Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.04.1976, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. aprfl 1976 Fimmtudagur 29. aprfl 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 í umræðum um Grænlandsmál, sem að visu eru ekki fjölskrúðugar hér á landi, hafa stundum heyrst nefnd samtökin ,,De unga Grönl'ánders rad”. Þetta eru samtök þeirra grænlendinga, sem eru við nám í Danmörku, en alls eru þar um 4 þúsund grænlenskir skólanemar á öllum skólastigum. Ráð ungra græn- lendinga var stofnað árið 1963 og markmið þess var í fyrstu að draga úr úrslitaáhrifum Grænlands- málaráðuneytisins á styrkveitingar tii grænlenskra skólanema. Á seinni árum hefur ráðið einbeitt sér æ meir að þvi að skapa tilfinningu hjá grænlenskum nemendum i DanmÖrku fyrir þvi að þeir séu að mennta sig i þeim tilgangi að verða þjóð sinni að gagni, um leið og starfsemi þess hefur orðið æ póli- tiskari. Ekki flokkspólitisk, þvi að meðvitaðir grænlendingar vara sig á hefðbundnum evrópskum flokkshugmyndum, heldur vinnur ráðið að þvi að hrinda af stað þjóðernisvakningu, sem það vonar að i fyllingu timans muni leiða til þess að grænlenska þjóðin stjórni sinum málum sjálf, i sinu landi og á sinn hátt. TT VIO MÖRTU LABANSE Sterk þjóðernisvakning meðal ungra grænlendinga Marta Labansen. Marta Labansen frá Holsten- borg er einn hinna ungu græn- lendinga sem hingab komu á Grænlandsvikuna. Hún nemur félagsráðgjöf i Kaupmannahöfn, er virkur félagi i Ráði ungra grænlendinga og Grænlendinga- félaginu I Danmörku, en eigin- maður hennar er framkvæmda- stjóri þess. Marta lagði sinn skerf til Grænlandsvikunnar með þvi að leiða og taka þátt i umræðum og flutti einnig erindi um „þjóðfélagsástad i Grænlandi” á fundi hjá stúdentum á þriðju- daginn. Þjóðviljinn ræddi við Mörtu áöur en hún hélt aftur til Kaupmannahafnar og var viöa komið við. Fyrst sagði hún okkur af starfi Ráðs ungra grænlend- inga. — Við höfum hús til umráða i Kaupmannahöfn og þar fer fram mikil starfsemi. Við gefum út blaðið „Avataq” fimm sinnum á áriogkemur það nú út eingöngu á grænlensku. „Avataq” þýðir veg- visir og er nafnið dregiö af veiði- blöðrunni, sem fest er við skut- ulinn, þegar selurer skutlaður, og visar veiöimanninum i kajaknum á bráöina. Þetta er mjög i sam- ræmi við það vakningarhlutverk sem blaðinu er ætlað. Upp á siðkastið höfum við reynt að hafa ákveðið þema i hverju hefti blaðsins og erum nú að undirbúa blað um oliu og málma i Græn- landi. í framhaldi af þessu talar Marta Labansen um að græn- jendingar heima hafi i fyrstu litið pólitisk afskipti ráðsins hom- auga. Það hafi sérstaklega átt við þegar ungir grænlendingar her- tóku Grænlandsmálaráðuneytið veturinn 1975tilþess aðmótmæla ákvörðun þess um að veita viðtækar heimildir til oliuleitar og oliuvinnslu við Grænland. Afstaðan hafi hinsvegar breyst þegar forystumenn ungu græn- lendinganna komust til heima- byggða sinna i sumarleyfi og gátu skýrt málin út fyrir fólkinu heima. Forsaga málsins varsú að árið 1974 tók grænlenska Lands- ráðið, sem er aðeins ráðgefandi stofnun, þá einróma ákvörðun, að leyfi til oliuleitar og oliuvinnslu yrðu ekki veitt nema að fengnu samþykki þess i heild. Reyndin varð sú, a6 Grænlandsmálaráðu- neytið keypti framkvæmdanefnd Landráðsins fyrir sjö miljónir dánskra króna, gróðann af græn- lensku út- og innflutningsversl- uninni, tii þess að samþykkja ráðagerð þess. Landsráðið sjálft varð að sætta sig við orðinn hlut. Þarna voru mikilvæg lands- réttindi seld fyrir fáeina aura. Ráð ungra Grænlendinga hefur á prjónunum mikla ráðagerð, sem gæti, ef vel til tekst, valdið þáttaskilum i þjóðernisbaráttu grænlendinga. Marta Labansen ljómar af eldlegum áhuga þegar hún segir frá þessari ráðagerð: — Við höfum ákveðið að hverfa heim frá námi i Danmörku um eins árs skeið og nota timann til þess að vekja áhuga landa okkar almennt á þjóðmálum, og vinna sérstaklega aöþvi að skipuleggja æskufólk, ræða um stefnuna i skóla- og menningarmálum og fá fólk til þess að gera sér grein fyrir þvihvaðþaðvillmeðkröfunni um heimastjórn. í fyrra var tillögu um eins árs hunsun á náminu i Danmörku ekki tekiö sérlega vel. Nú erum við einhuga i Ráði ungra Græn- lendinga. Akvörðun um þetta var samþykkt einróma á 60 manna ráðstefnu i vetur. Hvort þátttaka verður almenn meðal græn- lenskra námsmanna i Danmörku sem eru á ýmsum skólastigum, sumir i grunnskólum og gagn- fræðaskólum, vil ég ekki segja að svo stöddu. En hundrað manna hópur sem snéri heim i eitt ár gæti haft mikil áhrif. Það hafa ekki veriö nein félög æskufólks i Grænlandi til þessa. Nokkrir félagar I Ráði ungra grænlendinga hafa snúið heim að afloknu námi á siðustu þremur árum og árangurinn af starfi þeirra hefur meðal annars orðið sa að Ungmennafélög hafa verið stofnuð t.d. i Holstenborg, Godt- háp og Narsaq. Hvorki meira né minna en 600 unglingar gengu í félagið i Godtháp strax i byrjun og sýnir það þörfina. Þessi ung- mennafélög eru þegar byrjuð að gera út blöð, sem gefa mjög frá- brugðna mynd af grænlensku þjóðfélagi en áður hefur tiökast. Það hefúr lika borið á þvi að með þessum félagsstofnunum hafi grænlensku æskufólki skilist aö einhver tilgangur væri i þeirra iifi og markmið til þess að keppa að. Enda er það svo að Landsráöiö og sveitarfélögin hafa neyöst til þess að taka tillit til þeirra og styrkja þau,m.a. með útvegun húsnæðis. Það er ætlun okkar i Ráði ungra grænlendinga i samráði við ung- mennafélögin að efna tii tveggja æskulýösráöstefna i Godthap og Narsaq isumarog á þeim verður tekin endanleg ákvörðun um hvort hunsa á skólanám i Dan- mörk á næsta ári. Það þarf ekki lengi að ræða við Mörtu Labansen til þess að verða áskynja hve djúpa fyrirlitningu hún hefur á þvi skólakerfi sem Danir hafa komið upp á Græn- landi. I stuttu máli felst það i þvi að skólar flestir i Grænlandi eru danskir svo og skólastjórar, og börn sem eðlilega tala græn- lensku er þau koma i skóla, verða að una þvi að nema af kennurum sem eru danskir i mörgum til- fellum. Þetta skapar oft á tiðum megna andúð á skólunum og áhugaleysi. Jafnframt hefur það æ meir farið i vöxt að danir komi á fót grænlenskum menntastofn- unum i Danmörku. Fyrir nokkru var t.d. komið á fót verslunar- skóla fyrir grænlendinga i Dan- mörku þrátt fyrir eindregin til- mæli Landsráðsins um að hann yrði settur upp i Grænlandi. Þá er einnig talsvert um að stuðlað sé að þvi að börn fari á unga aldri i skóla i Danmörku. Margir táningar halda til Danmerkur til náms og standa i þeirri meiningu að þeir muni afla sér staðgóðrar undirstöðumenntunar fyrir lifs- starf. Reyndin verður sú að sögn Mörtu að þeir ljúka menntun sem hvorki er fugl né fiskur, fá hvorki starfsréttindi heima fyrir né i Danmörku. Útkoman verður oft á tiðum sú að unglingarnir þora bókstaflega ekki að snúa heim, heldur leita sér atvinnu sem ófag- lært verkafólk i Danmörku, eins og atvinnuástand þar i landi er lélegt. Meðan svona er á málum haldið er ofur eðlilegt að danir sitji i feitu emb- ættunum i Grænlandi. Og Marta tekur dæmi af sinni eigin menntun, félagsráðgjöf. Hún þarf að taka próf i notkun og beitingu danskra reglugerða, sem ekki eru i gildi I Grænlandi, og nám hennar miðast alfarið við danskar aðstæður og vandamál. Ljóst er þvi að er hún snýr aftur lil Grænlands, og á þvi leikur enginn vafi i hennar huga, þarf hún á eigin spýtur að nema allt upp á nýtt. Menntakerfið er lykillinn i þjóðernisbaráttu grænlendinga og krafa ungra grænlendinga er að menntastofnanirnar verði grænlenskar og i Grænlandi. Tal okkar Mörtu Labansen berst nú að heimastjórnar- málunum. Grænland er nú stjórnarfarslega hluti Danmerk- ur, að nafninu til, en samt staða þess þó sýnu verri, þar sem dönsk stjórnvöld beita ekki nýlendukúgun heimafyrir. Heimastjórnarmálið hefur lengi verið til umræðu.. Nú er starfandi STATION NORI MESTERVI' ETAH THULE UPERNAVIK 'KUNGMINT £_/GODHAVN \ •^EGEDESMINDE ' ' S0NOg£ STR0MFJORD Q ANGMAGSSALIK IOLSTEINBORG • SKJOLDUNGEN SUKKERTOPPEN. GODTHABj ‘i •NORpPOI '<ÍDANEMARK 14 manna nefnd, sjö frá Lands- ráðinu og sjö frá danska þjóðþinginu, sem á að gera endanlegar tillögur um heima- stjórn grænlendinga. — Ég óttast það að tillögurnar um heimastjórnina komi einungis ofanfrá og nýju stjórnarfarskerfi verði komið á án þátttöku almennings i ákvarðanatökunni. Þessvegna er það mjög brýnt að efnt verði til almennar og alvar- legrar umræðu i Grænlandi um það hvaö við sjálf viljum meö heimastjórninni. Annars er það einkennandi fyrir þessa heimastjórnamefnd að hún hefur ekki enn byrjað aö ræða eignamálin, það er aö segja hver eigi landsréttindin I Græn- landi, náttúruauölindirnar og landgrunnið. Nefndin hefur þvi kosið að fjalla eingöngu til að byrja meö um menntamál og versluharmál og fl. þessháttar. Einn grænlensku nefndarmann- anna hefur þó þegar lýst yfir að hann muni ekki standa að neinum þeim heimastjórnartillögum sem ekki feli i sér óskoraðan ákvörðunarrétt grænlensku þjóðarinnar yfir landi og náttúru- auðæfum. Fleiri og fleiri i Grænlandi gera sér nú grein fyrir þvi að umráða- rétturinn yfir landinu og náttúru- auðæfum þess getur skorið úr um framtiö grænlensku þjóðarinnar. Dæmi um það er sú staðreynd að grænlendingar naga sig i handar- bökin fyrir að hafa ekki mótmælt námulögum danska þjóðþingsins frá 1963.1 þeim er kveðið svo á aö „rikið” eigi námurétt á Græn- landi, það er að segja stjórnin i Kaupmannahöfn, og meðþvi voru ógild lög frá 1963, þar sem skýrt er tekið fram að þau tilheyri „hinu opinbera”. Hefði tekist að halda þessu orðalagi mátti vel halda þvi fram að hið opinbera á Grænlandi væri Landsráðið eða væntanleg heimastjórn. Sjálfstæðismálin i Grænlandi eru mörg. Marta Labansen gerir tvö þeirra að umtalsefni. Eitt er það að nýlenduherrarnir dönsku eru ekki skárri öðrum nýlendu- herrum að þvi leyti að þeir sjá sér hag af þvi að stuðla að einhæfu atvinnulifi á Græniandi. Námu- gröftur og oliuleit eru þegar farin að setja svip á Grænland og ryðja heföbundnum atvinnuvegum til hliðar. Búseturöskunin af þessum sökum er geigvænleg. Og mögu- 160 320 Km GRÆNLAND KANADA Krióllt Hofn Olía Beryllium Æz Nobium Thorium jÉH Uran Kol DERIKSHAB JULIANtHAB ,V.GTufU^'*^Í ' NANORTALIK LABMA'DOE-SEE Króm Zmk Molybdán ^ USA-herstöðvar. horizont •karte A Grænlandi eru gífurlegar náttúruauðlindir I formi málma, frumefna og oliu. Tæknilegar forscndur eru nú að skapast fyrir nýtingu þeirra, og danir og Efnahagsbandalagsrikin I heild sjá Grænland fyrir sér sem sinn helsta auðlindabanka I framtiðinni. A þessu korti má sjá fjölbreytnina i málmumog olíu I jörðu á Grænlandi. mál föstum tökum. Sjálft hefur það byrjað að skipuleggja hóp- ferðir til Grænlands og hefur skrifað öllum sveitarstjórnum þar og lagt til að stofnað verði sameiginlegt félag sem stýri sjálft túrismanum og fái arðinn af þjónustu við ferðamenn i stað I Godtháb á Grænlandi gengu 600 ungmenni I fyrsta æskulýðsfélagið sem þar var stofnað. leikarnir á öðrum atvinnu- greinum eru látnir lönd og leið af dönsku áætlunarmeisturunum. Sem dæmi um það, nefnir Marta að öllum skinnum af hreindýrum i Grænlandi sé nú hent, I stað þess að stuðlað sé að arðbærum skinnaiðnaði. Feröalög til Grænlands fara sivaxandi, og erlendar ferða- skrifstofur hafa i æ rikari mæli hafið skipulegar ferðir þangað. Grænlendingafélagið i Danmörku hefúr nú ákveöiö aö taka þessi þess að hann hverfi úr landi. Hug- myndin er að þetta félag verði með samvinnusniði og ágóöa verði skipt milli sveitarfélaga. Einnig er i ráði að gera úttekt á þvi á vegum Grænlendinga- félagsins hvað einstakar byggöir Jwla af ferðamennsku með tilliti til náttúruverndar og félagslegra sjónarmiða. Þegar hér er komiö sögu skýt ég þvi að Mörtu að það sé auð- heyrt á forsvarsmönnum Ráðs ungra grænlendinga að þeir séu mjög róttækir i sjálfstæðismálun- um. Þá hljóti að vakna sú spurn- ing hvort „ungir grænlendingar” skipi séráskala evrópskra stjórn- málastefna, oghvort ágreiningur sé ekki innan ráðsins einsog i svo mörgum vinstri hópum og sósial- istahreyfingum. —- Nei, það er ekki neinn slikur ágreiningur og hefur ekki verið. Við gerum okkur öll grein fyrir þvi að uppruni okkar og það þjóð- félag sem grænlenska þjóðin er sprottin upp úr, er ekki af evrópskum toga, og við förum mjög varlega i það að yfirfæra hugmyndir og stefnur frá Vestur-Evrópu. Við verðum að finna okkar eigin leið, og við höfum ekki minna að sækja til gamla grænlenska þjóðskipu- lagsins, en til nútimaþjóðfélaga evrópskra. Það er þó ljóst, að við erum svo fáir grænlendingar að við verðum að vinna saman, ef þess á að vera nokkur kostur, að við getum lifað sjálfstæðir i Grænlandi. Þessvegna verður framkvæmd framfara- og sjálf- stæðismála okkar öll að vera með samvinnusniði. Það er eingin lausn að grænlenskir kapitalistar taki við rekstri atvinnufyrirtækja okkar af dönsku nýlenduherr- unum. Með þvi er aðeins verið að skapa nýjar andstæður i stað þeirra sem fyrir eru i dag. Við Marta sláum botninn i samtalið með þvi að minnast á það að þegar i dag er til ný leið fyrir Grænlendinga. Það er sú leið að efna til samstöðu meö þeim þjóðarbrotum sem byggja „fjórða heiminn”. Stundum er talað um „gamla heiminn” i Evrópu, „nýja heiminn” i Norður-Ameriku, „þriðja heiminn” sem öll þróunarrikin tilheyra og nú nýlega er farið að tala um „fjóröa heiminn”. Það eru þjóðarbrotin sem berjast fyrir tilverurétti sinum aðþrengd af sterkari menningarheildum og eruekki einu sinni viðurkenndar stjórnarfarslega sem sérstakar þjóðir. Eskimóar á Grænlandi, i Alaska og Norður-Kanada, ásamt Indiánum og Sömum hafa myndað með sér „Ráð fjórða heimsins”, sem þeir vonast til að fái með timanum aðiid og rödd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. Marta kveðstvonaaðþessisamtök muni gera grænlendingum kleyft að heyja baráttu sina á tvennum vigstöðvum . Annarsvegar við þær pólitisku aðstæður sem fyrir hendi eru, og hinsvegar með þvi að vekja athygli á málstað sinum á alþjóðavettvangi. Og um leið og þessi fulltrúi „De unge Grönlanders rád” kveður á ritstjórn Þjóðviljans minnir hún á það að Anker Jörgensen, for- sætisráðherra dana, hafi i Bandarikjaferö sinni i vetur full- vissað bandariska ráðamenn að þeir þyrftu ekki að óttast um framtið NATÓ-herstöðva sinna þriggja i Grænlandi, þvi það væri engin alvara i heimastjórnar- kröfum og sjálfstæðisviðleitni grænlendinga. Eftir þetta viðtal við Mörtu Labansen og kynni af öðrum ungum grænlendingum er undir- ritaður að minnsta kosti sann- færður um að Anker Jörgensen hefúr þarna á röngu að standa. Unga grænlendinga ætti hann að taka alvarlega, svo og sivaxandi þjóðernisvakningu i Grænlandi. Ætli það sé nokkuö of mikil til- ætlunarsemi af stakkaskiptum framvindunnar, sem oft verða sneggri en nokkurn grunar, að gera þvi skóna, að grænlendingar verði fyrstir þjóða „fjórða heimsins” að kasta af sér nýlenduokinu. Einar Karl Ráð ungra grænlendinga hyggst hunsa nám í Danmörku í eitt ár Eitt ár til þess að efla þjóðernisvakninguna heima Krafan er grænlenskur skóli í Grænlandi Ungmennahreyfing hefur skotið rótum Heimastjórn án ráðstöfunarréttar á landi og náttúruauðæfum einskisvirði Samvinnurekstur og samvinna við þjóðir „fjórða heimsins” er pólitisk leið grænlendinga Víetnam Viöræöur um olíuleit New York 26/4 reuter - Nokkur ai- þjóðleg oliufélög, þám. sex bandarisk, hafa að undanförnu átt leynilegar viðræður við stjórnvöld I Vietnam um að þau taki að nýju upp boranir i leit að oliu i Suður-Kinahafi. Fyrirtækin sem i hlut eiga eru kanadisk, bresk, frönsk og japönsk, auk þeirra bandarisku. Af bandarisku félögunum má nefna Mobil og Shell sem fundu oiiulindir undan ströndum Viet- nam stuttu áöur en þjóðfrelsis- öflin náðu landinu á sitt vald i fyrra en þá lögðust boranir niður. Hins vegar er Exxon ekki með en það stóð einnig i borunum. Að sögn blaðsins hafa ýmsir lægra settir embættismenn bandariska utanrikisráðu- neytisins hvatt til þessara við- ræðna en Kissinger er ekkert um þær gefið. (Bandarikin settu viðskiptabann á Vietnam eftir frelsun þess en það hefur litinn árangur boriö, - aths. Þjv.) Blaðið hefur það eftir starfsmanni eins oliufélagsins að búast mætti við þvi að „stórir samningar” verði gerðir um oliuleitina. Tillaga um áfengismál Lögð hefúr verið fram á al- þingi tillaga til þingsályktunar um áfengisfræðslu. Flutnings- menn eru þau Sigurlaug Bjarnadóttir, Helgi F. Seljan, Ingvar Gislason, Oddur Ólafs- son, Bragi Sigurjónsson, Kar- vel Pálmason. Tillagan er á þessa leið: Alþingi ályktar, að brýn þörf sé markvissra aðgerða i þágu áfengisvarna i landinu. Sérstaklega beri að leggja rækt við hvers konar fyrir- byggjandi fræðslu- og upplýs- ingastarf. 1 þvi skyni skorar Alþingi á rikisstjórnina að beita sér fyrir: 1. Að hraðað verði sem kostur er skipulagningu og undir- búningi Skólarannsókna rikisins á áfengisfræðslu i öllum skólum landsins og endurskoðun á gildandi reglugerð um slika fræðslu. 2. Að f jölmiðlar, og þá einkum sjónvarpið, verði nýtt með skipulegum hætti i þessu skyni. Þannig verði reglu- lega teknir upp i dagskrá sjónvarpsins fræðslu- og skemmtiþættir i samráði við áfengisvarnaráð og aðra þá aðila, sem vinna að bindindisstarfi og áfengis- vörnum.” Hreinsunar- herferð Nú hefur Hreinsunardeild Gatnamálstjórans i Reykja vik sent frá sér hina árlegu áminningu um að Reykviking- ar flvtji nú allt sem veldur óþrifnaöi og óprýði burt af lóðum sinum. Veröi þvi verki ekki lokiö fyrir 14. mai n.k. þá verði hreinsun lóöarinnar framkvæmd á kostnað og ábyrgö húseigenda án frekari viövörunar. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes, á þeim tima sem hér segir. Alla virka daga frá kl.8,00—23.00 og á helgidögum frá kl. 10,00—18,00. Óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði i borgarlandinu. Og þá er bara að drifa sig út i gar.ð og hefja hreinsunarað- gerðir. —GAS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.