áður en blekið var þornað á undirskrift samningsaðilja undir kjarasamningana i vetur. Þá tók fundurinn undir mót- mæli ASÍ vegna verðhækkan- anna, svo og undir afstöðu þess til bú vöruverðhækkana. Nettóhagnaður Slippstöðvarinnar 43,7 MILJ. í FYRRA LÝSA YFIR STUÐN- INGI YIÐ LOFT- SKE YT AMENNIN A sem ekki vilja aðstoða bresku herskipin nfnH/1 ojartúr/tfnv via hornaf jördur radio/tft 32 27 2305 bjodvU,jinn reyk javik vid uruiirrítadtr skipstjora'' tysum yfír fuitum studningi vid adgerdír starfsmanna strandastödva um afgreidstuöann a oresk skip medan a porskastridi stendur, tjosafett hotmanes bardi Mál sex manna enn á ríkissaksóknara Ekki vitað til þess að neinn sé farinn úr landi Morðhótanir bandarískra hermanna Frásögn sú sem Visir hafði á þriðjudaginn eftir ungum kefl- vikingi um aðhann fái stöðugar morðhótanir frá nokkrum bandarikjamönnum af Kefla- vikurvelli vegna fikniefnamáls sem hann flæktist I hafa vakið mikla athygli. Það sem einkum hefur vakið furðu er að menn þessir séu yfirleitt enn a' land- inu. Þótt bandarikjamennirnir hafi ekki verið nafngreindir eða auðkenndir i skrifum VIsis má ' lesa milli linanna að hér séu á ferð einhverjir eða allir þeir menn sem hnepptir voru i gæsluvarðhald um áramótin siðustu vegna fikniefnamis- ferlis. Mál þeirra var siðan sent til fikniefnadómstólsins i Reykjaviki febrúar. Þjóðviljinn hafði þvi tal af Arnari Gúð- mundssyni fulltrúa i fikniefna- dómstólnum og spurði hver úr- slit þessa máls hafi oröið — Rannsóknin I máli þessu hófst suðurfrá um áramót en kom til okkar i febrúar. Þá reyndust 14 bandaríkja- menn viðriðnir það auk um 20 ungmenna úr Keflavik. Við lögðum áherslu á að hraöa þessu máli og afgreiddum mál 8 manna með dómssátt þar sem þeir sættu háum sektum. Af þessum átta hafa þrir greitt sektir sinar til fulls en hinir fimm hafa greitt verulegan hluta hennar. Ráð var fyrir þvi gert að þegar mennirnir hefðu greitt sektir sinar yrðu þeir sendir úr landi enda var dvalar- timi þeirra flestra útrunninn. Við vildum hins vegar ekki sleppa þeim fyrr en sektirnar væru að fullu greiddar. Við höf- um ekki fréttaf þeim siðan fyrir tveim vikum en þá voru þeir all- ir enn hér á landi. Um hina sex er það að segja að málþeirra þóttu það alvarleg að þau voru send til rikissak- sóknara til frekari ákvörðunar um hvort höfða bæri mál á hendur þeim. Þetta gerðist 16. mars sl. og siðan hefur ekkert gerst i málinu, sagði Arnar. Þjóöviljinn reyndi i gær að ná tali af Þórði Björnssyni rikis- saksóknara en án árangurs. — ÞH l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.