Þjóðviljinn - 31.10.1976, Síða 8

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. október 1976 Margir þeirra sem að Þjóðviljanum stóðu fyrstu ár- in hafa minnst þess sérstaklega í viðtölum, hve ósér- hlífið starf prentararnir unnu á þessum tíma, þegar blaðinu var iðulega haldið opnu langt framá nótt til að hægt væri að koma því að strax daginn eftir sem máii skipti frá fundum um kvöldið, úr verkfallsslagnum eða af öðrum vettvangi. En fæstir gera sér þó liklega grein fyrir, við hve erfiðar aðstæður var raunveru- lega unnið oft á tíðum, þegar vélakosturinn var litill og lélegur og mannskapurinn ekki til skiptanna. Stefán ögmundsson prentari og núverandi starfs- maður Menningar- og fræðslusambands alþýðu, stjórnaði um langt skeið Prentsmiðju Þjóðviljans og vann reyndar við setningu hans allt frá upphafi, svo við fengum hann til að rif ja upp þann þátt í útgáfu Þjóðviljanssem viðgetum kannski kallað ágrip prent- sögu hans. STEFÁN ÖGMUNDSSON RIFJAR UPP SITTHVAÐ ÚR PRENTSÖGU ÞJÓÐVILJANS Stefán segir, aö fariö hafi ver- iö aö huga aö útgáfu dagblaös strax eftir stofnun Kommún istaflokksins. Um sama leyti fór Verkalýðsblaöiö aö koma út og stöðugar umræö- ur voru um aö koma á fót dag- blaði. Verklýösblaöiö var lengst af prentaö í Acta og vann Stefán ekkert viö þaö fyrr en fariö var aö undirbúa útgáfu Þjóðviljans. Þá fór hann á vegum flokksins i Prentsmiðju Jóns Helgasonar til aö kanna, hvort hægt væri aö prenta þar dagblaö meö þeim lélega vélakosti, sem fyrir var og voru unnin þar nokkur Verk- lýðsblöö til að prófa þetta. Þarna var gömul linograph setningarvél meö einu magasini uppi og ööru á vegg. — Þetta var hálfgert galdratól, sagöi Stefán, og ekki scma hvernig viö hana var veriö. Hún var þrælkenjótt og átti til aö spýta á mann og gera ýmsar skráveifur. Ekki var hægt að nota press- una sem fyrir var þar sem hún tók bara tvær siður og var feng- in pressa frá Sviþjóö sem tók amk. 4 siöur og hún sett upp þarna i Jesúprenti, eins og prentsmiöjan var stundum köll- uð. Þegar Þjóðviljinn hóf göngu sina var lagt inn sem kapital i Prentsmiöju Jóns Helgasonar tæki og ietur Prentsmiðjunnar Dögun, sem Stefán haföi stofnaö 1934 og hugsuð var sem byr jun á flokksprentsmiðju, en styrktar- félag fyrir dagblaö flokksins yfirtók siðar. Sótt haföi veriö um leyfi til innflutnings á setn- ingarvél fyrir prentsmiöjuna Dögun og leit svo út um tima aö leyfiö fengist, en málalok uröu þau aö vélin hafnaöi hjá dag- blaði sem naut vaxandi náöar hjá valdhöfum. Guðrækilegt sambýli Þarna i Jésúprenti var Þjóöviljinn i guörækilegu sam- býli og máttu þeir setjararnir keppast við það á morgnana að setja Sögusafn heimilinna, Kristilegt vikublaö, Bjarma, Ljósberann og sitthvaö af kristi- legu smáprenti. Þjóöviljann gátu þeir aldrei fariö aö setja fyrren um og eftir hádegiö. Brynjólfur Jónsson vann á vél- inni á móti Stefáni, en Gunnar Sigurmundsson var i umbrot- inu. — Allt gekk þetta i bróðerni, þótt skoöanirnar væru andstæö- ar, sagði Stefán, — en Jón Helgason var trúaöur maður og haföi stofnaö prentsmiöjuna fyrir sin blöð. Sjálfur hafði hann ekkert á móti þvi að hafa við okkur góöa samvinnu, en ýms- um öörum mun hafa þótt furöu sæta, aö hann skyldi taka aö sér aö prenta sjálft kommúnista- blaðið. Einu sinni fyrir jólin unnum viö dag og nótt viö aö koma út allstóru jólablaöi af Bjarma. Engir árekstrar uröu þótt þröng væri á þingi og mikið aö gera. En um áramótin flutti Bjarmi i Félagsprentsmiöjuna og fórum við þá að spyr ja gamla manninn hvort þeim hinum hefði ekki likað sambúðin viö þetta óguðlega blað okkar. Þvi svaraði hann ekki, en sagði: — Ekkert skil ég i mönnum, sem ætla sér að kristna aðra, en geta svo ekki talað viö þá og ekki umgengist þá. Illa er nú komið fyrir okkur... Jón var húmoristi. Eittsinn á þessum árum hitti hann á götu Guðbrand Magnússon forstjóra I rikinu, en báöir höföu þeir ver- iö virkir i ungmennafélags- hreyfingunni og miklir bind- indismenn. Veröur Jóni þá aö oröi: Jæja, Guöbrandur minn. Illa er nú komiö fyrir okkur, sem vorum ungir svo miklir hugsjónamenn i ungmenna- félagshreyfingunni. Nú selur þú þjóðinni brennivln, en ég prenta Þjóðviljann. Cr Prentsmiöju Jóns Helga- sonar fluttum viö meö Þjóövilj- ann i Vikingsprent. Þaö var 1. nóv. 1938. Vikingsprent var þá i kjallara á Hverfisgötu i húsi Garöars Gislasonar. A báöum þessum stööum voru vinnuskil- yröi heldur bágborin. Stundum spýttum viö svörtu þegar viö komum út á nóttunni! Safngripir Þarna i Vikingsprenti var sett á typograph vél, sem þurfti aö standa við. Þegar blaðið flutti var það stækkaö i broti, enda varnú flokkurinn orðinn stærri. Þaö var erfitt aö vinna blaðið á þessa vél og við máttum varla vera aö þvi aö gleypa I okkur kaffi, þvi vélin mátti ekki stoppa, svo knappt var meö aö skila þessu stóra blaöi. Viö unn- um á þessa vél við Gunnar Sigurmundsson og seinna Har- aldur Jónsson. En Björn Jóns- son prentsmiðjustjóri hijóp i skaröið á matmálstimum. Seinna fengum viö svo gamla linotype setjaravél frá sænska kommúnistaflokknum og það breyttiansi miklu. Sú vél var þó svo gömul, að eitt sinn þegar viö ætluöum aö panta I hana stykki frá Bandarikjunum þá könn- uðust menn ekkert við módelið. Þá tókum viö þaö tii bragös aö losa verksmiöjumerkiö af vél- inni og þrykkja þaö af i próf- arkapressu og senda út. Þá fengum viö bréf til baka frá Linotypemönnum þar sem þeir báöu okkur blessaða aö senda sér mynd af vélinni, þeir bvrftu aö eiga hana i safni sinu. Þetta væri áreiöanlega elsta linotype vél I heiminum, sem I gangi væri. En stykkiö i vélina feng- um við aldrei. Þessi vél hefur verið i gangi til skamms tima austur á Norðfiröi. Gamla pressan sem setthafði verið niöur hjá Jóni Helgasyni var nú flutt niður i Vikings- prent. Meö þessum vélakosti unnum viö svo blaöiö til 1943. Eigendur Vikingsprents voru Björn Jónsson og Bjarni Snæ- björnsson læknir i Hafnarfirði og fleiri. Siöar eignuðust þeir Héöinn Valdimarsson og Ragnar i Smára Vikingsprent og aö lokum Ragnar einn. Jafnvel á tunnubotnum úti porti! Eftir að Ragnar i Smára eignaöist Vikingsprent og flutti prentsmiðjuna I Garöastrætiö var Þjóöviljinn prentaöur þar áfram um tima. Þá var i Vikingsprenti mikiil fótbolta- áhugiog unnu þar ma. Haraldur Glslason og Ólafur Hannesson, sem. voru mjög góöir knatt- spyrnumenn, og fleiri voru þarna úr KR liöinu. En ég held, aö Þjóöviljinn hafi nú fremur dregið taum Vals á þessum ár- um, enda fyrsti Iþróttarit- stjórinn Valsmaöur, Frimann Helgason, sem stjórnaði iþróttasiöu blaösins i mörg ár. Stefán ögmundsson á skrifstofu MFA. ÞÁ VAR HALDIÐ OPNU LANGT FRAM Á NÓTT - Frimann var svo fljótur aö skrifa, aö hann settist niður eftir kappleik á kvöldin og skrifaöi reiprennandi undan setninga- vélinni lýsingu á öllum leiknum. Þaö var svo kannski ekki alltaf jafngott aö lesa handritin hjá honum, blessuðum. Hann var svo f ljótvirkur; aö þaö var sagt, aö hann skrifaöi heilu iþrótta- síðurnar bara i kaffitimanum i ísaga, þar sem hann vann, jafn- vel á tunnubotnum úti porti. Loks i eigin smiðju. — Þaö var svo eftir Vikings- prentstimabiliö sem Þjóöviljinn flytur i eigin smiöju? — Jú. Þegar okkar var sagt upp með blaðiö i Vikingsprenti 1945 var undirbúningur að stofn- un Prentsmiöju Þjóöviljans þegar hafinn og komin gamla pressan, sem þarna var lengst, hálfrótasjónin. Stundum þurfti að s jóða á katli undir henni til a ö draga úr rafmagninu i pappírn- um meö gufunni. En setjaravél- amar vantaöi — viö vorum eig- inlega bara með eina vél, sænsku kommavélina og svo gömlu linograph vélina frá Jóni Helgasyni, sem imillitiðinni var búin að fara noröur i land og komin aftur suöur. En hún var naumast lengur til nokkurs nýt við dagblaö. Þá geröist þaö, aö við fáum keypta hjá Vikingsprenti breska setjaravél, þá stærri af tveim sem þeir áttu, mjög góða vél meö fyrirsagnaletri og hliðar- magasinum, vél sem var til skamms tima I notkun uppá Þjóövilja. Þetta gekk svo skjótt fyrir sig, aö þegar Ragnar ákvaö eitt kvöldiö aö láta vélina, þá fluttum við hana um nóttina og vorum komnir meö hana næsta morgun uppá Skólavöröustig 19. Skiptumst á um að sofa. Þegar þetta var haföi ég unniö i Hólaprenti i 2 ár, en fór aö Þjóöviljanum, þegar uppsetn- ing véla i prentsmiöju Þjóövilj- ans hófst. Um nokkurt skeið var blaðið hins vegar sett I Vikings- prenti i Garðastræti en prentaö á Skólavörðustignum. Mér eru minnisstæöar fyrstu þrjár vikurnar, sem viö Helgi Hóseasson unnum blaöið eftir að enska vélin kom upp eftir. Við höföum þá engan mann fengiðl umbrotið og urðum bæöi að setja blaðið og brjóta þaö um. Þá var þaö oröiö 8 siöur. Viö uröum aö skiptast á um aö sofa svo vélin gæti gengiö sem lengst. Þaö er ekkert karla- grobb þótt ég segi aö þetta hafi veriö ofboösleg vinna framan af. En siðar komu fleiri menn og fleiri og betri vélar, þá breyttist aUt til batnaðar. Satt aö segja var svo gifurlegt álag bæöi á prentara og blaöamenn þetta timabil frá þvi aö prentsmiöja Þjóöviljans tók til starfa og þangaö til komin voru almenni- leg tæki, að þetta heföi aldrei veriö unniö nema af fólki sem haföi mikinn áhuga á verkefn- inu. Þaö var erfitt aö fá mannskap á þessum árum og margir sem komu viö sögu á pressunni. Þarna voru Þorgrimur Einars- son, Ingvar Bjarnason, Thor Cortes, Sverrir Sveinsson, Skúli Helgason og fleiri og ekki má gleyma þeim mikla vökumanni Þórarni Vigfússyni, sem vakti með pressumönnunum I fjölda mörg ár. Pressan var keypt

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.