Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 4. júll 1976 þJOÐVlLJINN — SÍÐA 17 Bandarisk mynd, framleidd 1974 Leikstjóri: Roman Polanski Handrit: Robert Towne Aðalleikarar: Jack Nicholson, Faye Dunaway Chinatown nefnist hverfi i Los Angeles. Þar er dimmt og götur þröngar og enginn veit hvað þar gerist i skjóli nætur. Eins er á- statt um mannssálina, a.m.k. sál- ina i Roman Polanski, pólska meistaranum sem hefur valið sér það ævistarf að læða ljúfum hræðsluhrolli i vestræna biógesti. Honum ferst það með eindæmum vel úr hendi. Polanski leikur sjálfur smáhlutverk i myndinni: hann kemur með hnif og sprettir upp öðrum nasavængnum á Jack Nicholson. Táknrænt? Ýmislegt i þessari mynd má sjálfsagt flokka undir tákn. Los Angeles er umkringd eyðimörk á alla vegu og togstreitan i mynd- inni snýst um vatn. Aðal- gangsterinn á vatnsveituna hefur þvi lif samborgara sinna i hendi sér. Hann á lika lögregluna. Allt er þetta hvað öðru tengt i landi Hins Frjálsa Einstaklingsfram- taks. Táknrænasturaf öllu saman er þó liklega aðalmaðurinn, einkaspæjarinn, sem Jack Nicholson leikur svo vel að ég hefði orðið hissa ef ég hefði ekki séð hann i Farþeganum sællar minningar. Hann er maöurinn sem ris gegn spillingunni og svin- ariinu og er vitaskuld sigraður i lokin. Hvað ætli einn litill einka- spæjari geti gegn þeim sem eiga allt draslið: vatnið, fólkið og appelsinurnar, svo eitthvað sé nefnt? Á dögum Ibsens hefði maður i þessari aðstöðu verið há- fleygur hugsjónamaður. Hann hefði fjölyrt um ástæðuna fyrir þeirri ákvörðun sinni að fletta of- anaf spillingunni, og sú ástæða hefði verið göfug, i þágu Fólksins, o.s.frv. En Polanski er nútima- maður. Þegar hetja hans er spurð: til hvers ertu að þessu? svarar hún stutt og laggott: to shoot the shit out of them, til að skjóta úr þeim skitinn, i orðréttri þýðingu. Mér finnst það alvörumál, að kvikmyndalist okkar frjálsa, in- dæla, vestræna menningarheims er alltaf að segja okkur að við sé- um ekki neitt og getum ekki neitt, að þetta sé allt rotið og spillt og ekkert við þvi að gera. Jafnvel sniðugir strákar einsog Jack Nicholson renna alltaf á rassinn með sitt hjáróma andóf. Mér finnst einsog svona myndir séu gerðar i þeim lúmska tilgangi að fá okkur til að vera þæg og góð og gera ekkert i málinu, sannfæra okkur um eigið getuleysi og þá vonlausu flækju sem heimsmálin séu komin i. Nú er ekki lengur stætt á að gera sætar froðumynd- ir um dásamlegheit bandariskra lifnaðarhátta, og i staðinn eru gerðar myndir einsog Chinatown. Ekki svo að skilja, að myndin sé vond. Mér dettur ekki i hug að halda þvi fram. Þetta er afbragðs sakamálamynd, með þeim betri Jack Nicholson með byssu i eyranu.... CHINATOWN sem ég hef séð. Spennan helst frá byrjun til enda, dettur hvergi nið- ur eitt sekúndubrot, og er það á- reiðanlega mikið að þakka Robert Towne, sem samdi hand- ritið. Leikurinn er góður, einkum hjá Jack Nicholson — og verður manni nú varla svefnsamt fyrren Gaukshreiðrið berst hingað til lands — og einnig er Faye Duna- way þokkaleg leikkona og sann- færandi. Sá gamli refur John Huston leikur föður hennar, en hann var annars einn afkasta- mesti kvikmyndastjóri Holly- wood á sinum tima. Myndin er hlaðin Polanski-and- rúmslofti, en það byggist að tals- verðu leyti á skemmtilegri notk- un hljóða, effekta, og vel unnum smáatriðum. Efnisþráðurinn er i stuttu máli þessi: einkaspæjarinn Gittes er fenginn til að njósna um kvenna- far verkfræðings nokkurs, og stendur spæjarinn i þeirri trú að konan sem tók hann á leigu sé eiginkona verkfræöingsins, en svo er þó ekki. Þegar fréttin um kvennafarið birtist i blöðunum kemur hin eina sanna eiginkona á vettvang. Næst gerist það, að verkfræðingurinn drukknar á dularfullan hátt. Alvörueiginkon- an fer þess þá á leit við Gittes að hann komist að hinu sanna i mál- inu, hvað sem það kosti. Það ligg- ur i augum uppi, að sá sem leigði spæjara til að koma upp um meint framhjáhald verkfræðings- ins hlaut að hafa eitthvað grugg- ugt i pokahorninu, og þvi þá ekki mannsmorð? Gittes fer á stúfana og kemur upp um fleira en gott þykir. Meira segi ég ekki, af einskærri tillitssemi viö þá fjölmörgu sem eiga eftir að tritla i Háskóiabió i leit að spennuþrunginni kvöld- stund. Megi þeir gleyma öllum smávandamálum hins daglega lifs á meðan þeir horfa á þessa frábæru, mannskemmandi mynd. ... og mcð plástur á nefinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.