Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — I»J0ÐVILJ1NN Sunnudagur 4. júll 1976
Ekiö veröur um Mývatnssveit og vlöar.
Sumarferð AB á Norðurlandi vestra 24.-25. júlí:
Austurdalur
Sprengisandur
Bárðardalur—Krafla
ÖUum er heimil þátttaka I
þessari sumarferö Alþýöu-
bandaiagsins á Noröurlandi
vestra. Fariö veröur frá
Varmahlfö laugardaginn 24. júli
n.k. kl. 10. Þátttakendur koma
til Varmahlföar aö morgni laug-
ardags^ýmist I einkabilum eöa
langferöabilum og veröur þaö
skipulagt, þegar meira er vitaö
um þátttöku.
Fyrsti áfangastaöurinn er
eyöibýliö Þorljótsstaöir I Vest-
urdal, en þar veröur haldiö upp
á hálendiö og ekiö um Reyöar-
fell og Orravatnsrústir aö sælu-
húsi viö Laugafell og siöan
noröur Sprengisandsleiö niöur I
Báröardal, þar sem gist veröur I
tjöldum aöfaranótt sunnudags
og efnt til kvöldvöku.
A sunnudag liggur leiöin um
Mývatnssveit, þar sem margt
er aö skoöa og þaöan til virkjun-
ar og jaröeldasvæöis viö Kröflu,
en slöan veröur ekiö um Akur-
eyri til Varmahlföar, þar sem
leiöir skilja á sunnudagskvöld.
Allir þátttakendur i feröinni
þurfa aö hafa meö sér viðlegu-
búnar og nesti til tveggja daga.
Þátttökugjald veröur kr.
5.000,-, en þátttakendur yngri en
12 ára borga hálft gjald.
Væntanlegir þátttakendur
láta skrá sig og fá nánari upp-
lýsingar hjá eftirtöldum:
Hvammstangi:
Þórður . Skúlason, Hvamms-
tangabraut 19, slmi 1382.
Blönduós:
örn Kagnarsson, kennarabú-
staö Kvennaskólans, simi 4249.
Skagaströnd:
Eövarð Hallgrimsson, Fella-
braut 1, slmi 4685.
Varmahllö:
Hallveig Thorlacius, Mánaþúfu,
simi 6128.
Sauöárkrókur:
Svava Hjaltadóttir, Ægisstlg 10,
simi 5237.
Hofsós:
GIsli Kristjánsson, Kárastig 16,
simi 6341.
Siglufjöröur:
Sigurður Hlööversson, simi
71406.
Kjördæmisráö Alþýöubanda-
lagsins á noröurlandi vestra.
Bréf unglinga í
Kópavogi til bæjar-
stjórnar Kópavogs
Kæra bæjarstjórn
Ykkur rekur ef til vill i roga-
stans viö aö sjá okkur öll saman-
komin fyrir framan okkar ágæta
ráðhús. Unglingavinnan i Kópa-
vogi er komin hingaö til ykkar til
að minna á að okkar starf er
fyrirbæri sem á rétt á sér eins og
annað. Þaö tók nógu langan tima
að berjast fyrir þvi að Unglinga-
vinnan tæki til starfa, i fyrsta
sinn, en þessi vinna er svo van-
metin að mönnum blöskrar. Jafn-
vel aðrir bæjarstarfsmenn sýna
okkur aigjört tillitsleysi.
Hér skal nefnt eitt dæmi:
Þrir starfsmenn Unglingavinn-
unnar voru að laga og hreinsa
gangstig sem gjörsamlega var ó-
hæfur til notkunar gangandi
fólks. Stigurinn er I fjórum hlut-
um og skilja algjörlega ónýtar
tröppur hlutana að. Það tók
starfsmennina þrjá daga að laga
til aðeins efsta hlutann en hann
var allur niðursiginn eftir vatn
sem rann af götunni fyrir ofan.
Þegar starfsmennirnir voru að
byrja á öðrum hluta gangstigsins,
kemur veghefill á vegum bæjar-
ins sem var að skafa göturnar.
Beint fyrir framan gangstiginn er
stór pollur. An hiks rennir hefill-
inn sér yfir piollinn af mikilli
kunnáttu. Ekki er aö sökum að
spyrja. Vatnið úr pollinum fossar
niður stiginn og gerir hann að for-
arsvaði. Þriggja daga verki var
þarna umturnað á faglegan hátt.
Það er ömurleg tilfinning. Við er-
um sett i það verkefni að raka og
sópa götukanta, þegar bærinn á
þannig bil, sem hreinsar þetta.
A Rútstúni og i Hliðagarði
starfa vinnuflokkar við að slá
grasiö, reyta arfa, gróðursetja
plöntur, leggja hraunhellur i beð-
in o.s.frv. hvernig liti bærinn út ef
við værum ekki þarna að störfum.
Bærinn myndi leggjast i órækt
eða ættu verkamenn að vinna
þessi störf? Það yrði þá saga til
næsta bæjar.
En ekki er allt upptalið. Eitt ó-
geðslegasta fyrirbæri sem til-
heyrir Kópavogi er Kópavogslæk-
urinn en er réttnefndur Skitalæk-
urinn. Óþrifin eru öllum Kópa-
vogsbúum til skammar. Þar
safnast fyrir ýmiskonar rusl á
vetrum, og auðvitað á að hreinsa
þetta, eins og annað. En hver sér
um það? Það erum við. Það er þó
bót i máli að þeir sem þar vinna
fá uppháa hanska til að verjast
öllu þvi gruggi sem i læknum er.
Hluti bæjarbúa gerir mikið veð-
ur út af þvi að viö vinnum ekki
neitt höngum bara og slórum.
Það er einmitt sú tegund af fólki
sem segir sinar skoðanir á málinu
án þess þá að hafa kynnt sér það
að einhverju leyti. Það er ekki til
sá maður sem keppist við að
vinna að þvi verki sem honum er
falið og vita að það er litilsvirt.
Það er þetta sem við erum að
vekja athygli á. Við viljum að
bæjarfulltrúar liti á okkur sem
g'ott vinnuafl, sem getur unnið.
Hvernig liti holtið við útsýnis-
skifuna og hæðirnar sunnan
Kópavogs út ef unglingavinnan
tæki til óspilltra málanna og
leggði þar þökur, gróðursetti tré
og gerði gangstiga svo almenn-
ingur gæti verið þar i stað þess að
byggja þar háhýsi. Hér i bænum
mætti gera stóra hluti með hjálp
unglingavinnunnar, og þá óskum
við að vinnan sé metin að verð-
leikum.
Við erum lika óánægð með að
yngri flokkarnir fá minna kaup en
þeir eldri. Þá eiga yngri vinnu-
flokkarnir einnig rétt á fullum
vinnudegi þvi að nóg eru verkefn-
in. Verkamannataxti fyrir ung-
linga 14—16 ára er 278 krónur á
timann. Er ekki óeölilega mikill
mismunur á þessu kaupi og okk-
ar, sem er 130 og 145 kr. á timann.
Við kref jumst þess aö fá 3/4 hluta
af þessu kaupi.
Nú standa skólarnir allir lokað-
ir yfir sumartimann. 1 þeim gætu
farið fram skemmtanir á marg-
vislegan hátt, s.s. dansleikir,
diskótek, spilakvöid, ýmis nám-
skeið o.s.frv.
Að lokum viljum við minna
ykkur á að eftir 5 ár fáum við
kosningarétt og hver veit hverjir
sitja þá i bæjarstjórn.
UNGLINGAVINNAN
IKÓPAVOGI
Viðtal
Framhald af bls. 20.
ákvarðast ekki af hæfileika
skáldsins til að troöa upp á al-
mannafæri, en þessi hæfileiki
getur heldur ekki verið ástæða til
gagnrýni útaf fyrir sig. Majakof-
ski las ljóð sin á iþróttavöllum —
þetta er alveg eðlilegt.
Vettvangur 1 jóðskáldsíns er
ekki aðeins Listamannamiðstöðin
eða Rithöfundafélagið, heldur
engu siöur og öllu fremur verk-
smiðjur, vinnustaðir, hljómleika-
salir og iþróttavellir. Sósialisk
menning er ekki fólgin i þvi að
fáir útvaldir yrki hver fyrir
annan, heldur er hún fólgin i
beinu sambandi ljóðlistarinnar
við fjöldann, þvi það er einmitt
fjöldinn sem hefur fætt af sér
ljóðlistina.
Sp. — Þér byrjuðuð snemma að
birta ljóð á prenti. önnur skáld,
einsog t.d. Boris Slútski, eru
komin á miðjan aldur þegar þau
birta eitthvað eftir sig. Hvað
munduð þér ráðleggja byrjanda i
þessu sambandi?
Évtúsjenko — Ég held maður
eigi að byrja að gefa út eins fljótt
og unnt er, ef ljóðin eiga það
skiiið. Það er aðeins hættulegt
fyrir þá sem eru veikir i and-
anum. Annaðhvort drepur það
skáldið, eða herðir það i eitt skipti
fyrir öll.
Feröalög.
Sp.— Hvers virði eru yður, sem
skáldi, ferðalög til útlanda?
Évtúsjenko— Ég hef komið til
margra landa og verð að segja
einsog er, að þessi ferðalög hafa
hjálpað mér til að öðlast betri
skilning að öörum þjóðarsálum.
Þannig var þetta llka I ferð minni
til Bretlandseyja fyrir skömmu.
Ég kom i háskólann i Belfast þar
sem
Puskin var lesinn innanum
öll götumoröin og bréfasprengj*
urnar
vindinn sem lyktaði af dýnamiti
og óttann við það sem koma skal.
Þetta ljóð, sem birtist i Prövdu
ekki alls fyrir löngu, lýsir irska
harmleiknum. Harmleik, sem ég
fékk nokkra nasasjón af og leit
ekki augum ferðamanns.
Skáldskapur er alltaf mjög
þjóðlegt fyrirbæri, þó ekki væri
nema vegna þess, aö hann
sprettur ailtaf af tilfinningu fyrir
móðurmálinu. En i skáldskap
þarf maður að forðast allan þjóð-
ernislegan einstrengingshátt. Ég
er á móti abstrakt ljóðum um
„mannlifið yfirleitt” er hlynntur
ljóðum sem i raunsæi sinu gefa
okkur tilfinningu fyrir vanda-
málum mannlifsins. Þannig ljóð
ortu Majakofski, Eluard, Neruda.
Vitaskuld er það stór synd að
stunda bókmenntalegan „túr-
isma” án þess að þekkja sitt eigið
land. En að færa öðrum þjóðum
það besta úr sinni eigin
menningu, og auðga sina eigin
menningu með þvi besta úr menn-
ingu annarra þjóða, það tel ég
vera lið i barattunni fyrir friði i
heiminum, en án slikrar baráttu
getum við ekki barist fyrir bjart-
ari framtið.
(Frá APN
Uppfinningar
Framhald af bls. 4.
hóf fjölframleiðslu á ljósaperum
sinum. Fyrsta peran logaði stans-
laust i 40 stundir.
Árið 1877 sneri Thomas Edison
sivalningi úr tini og lét nál strjúk-
ast viö hann. Upphóíust þá hin
merkilegustu hljóð. Þar með voru
grundvallarreglur plötuspilarans
fundnar upp.
Arið 1914 hófst öld fjöldafram-
leiðslunnar i Detroit er fyrsta
Ford-bifreiðin af gerðinni Lizzy
rann út af fysta færibandi heims-
sögunnar. Framleiðslutiminn
hafði styst úr 14 klukkustundum i
93 minútur.
Stöðumælar hafa gert mörgum
bflstjóranum gramt i geði en
bandarikjamaðurinn Carl S.
Magee varð miljónungúr á þeim.
Hann sótti um einkaleyfi á
þessari uppfinningu sinni árið
1932. Hún hefur þó ekki komið i
veg fyrir stööugt umferðar-
öngþveiti á götum heimsborg-
anna.
Fram til ársins 1947 klæddust
engir nema bandariskir sjóliðar
ermastuttum bolum afþeirri gerð
sem bandarikjamenn kalla „T-
shirt”. Það ár lék Marlon Brando
i kvikmynd þar sem vöðvar hans
hnykluðust óspart innan i stuttum
ermum bolsins og þar með var
„T-shirt” orðið almenningseign.
Thomas Adams ætlaði að búa
sér til dekk úr gúmmii. Það mis-
tókst svo Adams blandaði pipar-
myntuoliu i gúmmiið, skar það i
ræmur, pakkaöi þvi inn i pappir
og seldi sem tyggigúmmi.
Tómata bar fyrst fyrir augu
evrópumanna i Nýja heiminum
fyrir 400 árum. Bandarikjamenn
komust upp á lagið með að búa til
úr þeim sósu og er þar komin
tómatsósa sú sem notuð er til að
bragðbæta ýmsar tegundir af mat
um allan heim.
Þessu til viðbótar fundu banda-
rikjamenn ma. upp vetnis-
sprengjuna, teiknimynda-
sögurnar, dósamjólkina, bila-
bióið, sláttuvélina, vélbyssuna,
matadorspilið, morstækiö, nælon-
sokkinn, oliuborturninn, popp-
kornið, svefn- og matarvagna
járnbrautarlesta, frystikistuna
ofl. ofl.
ÞH snaraði.
* PÚSTSENDUM
TROLOFUNARHRINGA
Joijiimirs Hnfsson
l.mg.ibrgi 30
é>iim 10 200
flnhðlll 4 Slmar 24477 oj 14254
Pípulagnir
Xýlagnir, breytingar,
^itaveitutengingar.
jSimi 36929 (milli kl. j
M og I og eítir kl. j
ji á kvöídin).