Þjóðviljinn - 19.09.1976, Síða 8

Þjóðviljinn - 19.09.1976, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. september 1976. Finnlandstextar eftir Árna Bergmann ANNAR SKAMMTUR Hnýsni fyrir frum- sýnmgar Þeir baru saman bækur um Hundana: Frá vinstri — höfundurinn Christer Kihl- man, leikstjóri Veli-Matti Saikkonen; leikmynd Kari Liila. . Héraðsleikhúsið i Kuopio rekur m.a. sérstakan skólaieikhóp. endalokum voru til lýöræBis- legrar umræðu i leikhúsinu. Allir sekir Hundarnir í Casablanca Kvöld eitt fæ ég að fara niður i þann djúpa kjallara þar sem Lilla teatern er til húsa og fylgjast stundarkorn með þvi, hvernig leikrit verður til. Höfundur, Christer Kihlman, skærast ljós sænskfinnskra bókmennta, situr þar i sal og strýkur skegg sitt: leikritiö er eftir hann. Það heitir „Hundarnir f Casablanca”. Það heitir svo vegna þess, segir Kihl- man, að aðalpersónunni i leiknum (sem allir tala um en aldrei sést á sviðinu) finnst hann vera jafn einmana, hrakinn og alls vesæll og hundarnir i þeirri borg. Annars gæti þetta leikrit gerst hvar sem væri segir höfundur, þótt kveikjan að þvi sé reyndar atvik sem gerðust hér i Finnlandi. Það fjallar um hómósexúalista, en reynir um leið að ráðast gegn fordómamaskinunnigegn ýmsum minnihlutum, hópum, þeim sem eru „öðruvisi”. Christer hefur verið meö á flestum æfingum og eins og sjá mátti af handritum hafði verkið breyst gifurlega i meöferð leikara og leikstjóra — og ég held það sé mikiö til batnaðar segir höfundur. Þegar þessi æfing var haldin, var endir reyndar ekki fundinn á leikritið, sem átti að frumsýnast 10. september — þrjár tillögur að Hundarnir i Casablanca er vel skrifað verk. Það gerist á biðstofu á sjúkrahúsi: eftir að höfundur hefur um hrið leitt okkur á villi- götur með þvi að láta okkur halda að kannski sé gyðingurinn Móses aðalpersónan, en hann er að biða eftir að kona hans fæöi, kemur á daginn, að tal persónanna snýst mest um ungan mann, Josef Mann, sem hefur hent sér út um glugga og er f lifshættu. Orsök slyssins er sú kreppa sem hann er i sem hómósexúalisti. A sviðinu deila móðir hans, stjúpi, prestur, elskhugi, eiginkona um það, hver beri sök á því hvernig fór. Bygg- ingin minnir á An Inspector Calls eftir Priestley: aðalpersónan sést aldrei á sviðinu, en það kemur á daginn, að allir áttu sinn hlut af sektinni þótt enginn beinlinis hrinti Jósef út um gluggann. I annan stað gætum við minnst ræðu gyöingsins Shylokcks úr Kaupmanni i Feneyjum þegar ástmaður Jósefs fer með fallega lýriska varnarræöu fyrir hómó- sexúalista og þeirra ástir á sviðinu. Adeilanerá köflum mjög bitur, einkum i meðferðinni á prestinum og fjölskylduvininum hræsnisfulia og á stjúpanum Helmut, sem gapir mikinn um svivirðu hommerfs, en hefur ekkert á móti þvi aö prófa Jósef sjálfur. Gyðingurinn Móses, sem Asko Sarkola leikur af ágætri snilld, er skemmtilega skrifað hlutverk: hann verður til þess að minna á að fordómakvörnin malar marga hópa: f gær júöa, i dag komma eða homma.... Margbreytileiki Borgar Garðarsson fer í þessu verki með hlutverk lögreglufull- trúa sem rekur úr fólkinu garn- irnar i seinni þætti (sjá viötal hér á opnunni). Hann sagði mér að þegar væru komin viðbrögð við þessu leikriti: umboðsmaður leikhússins hjá Fazers-bakari hafði fyrirfram afþakkað að sjá svona svinari. (En Lillan byggir á umbakerfi hjá fyrirtækjum sem reyna að drifa sitt fóik i leik- húsið). Asko Sarkola, sem helst hefur orð fyrir Lillan sagði, að það væri ekki einfalt mál að lýsa linu leik- hússins i verkefnavali, það þyrfti bæði að vera þjóðlegt (sýna finn- landssænskum verkefnum sóma) og alþjóðlegt — i sem fæstum orðum sagt: sýna margbreytileik lifsins. Nefnum dæmi: Claes And- ersson, John Borgum og Viveca Bandler eru að sjóða saman kabarett sem á að heita Verandan — þar á eftir átti að vekja upp Bláfuglinn eftir Maeterlinck... Aður en við segjum skilið við þetta ágæta hús: það hefur náð þeim merkilega árangri, að 4 af hverjum tiu áhorfendum eru finnskumælandi eða tvityngdir. Kannski er þetta sú sænsk menn- ingarstofnun i Finnlandi sem einna best gengur að yfirvinna þá tregðu sem fylgir þvi að reyna að skilja mál sem er jafnólikt þinu eigin og sænska er finnsku. Áhyggjur af Runeberg Þessa ágústdaga var annað leikrit að verða til á fjölum Sænska Ieikhússins i Helsinki, og

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.