Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 6
(» SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. júll 1976 r Kjartan Olafsson: Hákarlar viðskiptalífsins gegn hagsmunum alþýðu Nú um mánaöamótin siöustu hækkuöu laun almennt um 8-9% samkvæmt ákvæöum kjarasamn- inganna, sem geröir voru i lok febrúar i vetur. Þrátt fyrir þessa launahækkun veröur kaupmáttur launa verka- fólks nú i júlimánuöi engu skárri en hann var fyrir sjö mánuöum, þegar kjaramálaráöstefna Al- þýöusambandsins var haldin i byrjun desember sl. Lifskjörin versna enn Frá 1. nóvember sl. til 1. júni sl. haföi framfærslukostnaöurinn hækkaö samkvæmt opinberri visitölu um 18%. Sé hins vegar lit- iö á til samanburöar, hvaö kaupiö hefur hækkaö frá 1. nóvember kemur i ljós, aö þótt hækkunin nú þann 1. júli sé talin meö, þá er heildarhækkun kaupsins frá 1. nóv. samt ekki nema 18-19%. Þetta þýðir aö nú í júnímánuöi hefur kaupmáttur launa verka- fólks verið mun lakari en hann var i nóvember sl., nú i júli verður hann álika og i nóvember sl., en i ágúst og september má búast viö, aö hann veröi aftur lakari en fyrir hálfu ári, þar sem verðlag heldur áfram að hækka, en engin ný launahækkun kemur til fyrr en 1. október. Þaö er þvi ljóst aö yfir sumar- mánuöina júni—september 1976 veröur raungiidi kaupsins hjá verkafólki til jafnaðar lægra en það var fyrir rúmu hálfu ári, þeg- ar kjaramálaráöstefnan var haldin, en þá lá óvéfengjanlega fyrir, aö kaup verkafólks heföi hins vegar þurft að hækka um ná- lægt 30% að raungildi til að vinna upp þá kjaraskeröingu, sem átt haföi sér staö á hálfu ööru ári fyrir tilverknaö núverandi rikis- stjórnar. Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja, aö þegar talsmenn rikis- stjórnarinnar fjalla i ræöu eöa riti um þá gifurlegu kjaraskeröingu hjá almenningi, sem orðiö hefur frá stjórnarskiptum, þá er kenn- ing þeirra jafnan sú, aö hér eigi rikisstjórnin engan hlut að, — allt sé þetta óviöráöanlegum ytri á- föllum aö kenna, það sé hiö mikla veröfall á útflutningsvörum okk- ar á árunum 1974 og 1975. sem valdi allri kjaraskeröingunni. Gullöld hjá Coldwater Allir blaöalesendur kannast viö risafyrirsagnirnar I Morgunblað- inu, ef einhvers staðar hefur lækkaö verö á útfluttum islensk- um afuröum á þessum tima. Þá hafa heldur ekki verið sparaöar ályktanirnar i Morgunblaöinu i þá veru, aö auövitaö veröi kaupið aö lækka hjá verkafólkinu i sam- ræmi viö fallandi útflutningsverö. Nú geröist þaö hins vegar fyrir þremur vikum réttum, á sjó- mannadaginn, aö i Morgunblaö- inu birtíst frétt um þaö, aö á siö- asta árihafi heildarsöluverðmæti islenskra sjávarafurða hjá Cold- water Seafood Corporation i Bandarlkjunum hækkaö um 28,9% mælt i doliurum. Og þaö er tekiö fram sérstaklega i þessari frétt, aö verðlag hafi farið hækk- andi, er á áriö leiö. Nú brá hins vegar svo viö, aö ritstjórar Morgunblaösins sáu enga ástæöu til aö draga fram stóra fyrirsagnaletrið, og þvi siöur aö þeim kæmi til hugar aö draga ályktanir um kjarabætur til handa islenskum sjómönnum, eða verkafólki viö fiskvinnslu. Óviðkomandi sjómönnum og verkafólki? Nei, — þessi frétt um hækkandi verölag á Islenskum sjávarafurö- um og nær 30% hækkun i doUur- um — ekki I fallandi Islenskum krónum — á árinu 1975 á heildar- söluverömæti dótturfyri rtækis Sölumiöstöövar hraöfrystihús- anna i Bandarikjunum, — sú frétt var falin i Morgunblaöinu undir litUli eindálka fyrirsögn á þeim staö I blaöinu, þar sem minnstar lUcur voru á aö lesendur kæmu auga á hana. Sjálfsagt hafa þeir Morgun- blaösmenn taUö, aö islenskum sjómönnum og verkafólki viö fiskvinnslu kæmi þaö harla litiö viö, þótt doUurunum fyrir is- lenskar sjávarafuröir fjölgaöi á einu ári um nær 30% hjá þvi fyrir- tæki sem langsamlega mest um- svif hefur á sviöi islenskrar út- flutningsverslunar. Þetta fólk, sem viö fiskinn vinn- ur hér heima, átti nefnilega sam- kvæmt boöum rikisstjórnarinnar og Morgunblaösins aö sætta sig viö stórkostlega kjaraskeröingu á sama tima og hjá Coldwater Sea- food Corporation rikti gullöld og gleöitiö. Þannig var þaö á árinu 1975. A undanförnum vikum og mán- uöum hafa svo stööugt veriö aö berast fréttir af hækkandi veröi erlendis á útflutningsvörum okk- ar fslendinga. Það er ekki aöeins frystar sjávarafuröir sem hækka, — verð á saltfiski og skreiö er i hámarki og verö á fiskmjöli hefur stigiö verulega aö undanförnu, allt i raunverulegum verðmæt- um. En hvaö þá um kaupiö hjá al- mennu launafólki? Á það þá ekki aö hækka aö raungildi? Eöa á verögildi daglaunanna áfram aö fara lækkandi? Stjórnarherrarnir hafa á reiðum höndum svar viö þeirri spumingu. Nær 20% hækkun útflutningsverðs. — Kaup lækkar enn um 3% Þjóöhagsstofnunin hefur ný- lega sent frá sér yfirlit um ástand og horfur í efnahagsmálum nú á miöju ári 1976. Þar kemur fram aö ráö er fyrir þvi gert, aö kaup- máttur kauptaxta launafólks al- mennt muni á árinu 1976 enn lækka um 3% frá meöaltali ársins 1975, og gert er ráö fyrir aö kaup- máttur „ráöstöfunartekna heim- ilanna” rýrni enn að sama skapi. í hinu sama yfirliti um efna- hagsmál, sem þjóðhagsstofnun sendi frá sér I slðasta mánuöi er hins vegar upplýst, aö verö á út- fluttum sjávarafuröum héöan frá Islandi hafi farið mjög hækkandi á undanförnum mánuöum, og tekiö fram, að þetta útflutnings- verö hafi hækkaö frá áramótum til mailoka um 18-19% til jafnaö- ar, mælt I dollurum. Þessi mynd er alveg ljós: in- flutningsvörur okkar hækka i veröi um nær 20% i raunveruleg- um verömætum, — samt á raun- gildi kaupsins hjá almennu launafólki aö halda áfram aö lækka. Og ef rikisstjórnin og flokkar hennar heföu verið einir i ráöum þá heföi kjaraskeröingin á þessu ári orðiö enn meiri, og þaö miklu meiri. Þaö kostaöi tveggja vikna harövitugt verkfall 35.000 félags- manna i verkalýöshreyfingunni aö tryggja þó þau kjör sem fólk býr viö í dag. Eigi kaupmáttur almennra launa nú enn að lækka frá siöasta ári, þrátt fyrir nær 20% meöal- talshækkun á helstu útflutnings- vörum, þá mætti ætla að á hinn bóginn væri sjálfsagt aö krefjast alveg sérstaklega kauphækkana, þegar veröfall veröur á afuröum! Svo öfugmælakennd er pólitik rikisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar. Þá pólitik skilur enginn nema hann geri sér grein fyrir þvi, aö sú rikisstjórn fésýsluafl- anna, sem hér situr viö völd, er fyrst og fremst hagsmunatæki þeirrar stéttar, sem verkafólk á i höggi viö, þegar þaö berst fyrir bættum kjörum. Hagsmunir hákarla Rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar stórkaupmannshefur litið á þaö sem meginverkefni sitt aö breyta tekjuskiptingunni I þjóöfé- laginu verkafólki, og öllu al- mennu launafólki i óhag, en kaup- sýslumönnum og jöfrum viö- skiptalifsins I hag. Þess vegna hefur hún máö út þær kjarabætur verkafólks, sem áunnust f tiö vinstri stjórnarinn- ar. Þess vegna hefur hún skert llfs- kjörin, kaupmátt launanna hjá almenningi um a.mlc. 25-30% á sama tima og þjóöartekjur á mann lækkuðu um tæp 10%. Þess vegna er þaö nú helsta keppikefli valdhafanna i stjórn- arráðinu aö gera þessa kjara- skeröingu, þessa breyttu tekju- skiptingu varanlega. Þess vegna eiga launin hjá al- menningi enn aö lækka á þessu ári, sem nú er aö liða, aö raun- gildi, og þaö þótt verölag á út- flutningsvörum okkar hafi siöast- liöiö hálft ár ekki lækkaö heldur hækkaö um nær 20% i dollurum, samkvæmt opinberum skýrslum Þjóöhagsstofnunar. A Islandi er kaup verkafólks fyrir 40 stunda vinnuviku nú um þaö bil helmingi lægra i raun en almennt gerist i löndum eins og Sviþjóö, Noregi og Danmörku, og þaö þótt þjóöartekjur á mann séu hér álika og i tveimur þessara þriggja landa. Enginn þarf þó aö efast um aö hákarlar viðskiptalifsins draga til sin iangtum stærri feng en þeim ber í Danmörku, Noregi og Sví- þjóö, og kjör verkafólks þar þvi lakari en skyldi. Hér á Islandi er ástandið þó greinilega langtum rotnara en i þessum nágranna- löndum og hákarlar viöskiptalifs- ins stórtækari i skjóli rikisstjórn- arinnar en á kostnaö verkafólks. Dæmdir til vinnuþrældóms Sá vinnuþrældómur, sem verkafólk á íslandi býr viö þekkist hvergi i nálægum lönd- um. Hér verða menn aö afla helmings tekna sinna meö yfir- vinnu á kvöldin, um nætur eöa um helgar til þess að hafa úr álika fjármunum aö spila og stéttar- bræöur annars staöar á Noröur- löndum, sem aöeins vinna 40 stundir I viku. Svo ólik eru kjörin. Þessi vinnuþrældómur megin- þorra verkalýösstéttarinnar á ís- landi er smánarblettur á þvi rika þjóöfélagi, sem viö lifum i. Meö honum eru menn sviptir mögu- leikum til félags- og menningar- lifs og margs þess, sem helst gefurlifinugildi. Menn vinnaekki 60-70 stundir á viku á íslandi vegna þess, aö þeir kæri sig ekki um tómstundir, heldur vegna þess, aö fyrir flesta er meö öllu útilokaö að komast af meö öörum hætti. Það er ranglát skipting þjóöar- auös og þjóðararös, sem þessu veldur. Hákarlar viðskiptalifsins draga til sín alltofstóran hlut og beita rikisvaldinu miskunnar- laust i sina þágu, þegar þess er kostur eins og nú. 1 spá Þjóöhagsstofnunar fyrir áriö 1976 er gert ráö fyrir tölu- verðum samdrætti 1 framkvæmd- um á landi hér. Þannig er þar gert ráð fyrir 8% samdrætti i ibúöarhúsabyggingum, 6% sam- drætti til jafnaðar i hvers kyns opinberum framkvæmdum og gert er ráð fyrir aö fjármuna- myndun atvinnuveganna dragist i ár saman um 10%. I plaggi Þjóö- hagsstofnunar segir, aö þessum samdrætti hafi nú þegar aö ein- hverju leyti verið mætt meö sty tt- ingu vinnutimans, og á heildina litiö megi búast viö, aö nokkuö dragi úr atvinnu á árinu 1976. Þannig má búast viö aö skertar tekjur vegna minnkandi vinnu bætist við áframhaldandi skerö- ingu kaupmáttar dagvinnutekna. Með tilliti til þessa og einnig vegna þess, aö talsmenn rikis- stjórnarinnar gera mikiö af þvi aö hæla sér af þvi, aö hér sé þó ekki verulegt atvinnuleysi, þá er vertað hafa rikt i huga, að verka- maöur á Islandi, sem haft hefur um helming tekna sinna fyrir yfirvinnu en missir yfirvinnuna, — hann veröur fyrir langtum meira tekjutapi heldur en t.d. danskur verkamaöur, sem alltaf hefur bara unniö dagvinnu, eins og þar tiökast, en veröur atvinnu- laus og fær greiddar atvinnu- leysisbætur i staö launanna áöur. Byggjum upp pólitískt afl verka- lýðshreyfingarinnar Verkalýöshreyfingin á Islandi á i höggi viö illvigan andstæöing, þar sem er rikisstjórn Geirs Hall- grimssonar. Viö þær aöstæöur, sem hér rikja er nauösyn öflugrar faglegrar baráttu ljós. Hætt er þó við, aö þeir sigrar, sem á þeim vettvangi vinnast veröi sjaldan annaö en varnarsigrar meöan ekki eiga sér staö meiriháttar pólitiskar breytingar. Þaö er pólitiskt afl verkalýös- hreyfingarinnar, sem brýnast er aö efla. Þaö er á alþingi og I rikis- stjórn, sem endanleg úrslit ráöast um skiptingu þjóöartekna. Af bit- urri reynslu ættu menn aö hafa lært þá lexiu nú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.