Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. júli 1976 Sukk og svínarí Bim bam bim bam bimbi rimbi rim bamb! Hver er að berja, bimbi rimbi rim bamb? Sá sem vill þig finna, bimbi rimbi bim bamb. Hvað ert þú að vilja, bimbi rimbi rim bamb? Ég vil veröa frægur; bimbi rimbi rim bamb. Ertu eitthvað sérstakt, bimbi rimbi rim bamb? Snillingur i myndlist, bimbi rimbi rim bamb! Það var gott að heyra, bimbi rimbi rim bamb! O.s.frv. Breið fyiking. Samkvæmt'lauslegri talningu upp úr sýningarskrám og félagatölum þá eru á Islandi starfandi tæplega tvöhundruð myndlistarmenn! Og þeim fjölgar stöðugt. Myndlistarskól- arnir starfa með miklum blóma, jafnt i dagdeildum og á kvöldnámskeiðum, og æ fleiri taka saman pjönkur sinar og fara til náms erlendis. Eftir þvi sem best verður séð þá fer sifellt vaxandi aðsóknin að Myndlista- og handiðaskól- anum,fyrir tveim árum var for- skólanum skipt I tvennt með þeim fyrirsjáanlegum af- leiðingum að helmingi fleiri nemendur verða útskrifaðir úr skólanum árið 1978. Þessi þróun er um margt athyglisverð, að sumra dómi iskyggileg. Hætt er við aö hið persónulega samband kennara og nemanda gufi upp og viki fyrir stöðluðum vinnu- brögðum, meðalmenni verði i yfirgnæfandi meirihluta og aukin fjölbreyttni námsefnisins bitni á myndrænni fræðslu. Sjálfsagt má rökstyðja þessa þróum með gildum tilvitnunum i hitt og þetta fyrirbærið í um- hverfis- og innanstokksfræðum, þörfina fyrir upplýsta einstakl- inga sem gætu leiðbeint villu- ráfandi almenningi, og með þvi að krefjast jöfnuðar á alþjóða- vfsu, en hvaða kröfur eru þá gerðar til þeirra einstaklinga sem eiga að bera uppi frjálsa myndlist i framtíðinni? Eiga þeir að týnast i fjöldanum og duga eða drepast, leitandi að einhverri tjáningarleið? Þeir eiga kannski að eyða timanum i jafn þarflaus visindi og að rita eftir forskriftarbókum?! Það er að margra áliti röng stefna að þenja út Myndlista- og handiðaskólann. Það er að sögn heillvænlegra að fækka nem- endum og fjölga kennurum, auka verklega menntun i umsjá fagmanna og gefa hverjum og einum rými sem samsvarar sanngjörnum kröfum. Ungu fólki með litla hæfileika er enginn greiði gerður með þvi að teyma það i gegnum útungunar- vél sem skilar þvi til baka for- djörfuöu i draumsýn um glæsta framtið. Fréttaþjónusta. 1 móðu fjarlægrar fortiöar grillir i samþykkt frá aðalfundi FIM þar sem fordæmt var það ráðslag Sjónvarpsins að gera öllum sýnendum jafnt undir höfði, með þvi að snapa uppi óliklegustu salarkynni i krummavíkum landsins og safna þaðan filmubútum til sýn- ingar i „ruslakistuna á mánu- dagskvöldum.” Þessi samþykkt FIM ómerktist af sjálfu sér vegna þess að meðlimir félagsins sáu fram á fjárhags- hrun ef þeir fengju ekki nauðsynlega auglýsinu inn á hvert heimili i landinu. Svip- aöan hátt viöhefúr Sjónvarpið ennþá, þó með einni ágætri breytingu: nú er I flestum til- fellum látið duga að varpa á skjáinnfáeinumljósmyndum og er lesinn upp stuttur texti til skýringar. Dagblöðin eru aftur á móti miklu jákvæðari gagn- vart sýnendunum, þau virðast telja það skyldu sina aö auglýsa hvað sem er. Þessi stefna helgast af kunningjasjónar- miðum, meðaumkvun og ómót- uðum smekk, og er sérislenskt fyrirbæri. Hér er ekki spurt um getu til starfans, hvort lista- maðurinn eigi erindi á mark- aðinn, heldur er hlaupið eftir formúlunni um jafnan rétt til tjáningar. Hvaða skussi sem er getur þvi auglýst sig og fram- leiðslu sina, orðið landskunnur af engu tilefni, og sakar þá ekki að hafa pólitiskan bakhjarl eða tilbúið pislarvætti. Frétta- stjórar hafa að visu kvartað yfir fjölda sýninga og eru þeirrar skoðunar að allt of miklu rúmi sé eytt i listir yfirleitt, en sú skoðun vikur fyrir annarri veig- meiri sem er spamaðarins: af hverju getur listamaðurinn ekki fjölritað upplýsingar sinar og dreift þeim á blöðin ásamt góðu úrvali ljósmynda? Þessu er til að svara: fjölmiðlarnir eiga að hafa á si'num snærum menn sem vita jafnlangt nefi sinu og geta grisjað sýningarnar fyrir- hafnarlitið, blaðamenn (og ljós- myndarar) fara svo á vettvang þar sem eitthvað markvert er að gerast. Þessu til viðbótar er svo sjálfsagt að fjölmiðlarnir greiði afnot af ljósmyndum samkvæmt svipuðu kerfi og tón- listarmenn hafa við flutning tónverka (STEF). Þegar erlendum myndlistar- mönnum og forstjórum sýning- arhúsa er sagt frá islenska planinu þá gapa þeir af undrun. Það þýðir ekkert að upplýsa þá um það að allir islendmgar séu skyldir og komr.ir út af Ingólfi Arnarsyni og Haraldi hilditónn, — þeir skilia ekki ættfræði. Þessir menn eru vanir öðruvisi fyrirkomulagi á hlutunum: i byrjun myndlistarvertiðar er gefinn út gerðarlegur bæklingur sem inniheldur skrá yfir öll sýningarhús og þær sýningar sem i þeim verða næsta árið. Dagblöðin fá þennan bækling og geta af honum fræðst um mark- verðar uppákomur og hagað störfum sinum samkvæmt þeim ef þau vilja. Þá eru það mikil tiðindi ef gagnrýni birtist á prenti. Viðtöl eru aðeins við heimsfræga meistara ef þeir eru i kallfæri og hafa gerst svo lítillátir að vera viðstaddir eigin sýningar. Myndlist er ekki sölu- vara á almennum markaöi, fólkið kaupir vandaðar eftir- prentaniraf góðum listaverkum og hengir á stofuveggi, frum- myndirnar eru í geymslum listasafna eða i eigu örfárra sér- vitringa sem mega ekkert aumt sjá, allra sist nauðstaddan snill- ing! Af þessu leiðir að hæfi- leikalausir menn komast ekkert áfram: það er hlegið að þeim: blessaður vertu, farðu heim og láttu ekki nokkurn lifandi mann sjá þig! A þessu fastskorðaða kerfi er þó einn alvarlegur annmarki: myndlistarmaður gerir samn- ing við sýningarforstjóra, for- stjórinn skipuleggur fram i timann, leigir sali út um hvippinn og hvappinn, fær list- fræðinga til að skrifa vandaðar greinarum viðkomandi snilling, og hefur samband við sérvitra peningamenn sem safna myndum. Þetta Utur glæsilega út á yfirborðinu, en ekki er allt sem sýnist, forstjórinn gerir þetta ekki af eintómum áhuga og hugsjón, hann tekur oftast 50% sölulaun. Listamaðurinn má ekki selja mynd án hans NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST Mynd eftir René Magritte. leyfis né heldur eyðileggja; ef hann gefur gamalli frænku eitt- hvert smáræði á sjötugsaí- mælinu þá er hann tekinn i karphúsið. Listamaðurinn verður að framleiða og fram- leiða eins og vitlaus maður, i rauninni er hann nú þræll for- stjórans og viðskiptanna þótt hann auðgist sæmilega. Forstjórinn getur að sjálfsögðu sagt samningnum upp þegar honum sýnist, og það getur myndlistarmaðurinn einnig, en forstjórinn hefur mótleik sem hann beitir miskunnarlaust ef tækifæri býðst: hann útilokar listamanninn frá lista- heiminum, afpantar sýningar- húsin og greinarnar i túnaritin, getur jafnvel óskað þess (I krafti valds sins og gagn- kvæmra viöskipta sýningarfor- stjóranna) að viðkomandi lista- maður sé ekki I náðinni lengur, — og þá getur hinn ólánssami snúið sér að öðrum hlutum ef hann vill lifa áfram en hann selur ekki myndir framar. Mótun smekksins. En Islendingar búa við lýð- frelsi og bræðralag viðskipt- anna, enginn er ábyrgur, enginn veitir aðhald né mótmælir rikjandi skipulagi. Það er barist um markað og fjármuni, hylli almennings og kaupenda. Það er óskapast i gagnrýnendum ef þeir hafa sjálfstæða skoðun og dæma eftir sannfæringu, (myndlistarmenn skenkja oft kunningjum sinum úr gagnrýn- endastétt i glas og árna velfarn- aðar, en verða svo sármóðgaðir ef glasþeginn sendir þeim tóninn i málgagninu!). Það þarf ekki sjónskarpan mann til að sjá að sýningar sumra myndlistarmanna eru ekkert annað en sirkus aug- lýsingaskrum i kringum sölu- varning. Allt kapp er lágt á ytra útlit, gyllta ramma, skrautleg boðskort með yfirdrifinni kurteisi: „Vilduð þér veita mér þann heiður að mæta á opnun sýningar minnar...”, eða „Þóknast yður að heiöra mig með nærveru yðar...”. Skelfing værinú gamanaðfá kveðju sem hljóðaði einhvern veginn svona: „Hvernig væri að kikja inn cg skoða draslið mitt...?” Sumir tilkynna blygðunarlaust i út- varpið: „Komið og skoðið nútúnalist hjá mér”! eða „Sel myndir minar með 10% afslætti á morgun”! Og öllu þessu fylgir svo gáfulegt viðtal i einhverju dagblaðinu (I öllum dag- blöðunum ef listamaðurinn hefur verið svo framsýnn að tengjast ekki neinum stjórn- málaflokki), og i þessum viö- tölum eru raktar þær stórvægi- legu breytingar á liststil við- komandi sem hafi oröiö á nokkrum mánuðum. En það sem er þó alvarlegast af öllu og aðfinnsluverðast er að gagnrýn- endurskulihafa lotiösvo lágt að skrifa lofgerðarrollur i sýningarskrár, því um leið eru þeir búnir aö setja stimpil ákveðinna gæða á tiltekna sýn- ingu fyrirfram, — en hvað er ekki gert þegar þrýst er á i krafti vináttu og kunnings- skapar? Hér er semsagt með öllum til- tækum ráðum reynt að móta smekkinn, það er höfðaö til væntanlegra gesta og kaup- enda. Hér er með siðlausum að- ferðum reynt að þvinga athygli fólksins að ákveðnum aöiljum, og I skugga fjármagns breitt yfir getuleysi i sumum til- fellum. Talað er um frægð erlendis, frábæra dóma og umsagnir þar sem er lýst stór- kostlegum eiginleikum lista- mannsins. Hann er efnilegastur alira efnilegra málara og hinn verðandi meistari. Ef allt gengur að óskum i auglýsinga- herferðinni þá eru kvaddir til matsmenn og lögfræöingar sem sjá um áframhaldandi viðskipti. 1 annan stað þá er það regla i viðtölum við aldna listamenn sem fyrir lifandi löngu hafa tapað glórunni á vegum frum- leiks og dirfsku að spyrja þá: „Og hver er nú eímlegasti málarinn af yngstu kynslóð- inni?” Svarið er ætiö á þá leið að sá málarinn sem likastur er viðmælandanum sé hið komandi ljós, bjartasta vonin. Hér bætistenn eitt atriðið við þá mynd sem skin við fólki. Það er fróðlegt að skyggnast ofurlltið aftur i timann þegar gömlu málararnir voru að berjast við afturhald og for- dóma, þegar þeir stóðu I eld- llnu frumleikans á Islandi og heimtuðu hljóð. Þá tóku þeir stórt upp I sig og töldu hið gamal úrsérgengið og einsk- is nýtt og væri þróun myndlistarinnar til trafala. Síðan liðu árin, mennirnir I eld- linunni fóru að selja verk sin. Smátt og smátt varð almenn- ingur móttækilegri gegnvartlist þeirra, og þeir misstu broddinn úr sköpunarstarfinu. Núna eru þeir dúðaðir við arin makræðis og hdgværðar, afskiptalausir og sjálfsupphafnir. Auövitað geta svona merkir meistarar ekki látið það spyrjast að einhver framúrstefna sé rlkjandi á íslandi um þessar mundir, það hefur að þeirra dómi engin þróun átt sér stað: allt endaði með þeim! Ef þeir komast I þá klemmu að viðurkenna ein- hverjar „tilraunir” þá eru þær eintóm geðveiki og gerðar af hæfileikalausu fólki sem vill gabbast að almenningi og allri menningarviðleitni. Er þessi fölsun ekki af svipuðum toga og auglýsingarherferð hinna sam- viskulausu prangara? List og samtimi. Sumir menn eiga erfitt með að troða þvi inn i hausinn á sér að hver timi hefur sinn stil. Umhverfið er alitaf að breytast, hugsun fólksins breytist og mót- ast af hverri nýjung: Dada var árás á hræsni og yfirdrepsskap fyrrastríðsáranna. Súrreal- isminn kom með sálarfræðinni og tilraunum á mannsheiianum. Abstraktið var skipulag i ringulreið siðara striðs. Pop- listin var sprottin úr ofgnótt og neyslu. Conceptualstefnan er rannsókn á einföldum sannleik hugmyndarinnar. Það stöðvar enginn þróunina. Menn geta leynt fólki sannleik um tima, jafnvel heilaþvegið það, og menn geta falsað sögu Islenácrar myndlistar ef þeim þóknastsvo, en allt kemur fyrir ekki. Spurningin er þvi þessi: hvernig er einfaldast hægt að styðja þá listamenn sem eru boðberar sannrar listar og hafa til að bera frumleik og dirfsku? Hvernig er hægt að grisja lista- mannahópinn stóra þannig að eftir verði þeir hæfileikamenn sem geta rifið islenska myndlist upp úr grautarpotti viðskipt- anna og auglýsingaskrumsins? Og hvernig er hægt að hjálpa þeim nemendum listaskólanna sem hafa i sér neistann til list- rænnar tjáningar? Á að taka upp erlend kerfi eða á að búa til ný? Eða á allt að sullast áfram þar til I óefni er komið, þegar myndlistarmenn þjóöarinnar verða fjölmennasta stéttin i landinu? Til eru þeir menn sem vilja að allt fái notið sin og geti blómstrað, hvort sem það er arfi eða æðri gróður. Þessir menn taka sér i munn róman- tísk slagorð eins og: „Úr lággróðri listanna risa snilling- arnir”. Þessir jafnaðarmenn likja gjarnan myndlistinni viö fljót sem hnigur til sjávar, og segja: „Sjá þann lax sem stekkur.” Og eiga viö fram- sækinn listamann á klifrinu til frægðar. Silungarnir eru þá væntanlega óæðri tegundar og hornsllin þaðan af verra? En hvaða myndlistarfljót er þetta sem ekki má rækta upp og gera gott? Má ekki llkja ástandinu viö það sem kerlingin sagði: „Það er eins og þegar hann Jón minn missti pokann I ána. Það var I honum kaffi, sykur, export, og rót, hvitasykur, kandi's og melis"!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.