Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. april 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Tvö íslensk skip fá að fylgja Norglobal þegar skipið heldur á Nýfundnalandsmið í sumar Norðmenn svíkja loforð við íslendinga: Til stóö, aö nokkur Islensk nóta- skip myndu fylgja norska bræösiuskipinu Norglobal, þegar þaö fer á Nýfundnalandsmiö til loönuveiöa i sumar. Nú hefur hinsvegar komiö afturkippur I þetta mál og segjast norömenn veröa aö senda norsk skip i staöin og geti aöeins tvö íslensk skip fylgt Norglobal á miöin. — Jú, það er rétt, að til stóö að senda Börk NK til veiða á Ný- fundnalandsmiðum með Norglo- bal en norðmenn hafa tekið það loforð til baka. Ég hef að visu ekki fengið þetta staðfest ennþá, en siðast þegar við töluðum við norðmennina sögðust þeir verða að senda svo mörg norsk skip að aðeins tvö islensk skip gætu farið með og Börkur er ekki þar með, sagði Jóhann K. Sigurðsson hjá Sildarvinnslunni i Neskaupstað er við spurðum hann um þetta mál i gær. Jóhann sagði að þvi væri allt i óvissu hvað Börkur NK gerði i vor og sumar. — Ég fæ ekki betur séð en að við verðum að leggja skip- inu i sumar, sagði Jóhannes, það eru engin verkefni fyrir það sjáanleg. — Nú er verið að selja nokkur nótaskip úr landi, kemur slikt til mála með Börk? — Við höfum ekkert um það mál rætt i útgerðarstjórninni en min skoðun er sú að ef viðunandi kaupverð fæst fyrir skipið komi það vel til greina, það eru alls engin verkefni fyrir islensku nótaskipin og 2ja til 3ja mánaða loðnuvertið getur ekki staðið undir rekstri sliks skips, sagði Jó- hannes. Það gæti þvi allt eins farið svo að 4ða nótaskipið yrði selt úr landi fyrr en seinna, en þegar er verið að selja þrjú skip úr landi eins og sagt var frá i Þjóðviljan- um i gær. —S.dór Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Björn Jónsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Sigurður Magnússon taka þátt í „hring- borðsumræðu” um verkalýðsmálin Umrœða um verkalýðsmál í nýjasta hefti Réttar Réttur, 1. hefti þessa árgangs, er kominn út. Flytur hann margvíslegt efni og fróðlegt um verkalýðsmálog fullyrðir Þjóðviljinn að þetta hefti eigi alveg sérstakt erindi til allra þeirra fjölmörgu sem hugleiða verkalýðs- málin. Ástæðan er sú að á 40 siðum heftisins er birt hringborðsum- ræða um verkalýðsmálin. Þátt- takendur i umræðunni eru Aöal- heiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður Starfsstúlknafélagsins Sóknar, Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands Islands, Guð- mundur J. Guömundsson, for- maður Verkamannasambands islands og Siguröur Magnússon rafvélavirki. Af hálfu Réttar stýrðu umræðum þeir Arni Bergmann, blaðamaður, Olafur Einarsson, menntaskólakennari og Svavar Gestsson, ritstjóri. t umræðu þessari, sem tekin var upp i janúar-mánuði er komið mjög viöa viö svo sem við er að búast. I upphafi er rætt um kreppu- árin og lærdómana af þeim. Þá er rætt um aukinn launajöfnuð og spurt hvort hugsjónaeldurinn hafi dofnaö i verkalýðshreyfing- unni. Rætt er um stóru samflot- in og skipulagsmál verkalýðs- samtakanna og eru menn sam- máia um nauðsyn þess að gera vinnustaðinn að grunneining- unni. Þá er fjallaö sérstaklega um verkakonur og misrétti. Rætt er um verkalýðs- hreyfinguna og vinstristjórnina, um kjarahyggju og pólitiska stefnumótun, um stéttasam- vinnu, virkni félagsmanna, gamla fólkið og lifeyrissjóðina og um hina pólitisku baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Þá er fjallað um fræðslustarf- semina og loks um „byltinguna”. — Af þessari upptalning sést að það er viða komið við, en hún verður ekki lengri að sinni. Þjóðviljinn endurtekur áskor- un sina til allra þeirra sem hug- leiða verkalýðsmálin að kynna sér þetta hefti Réttar. Réttur fæst á afgreiðslu Þjóð- viljans að Skólavörðustig 19. Siminn er 17500. Fundur í sjómannadeilunni Karpað um kjör sjómanna sem seljaaflasinn erlendis t gær kl. 14 hófst hjá sáttasemj- ara fundur i sjómannadeilunni, sá fyrsti um nokkurt skeiö. Óskar Vigfússon i samninganefnd sjó- manna sagði fréttamanni Þjóö- viijans stuttu eftir aö fundur hófst aö litil hreyfing væri á málunum. — Menn eru að þreifa sig áfram um leiðréttingu mála hjá þeim sjómönnum sem veiða á erlenum miðum og selja aflann erlendis. Þegar gengið var frá breytingun- um á sjóðakerfinuhafði það engin áhrif á kjör þeirra önnur en þau að útflutningsgjald af sölu er- lendis var fellt niður. Skiljanlega geta islensk yfirvöld ekkert átt við fiskverð erlendis. En niður- felling útflutningsgjalda vegur ekki upp á móti þeirri lækkun á skiptaprósentu sem samið var um þannig aö þessir sjómenn bera skarðan hlut frá boröi. Um þetta er verið að karpa núna. Þá er einnig verið að þrýsta á sáttanefndina að gera eitthvað raunhæft i sambandi við heildar- samningana. Þetta er fyrsti fundurinn sem eitthvað er gert i þeim málum, þvi hingað til hefur þetta veriö tómt málæði. En ég á þó varla von á að til verulegra tið- inda dragi á þessum findi, sagði Óskar. —ÞH Hlöðver Sigurðsson. Hlöðver Sigurðsson, Siglufirði, 70 ára Einn besti vinur þessa blaðs og greinahöfundur um ára- tugaskeið, Hlöðver Sigurðsson, er sjötugur i dag. Hlöðver er fæddur á Reyðará. Lóni. Austur-Skafta- fellssýslu. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson bóndi þar og kona hans Anna Jórunn Hlöðversdóttir. Hann lauk kennaraprófi 1928. Dvaldist við ýmis konar nám og kynnti sér skólamál i KJiöfn. Helsingborg og Gautaborg 1932— 1933. Hann var kennari i Nesjahreppi i Austur-Skafta- • fellssýlu 1928—31, skólastjóri á Súðavik 1931—1932, skólastjóri á Stokkseyri i 10 ár, 1933— 1943, skólastjóri barna- skólans á Siglufirði frá 1943 þar til fyrir skömmu að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hlöðver er þvi i vitund flestra siglfirðingur. Ekki einasta hefur Hlöðver sinnt skólamálum. Hann hefur látið sig stjórnmál miklu skipta og hefur jafnan verið um áratugaskeið i forustu- sveit islenskra sósialista. Hann var varabæjarfulltrúi á Siglufirði 1946—1950, var i flokksstjórn Sósialistaflokks- ins og i forustu Alþýðubanda- lagsins. Þá hefur hann starfað mikið i samtökum kennara og i ungmennafélagshreyfing- unni. Þekktastur er Hlöðver lik- lega fyrir blaðagreinar sinar — langflestar i Þjóðviljanum — og fyrir útvarpserindi sin. Þjóðviljinn þakkar afmælis- barninu fyrir góðan stuðning i gegnum áratugina og óskar Hlöðver Sigurössyni til hamingju með daginn, vel unninn störf fyrr og siðar, og óskar honum góðrar heilsu og starfsorku. Sovésk rannsóknaskip Þessa dagana eru stödd i Sundahöfn tvö sovésk hafrann- sóknaskip, Prófessor Viese og Prófessor Zubov. Skip þessi eru hluti mikils rannsóknaleiðangurs, sem stundar haf- og gufuhvolfs- rannsóknir i Norðurhöfum. Fara þessar rannsóknir fram sam- kvæmt áætlun, sem nefnd er Polarex 76, og eru samkvæmt henni framkvæmdar rannsóknir bæði á Norður- og Suður-Atlants- hafi. Leiðangursstjórinn, Alexei Trotsnikof, er forstöðumaður stofnunar um heimskautarann- sóknir i Leningrad og einn kunn- ustu visindamanna Sovétrikjanna á þvi sviði. Hann skýrði frétta- mönnum svo frá, að upphafið að heimskautarannsóknum Sovét- rikjanna hefði staðið i nánu sam- bandi við viðleitnina til að halda opinni siglingaleiðinni meðfram norðurströnd Siberiu, en það væri nauðsynlegt vegna hinna miklu auðlinda á heimskautasvæðum Sovétrikjanna. Til þess að tryggja þær samgöngur hefði verið nauðsynlegt að fá sem mesta vitneskju um náttúrleg skilyrði á heimskautssvæðinu i heild. Trotsnikof sagði að hafsvæðið umhverfis Island væri mjög mikilvægt varðandi rannsóknir á norðurheimsskautssvæðinu, þar eð þar væri miðsvæði haf- strauma. Sögðust hann og starfs- menn hans hafa mikinn áhuga á samstarfi við islenska visinda- menn um þessi rannsóknarefni. Þeir kváðu rannsóknir sinar miða meðal annars að þvi að fá úr þvi skorið, hvað hæft væri i spá- dómum ýmissa visindamanna um það, að ný isöld færi i hönd. Sovésku rannsóknaskipin eru hvort um sig 6934 smálestir og um borð um 150 manns, áhöfn og vis- inda- og rannsóknamenn. —dþ. Carter eða Humphrey? WASHINGTON 28/4 NTB — Jimmy Carter, fyrrverandi rikis- stjóri, vann yfirburðasigur i for- kosningunum i Pennslyvaniu og er þar með talinn hafa i raun sigraö alla keppinauta sina, sem sækja um að verða i framboði fyrir demókrata i næstkomandi forsetakosningum. Sá eini, sem nú er talinn hafa möguleika á að skáka honum er Hubert Humphrey.varaforseti i tið John- sons, en Gallup-kannanir benda til þess að vinsældir hans meðal kjósenda demókrata séu eins miklar og Carters. Humphrey hefur hinsvegar ennþá haldið sig fyrir utan forkosningarnar. Prófessor Súbof, annað sovésku rannsóknaskipanna, sem nú liggja i Sundahöfn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.