Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 11
Kimmtudagur 29. april 197« ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 11 Bjarni ráðinn þjálf- ari kvennaliðs Vals óvíst hvort hann þjálfar og leikur með Þrótti næsta vetur Valsmenn hafa ákveðið að ráða Bjarna Jónsson landsliðsmann þróttar sem þjálfara 1. deildar- liðs Vals f kvennaflokki næsta vetur. Sagði Bjarni í gær að þetta væri rétt,en aðeins væri eftir að ganga frá samningum. Vals-liðinu i kvennaflokki gékk ekki vel sl. vetur, missti bæði af deild og bikarmeistaratitlunum og þvf kunna Valsmenn ekki vel, enda hefur kvennaiið féiagsins I handknattleik verið stolt félags- ins um áratugarskeið og raunar verið i sérflokki islenskra kvennaiiða á handknattieik. Það verður þvi áreiðanlega ætiast til mikils af Bjarna næsta vetur. Bjarni sagði að enn væri óvist hvort hann þjálfaði Þrótt næsta vetur og eins væri óvlst að hann Frazier og Foreman berjast 15. júní Fyrrum heimsmeistarar í þungavigt i hnefaleikum Joe Frazier og George Foreman hafa skrifað undir samning um að þeir muni keppa 15. júní nk. í Yankee-leikvanginum í New York. Þessari keppni verður sjónvarpað um öll Bandaríkin og að auki til 60 annarra landa. Keppnin verður 12 lotur og fær hvor þeirra um sig eina miljón dollara (180 milj. ísl. króna) fyrir keppnina. George Foreman varð heims- meistari 1973 þegar hann sigraði Joe Frazier i 2. lotu i Jamaica en hann tapaði svo titlinum til Mu- hamed Ali 1974, þegar Ali sigraði hann i 8. lotu i Zaire sælla minn- inga. An þess að það hafi verið 'ákveðið er ekki óliklegt að sigur- vegarinn i þessari keppni fái að skora á núverandi heimsmeistara Muhamed Ali siðar á þessu ári, en Ali hefur áður sagt að hann ætli sér að berjast við þá báða, sigra þá og hætta svo. Úrslit úr drengja- mótinu í júdó islandsmótinu I júdó lauk laugar- daginn 3. april með keppni i flokkum drengja 11-14 ára. Keppendum er fyrst skipt i tvo aldursflokka, og siðan eru tveir þyngdarflokkar i hvorum aldurs- flokki. Geysilega mikil þátttaka er I þessum aldursflokkum og verður að takmarka þátttökuna i aðalkeppninni. Forkcppni er háð i jðdófélögunum, en hverju félagi er slðan heimilt að senda tvo keppendur i hvorn flokk. Úrslit urðu sem hér segir: 11-12 ára Léttari flokkur 1. Stefán Kristjánsson UMFG 2. Sveinn Sveinsson Isaf. 3. Karl Ásgeirsson Isaf. 4. Garðar Magnússon UMFG Þyngri flokkur 1. Jón Kr. Haraldsson JFR 2. Halldór Smith Gerplu 3. Kristján Valdimarsson A 4. Þorfinnur Andersen UMFG 13-14 ára Léttari flokkur 1. Finnbogi Jóhannesson tsaf. 2. Gisli Bryngeirsson Gerplu 3. Gunnar Jóhannesson UMFG 4. Kristinn Kristinsson Isaf. Þyngri flokkur 1. Óli Bieldvedt A 2. Einar Ólafsson Isaf. 3. Ketilbjörn Tryggvason JFR 4. Óli Antonson Isaf. Dregið í happ- drætti hand- knattleiksdeild- ar ÍR Pregið hefur verið i happdrætti handknattleiksdeildar IR og komu eftirtalin númer upp: 2714, sólarlandaferð 3168, armbandsúr 382, boðsmiði 3687, kvöldvcröur léki með liðinu. Allt eins gæti komið til mála að hann skipti um félag, en ákvörðun um þetta sagðist hann ekki taka fyrr en i næsta mánuði. — Maður hefur sannarlega fengið nóg af hand- knattleik i bili og forðast að hugsa um hann þar til maður byrjar aftur að æfa, sagði Bjarni. Vitað er að Valsmenn vilja allt til vinna að fá Bjarna aftur i sinar raðir sem leiknamn, enda veitir þeim ekki af nú eftir að Guöjón Magnússon hefur ákveðið að fara til Sviþjóðar i haust. —S,dór Joe Frazier George Foreman Bjarni Jónsson Óvæntur sigur Ár- manns yfir Þrótti Armann sigraði Þrótt 2:1 i Heykjavikurmótinu i knattspyrnu i fyrrakvöld og verður ekki annað sagt en að þessi sigur 2. deildar- liðs Ármanns yfir 1. deildarliði Þróttar komi mjög á óvart og sýnir kannski best hvað margt óvænt getur gerst i vorleikjunum. Það var Þorvaldur Þorvalds- son, unglingalandsliðsmaður Þróttar sem skoraði fyrsta mark- ið, en Birgir Einarsson, áður Valsmaður. jafnaöi fyrir Armann snemma i siðari hálfleik,og áður en leiknum lauk höfðu ármenn- ingar bætt öðru marki við og báru þvi sigur úr býtum i leiknum. Fram og Valur leiða nú i mót- inu með 6 stig hvort lið, en á laugardaginn kemur mætast þessi topplið mótsins og m.i fast- lega gera ráð fyrir að það verði úrslitaleikur mótsins. —S.d Badmintondómarar stofna samtök Fyrir skömmu stofnuðu dómar- ar i badminton með sér félag. Félagið mun vinna i samráði við B.S.I. að málum badmintondóm- gæslu og sjá um að ætið sé nægur fjöldi dómara til i landinu. Félag- ið mun þvi skipuleggja nokkur dómaranámskeið nú á næstunni. Félagið mun i framtiðinni halda dómaraþing a.m.k. einu sinni á ári, en þá koma badmin- tondómarar saman, samræma túlkun á leikreglum og skipu- leggja dómarastörf. P'ormaður dómarafélagsins er Sigfús Ægir Arnason, en með hon- um eru i stjórn: Grétar Snær Hjartarson, Sigurður Haraldsson. Jóhann Hálfdánarson og Arni Sigvaldason. Þeir sem hafa hug á að ganga i félagið, en hafa ekki gert það enn. eru beðnir að hafa samband við formann þess i sima 33887. Stofnfélagar teljast allir þeir, sem ganga i félagið á þessu ári. B-þjálfara námskeiö í frjálsum Tækninefnd Frjálsiþrótta- sambands lslands efnir til B-þjálfunarnámskeiðs I frjáls- um iþróttum aö tþróttamið- stöð ISl aö Laugarvatni vik- una 25. júni til 2. júli n.k. Rétt <il þátttöku hafa eftirtaldir: 1. tþróttakennarar. 2. Þeir sem hafa lokið A- grunnskóla lSt 3. Þeir sem lokið hafa leið- beinendanámskeiöi FRt eða hafa aðra hliðstæða mennt- un. Væntanlegum þátttakend- um er bent á aö námsbækur eru að mestu á norsku og verða sendar þeim nokkru áður en námskeiöiö hefst, svo að þeir geti kynnt sér náms- efnið áður en námskeiöið hefst. Umsóknir þurfa að berast tækninefnd FRl i siðasta lagi 10. mai n.k. Pósthólf 1099 — Reykjavlk. Héraösmót UMSK innanhúss Héraðsmót UMSK i frjáls- um iþróttum innanhúss verður lialdið föstudaginn 30. april klukkan 19.00. Keppnisgreinar eru: 50 m. hlaup karla og kv. 50 m. grindahl. karla og kv. 50 m. grindahl. sveina langstökk karla og kv. hástökk karla og kv. þrístökk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.