Þjóðviljinn - 19.09.1976, Síða 7
Sunnudagur 19. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
ista. Þeir voru meöal hinna
mörgu sósialista i Vestur-Evrópu
sem mótmæltu aðgeröum sovét-
manna mjög harðlega og hafa á-
vallt siðan minnst á afstöðu sina,
m.a. á nýafstöðnum Berlinar-
fundi.
ttalkir kommúnistar hefðu
vafalaust helst kosið leið
júgóslava, hvað varðar afstöðu til
hernaöarbandalaga, en þeir ótt-
ast, að stórveldin i austri og
vestri muni ekki sleppa tökum
sinum á þeim rikjum, sem með
þeim eru I hernaðarbandal., og
viðleitni til að draga Italiu út úr
Atlantshafsbandalaginu geti þvi
leitt til beinnar eöa óbeinnar
hernaðarihlutunar bandarikja-
manna. Raunar hefur Kissinger,
utanrikisráðherra bandarikja-
manna, þegar staðfest með stór-
yrtum hótunum sinum i sumar að
þessi hætta er fyrir hendi.I rikj-
um Varsjárbandalagsins hefur á
hinn bóginn ekkert það gerst, sem
kemur i veg fyrir endurtekningu
atburðanna i Tékkóslóvakiu 1968,
enda hafa rúmenar hvað eftir
annað orðið varir við harðan
þrýsting sovétmanna gegn sjálf-
stæöri utanrikisstefnu þeirra, nú
seinast þegar rúmenar óskuðu
eftir þvi að vera áheyrnarfulltrú
ar (observer) á ráðstefnu óháðra
(hlutlausra) rikja, sem nýlega
var haldin i Colombo, en urðu að
láta sér nægja að sitja ráðstefnu-
na með óformlegri hætti og án
nokkurra fulltrúaréttinda.
Italskir kommunista hafa þvi
komist að þeirri niðurstöðu, aö til
þess að hafa vaðið fyrir neðan
sig verði þeir að sætta sig viö rikj-
andi ástand, en þeir verði frekar
að reyna með aðild að rikisstjórn
aö skapa þá utanrikisstefnu af
hálfu itala, er stuðli að upplausn
hernaðarbandalaganna beggja.
Gjörólík viðhorf í
Norður-
og Suður-Evrópu
Það er eftirtektarvert, að þessi
stefnumörkun, er engin
skyndiákvörðun sem tekin er
i tengslum við kosningar.
Sósialistaflokkur Nennis breytti
um afstöðu til Nato á seinasta ára
tug og stefnubreyting komm-
unistaflokksins á sér einnig lang-
an aðdraganda. Breytt afstaöa
kommúnista varð opinber þegar
fyrir tæpum tveimur árum, þótt
fáar fréttir bærust af þvi hingaö
norður i álfu fyrr en nú i vor.Ekki
er að sjá, að hin nýja afstaða til
aðildar að Nato hafi valdið veru-
legum deilum innan flokksins.
Fátt sýnir betur hvað pólitisk við
horf meðal vinstri manna eru
gjörólik i Norður- og Suður-
Evrópu, en spánski kommúnista-
flokkurinn mun einmitt vera á
svipuðum nótum hvað Nato
snertir og sá italski.
I rikjum þar sem fasistahættan
er ekki raunveruleg, hlýtur það
hins vegar að vera áfram eðlileg-
ur og heilbrigöur þáttur vinstri
stefnu, að stuðla að þvi að
hernaðarbandalögin verði leyst
upp með þvi beinlinis að vinna að
þvi, að hvert riki dragi sig ein-
hliða út úr hernaðarklíku stór-
veldanna i austri og vestri. Sér-
hvert skref i þá átt innan Atlants-
hafsbandalagsins er stuðningur
við þau öfl innan Varsjárbanda-
lagsins, sem þar þrýsta á um af-
vopnum og upplausn hernaðar-
bandalaga. Að sjálfsögöu munu
sósialistar taka fullan þátt i rikis-
stjórnum viðkomandi landa,
þrátt fyrir áframhaldandi NATO-
aðild, þegar svo ber undir. Engu
að siður er fyllsta ástæða til, að
halda kröfunni um úrsögn úr
NATO hátt á loft,a.m.k. i þeim
NATO-rikjum þar sem bein
fasistahætta er ekki yfirvofandi.
Einnig er nauðsynlegt.að hag-
nýta sérhvert tækifæri i rikis-
stjórn til að knýja á um grund-
vallarbreytingar á aðstööu
NATO, — hér á Islandi sem ann-
ars staðar, i fullu samræmi við þá
sjálfsögðu meginreglu, að hvergi
sitji eriendur her í sjálfstæöu riki.
Hvað svo sem segja má um af-
stöðu italskra sósialista til NATO,
þá verður hitt ekki af þeim skafið,
að þeir hafa þegar náð frábærum
árangri i viöleitni sinni til að
skapa fjöldahreyfingu sósialiskr-
ar alþýöu. Þeir leggja á það
mesta áherslu, að afla sér
trausts, en forðast stóryrði og
kreddufestu. Þeir vita sem er, að
sósialismi verður ekki skapaður i
orði heldur á borði.
Jón Múli
Árnason
skrifar:
En margt eigum við
viðskiptavinir og verslunarfólk
ólært enn i fallegri og geöþekkri
framgöngu. Eitt sólskinssiödegi
ákváðum við að skreppa enn
einu sinni niöur að Tjörn til að
skoða Gosbrunninn og hlusta á
vatnið. A leiðinni var komiö við i
verslun til að kaupa döðlur
handa okkur og brauð handa
öndunum. Ungur piltur mælti
fram veröið á döðlupakkanum
og ég sagði: — Það getur ekki
verið aö þetta hafi hækkað um
helming siöan i ágúst. — Þá
kvað við úr horni verslunar-
stjórans: Atli maður kannist
ekki við tóninn i þessum post-
ulum — alltaf að væna mann um
svik og pretti. — Einhvers-
staðar lengst inni i mér
hljómaði önnur rödd: — ég
heyri hljóðið og þekki það. Það
er hljóðið úr rússum: þetta
voðalega skelfilega hljóð. — En
ég hafði ekki vit á þvi aö láta
mér það að varnaði verða og
keypti 10 karamellur og nokkra
vindla og sagöi svo: — Nu fer ég
vestur i bæ að kaupa döðlur i
búð, sem selur þær á hálfvirði.
— Það hefði ég ekki átt aö segja,
þviað nú kom verslunarstjórinn
fram úr skoti sinu og orðinn
reiður : Atli maður kannist ekki
við tóninn i þessum postulum —
alltaf að væna mann um
þjófnað. — Þú ert þó ekki að
segja i alvöru að ég sé að væna
þig um þjófnað? — Jú, — og
svona glæpamann ætti aö vera
búið að loka inni fyrir löngu. —
Ég hörfaði út á götu og sagði:
Svona smákramarar ættu að éta
skit. — Þá fyrst sauð upp úr hjá
verslunarstjóranum og hann
æpti yfir fólkið sem safnast
hafði saman i von um slag:
Svona glæpamann ætti að vera
búið að hengja fyrir löngu. — Ég
hafði vit á þvi að hörfa inn i
bilinn skrúfa niður rúðuna og
öskra: Komdu hingað og ég skal
drepa þig. — Síðan rukum viö af
stað með bensiniö i botni á Volg-
unni.
Við leyndumst um stund i
skóginum við Bjarkargötu, — en
tókum að lokum risikóna og
vöppuðum niður á Tjarnar-
bakkann að dást að Gosbrunn-
inum og borða karamellur. Við
hlustuðum á vatnið og taug-
arnar róuðust og ég gat kveikt
mér i vindli. Endurnar fengu
ekki neitt nema regnbogann
fagra i þetta sinn. JMA
Helgarfrí og
hversdagsleiki
Það varð litið úr helgarfrii hjá
Flugránsnefnd á dögunum,
þegar Vestur-Króatarnir
ákváðu að lenda á Vellinum.
Það setti lika óhug að þjóðinni,
„ þegar flugræningjarnir neituðu
að gefa sig á tal viö okkar menn
— en henni létti aftur, þegar
Útvarpið tiikynnti 10 sinnum i
röð, að Flugránsnefnd væri i
stööugu sambandi við Ólaf
Jóhannesson. Aðrir ráðherrar
voru i Lundúnum og misstu af
öllum hasarnum, en hafa
eflaust haft samband sin i milli,
og vonandi tekist að kenna
bretum eitthvað i stjórnlist og
fleiru.
Valsmenn nutu sin betur um
siðustu helgi á Laugardals-
vellinum og rústuðu Akurnes-
inga með glæsibrag, og margir
spurðu, hversvegna Valsskytt-
urnar væru ekki settar í lands-
liðið. Þar varáberandiskorturá
kanónum með „boldgefíihl” á
borð við Hermann Gunnarsson i
bardögunum við hollendinga og
belga, — enda reiddist Tony
Knapp mjög fréttaritara
Þjóðviljans eins og frægt er
orðið, — íþróttasiða Blaðsins
Okkar hefúr löngum verið hlið-
holl Völsurum af eölilegum
ástæðum;
Kópavogskrakkarnir hafa
blásið af mikilli snilld á Laugar-
dalsvellinum i sumar, þjóð-
söngva fagra á undan lands-
leikjum og Bikarkeppni með
virðuleik. Það er gamall og
góður siður að risa úr sætum og
taka ofan við slik tækifæri, og
allir virðast kunna það nema
ljósmyndarar dagblaðanna.
Það er eins og þeir biði eftir þvi
að fá að sleppa fram af sér
beislinu og leika lausum hala
meðan Guð vors lands hljómar,
og brenna þá af i allar áttir eins
og þeir eigi lifið að leysa. Þetta
er hjóðfæra1eikurum
keppendum og áhorfendum til
mikils ama, og timi til kominn,
að ritstjórar reyni að hafa vit
fyrir fótógröffum sinum, — vel
kæmi til greina stuttur og
strangur kúrsus i mannasiðum.
Ofar i Laugardalnum voru
þeir i heiðri hafðir á sýningunni
Föt ’76, — og þó stundum úr hófi
fram á tiskusýningum þegar
hispurs-herrar og meyjar svifu
ina við matvörukaupmanninn,
vixlana og allt heila gillið, — og
nýju fötin úr sögunni i svip.
Einnig rifjuðust upp útvarps-
fréttir af viðbrögðum einhverra
húsmæðra og Neytendafélags-
st jórnarinnar við lokun
mjólkurbúða. Þar kvað við sami
um salinn meö ofurmanniegri
kurteisi og tilgerð. En þetta
ágæta fólk á sér afsökun, — það
er ekki iklætt neinu lafatrússi.
Það er i senn furöulegt og ótrú-
legt, hve klæðskerum, prjóna-
konum og skósmiðum okkar
hefur tekist vel upp á siðari
árum, og aldrei betur en nú, —
óvist, hvort annarsstaðar i
heiminum hafi sést fallegri og
vandaðri fatnaður en i Laugar-
dalshöll nú i haust. Lausleg
athugun virðist lika benda til
þess, að prisar á þessum inn-
lenda iðnaði standist vel saman-
burð við hina erlendu, og má
það vera okkur öllum fagnaðar-
efni, — það er að segja þeim,
sem hafa ráð á að fá sér nýjan
galla.
Svo fengum við okkur kók og
kostaöi hundrað krónur minnsti
skammtur i plastbolla. Af
hverju hundrað krónur? þetta
kostar 31 krónu i búðum. ,,Það
er þægilegra” sögöu brosmildar
afgreiðslustúlkur, sem ekki
þurftu að skipta smápeningum,
og létu kókiö freyða eins og
kampavin. Það er nefnilega
það. Þar með var manni svipt
aftur inn i hversdagsleikann,
verðbólguhugleiöingar, skuld-
söngurinn um að þetta væri allt
gert fyrir okkur, — og yrði meö
timanum „þægilegra”.
Það kann aö vera, þótt viö
munum ekki eftir neinum
óþægindum i mjólkurbúðunum
á undanförnum áratugum. Það
var að visu stundum dálitið
þröngt á skömmtunarárunum
og mörgum erfitt um andar-
drátt i troðningnum, sem við
notum i staðinn fyrir röð, — þaö
er i samræmi við Islendings-
eðlið og ekkert viö þvi að gera.
En hvernig svo sem bægsla-
gangi i hrúgunni fyrir framan
búðarborðið reiddi af, munum
við ekki eftir öðru en glaðlegri
þjónustu fyrir innan þaö, — þótt
stúlkurnar þar þyrftu og þurfi
enn að skipta smápeningum allt
niður á 10 aura planið. Verður
að teljast hæpið að Neytenda-
félags-stjórninni hafi i siöustu
yfirlýsingu tekist aö sanna, aö
þjónusta verði miklu betri i
öðrum verslunum þegar búið er
að loka mjólkurbúðunum, —
sem við vonum öll að okkur
verði hlift við. Ekki er þó enn
timabært, að óska ASB-stúlk-
unum til hamingju meö sig-
urinn, en vonandi dregst þaö
ekki lengi úr þessu.