Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Kimmtudagur 29. aprD 197fi DIÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufclag Þjóðviljans Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Krcttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 1750« (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. MOGGAKLIKAN OG MEIRIHLUTINN Þegar menn eru rökþrota i stjórnmála- umræðu taka við fúkyrðaskrifin og fals- anirnar. Gott dæmi um þess konar rök- þrotabú er forustugrein Morgunblaðsins i gær. Þar er talað um skrif Þjóðviljans i landhelgismálinu sem „flórframleiðslu”, sem hafi verið „lapin” upp i Dagblaðinu. Talað er um „skarnskrif” Þjóðviljans og „svardagasvelg” svo nokkuð sé nefnt upp úr fúkyrðaflaumi Morgunblaðsins. En þrátt fyrir ást Morgunblaðsins á skarnanum og flórnum mun Þjóðviljinn ekki ræða landhelgismálið á sama grund- velli, heldur enn, aðeins að gefnu tilefni, minna á staðreyndir. 1. Alþýðubandalagið hafði forustu um útfærslu landhelginnar i 12 sjómilur 1958. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru á móti útfærslunni og framsókn hótaði að reka Lúðvik Jósepsson úr rikisstjórninni ef hann undirritaði reglugerðina um 12 sjómilna landhelgi. Að lokum drattaðist framsókn þó með. 2. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn tóku við stjórnar- taumunum haustið 1958 hófst strax undan- sláttur i landhelgismálinu. Bretar hótuðu öllu illu ef ekki yrði samið við þá, og þeir gátu knúið fram nauðungarsamningana 1961. Þeir fólu það i sér að islendingar afsöluðu sér rétti til frekari útfærslu land- helginnar nema að fengnu samþykki breta eða alþjóðadómstólsins. Væri þetta samkomulag enn i gildi væri landhelgin nú ekki 200 milur, ekki 50 milur, heldur 12 milur. 3. Viðreisnarstjórnin aðhafðist ekkert i landhelgismálinu og það kom enn i hlut Alþýðubandalagsins að hafa forustuna. Skjalfest er forustuhlutverk þess varðandi 50 sjómilna landhelgina er tillögur voru fyrst fluttar um það efni á alþingi. Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn töldu 50 milna útfærsluna „siðlausa ævin- týrapólitik”. En þjóðin var annarrar skoðunar, og vinstristjórnin komst til valda 1971. Þar fór Alþýðubandalagið enn með sjávarútvegsmálin og landhelgin var færð út i 50 milur. Vinstristjórnin lagði mikla áherslu á að tryggja samstöðu um afgreiðslu 50 milna- útfærslunnar á alþingi. En forsenda þess að Sjálfstæðisflokkurinn gæti þá sam- þykkt útfærslu var sú að þegar yrðu teknir upp samningar við breta og vestur-þjóð- verja. Það var skilyrði Sjálfstæðisflokks- ins! 4. Eftir að landhelgin var færð út i 50 sjómilur var Sjálfstæðisflokkurinn með stöðugan andróður. Hann krafðist þess ma. að landhelgismálið yrði lagt fyrir alþjóðadómstólinn, og i skrifum Morgun- blaðsins var sjónarmiðum breta hampað dag frá degi. 5. En i öllum þeim tilvikum sem hér hafa verið nefnd — nema i samningunum 1961 að sjálfsögðu — réðu sjónarmið meirihluta landsmanna, þau sömu og Alþýðubandalagsins, en sjónarmið ihaldsins i kringum Morgunblaðið máttu sin einskis. Þetta skynjuðu forustumenn Sjálfstæðisflokksins og þeir tóku að klifa á nauðsyn þess að færa út i 200 sjómilur. Þannig tóku þeir upp fyrri stefnu vinstri- stjórnarinnar, en gengu i rauninni þvert á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þessi stað- reynd heíur svo komið vel i ljós á undan- förnum mánuðum. Afstaða ihaldsins i landhelgismálinu hefur verið ákaflega aumingjaleg; forsætisráðherrann hefur heimtað samninga við hvern sem er, blað hans hefur lagt blátt bann við þvi, að islendingar sigri breta i landhelgismálinu og hefur lagst gegn eflingu landhelgis- gæslunnar, forsætisráðherrann hefur atyrt þá islendinga sem hafa beitt sér fyrir aðgerðum til þess að undirstrika islensk sjónarmið, og þannig mætti lengi telja. Sú talning sýndi að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði engan áhuga á þvi að tryggja útfærslu landhelginnar i raun; 200 milurnar áttu aðeins að vera á pappirn- um, ekki raunverulegar. Nú, eftir nokkurra mánaða þorskastrið við breta, stendur enn upp úr, að meirihluti þjóðarinnar er andvigur sjónarmiðum forsætisráðherrans. Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn i málinu, samanber skrif Guð- laugs Gislasonar alþingismanns i Morgunblaðið á dögunum. Siðdegisblöð Sjálfstæðisflokksins heimta ákveðnari stefnu i landhelgismálinu, og einkamál- gagn Gunnars Thoroddsens og Alberts Guðmundssonar blátt áfram hamast á forsætisráðherranum fyrir aumingjaskap hans og undirlægjuhátt. Eftir stendur þvi staðreyndin: Meirihluti þjóðarinnar gegn Moggaklikunni umhverfis Geir Halh grimsson. Þess vegna eru fúkyrðaskrif Morgun blaðsins i gær til marks um sárindi for- ustumanna Sjálfstæðisflokksins. Geirs Hallgrimssonar og Matthiasar Bjarna- sonar,og þeirra nánustu jábræðra. En sár- indi þeirra og fúkyrði fá ekki breytt stað- reyndum málsins. Leiðaragrin 1 gærmorgun tóku ritstjórar Morgunblaösins upp nýja siöu i forystugreinaskrifum. Matthlas skrifar forystugreinar, sem lesnar eru i útvarp, en Styrmir ritar leiöara sem birtur er i Morgunblaðinu. Með þessu á sjálfsagt aö slá tvær flugur i einu höggi: Auka nýtingu á starfskröftum ritstjóranna og áhrifamátt Morgunblaösins. Tveir voru leiöararnir sem lesnir voru I morgunútvarpi. Sá fyrri var hugleiöing um Hús- gagnaviku og eflingu Islensks iönaöar, en sá siöari Itrekun á áskorun til Þjóðviljans um að taka upp mál Davlös Ashke- nazys. í Morgunblaöinu sjálfu er birtur langur og illyrtur leiö- ari um landhelgismál þar sem fúkyröum er hellt yfir Alþýöu- bandalagiö i stil sem Matthíasi ritsljóra er i nöp viö þessa dag- ana, aö eigin sögn. Þvi veröur vart trúað aö svo langt sé oröiö á milli ritstjóra blaösins að þeir viti ekki hvor af öðrum viö leiðaraskrif. Skýringin hlýtur að liggja I því, aö annaöhvort sé ágreiningur um hvor ritstjóranna eigi að hafa forgang, eöa þá að rit- stjórarnir séu orðnir svo ugg- andi um áhrif sin aö þeir telji að þjóöin þurfi tvöfaldan leiöara- skammt á dag. Lesendum Morgunblaðsins hefur liklega fariö fækkandi að undanförnu. Þaö er svo vel athugandi aö önnur blöö taki upp þennan nýja Morgunblaössið og fari aö birta sérstaka leiöaraslöu I morgun- útvarpi, og svo aöra fyrir hátt- virta lesendur. Morðhótanir af Keflavíkur- flugvelli Tiu til fimmtán manna glæpa- hópur bandarlkjamanna á Keflavíkurflugvelli gengur laus, oger lögreglunnikunnugt um aö þremur pilum innan viö tvítugt hefur veriö hótaö llfláti ef þeir kjafti frá starfsemi fikniefna- hringsins. Þessir drengir hafa ánetjast smyglhringnum, neytt og dreift einhverju af eiturlyfj- um,ogernú hótaö moröi ef þeir ljóstra upp um forsprakkana I herm ann ahóp num. Þessar upplýsingar komu fram I Visi I fyrradag. I viötali viö Hauk Guðmundsson, rann- sóknarlögreglumann I Keflavlk, kemur fram aö bandaríkja- mennirnir uröu i vetur uppvisir aö smygli 28 kilóa af hassi, auk LSD, kókains, valiums o.fl. Haukur segir aö fyrr um veturinn hafi sömu aöilar veriö teknir fyrir flkniefnasmygl, en þá neitað og veriö sleppt. Enda þótt mennirnir séu sviptir heim- ild til þess aö fara út af Vellin- um, segir Haukur, að þeir virö- ist geta fariö allra sinna feröa utan og innan hans: „Svona nokkur þarf að fyrir- byggja. Það er ekki gert nema að mál þessara manna séu keyrð i gegn, þeir dæmdir og sendir úr landi,” segir Haukur. Hann getur þess einnig að bandarikjamennirnir viröi is- lenska lögreglu að vettugi. 1 viötali sem Visir á viö 19 ára pilt, sem unniö hefur á Vellin- Glataöist mórall bandarlska um, segir mikiö um fikniefna- neyslu. Slöan hann var tekinn fastur meö fikniefni á sér hefur hann stööugt fengiö moröhótan- ir eftir ýmsum leiöum. Hann þorir ekki upp á Völl, ekki út einsamall, og ekki er nema vika siðan hann fékk skilaboð með manni, sem átti erindi á Völlinn, um að þeir ætluðu aö drepa hann. Vitnisburður um Bandaríkjaher . Þaö er fagur vitnisburður um siöferöilegt ástand i Banda- rikjaher eöa hitt þó heldur, aö hermönnum á Keflavíkurflug- velli sem staönir hafa verið aö þvi aö stunda skipulagt fíkni- efnasmygl og dreifingu þess til islendinga, skuli haldast þaö uppi aö stunda iöju slna áfram. Það styöur frásagnir af því, aö flkniefnavandamáliösé nú orðiö stærsta áhyggjuefni banda- riskra hernaðaryfirvalda, en ekki yfirgangur sovétmanna. Þótt Þjóöviljinn hafi ekki sér- lega háar hugmyndir um reisn- ina I samskiptum varnarmála- deildar utanrlkisráöuneytisins viö hernaöaryfirvöld á Kefla- víkurflugvelli, veröur aö gera þá skýlausu kröfu til hennar, aö sjóhersins I Vietnam? hún sjái svo um aö glæpamafiur gangi ekki lausar á Keflavlkur- flugvelli og stjórni megin- þorranum af fíkniefnasmygli og dreifingu hérlendis. Þá óværu veröur aö stööva. Viö eigum um þessar mundir I ærnum erfiö- leikum meö innlenda glæpa- mafiu og innlenda fiknilyfja- hópa. Þaö eru komin upp ný „ástandsmál” á Keflavikur- flugvelli, og þau verður aö upp- ræta. Þyrnirós — sefur þú? Albert Jensen skrifar mikla brýningargrein I Alþýöublaöiö I gær og fitjar upp á mörgu sem Alþýöuflokkurinn gæti gert aö baráttumálum nú, þegar „verst” stjórnin situr viö völd. En Albert telur þó nokkra mein- bugi á þvi aö takast megi aö reisa merki flokksins á ný. Hann segir i niöurlagsoröum: „Það er svo margt gott sem Albvöuflokkurinn gæti látiö af sér leiða ef hann vaknaði upp af þyrnirósarsvefni slnum, þá Albert Jensen myndi hann vinna aftur tiltrú fjöldans og þá um leið stækka og veröa þess megnugur aö verjast áskókn afturhalds á kjör alþýð- unnar I landinu. Hvort er meira viröi fjöldinn eöa nokkrir mis- lukkaöir forystumenn? Ofsaieg árás óstjórnarinnar á kjör al- mennings eftir nýafstaöna samninga, sanna þá þörf sem er fyrir sterkan Alþýöuflokk, sem lætur stjórnast af þjóöarhags- munum en ekki að öll orkahans fari i innbyröisdeilur, þar sem forystan berst um aö skara eld aö sinni köku. Svo fyrirlitleg vinnubrögöverðaaö hverfa, það má ekki láta nokkra menn gera flokkinn aö viöundri. Hefjum strax baráttu fyrir öflugum verkalýössinnuðum Alþýöu- flokki og byrjum innan hans sjálfs. Ihaldsöflin i landinu eru sem óöast meö græögi sinni og óstjórn at greiða veginn fyrir kommúnista, þvi þeir þrifast þar bezt sem fólkið hefur þaö verst. Kaupmáttur almennings er orðinn slikur að sá flokkur sem tekur upp falslausa baráttu til varnar alþýðu i landinu verö- ur ekki lengi að stækka.” — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.