Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJODVILJINf Sunnudagur 4. júli 1976 DIOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Krainkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Kréttastjóri: Kinar Karl llaraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun : Blaðaprent h.f. TVEGGJA ALDA AFMÆLI BANDARÍKJANNA Sterkar þverstæður einkenndu frá upp- hafi þá miklu sögu, sem hófst með banda- risku byltingunni fyrir réttum tvö hundruð árum. Þeir menn, sem sömdu þá mestu frelsisstjórnarskrá heims, voru sjálfir þrælaeigendur. Bandarikin urðu athvarf margra einstaklinga og minnihlutahópa sem áttu undir högg að sækja i gamla heiminum — sem svo sjálfir hröktu frum- byggja landsins æ lengra vestur á bóginn og útrýmdu þeim að mestu. Það land, sem gerði fyrstu vel-heppnuðu uppreisnina gegn evrópsku nýlenduveldi, varð siðan höfuðvigi þeirrar nýju nýlendustefnu, sem okkar timar þekkja vel, og byggir á for- ræði yfir auðæfum annarra þjóða i krafti mikils efnahagslegs og hernaðarlegs valds. Allt þetta mættu þeir vel hafa i huga i tilefni dagsins, sem býsnast yfir þverstæðum byltinga okkar aldar. Og þverstæðum bandariskrar sögu er ekki lokið: Á okkar tima verður mikill munur á orðstir þeirra Bandarikja sem brenna Vietnam og þess rikis sem lagði fram myndarlegan skerf til að koma þýskum nasisma og japanskri hernaðarstefnu fyr- ir kattarnef i heimsstyrjöldinni siðari. í vesturheimi hófst fyrir tveim öldum blómaskeið sem sannarlega verður kallað borgaralegt. Fólk hins nýja rikis gat haf- ist handa um að breyta landinu, óbundið af klafa þess lénsveldis sem lá i ýmsri mynd eins og mara á þjóðum Evrópu, á sumum langt fram á okkar öld. Ekki spillti það fyrir þessum mönnum, að þeir höfðu sest að i löndum sem einna auðugust voru og ósnortnust á hnettinum. Þessar aðstæður voru forsenda lygilega hraðrar þróunar, sem vissulega kostaði fórnir, en var um margt glæsileg. Einn afdrifarik- asti þáttur þessarar þróunar var rikulegt framlag Bandarikjanna til þeirrar bylt- ingar i visindum og tækni, sem hefur i vixlverkan við þjóðfélagslegar sviptingar verið að breyta yfirbragði heimsins. Upp- finningar, hugvitssemi i gerð tækja- og vélabúnaðar, skipulagning framleiðslu i stórum stil, tengdust i vitund manna við Bandarikin öðrum löndum fremur. Vissu- lega þýddi þessi ,,bandariska” bylting þegar fram i sótti að ránsskapur var framinn á náttúruauðæfum og að hin hvimleiðu trúarbrögð hámarksneyslunn- ar breiddust út. En eins og svo margt sem tengist Bandarikjunum hefur þessi þróun fleiri hliðar en eina: Bandarisk tæknibylt- ing og framleiðni eru meðal þess sem þjóðirnar eiga kost á að færa sér i nyt og geta orðið þeim tii mikils liðs, sé rétt á haldið. Sá timi er liðinn að það sé algengt að menn liti á Bandarikin sem mikla fyrir- mynd. 1 þeirra dæmi sem annarra er frek- ar spurt að þvi, hvað menn velja og hverju þeir hafna. Bandariskt stjórnmálakerfi sýnist t.d. ekki sérlega aðlaðandi eins og það blasir við á forsetavertið. En á hinn bóginn hlýtur margur evrópumaður að lita með virðingu þann árangur, sem bandarisk hefð nær með starfi þingnefnda og fjölmiðla að eftirliti með æðstu em- bættum og afhjúpun á ýmislegu misferli. Sósialistum er tamt að lita á Bandarikin sem höfuðandstæðing sinn. Það er að þvi leyti ekki nema eðlilegt, að þau eru sann- arlega höfuðvigi kapitalisma i heiminum og þá lögreglustjóri hans — með einatt hörmulegum afleiðingum fyrir menn og hreyfingar sem sósialistar láta sér annt um. En gleymum þvi ekki, að land er fleira en stjórnvöld hvers tima. 1 landi er þjóð, sem vinnur mörg ágæt verkleg og menningarleg afrek, þjóð sem einnig leið- ir fram hugsjónaöfl til að berjast með ár- angri gegn ranglæti sem framið er i henn- ar nafni — og er þá m.a. átt við mannrétt- indabaráttuna og baráttuna gegn striðinu i Vietnam. Bandarikin eru ögrandi verk- efni hverjum þeim, sem vill átta sig á þjóðfélagslegum veruleika okkar tima. Og ef vill: andstæðingur sem enginn þarf að skammast sin að glima við. —áb. Bandarískar uppfinningar beitt er viöa um heim til að hamla gegn getuleysi og kynkulda. Arið 1846 fann William Morton upp svæfinguna. Hann fjarlægði æxli úr manni i fyrstu skurðaö- gerðinni þar sem eter var notaður til svæfingar. Nytjahlutir Vagnasm i ðurinn John Stephenson lagði fyrstu spor- vagnsteinana á Manhattan áriö 1832. Sporvagnarnir voru dregnir af hestum og var tveim dráttar- klárum beitt fyrir vagn sem flutt gat 46 farþega. 1 fyrstu vantreystu karlmenn rennilásnum og konum fannst hann vera tákn fyrir óviður- kvæmilegan flýti. Það tók þvi bandarikjamanninn Howe, sem fann upp rennilásinn árið 1851, áratugi að venja fólk við hann. Þegar Benjamin Franklin fann upp á þvi snjallræði árið 1753 að setja á húsþök járnstöng sem varði húsin fyrir eldingum mót- mæltu kirkjunnar menn á þeim forsendum að eldingar væru þyrnar á rós guödómsins og þaö væri þvi ekki hlutverk mannanna að afvegaleiða þær. A fyrstu niðursuöudósinni sem kom á markað fylgdi þessi leiðar- visir: Opnist meö hamri og meitli. óþekktur bandarikja- maður fann svo upp dósaupp- takarann i krinum 1860. Gullgrafarar áttu i fyrstu i miklum erfiðleikum þvi buxurnar þeirra voru sifellt að rifna. Arið 1850 sá bæjarinn Levi Strauss viö þessu með bláum segldúk og handfylli af koparhnoöum. Þa urðu fyrstu gallabuxurnar til Það varð bjartara i heiminum árið 1879 þegar Thomas Edison Framhald á bls. 22 Bandarik jamenn hafa löngum þótt miklir uppf inningamenn og víst er aö þeir skara fram úr ööru'm þjóöum á mörgum sviðum tækniþróunar, einkum þeirrar sem hægt er aö selja og græöa á. Hér á eftir eru tíunduð nokkur afrek þeirra á tæknisviðinu, fyrst í lækna- vísindum en eftir fylgja nokkrir brúkshlutir sem banda- riskir uppfinningamenn hafa auðgað heiminn með. 1 heimild okkar, þýska vikuritinu Stern, er þessi tilvitnun i rithöfundinn Esther Vilar höfð sem yfirskrift kaflans um læknis- fræðina: —I öðrum löndum fá konur sér fölsk brjóst til að laöa að sér karlmenn, bandariskar konur fá sér einnig falskan rass. sjúkdómur. Fyrir þetta fékk hann Nóbelsverðlaun árið 1966. Arið 1931 smiðaði Philip Drinker fyrsta stállungað. Meö sogi og þrýstingi á vixl þvingar það fólk til að anda og hefur á þann hátt bjargað mörgum sem fengið hafa lömunarveiki. A. S. Hyman fann upp rafhlöðu- hiartað árið 1932. I þvi eru elektróöur sem senda rafmagns- straum i hjartað og fá það til að slá reglulega. Meö ræktun á visusum úr látnu fólki fann Jonas Salk upp mótefni gegn lömunarveiki. Kollega hans Albert Sabin gerði svo úr þvi bólustetningarvökva. Sálfræðingurinn Gregory Pincus frá Massachusetts er faðir getnaðarvarnarpillunnar. Arið 1955 fann hann i mexikönsku jurtinni barbasco efni sem liktist mjög hormónum þeim sem koma i veg fyrir egglos. Li'fefnafræðingurinn Selman Waksman fann upp lyiiö streptomycin; það var fyrsta lyfið sem vann á berklum. Fyrir þessa uppgötvun fékk hann Nóbelsverðlaun árið 1952. George Papanicolaou lagði af mörkum þýðingarmikinn skerf til krabbameinsvarna. Hann fann upp PAP-rannsóknaraðferðina en hún gerir mönnum kleift að greina á auðveldan hátt leg- krabba á byrjunarstigi. Visindamennirnir William Masters og Virginia Johnson rannsökuðu kynlifshegðun mann- fólksins og fundu upp aðferð sem Með aðstoö hjarta- og lungna- vélarinnar sem heldur blóö- rásinni gangandi meðan skurðað- gerð fer fram reyndist kleift að opna hjartað við læknisaðgerð. Það voru læknarnir Lillehei og Dewall sem fundu þessa vél upp áriö 1955. Sjúkdómafræöingurinn Francis P. Rous sannaði það með rann- sóknum á hænsnum árið 1910 að krabbamein getur verið veiru- Læknavisindi Skurðlæknirinn Denton Cooley reyndi I fyrsta sinn áriö 1969 að setja gervihjarta úr plasti i dauð- vona sjúkling. Þetta hélt i honum lifinu i 65 klukkustundir. Þaö er gamall draumur læknis- fræöinnar að útrýma erfðagöllum með „litningaskurðaðgerð”. Með þvi að rækta erföafrumur i til- raunaglasi steig Arthur Kornberg skrefi nær þessu takmarki. %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.