Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 1
DJQÐVIUINN Sunnudagur 31. október 1976—41. árg. —245. tbl. GEFIÐ UT I TILEFNI 40 ÁRA AFMÆLIS BLAÐ II Fáir hafa sett jafn persónulegt mark sitt á Þjóðviljann og Magnús Kjartansson alþingis- maður þá áratugi sem hann var ritstjóri blaðsins og skrifaði i það daglega. Undir hans forystu tók blaðið stakkaskiptum bæði efnislega og að stærð og útliti og varð enn öflugra vopn en áður i bar- áttu islenskrarar alþýðu fyrir bættum kjörum og fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. — Við skulum ekki gleyma þvi—að fullt sjálf- stæði er forsenda þess að við komum á sósialisma sem miðast við hefðir og viðhorf þessarar litlu þjóðar, segir Magnús, og sú hugsun hefur mótað lifsstarf hans jafnt sem ritstjóra og sem alþingis- manns. Hann vill, að Þjóðviljinn sé sjálístæður aðili og hafi frumkvæði i verkefnum og mati og umfram allt á hann að fá „alþingi götunnar” til afskipta af þjóðmálum. í eftirfarandi viðtali rekur Magnús aðdraganda þess að hann hóf störf við Þjóðviljann og sitthvað frá ferli sinum þar og samverkamönnum. Magnús Kjartansson á Aiþingi alþingi götunnar — Þegar þú hófst fyrst störf á Þjóöviljanum hefurðu liklega hvorki ætlað að ilendast þar né gera blaðamennsku os ritstiórn að meginstarfi. Hvaða fyrirætl- anir hafðirðu? Hvers vegna varstu kyrr? — Ef ég á að svara þessum spurningum verð ég að segja hluta af ævisögu minni, þó mér finnist ég ekki vera kominn á raupaldurinn. Ég lauk stiídentsprófi 1938. Ég átti sæmilega auðvelt með nám og það tók til allra námsgreina, svo að ekkert framhaldsnám lokk- aði mig öðru fremur. Ég afréð að læra verkfræði, þvi að ég hafði rómantiskar hugmyndir um það að islenskt þjóðfélag þyrfti öðru fremur á raunvls- indamönnum að halda. Ég hóf þvi verkfræðinám i Kaup- mannahöfn en áttaði mig fljót- lega á þvi að þar hafði ég valið hlutskiptisem ekki hentaði mér. Mér leiddust flestar námsgrein- arnar, einkanlega teikning sem við vorum látin iðka marga klukkutima dag hvern. Eina námsgreinin sem mér fannst skemmtileg var stærðfræði, og trúlega hefði ég lokið námi i stærðfræði ef ég hefði haft vit á að velja mér það viðfangsefni. Tehetta yfir simann Þrátt fyriróyndið þraukaði ég talsvert lengi við námið. Ég lauk fyrsta árs prófi meö sæmi- legum árangri og hélt áfram nokkuð á annað ár. En sú hugs- un sótti æ fastar á mig hvað lif mitt yrði leiðinlegt, ef ég yrði að iðka jafn óyndisleg viðfangs- efni alla ævi. Þvi varð það úr að ég ákvað að hætta. Þjóðverjar voru þá búnir að hernema Dan- mörku og ég komst ekki heim. Ég afréð þá að hefja nám i norrænu, og ástæðan var vafa- laust sú að ég átti þvi láni að fagna að kynnast Jóni Helga- syni prófessor og heimili hans þegar ég kom til Hafnar, og ég var þar siðan heimagangur i fimm ár. Ég hugsa að enginn einn maður hafi haft eins mikil áhrif á mig og Jón. Þau áhrif voru ekki pólitisk i grófri merk- ingu þess orðs, þvi að ég held að ég hafi aldrei heyrt hann minnast á stjórnmálasamtök, nema þegar hann vék að þýsku nasistunum og dönskum erind- rekum þeirra — þá var ævinlega sett tehetta yfir simann, þvl að þar hafði verið komið fyrir hljóðnema I byrjun hernámsins, svo að hægt væri að fylgjast með þvi, hvað islendingar væru að bralla. Það sem einkenndi viðhorf Jóns var brennandi metnaður fyrir hönd islendinga. Hann þreyttist aldrei á þvi að brýna fyrir okkur stúdentunum sem sóttum hann heim i viku hverri að formlegt sjálfstæði væri hé- gómi ef islendingar sönnuðu ekki i verki að þeir megnuðu að Tvö af skáidunum sem Magnús átti samvinnu viö: Guðmundur Böðvarsson og Halldór Laxness. Myndin er tekin heima hjá Guö- mundi að Kirkjubóli. vera sjálfstæð þjóð með meiri vinnusemi, skýrari markmiðum og traustari samheldni um meginatriði en aðrar þjóðir. Hann fór oft i bókaskápinn sinn og las fyrir okkur, ekki sist dæmi um yfirborðsmennsku, hégómaskap og loddaralæti sem honum fannst um of einkenna islenskt þjóðfélag og kunni þá aðydda mál sitthvassar en aðr- ir menn sem ég hef kynnst. Við sem voru heimaga igar hjá Jóni og Þórunni vorum allir sósia- listar eða urðum það og fórum ekkert dult með það viðhorf þegar við komum heim i striðs- lok. Þetta leiddi til þess að Morgunblaðið sagðieinusinni að Jón Helgason hefði verið „aðal- erindreki kóminforms” meðal islendinga i Höfn: það þótti mér skemmtileg viska. Visindaleg orðabók Nú, þetta er útúrdúr og sönn- un þess að ég er liklega þrátt fyrir allt kominn á raupaldur- inn. Ég stundaði námið af kost- gæfni undir handleiðslu Jóns og hann fól mér ýms verkefni: ég aðstoðaði m.a. við útgáfu á Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vidalins, skrifaði eitt bindi hennar á forna ritvél I Arna- safni — Jón Helgason sagði for- vitnum gestum að það væri „rit- vél Arna Magnússonar”; ég lærði að lesa handrit og tina saman orðamun, þegar sami texti fannst i mörgum handrit- um. Arið 1943 kom Jón að máli við mig og sagði að ef ég vildi verða dugandi norrænumaður yrði ég að læra norðurlanda- málin öll og stakk upp á að ég dveldist nokkra mánuði i Sviþjóð, en þá var enn hægt að fá leyfi til Sviþjóðarferðar ef erindið var talið nægilega brýnt. Jón útvegaði mér boð frá einni merkustu málvisindastofnun svia, og sjálfur mælti hann með RÆTT VID MAGNÚS KJARTANSSON Þjóðviljinn kveðji saman

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.