Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Kimmtudagur 29. april 197fi Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdœmi Keflavikur, Njarðvikur, Grindavikur og Gullbringusýslu fimmtudaginn 6. mai 0-1051 — 0-1125 föstudaginn 7. mai 0-1126 — 0-1200 mánudaginn 10. mai 0-1201 — 0-1275 þriðjudaginn ll.mai 0-1276 — 0-1350 miðvikudaginn 12. mai 0-1351 — 0-1425 fimmtudaginn 13. mai 0-1426 — 0-1500 föstudaginn 14. mai 0-1501 — 0-1575 mánudaginn 17. mai 0-1576 — 0-1650 þriðjudaginn 18.mai 0-1651 — 0-1725 miðvikudaginn 19. mai 0-1726 — 0-1800 fimmtudaginn 20.mai 0-1801 — 0-1875 föstudaginn 21.mai 0-1876 — 0-1950 mánudaginn 24.mai 0-1951 — 0-2025 þriðjudaginn 25. mai 0-2026 — 0-2100 miðvikudaginn 26.mai 0-2101 — 0-2175 föstudaginn 28.mai 0-2176 — 0-2250 mánudaginn 31. mai 0-2251 — 0-2325 þriðjudaginn ljúni 0-2326 — 0-2400 miðvikudaginn • 2.júni 0-2401 — 0-2475 fimmtudaginn 3.júni 0-2476 — 0-2550 föstudaginn 4.júni 0-2551—0-2625 þriðjudaginn 8.júni ö;2626 — 0-2700 miðvikudaginn 9. júni 0-2701 — 0-2775 fimmtudaginn lO.júni 0-2776 — 0-2850 föstudaginn ll.júni 0-2851 — 0-2925 mánudaginn 14.júni 0-2926 — 0-3000 þriðjudaginn 15. júni 0-3001 — 0-3075 miðvikudaginn 16. júni 0-3076 — 0-3150 föstudaginn 18. júni 0-3151 — 0-3225 mánudaginn 21.júni 0-3226 — 0-3300 þriðjudaginn 22.júni 0-3301—0-3375 miðvikudaginn 23.júni 0-3376 — 0-3450 fimmtudaginn 24.júni 0-3451—0-3525 föstudaginn 25. júni 0-3526 — 0-3600 Bifreíðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar að IðavöIIum 4 i Keflavik og verður skoðun framkvæmd þar á fyrr- greindum dögum milli kl. 9-12 og 13.00- 16.30. Á sama stað og tima fer fram aðal- skoðun annarra skráningarskyldra öku- tækja s.s. bifhjóla, og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðagjöld fyrir árið 1976 séu greidd og lögboðin vátrygg- ing fyrir hverja bifreið sé i gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann lát- inn sæta sektum samkvæmt umferðarlög- um og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum sem hlut eiga að máli. Vakin er sérstök athygli á þvi, að aug- lýsing þessi varðar alla eigendur Ö-bif- reiða, hvar sem þeir búa i umdæminu. Bæjarfógetinn i Keflavík, Njarðvik og Grindavik. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Skipstjóri skipstjóri óskast á nýjan skuttogara, sem gerður verður út frá Húsavik. Skipið mun verða tilbúið til veiða i júli n.k. Upplýsing- ar gefur Tryggvi Finnsson, Húsavik, simi 96-41388 og 96-41399. íbúðir og herbergi óskast á leigu fyrir norræna stúdenta, sem verða á nám- skeiði i Háskóla íslands 26. júli til 28. ágúst n.k. Allar frekari upplýsingar veittar á skrif- stofu Félagsstofnunar stúdenta og i sima 15656. Félagsstofnun stúdenta, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut. SINE ályktar um námslán Menn hafa horfið frá námi Þjóðviljanum hefur borist eftir- farandi ályktun um námslán frá Sambandi islenskra námsmanna erlendis, SINE: A sl. vetri hafa námsmenn mátt þola harkalegri kjaraskerðingar en dæmi eru til um. Þær hófust með þvi að úthlutun haustlána var dregin verulega á langinn þannig að til stórra vandræða horfði. Þá var úthlutunarreglum breytt svo að haustlán að við- bættum sumartekjum nægðu aðeins til framfæris fram i siðustu viku i október. Leiðrétting fékkst loks þegar fyrir lá, að efnaminni námsmenn voru að hrökklast frá námi vegna fjár- hagsörðugleika. Undir jól var fjárveiting til Lánasjóðs is- lenskra námsmanna skorin niður um tæp 20% miðað við óbreytta úthlutun frá fyrra ári. Þá var út- hlutun aðallána (janúarlána) dregin i tæpa tvo mánuði og loks hafin á vafasömum skilmálum. Hafði þessi dráttur óheyrileg fjárhagsvandræði i för með sér fyrir námsmenn erlendis, sem óþarft ætti að vera að tiunda hér. Aðeins skal bent á, að allstór hópur námsmanna varð að hverfa frá námi um stundarsakir, fresta prófum og breyta þar með námsáætlunum sinum. Einnig var breytt reglum um umreikn- ing tekna lánþega og bitnar sú breyting hvað mest á kjörum fjöl- skyldumanna. Enn er frumvarpið um námslán og námsstyrki ónefnt, en i þvi fellst, að mati SINE, stórfelldasta atlagan að kjörum námsmanna til þessa. Skv. frumvarpinu skulu lánin að fullu verðtryggð, ein lána á isl. lánamarkaði, þótt um fram- færslulán sé að ræða. Þrátt fyjrir fulla verðtryggingu eru marg- itrekuð loforð ráðamanna um fulla brúun umframfjárþarfar (þ.e. að lánin ásamt sumar- tekjum nægi til framfærslu) svikin. Þá eru i frumvarpinu ákvæði um lágmarksendur- greiðslur, sem koma harðast niður á þeim er stunda 2—4 ára nám og hljóta þurftarlaun að námi loknu. Enn eru ótaldir fjöl- margir vankantar þessa hrað- soðna frumvarps sem ekki verða tindir til hér, það yrði of langt mál. SINE hefur verið andvigt öllum hugmyndum um verðtryggingu námslána, enda ganga þær allar gegn lokatakmarki okkar, sem er námslaun á grundvelli launa- jöfnuðar i þjóðfélaginu. Verð- trygging námslána leysir ekki á nokkurn hátt fjárhagsörðugleika rikissjóðs, þvert á móti verður hertum kjörum námslána mætt með viðeigandi kaupkröfum námslánþega að námi loknu, kaupkröfum sem munu eyða þessum hæpnu og skammsýnu sparnaðaraðgerðum rikissjóðs og sennilega gott betur. Það er skammgóður vermir að pissa i skóna sina. Með frumvarpinu hafa stjórn- völd tekið af skarið með það að öll viðleitni námsmanna i vetur til að skapa námslánakerfi, sem hefur jafnrétti til náms að leiðarljósi, hefur verið til litils. Sama gildir um friðsamlegar mótmælaað- gerðir þeirra til að leggja áherslu á réttmætar og sanngjarnar kröfur. Það er þvi sýnt, að náms- menn munu sjá sig tilneydda til að taka upp aðrar baráttuaðferðir komi ekki fram raunhæfar breyt- ingar á frumvarpinu innan tiðar. Námsmenn munu aldrei sætta sig við lög um námslán sem i raun ganga gegn hagsmunum alþýðu- fólks um jafnrétti til náms. Um jafnrétti tii náms getur ekki verið að ræða meðan námslán brUa ekki umframfjárþörf náms- manna. Samband islenskra námsmanna erlendis. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar: Ur safni Bjarna Guðmundssonar Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar h.f. heldur upp- boð á bókum i ráðstefnusal Hótels Loftleiða mánudaginn 3. mai n.k. og hefst uppboðið kl. 5 eftir hádegi. Bækurnar, sem allar eru úr safni Bjarna heitins Guðmundssonar blaðafulltrúa, verða til sýnis að Hótel Vik sunnudaginn 2. mai kl. 10-12 og 14-18. Ráðgert er að selja fleiri bækur úr safni Bjarna, sem er mjög mikið að vöxtum og gæðum, og verður næst uppboð haldið i septémber. Bækurnar, sem boðnar verða upp 3. mai, eru margskonar, kvæðabækur, orðabækur, þjóð- sögur, ferðabækur, rit um mál- fræði, trúfræði, lögfræði, eddur, sagnfræði, bókmenntasögu, auk islenskra fornrita. Eitt merkasta ritið er efalaust sex binda útgáfa á Heimskringlu Snorra Sturlusonar, sem kom út i Kaupmannahöfn á árunum 1777 til 1826. Seldist þessi útgáfa á 180.000 kr. auk söluskatts siðast er hún var á uppboði hér- iendis. Þetta eintak er mjög gott, og fylgja þvi þrjú kort og átta töflur.Eddur eru hinsvegar • stærsti flokkurinn á þessu upp- boði, og eru i þeim flokki inn- lendar og erlendar Edduút- gáfur, þýðingar og rit um Eddu- kvæðin. Hilmar Foss, forstöðumaður Listmunauppboðs Sigurðar Benediktssonar, og Haraldur Blöndal aðstoðarmaður hans skýrðu blaðamönnum enn- fremur svo frá að meðal trúfræðiritanna, sem boðin verða upp, væru Hugleiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar, sem kom út i Kaupmannahöfn 1853. Höfundurinn er J.P. Mynster, Sjálandsbiskup og skriftafaðir danakonungs. Tveir islendingar þýddu bókina á islensku, og var annar þeirra Jónas skáld Hallgrimsson. Rit þetta er merkilegt fyrir þá sök að talið er að það hafi lagt grundvöllinn að nútima málstil islensku þjóðkirkjunnar. Þýðendurnir munu ekki hafa kastað höndunum til verksins, sem sjá má af þvi að þeir voru heilan dag að orða upphafs- setninguna, sem hljóðar svo: önd min er þreytt- hvar má hún finna hvild? Enda er sagt að þýðendurnir hafi séð ástæðu til að gera sér glaðan dag, þegar þeim hafði tekist að orða upp- hafssetninguna sem þeim likaöi. Enn má nefna ferðabók enska fornfræöingsins og fagurkerans W.G. Collingwood, sem ferðaðist hér um land skömmu fyrir aldamót, og aðra bók af ferð um Island eftir Antony Trollope, sem þykir sérlega merk vegna samtimateikninga. Sú bók er nú á annað hundrað sterlingspunda virði i Bretlandi. Af ljóðabókunum má nefna kver sem heitir„Kleppur og Hrifla, fáein andleg ljóð, ort ósjálfrátt af höfundinum” og kom út i Reykjavik 1930. Mun kvæða- efnið vera átök þeirra Jónasar Jonssonar frá Hriflu og Helga Tómassonar yfirlæknis, sem rifjast hafa upp fyrir mönnum upp á siðkastið i sambandi við „m a f i u m á 1 ” ól a f s Jóhannessonar og Visismanna. Orðabækurnar eru allt gamlar bækur og fágætar, sérstaklega Supplement til islandske Ordböger I—III eftir Jón Þorkelsson. 1 þeim flokki er og litið kver, gefið út af hermála- ráðuneyti Bandarikjanna 1941. Inniheldur það leiðbeiningar til bandariskra hermanna á íslandi og orðasafn, og mun ekki hafa komið á uppboði fyrr. Sérstök athygli er vakin á þvi, að menn geta sent bréflega boð til uppboðshaldara. db. HUsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitl einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæöið með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. Borgarplast hf. Borgarnesi Sfmi 93-7370 Helgar- og kvöldslmi 93-7355.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.