Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 10
10 SÍPA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. júli 1976
Bandarísk menning eða
„eitthvað fyrir alla”
Margt misjafnt hefur
verið sagt um banda-
riska menningu, sem
oftlega er kennd við
fjölda eða færiband eða
þá neyslu. Hún kom til
Evrópu með Hollywood-
kvikmyndum, kvik-
myndageddum, reyfur-
um, vegavinnuvélum,
tyggjó, lcóki, gallabux-
um, skyrtubolum,
djassi, Hemingway,
Spiilane — hve lengi er
ekki hægt að halda á-
fram upptalningu á
skyldum og óskyldum
fyrirbærum? Evrópu-
menn fengu þessa
strauma alla yfir sig,
einkum eftir strið, þeir
fyrirlitu þessa menn-
ingu margir hverjir, en
liktu eftir henni eins og
þeir frekast máttu.
Óbundin og söluleg
Þetta var menning sem ekki
blygðaðist sin fyrir það að koma
einatt fram i formi iðnaöarfram-
leiðslu. Hún gerði sér engar grill-
ur af fyrra menningarmati og
setti — til ills og góðs — sölu-
möguleikana og skemmtunina
öliu ofar. Hún braut niður ýmis-
leg landamæri — gat veriö til
jafnt i tónleikasal sem i kók-
flösku. Meö hinum nýja goð-
sagnaheimi filmstjarna og slag-
arastjarna var breitt út siðgæði
sem sýnist mjög þverstæðufullt:
réttur hins sterka og hugmyndin
um að „allir erum við eins”.
Raymond Chandler, reyfara-
höfundur bandariskur, lét einu
sinni i ljós vantrú á hinni
evrópsku trú á hinn óvinsæla
snilling. Hann sagöi aö Shakes-
peare hefði gert það gott hvenær
sem vera skyldi, einnig i dag.
Hann hefði sjálfsagt skrifað núna
fyrir kvikmyndir eða þá Broad-
wayleikhúsin. Hann heföi ekki
sagt: fjölmiðillinn er slæmur,
heldur hefði hann notað hann og
endurbætt.
Eitthvað svipað bandariskt við-
horf kemur fram hjá bandariska
popplistamanninum Claes Olden-
burg: Ég vil list sem ekki bara
situr á rassinum á listasafni,
heldur list sem maður getur bor-
að meö upp i nefið á sér.
Draumafabrikkan
Hollywood, kvikmyndir þaöan,
hafa orðið einskonar samnefiiari
þess sem menn hafa viljaö kalla
bandariska menningu. Um 1910
byrjaði bandarfskur kvikmynda-
iönaður að flytjast vestur þangað,
ekki sist vegna þess að þar I Kali-
forniu var jafnan mikið sólskin og
landslag nærtækt til margvisleg-
ustu hluta. Hollywood óx jafnt og
þétt, og 1927, þegar timi þöglu
myndanna var á enda, þá unnu
þar um 25 þúsund kvikmynda-
menn. Framleiðslan var I anda
stöðlunar og hagræðingar iönaö-
arins, henni fylgdi ágengur aug-
lýsingamórall eins og bilum eöa
gotterii. Snemma einkenndist
Hollywood af þaulræktun tiltek-
inna og auöskilinna tegunda
mynda, sem i senn endurspegluðu
drauma neytendanna og stýrðu
þeim. Til varö kábojmyndin,
glæpamyndin, risamyndir á borö
við Ben Húr, sykursæta fjöl-
skyldumyndin, táraflóösmyndin
o.s.frv.
Marilyn Monroe: kóngar lýöveldisins
High Noon: kábojmyndin Hómerskviður samtimans?
Heimur Disneys: ekki ömmusögur
Þessar kvikmyndategundir
Hollywoods eru meö sérstæðum
hætti draumasmiði i trássi viö
hversdagsleikann, draumaráðn-
ingar á liðnum veruleika. Dýrkun
Villta vestursins hefst þegar
Bandarikin eru orðin háþróað
kæliskápasamfélag, „hesta-
ópera” kábojmyndanna var spil-
uð fyrir fólk sem siöar meir fór
ekki út úr bilunum, heldur sat i
þeim I bilabióunum. Farsæll end-
ir, happy end, vinsælasta upp-
finning Hollywood, var lika eins
og endurómur af fyrirheitum
Nýjaheimsins um hamingju, um
„hamingjuleit” þá sem allir hafa
rétt til samkvæmt stjórnarskrá.
Hómerskviður
samtimans
1 glæpona- og kábojmyndum,
sem sumir hafa tahð merkustu
sköpunarverk þessa iönaðar, hef-
ur Hollywood einnig lagt sitt fram
til sögutúlkunar. Þær fjalla I si-
fellt nýjum tilbrigðum um ofbeldi
einstaklingsins, sem á hendur að
verja og um ofbeldi samfélagsins,
sem nær hámarki bæði I einstakl-
ingnum og öflum andsnúnum
honum. Þær rómantiseruöu land-
námið, réttlættu útrýminguhinna
„blóöþyrstu” indjána, staðfestu
púritanskarhugmyndir um konur
og kynlif, læddu að þeirri hug-
mynd, að innst inni værum „viö”
(þ.e. bandariskir hversdags-
menn) meiri hetjur og réttlátari
menn en „hinir”.
En hvað sem annars má um
kábojmyndirnar segja, þá hafa
þær með klisjubomum lestarrán-
um, griparekstri, indjánabardög-
um, megnað að gefa hinu banda-
riska samfélagi, sem var I þenslu
fram á okkar öld, eigin goðsagna-
heim, sem vel má bera saman viö
Niflungaljóð, sögur af Artúr
kóngi og hetju- og guöaheim
Hómers. Kábojmyndin, með
staðlaðri atburðarás sinni, er
með sinum hætti stærst episkt af-
rekinútimanum ogkábojinn hinn
eini riddari samtimans sem ris
undir nafni.
Stjörnuheimurinn
Ef við höldum áfram með slik-
ar likingar: Með túlkun sinni á
sókn landnema vestur á bóginn á
sl. öld skapaði kábojmyndin
Odysseifskviðu handa fjöldasam-
félagi okkar tima. Og Hollywood
kom einnig til móts við þarfir
þessa samfélags fyrir nýjan
stjörnuhimin. Hún skapaði nú-
timahálfguði i sinni mynd kvik-
myndastjarna. Og timi þeirra
stóð lengi, það var ekki fyrr en
Marilyn Monroe fannst dauð i
rúmi sinu 1962, að þessu skeiöi
var að mestu lokið.
Stjarnan er arfur Hollywoods
til 20stu aldar, segir breskur
kvikmyndafræðingur. Hún stend-
ur á stalii konungs i lýðræöislegu
fjöldasamfélagi, sem i stjörnunni
bæði dýrkar og litillækkar sjálft
sig.
Stjörnur voru búnar til með
svipuðum aðferðum og velheppn-
uð bilamódel. T.d. gerði miljörð-
ungurinn og ævintýramaðurinn
Howard Hughes það sér til
skemmtunar að skapa kvik-
myndagyðju I sinni óskamynd:
Jane Russell með brjóstin miklu,
sem mögnuð voru meö sérlega
hugvitsamri gerð brjóstahaldara.
Stjarnan var annarsvegar öll-
um nálæg — á tjaldinu, I slUður-
dáikum blaðanna, hún var fólki
einnig staöfesting á þeim draumi
að „allir hefðusjens” —eða höfðu
ekki stjörnurnar einhverntima
verið slrákar og stelpur i næsta
húsi? Um leiö var stjarnan yfir
alla hafin, fjarlæg i auglýstri
heimsfrægö og auðæfum. Stjörn-
urnar voru harðstjórar tilfinning-
anna — en, vel á minnst, þær réðu
litlu sjálfar um það hvernig sú
haröstjórn var, þær voru tæki i
höndum útsmoginna framleið-
enda, sem vissu vei um hiö sef-
andi hlutverk þeirrar drauma-
veraldar sem þeir höfðu smiðaö.
Teiknimyndirnar
Teiknaðar sögur á tjaldi og
heftum eru annað merkilegt
framlag Bandarikjanna. A hverj-
um degi sjá meira en 200 miljónir
manna i 60 löndum afurðir hinna
bandarisku teiknimyndahringa.
Upphrópanamál þessara sagna
(Wham!, Pow!) er orðið að eins-
konar alþjóðamáli við hliðina á
umf erðarmerkjum.
Teiknisögurnar taka ævintýri
sin úr bandariskum hversdags-
leika og gera þennan hversdags-
leika um leið að ævintýri, hvort
sem er i formi gamansögu eða
hetjusögu. Þær breiða út það sið-
gæði að best sé að halda sig á
mottunni, leita öryggis, eiga börn
og buru. Þær eru myndadraumar
sem ala börn upp til hinna litil-
þægu lifsforma millistéttanna og
til hins bandariska gæfúdraums.
Og þær hafa með einföldum útlin-
um staum og markvissri mynd-
rööun oröið merkileg ögrun við
marga listamenn samtímans.
Teiknikvikmyndin fæddist áriö
1906, en vann sina stærstu sigra,
eins og menn vita, I framleiðslu
Walt Disneys. Bæðii hinum hraða
hasar i kringum Mikka mús og
Andrés önd og i disætum ævin-
týramyndum eins og Bamba eða
Mjallhvlt. Þetta er i senn túlkun á
og smiði á draumaheimi barna
20. aldar, ótta þeirra og óskum.
Þær eru ævintýri sem ekki geym-
ast i alþýöuminni og er miölaö af
ömmum ágætum, heldur eru
framleidd af tæknivæddum
starfshópum kvikmyndaveranna.
Um leið eru þær deigla þar sem
saman eru bræddar evrópsk þjóð-
söguhefð og bandarisk tjáningar-
aöferö.
Gallabuxur
Gallabuxurnar bláu, sem nú
um hrið hafa verið einkennisbún-
ingur æsku heimsins, eru eldri en
kvikmyndir. Það var þýskættað-
ur klæðskeri, Levi Strauss, sem
fann þær upp og hafði þá aðeins
hagnýt sjónarmið i huga. Hann
kom til Kaliforniu árið 1850 á tim-
um gullæöisins og hafði með sér
mikið afsegldúk, semhann ætlaði
itjöldog vagnþök. En þegarhann
heyröi gullgrafarana kvarta sár-
an yfir miklu buxnasliti datt hon-
um það snjallræði i hug að breyta
dúk þessum i brækur.
Sfðan er langur timi liöinn.
Dýrkun gallabuxna breiddist út
að marki meö kúrekum og kú-
rekamyndum, og hafa þær siöan
verið tákn um frelsi og karl-
mennsku. Margar fleiri túlkanir
eru á gallabrókum: Einn skoðar
þær sem staðfestingu á frjáls-
mannlegum og opnum umgengn-
isvenjum bandarikjamanna, sem
frá upphafi voru lausir við allt
aðalsstúss. Aðrir skoða þær sem
tilræði við „verömætamat milli-
stéttar”.
Hreinlifi og synd
1 öllum kábojmyndum má sjá
atriði sem þetta: A kránni þjóra
nokkrir kábojar stift meöan aðrir
delar spila póker um sihækkandi
dollarabunka, á sviöinu sprikla
tvær- þrjár syndsamlegar skvis-
ur og kasta pilsum hátt.
Þessi siendurtekni draumur,
þar sem hversdagsmaðurinn baö-
ar sig i þrefaldri bannhelgi (kyn-
lif, alkóhól, fjárhættuspil), hefur
reist heila borg I eyðimörkinni —
Las Vegas I Nevada. Þennan ör-
yggisventil i samfélagi, þar sem
hefðir hreintrúarmanna, bibliu-
beltisins, hafa lengst af leitast viö
að halda stift á þvi hvað er synd
og hvað ekki. Með tilheyrandi sið-