Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 31. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Ekki þarf að kynna Jóhannes úr Kötlum fyrir lesendum Þjóöviljans. Hann var einn af þeirri skáldasveit sem frá öndverðu lagöi blaðinu lið, enda voru baráttumál þess einnig hans hug- sjónir. Hér fer á eftir grein sem Jóhannes ritaði i blaðið 16. mars 1961, birtist hún í greina- flokknum Gegn falsrökum, en hann fjallaöi um sjálfstæðis- mál islendinga hersetuna og landhelgina. Upphafleg fyrirsögn greinarinnar var Sjálfspróf un. Hún er rituð ^ rétt eftií* að „við$&isnar',-stjórnin g erð i landhelgis- samninginn illræmda við breta. Mótmæli viö Alþingishúsiö vegna samninganna 1961 þegar útlendum dómstóli var afhentur Ihlutunarréttur um stærö islenskrar landhelgi. Jóhannes úr Kötlum um svikasamninginn frá 1961 Þá er búið að afhenda bretum vænan hluta landhelginnar næstu árin, veita þeim ihlutunarrétt til eilifðar um frekari útfærslu og gefa brynvörðum veiðiþjófum þeirra upp allar sakir fram á þennan dag. Þetta gera þeir menn sem fyrir skemmstu sóru og sárt við lögðu að aldrei aldrei skyldi hvikað frá tólf milum i einu né neinu. En slikt kom engum á óvart. Þetta eru nefnilega sömu mennirnir sem á sinum tima sóru og sárt við lögðu að hér skyldi aldrei aldrei verða leyfð herseta á friðartimum. Að þeim orðum töluðum kölluðu þeir hingað erlendan her sem búinn er aö sitja hér i tiu ár, 1951-1961. Siðan lýðveldið var stofnað fjölgar þeim ártölum jafnt og þétt sem sett munu verða á lista meö 1262 i sögu islendinga. En hvernig má það verða að synir og sonarsynir þeirra sem harðast börðust fyrir lausn þjóðarinnar úr nýlenduviðjum skuli æ ofan i æ gerast slíkir meinsærismenn gagnvart umbjóðendum sinum og slikir afsalsmenn réttinda til sjós og lands? Það er augljóst mál. Þeir hafa gefizt upp fyrir þrýstingi umheimsins. Þeir hafa orðið fórnarlömb kalda striðsins. Þeir eru orðnir sjálfvirk tæki vest- rænnar hernaðarblakkar. tsland, hafið i kringum það og þjóðin sem þar býr, er ekki lengur þeirra sjónarmið, heldur Atlanzhafsbandalagið. Svika- samningurinn nýi er ekki miöaður við lifsnauðsyn islendinga, heldur hitt að koma i veg fyrir að hlekkur I hernaðar- blökkinni bresti. Þessir menn hafa fleygt algerlega frá sér þeirri hugmynd að islendingar reyni að standa á eigin fótum — utan við lifsháskaleg átök stórvelda. Þeir boða nú að visu allskonar „einkamál” af miklum móði: einkaeign, einkarekstur, einka- búskap, einkaútveg einkaverzlun, einkabanka og þannig endalaust. En allt þetta einkaeinkaeinkalotteri skal ekki þjóna islenzka lýðveldinu eða islenzku þjóðinni, heldur einka- málum vestrænna einokunar- auðhringa, sem eru nú að reisa turn sinnar hernaðarlegu háborgar i Vesturþýzkalandi, þar sem gamlir pótintátar Hitlers sáluga tróna enn i valda- stólum. Um framferði þessara hérlendu valdsmanna og verr- feðrunga þýðir vist litið að sakast, þvi þrátt fyrir öll þeirra fögru orð um sættir og rétt eru þeir ekki lengur íslenzkir frið- semdarmenn i sfnu hjarta, heldur vestrænir hernaðar- sinnar sem munu aldrei aldrei gefast upp nei nei, nema þjóðin taki af þeim ráðin. En hvað er þá blessuð þjóðin að hugsa? Ætlar hún endalaust að fela þessum natókújónum forsjá sina? Ætlar hún endalaust að halda áfram að kingja hvaða meinsærum og svikum sem vera skal? Finnst henni svona fint að vera fyrirlitlegt peð i hernaðartafli vestrænu nazista- erfingjanna og kalla slikt sjálfstætt lýðveldi? Þetta þarf að kanna til hlitar. Allir þeir sem eiga einhvern snefil eftir af þvi lunderni sem varpaði ljóma á ártölin 1930 og 1944 verða að leggjast á eitt um að framkvæma slika rannsókn. Hér er um sjálfsprófun upp á lif og dauða að ræða. Sannist það að meirihluti þjóðarinnar sé sammála hernaðarsinnunum um það að gefast upp, þá er að taka þvi. Þá hefur þjóðin dæmt sjálfa sig tii tortimingar á full- komlega lýðræðislegan hátt. Eigum ekki heima í samsæri stórvelda stríðs- auðvitað ekki til mála að neita þessari staðreynd og drepa þar með hendi við sóma sinum. Enda verður þvi ekki mótmælt að við dubbuðum okkur upp eft- ir bestu getu og gengum úti þetta glaðir og gunnreifir, sár- þyrstir i aö deyja hetjudauða á samt öllu voru hyski, svo hinir stóru bræður vorir i bandalag- inu, þessar blessuðu elskur, fengju þó alltaf svigrúm til aö spýta i lófann, meðan við sjálfir kútveltumst inn i eilifðina. Þvi hefur verið haldið fram að sumir þeir forystumenn okkar, sem stóðu fyrir þeirri furðu að leiða okkur, eina fámennustu þjóð veraldar og vopnlausa, inn i hernaðarbandalag stórvelda hafi gert það i þeirri trú að við gætum haft af þvi einhvern hag i lántökum og viðskiptum vestur á bóginn, og heyrt hef ég að slfk undirmál hafi gengið milli samingamanna, með þýðingar- miklum brosum og höfuðhneig- ingum, en ekki þótt hlýða að setja á skrá svo sjálfsagða hluti. Hinir raunsærri menn sem sóttu það fast af okkar hálfu að troða okkur inn i fylkingu striðs- manna, munu þó hafa horft sér nær og þótt sá peningur fagur sem hér mætti fást i eigin hend- ur, gegnum þær framkvæmdir sem hér hlytu óhjákvæmilega að hefjast. Þessir menn reynd- ust sannspárri með öllu þvi er fylgdi, en hinum hafa hlotið að Framhald á bls. 22 Guðmundur Böðvarsson skáld og bóndi á Kirkjubóli I Hvitár- siðu var einn af hollvinum Þjóð- viljans. A afmælisdeginum er blaðinu sæmd i þvi að endur- birta kafla úr langri grein sem Guðmundur sendi okkur i april 1960. Þá var svo ástatt i þjóðmálunum að krumla „viðreisnarinnar” var að læsast um landið, lífskjörum fór hrak- andi og það dró úr trú almenn- ings á mátt sinn tii sjálfstæðrar þjóðartilveru. Vinstri stjórninni fyrri hafði ekki auðnast að koma fram höfuð stefnumáli sinu um brottrekstur hersins, enda var aldrei staðið að heil- indum að þvi máii af hálfu sam- starfsflokka Alþýðubandalags- ins. Það lá I ioftinu að „viðreisnar”-stjórnin mundi spilla þcim árangri i iandhelgis- málinu sem vinstri stjórnin hafði náð með útfærslunni i 12 milur. Ári siðar var samið við breta um stöðvun á frckari sókn islendinga til yfirráða yfir land- grunninu. Við þessar aðstæður ritar Guðmundur grein sina sem hannnefndiVirðing islands og óvirðing. Hún birtist i greinaflokknum Djúpir eru islands álar. Úr grein eftir Guömund skáld Bööva rsson Við megum ekki gleyma þvi að við erum i hernaðarbanda- lagi. Er hvorttveggja að viö er- um burðugir striðsmenn, vel búnir að allri herneskju og þvi stórum eftirsóknarverðir til fóstbræðralags hverju stórveldi. Um þetta vissum við bara ekki uns þeir dýrðardagar upprunnu, sem seint gleymast, þegar oss var boðið með allri virðing að fylkja móti rússum og oss gert ljóst að þá mundi þeim bjóða slik ógn að nægði til að haida þeim í skefjum. Kom Guðmundur Böðvarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.