Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 21
Sunnudagur 4. júli 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 24 Sköpun himinsins ,Þoka” Myrkur um miöjan dag }i | 4 'i e 'i * á a Kenning um uppruna rigningarinnar j'**Z*s. önnur kenning Gullkálfurinn mun eitt sinn standa á fætur glens 1. Bólusetning við syfilis Visindamenn i Florida hafa fundið bakteriu þá sem veldur sý- filis og ræktað hana til að gera til- raunir með efni sem á aö gera menn ónæma fyrir þessum skæða kynsjúkdómi. Tilraunir meö kaninu hafa til þessa gengið vel, og haldiö verður áfram með þær, sem og tilraunir með simpansa og önnur dýr um nokkurt skeið áöur en hægt er að reyna bóluefni þetta á mönnum. Likur eru á þvi, að ónæmis- aðgeröir gegn sýfilis verði jafn sjálfsagður hlutur og venjuleg bólusetning. Sýfilis má lækna með penisillini og öðrum fúkkalyfjum ef hann uppgötvast snemma. Sé hann lát- inn eiga sig getur hann valdið skemmdum á æðum, beinum og heila og veldur dauða mörgum árum eftir að maðurinn sýkist. ADOLF J. PETERSEN VÍSNAMÁL Að sögn Dagblaðsins 15. júni s.l. hafði hin glöggskyggna lög- regla Reykjavikur handsamaö einn sökudólg og stungið i fang- elsi, án dóms, enda var þetta gamall kunningi lögreglunnar vegna endurtekinna afbrota. Þessi sakaraðili var kollótt ær i fullum skrúða, ásamt tveimur lausaleikslömbum sinum, segir Dagblaðið. Rollan hafði van- rækt þá borgaralegu skyldu að ganga i hjónaband með lambs- föður sinum, en stundað frjálsar ástir og kynlif, og skammaöist sin svo ekki fyrir að skita á gólfið hjá lögreglunni. Jón Hansson sá ástæðu til að eoaia cift álit á hpccn fromfnrlti Ko'lr Eigi tollir upp i sveit, afbrot sögur muna. Greyið Kolla á góifið skeit og gladdi lögregiuna. Þetta rifjar upp annaö,- sem raunar er óskylt að ööru leyti en þvi að um kollótta rollu er að ræða. t Brekkukotsannál er nokkuð minnst á séra Snorra á Húsafelli og skáldskap hans. Þar er þessi visa: Ein er rolia i sauðasoil, sér um hollar grundir. Var mókollótt þornaþoll, þótti tolla undir. Brekkukotsannáll hefur veriö þýddur á erlendar tungur og þá visan lika; gaman væri að sjá hvernig þær þýðingar lita út. Martin Larsen þýddi á dönsku. þannig: Kullet fár i gröde gár, græs om váren kvæger. Uldet stor med ládna lár lam hvert ár og bræger. Martin heldur rimi og stuðlun en efnislega er visan breytt. Hjá Snorra er Kolla létt- lynd og lauslát daðurdrós, hjá Martin fóðrast hún vel og likleg til að skila góðum arði. Ef svo visa Martins yrði þýdd á islensku, þá gæti hún litið út á þennan hátt: Kollótt ær við heimi hlær, heiðum kær er varmar. Ullin grær, meö loðin lær lamb hún fær og jarmar. Heldur fjarlægist þetta efnið i visu Snorra, en hvernig skyldi nú visan lita út á ensku máli? Kannski þannig: Wild a sheep and without horn, in a valleys deep is lambing, always bleat and eating korn, any sleep with champing. Að lokum er svo best aö sjá hvernig visan veröur á atóm- isku: Kindin hafði ekki horn, var þvi kollótt, hún svaf ekki en át korn, svo átti hún lamb og jarmaöi, me, kindin jórtraði me. Þetta alll gæti oröiö til þess aö séra Snorri snéri sér við i gröf sinni, svo að best er að hætta en Jón Hansson endar svo bréf sitt með þessari visu: Ef um Kollu yrkja á ný auöarþöll og drengur, þá mun kollum ýmsra I ekkert tolla lengur. Hér er bréf til Vilborgar hannaö uppúr áramótum af Simoni Pétri: Skjaldmeyjan skarpa dólgana sló, snör min hin snarpa og dillidó. Þú mátt treysta þvi þvi þegar næst er kvennfrí, að ég skal ljá þér duluna mina duluna mina að dansa I. Aö undanförnu hefur talsvert verið rætt um list, enda lista- hátiö staöiö yfir. Listir eru margskonar. Hér er visa um list eftir Jón Hansson: Þaö er viðkunn vestræn list, varin af mætti sterkum, á sama tima aö syngja um Krist og sinna glæpaverkum. Valdimar Benediktsson frá Syðri-Ey, sem drukknaði 1924, þá aðeins rúmlega þritugur að aldri, kvað um fossamáliö sem var á dagskrá: Ef að lifa lsland má og eiga þroska skilyrðin, treystum ei né trúum á tvibýli við stórveldin. Kannski á visan við enn i dag. En Valdimar kvað lika: Þeim sem hafa kjark og kapp að keppa á manndómsbrautir, veröur líf og heimur happ, hinum böl og þrautir. Valdimar hafði margt meira að segja. Kannski heyrum við af þvi siðar. Seint á degi sat stúlka viö opinn glugga. Það sá Kristjón Jónsson og gerði að gamni sinu: Þú hefur opna eina gátt, einkum seint á kvöldin. Fyrir henni hátt og lágt hanga sílkitjöldin. Hjörtur Gislason kveður: Ut i lifið létt og kátt lokkar svanninn manninn, og i rúmið raunagrátt rekur manninn svanninn. Og ennfremur: Fram til heiöa harðnar þrá, hugans eyðir þrautum. Ilversdagsleiður er ég á ástar veiðibrautum. Um blekkinguna kveöur Hugi Hraunfjörð: Angri sleginn alla daga, ömurleikann tárum vígi. Þó er öll mín sorgarsaga sjálfsblekking og haugaiýgi. Og um vanann kveður Hugi: Aldnir segja ungum frá ævi sinnar reynslugreinum. Æskan segir einmitt já, og enginn tekur mark á neinum Það var i rökkrinu sem Hall- grimur Jónsson kvað: Illa lýsir lampinn minn, ljósmetiö á förum, llann er við mig, himinninn, hcldur spar á svörum. Lifið beiskju laugar sig. Leikurinn er grimmur. Skugginn alltaf eltir mig, ógurlega dinnnur. Emil Petersen á Akureyri kvað þannig: Mörg er ævi kyljan köld, kviða sár og nöpur. Ljósið mitt er litið i kvöld, lundin sár og döpur. A Hofsafrétti i júni 1887 kveð- ur Emil: Sólin valla sefur blund. Svanir snjallir kvaka. Hlustar fjall og fifusund. Fuglar allir vaka. Ef að lifa ísland má

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.