Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 1
UOWIUINN Fimmtudagur 29. apríl 1976 —41. tbl. 92. tbl. Ragnar Arnalds á al þingi: „Eruin neyddir til að þjóna bretum” — segja loýtskex ta- menn SJÁ BAKSÍÐU SVIKIN LOFORÐ í LANDHELGISMÁLINU Forsendur þýsku samninganna brostnar ,, Hitt bréfið er um að framkvæmd samkomu- lagsins megi fresta, ef bókun nr. 6 við samning (s- lands við Efnahagsbanda- lagið hef ur ekki tekið gildi innan 5 mánaða, og mundi það m.a. hafa í för með sér, að hólf það undan Vestfjörðum, sem ég nefndi áðan, mundi ekki opnast, ef slík f restun á sér stað. — Og það er fullur ásetn- ingur ríkisstjórnarinnar, að nota þá heimild til frestunar, sem hér um f jallar." Á þessa leiö mælti Einar Agústsson, utanrikisráöherra viö umræður á alþingi þann 26. nóv. s.l., þegar rætt var um samkomu- Ragnar Einar lagiö viö þjóöverja um veiöar i is- lenskri fiskveiðilandhelgi. Ragnar Arnalds, formaður Al- þýöubandalagsins kvaddi sér hljóös utan dagskrár á fundi efri deildar alþingis i gær i tilefni þess, aö nú hefur rikisstjórnin hlaupiö frá öllum fyrri yfirlýsing- um varðandi frestun fram- kvæmdar á samkomulaginu viö v-þjóöverja nú að fimm mánuð- um liönum, þótt bókun 6 hafi alls ekki komið til framkvæmda. Ragnar minnti m.a. á fyrri orö og yfirlýsingar ráðherranna og þingmanna stjórnarflokkanna, svo sem þá yfirlýsingu utanrikis- ráðherrans, sem vitnað var til hér að framán. Rikisstjórnin þykist nú ætla að biðja þjóðverjana um „V ísvitandi LYGAR” segir Herbert Benjaminsson skip- stjóri á Bjarti um viðbrögð Gœsl- unnar við fréttum af veiðiþjófnaði þýsku togaranna Viðbrögð Morgunblaðsins við fréttum Þjóðviljans af veiðiþjófn- aði þýskra togara á friðaða hólf- inu f Berufjarðarál hefa vakið undrun og reiði austfirskra togarasjómanna. Blaðið kepptist við það á sunnudag og þriðjudag að gera togarasjómenn-ómerka orða sinna og vitnaði i þvi skyni i forráðamenn Landhelgisgæsl- unnar og vestur-þýska sendiherr- ann. Þjóöviljinn náði tali af Herbert Benjaminssyni skipstjóra á Bjarti i gær þar sem hann var að veiðum á Digranesflaki. Hann sagði að hann og starfsbræður hans væru orðnir ansi þreyttir á þessu, það væri allt borið til baka sem þeir segðu. — Þú mátt hafa það eftir mér að það sem þeir hjá gæslunni segja um þetta mál eru visvitandi lygar. Þeir halda þvi fram að við þekkjum ekki i sundur varðskip og togara og segja að það hafi veriðdimmviðri og þoka. betta er hreint bull þvi umrædda nótt var tiu milna skyggni. Svo var heldur ekki um eina nótt að ræða þvi við höfðum séð þá i 2-3 nætur áður, eina fimm togara. Þeir mokuðu þarna upp fiskinum og skutust svo út þegar þeir töldu að hætta væri á ferðum. Þetta er allt satt og rétt og maður á ekki eitt einasta orð yfir viðbrögðum Gæslunnar. Þá eru þeir ekki betri hjá sjávarútvegsráðuneytinu og á ég þá við það þegar þeir opnuðu hólf- ið aftur. Ég var að þvælast þarna við hólfið þann 26. mars og frétti þá eftir krókaleiðum að hólfið hefði verið opnað viku áður. Allan þann tima höfðu þjóðverjarnir mokað þarna upp fiski. Ég get nefnt dæmi af einum sem fékk 250 tonn á einni viku. Þegar við kom- um var allur fiskur að verða bú- inn, við rétt náðum i restina á þessu. Maður er ógurlega sár út af þessu. Eins og allir vita höfum við varla getað komið trolli i sjó i all- an vetur vegna bretanna og svo er komið svona fram við okkur. Þetta er alveg svakalegt, sagði Herbert að lokum. — ÞH Einar Ágústsson á forsíðu Tímans í gær: 99Og það er fullur ásetningur rikisstjórnarinnar að nota þá heimild til frestunar, sem hér um fjallar” Einar Ágústsson á alþingi 26. nóv. 1975 í umræðu um þýsku samningana: „Samningurinn við v-þjóðverja gildir eitthvað áfram!! Skemmdirnar á stefni Nyads eftir áreksturinn við Tý um helgina. Mynd Sófus. A Seyðisfiröi voru skemmdirnar á Tý kannaðar. Mynd: Sófus — Sjá nánar á baksföu. greinargerð um málið og telur sig alls ekki geta staðið við fyrri yfir- lýsingar, þar sem slika greinar- gerð skorti. Ragnar Arnalds krafðist þess, að þvi yrði svarað fyrir hönd rikisstjórnarinnar af- dráttarlaust, hversu langur þessi nýi frestur ætti að vera. Svör ráðherranna, þeirra Geirs Hallgrimssonar og Einars Agústssonar, voru einskis virði, — aðeins óljóst tal um einhverjar vikur. Ragnar Arnalds krafðist einnig svara við þvi, hvernig háttað væri eftirliti með aflamagni þýsku togaranna, en ráðherrarnir höfðu engin svör að gefa i þeim efnum. Þá lagði Ragnar þyngstu áherslu á þá skyldu rikisstjórnar- innar að standa viö orð sin i þess- um efnum, eða gera frambæri- lega grein fyrir breyttum for- sendum ella. Akvæðið um frestun framkvæmdar samkomulagsins að 5 mán. liðnum, væri bókun 6 ekki enn komin til framkvæmda, hafi samkvæmt yfirlýsingum margra þingmanna verið for- senda þess. að þeir greiddu at- kvæði með samningunum fyrir fimm mánuðum. — Nú væri þessi forsenda lika brostin. Slikt brotthlaup frá fyrri hátið- Framhald á bls. 14. Nýjar skatta- álögur á næsta leiti Þjóðviljinn hefur nú um það öruggar upplýsingar, að siðustu daga hefur mikið verið rætt i þingflokkum stjórnar- flokkanna um nýjar skátta- álögurá almenning, og má bú- ast við að stjórnarfrumvarp um verulega nýja tekjuöflun fyrir rikissjóð verði lagt fram næstu daga. Enn er ekki ljóst, hvað hér verður um miklar upphæðir að ræða, en vitað er, að ráð- herrarnir telja nú að þvi fari fjarri að sú tekjuöflun, sem gert var ráð fyrir á fjárlögum dugi. 1 umræðum innan stjórnar- flokkanna hefur verið um nokkurn ágreining að ræða varðandi það hversu langt skuli ganga. og hvernig skatt- lagningunni skuli haga, og þess vegna m.a. er nú sýnt að rikisstjórninni tekst ekki það áform sitt, að lögfesta hinar nýju skattaálögur fyrir bar- áttudag verkalýðsins þan 1. mai sem er á laugardaginn kemur. Að öllum likindum verður þó hér aðeins um fárradaga frest að ræða, þvi að þinglið st jórnarinnar hefur orðið býsna góða æfingu i að kyngja þvi sem að mönnum er rétt. Hækkaður söluskattur, eða aðrir óbeinir skattar eru helst til umræðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.