Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. október 1976 Guömundur Hjartarson og Magnús ræöa málin úti undir vegg á ritstjóraskrifstofunni. Hún átti ekki ólftinn þátt IÞjóöviljanum: Jóhanna Bjarnadóttir. RÆTT VIÐ MAGNUS KJARTANSSON umsókninni ásamt Jóni heitnum Krabbe sem þá var forstööu- maður islenska sendiráðsins i Höfn. Og kraftaverkið gerðist; ég fékk leyfið. Ég ætlaði alls ekki að flýja land heldur hverfa til Hafnar aftur og læra undir handleiöslu Jóns. En þá gerðust þau tiðindi að ég fékk bréf frá kennurunum við norrænu deild Háskóla tslands þar sem þeir báöu mig að búa mig undir störf viö fyrir- hugaða visindalega orðabók um islenskt mál. Ég tók þessu boði og hætti við aö fara aftur til Danmerkur. Ég dvaldist um skeið i Lundi og fékk að fylgjast með störfum við hina miklu orðabók sænsku akademiunnar; siðan settumst viö hjónin að i Stokkhólmi um eins árs skeið. Ég reyndi að halda áfram námi minu en mig minnir að vinnan hafi orðið heldur ómarkviss þegar leiðsagnar Jóns náut ekki lengur við. Glannalegt tiltæki. Þegar ég kom heim að loknu striði átti ég langt i land að geta lokið prófi, og ég var um skeið eins og milli vita. Þá gerðust þau tiðindi haustið 1945 að bandarikjamenn báru fram kröfur sinar um þrjár her- stöðvar á Islandi i 99 ár. Ég held að enginn atburður hafi haft eins mikil áhrif á mig um dag- ana, og ég einsetti mér að beita þvi afli sem ég kynni að eiga til þess að koma i veg fyrir erlend yfirráð. Um sömu mundir kynntist ég Kristni E. Andrés- syni, við urðum miklir vinir og hann varð ámóta áhrifavaldur i lifi minu og Jón Helgason áður. Og Kristinn var ekki milli vita eins og ég. Hann fékk mig til að skrifa i Timarit Máls og menn- ingar og sinna þar fleiri störf- um, hann lét mig meira að segja stjórna bókaútgáfunni i nokkra mánuði meðan hann dvaldist erlendis. Þegar Kristinn tók við rit- stjórn Þjóðviljans, fékk hann mig til þess að annast ýmsa þætti i blaöinu, réð mig sem blaöamann, og snemma árs 1947 lét hann mig taka við ritstjórn blaðsins meðan hann dveldist erlendis. Mér var þá ekki ljóst hvað Kristinn var að gera, en hann sagði mér siðar að hann hefði þá þegar verið staðráöinn i þvi að láta mig taka við blaðinu til frambúðar. Hann bar þetta tiltæki sitt undir nokkra helstu forustumenn Sósialistaflokksins og þeim þótti það glannalegt en létu kyrrt liggja. Þaö var ekki fyrr en alllöngu siðar að ég var ráöinn ritstjóri samkvæmt regl- um Sósialistaflokksins. Áhrifagjarn unglingur. Þetta var aðdragandi þess aö ég hóf störf við Þjóðviljann. Ef þú finnur rauðan þráð i þessari einkennilegu sögu þætti mér vænt um að þú bentir mér á hann, ætlisagan sýni ekki helst að ég hafi verið áhrifagjarn unglingur sem varð fyrir þeirri reynslu að kynnast óvenjulega mikilhæfum mönnum. ■ — Hvað var að gerast þegar þú hófst blaðamennsku á Þjóö- viljanum? Um hvað fjallaðirðu fyrst? Er það rétt að þú hafir byr jað að skrifa leiðara strax og þú settist inn á ritstjórnina? — Ég fór að skrifa forustu- greinar strax þegar Kristinn E. Andrésson settist inn á rit- stjórnina. Kristinn E. Andrés- son hringdi oft i mig og bað mig að skrifa, og ég held að þessar forustugreinar minar hafi allar fjallað um sama efnið, hættuna á erlendri hersetu til frambúðar. Eftir á finnst mér að ekkert annað hafi veriö að gerast. Keflavikursamningur- inn var gerður haustið 1946 og baráttan gegn honum var háð af miklum myndarskap með virkri þátttöku verklýðshreyfingar og menntamanna. Upp úr þeim at- burðum sundraðist nýsköpunar- stjórnin og kalda striðið hófst og magnaöist smátt og smátt. En þú varst að spyrja um forustu- greinar. Þær voru jafnaðarlega skrifaðar af Einari Olgeirssyni og Sigfúsi Sigurhjartarsyni, það leið alllangur timi þangað til við ritstjórarnir tókum þær alfarið að okkur. Hugsjónirnar tengdu okkur — Með hverjum vannstu? Hvernig likaði þér? Hverju fannst þér helst ábóta- vant? — Þegar ég hóf störf á Þjóðviljanum var Siguröur Guðmundsson ritstjóri blaðsins ásamt Kristni. Sigurður hafði hafið nám i Kaupmannahöfn en var beðinn aö koma heim þegar Þjóðviljinn hóf útkomu sina sem dagblaö. Hann hikaði ekki við að breyta lifsáformum sinum. Hann hafði reynt ýmislegt þegar ég kynntist honum. Finnagaldri og tukthúsvist á Bretlandi en grundvallarsjónari mið hans höfðu ekki haggast. Jón Bjarnason var fréttarit- stjóri, óhemjulegur dugnaðar- forkur, og blaðið var lif hans allt. Hann var ekki aðeins fréttaritstjóri, heldur fjallaði og um verklýðsmál og raunar flest milli heimins og jaröar. Ég gleymi honum Jóni ekki þegar verkallsátök voru. Þegar störf- um hans á blaðinu var lokið fór hann á verkfallsvaktir og skrif- aði sífellt svipmyndir, viðtöl og atburöalýsingar. Ég held að það hafi ekki verið mikið um svefn hjá honum þegar þannig stóð á. Magnús Torfi Olafsson annað- ist þá erlendar fréttir blaðsins jafnhliða læknisnámi, sfðan gerði hann blaðamennsku að aðalstarfi sinu og skrifaði betur greinar um erlend málefni en nokkur hérlendur maður hefur gert, loks varð hann um árabil ritstjóri blaðsins. Ari Kárason var almennur blaðamaður, traustur og vinnusamur: hann var siðar lengi ljósmyndari blaðsins. Ég held að Jónas Amason hafi verið byrjaöur á blaðinu þegar ég hóf störf, hann skrifaði m.a. Bæjarpóstinn sem varð vinsælasta efni blaðsins I höndum hans, og ég held að þau störf hafi ekki aðeins orðiö les- endum blaðsins stöðugt gleði- efni heldur einnig orðið sjálfum honum notadrjúg við rithöf- Jón Helgason undastörf slðar. Bjarni heitinn Benediktsson frá Hofteigi vann við blaðið I mörg ár, hann gegndi almennum blaöamanns- störfum af óbilandi samvisku- semi og fann einnig tima til að vera aðalritdómari blaðsins, glöggskyggn, heitur i lund og áhrifamikill. Kjartan Guðjóns- son listmálari vann um skeið við blaðiö og hafði ekki siður málið á valdi sinu en linur og fleti, hann teiknaði m.a. fyrir okkur fjölmargar vinéttur sem viö notuðum lengi. Þetta er orðin löng þula, og vafalaust gleymi ég einhverjum sem sist skyldi. Ég sleppi vilj- andi þeim sem enn starfa á rit- stjórninni, ég vil ekki gera þá feimna. Við sem unnum þarna saman voru fjarskalega ólikir menn, en það sem tengdi okkur var eitt. Ég er alinn upp á heimili þar sem viðhorf alda- mótakynslóðarinnar lifðu góðu lifi og þar sem jafn sjálfsagt var að tala um hugsjón eins og stól eða borð, Það voru hugsjónirnar sem tengdu okkur saman og gerður okkur kleift að vinna ótrúlega langan tima, oft að óliklegustu verkefnum, án þess að hugsa um kaupið. Við sem þá unnum á Þjóðviljanum máttum segja likt og Stephan G.: Löng- um var ég læknir minn — lög- fræðingur, prestur, /smiður, kóngur, kennari, — kerra, plógur, hestur — þótt starfs- heitin væru aö visu önnur. Prentnemi? Meðan ég vann á Þjóðviljanum var prentlistin sem betur fór á öðru stigi en nú. Við höfðum prentsmiðju i húsinu okkar við Skólavörðustig, og samstarfið við prentarana var mjög náið. 1 þeirra hóp völdust menn sömu gerðar og á ritstjórnina, pólitiskir menn. Við blaða- mennirnir káfuðum talsvert i prentverki og brutum um með prenturunum á kvöldin, ég sett- ist meira segja við setjaravél um skeið og setti fyrirsagnir. Ég þori að segja frá þessu eftir á, þvi að auðvitað var þetta athæfi mitt brot á samningum prentarafélagsins við útgef- endur. Satt best að segja var ég um tima að hugsa um þaði fullri alvöru að láta skrá mig sem nema i prentsmiöju Þjóðviljans og ljúka prentaranámi, þótt ekkertyrði úr. Sami góði andinn var á skrifstofum blaðsins og afgreiðslu, hann var bestur þegar kalda striðið stóð sem hæst og reynt var að einangra okkur og afmá okkur úr Islensku stjórnmálalifi. Hverju mér hafi helst fundist ábótavant? öllu. En ég reyndi alltaf að beina óánægju minni inn á jákvæðar brautir, bæta starfsskilyrðin, fjölga blaða- mönnum, stækka blaðið, fá rit- höfunda og menntamenn til að skrifa. Ég sagðist ekki ætla að nefna fleiri nöfn áðan, en ég verð að bæta einu við. Jón Bjarnason og Jóhanna Bjarnadóttur höfðu heimili sitt á sömu hæð og rit- stjórnarskrifstofur Þjóðviljans, og eldhúsið hennar Jóhönnu varð hluti af ritstjórnarskrif- stofunum. Ég kom þar dag hvern ár eftir ár og oft eftir miðnættið lika, þegar blaðið var komið i prentun. Og hjá Jóhönnu fengum við ekki aðeins kaffi og með þvi, hún fylgdist vel með öllu sem við vorum að gera og stappaði i sifellu stálinu i okkur. Jóhanna hefur alltaf minnt mig á ölöfu riku sem sagði forðum: Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. Hún átti sinn ósmáa hlut I rit- stjórn Þjóöviljans. Rússagull i peninga- skápnum. — A ritstjórnarferli þinum tekur blaðið miklum stakka- skiptum bæði efnislega og hvað stærð og útlit snertir. Geturöu nefnt helstu áfanga? Hvernig var þetta kleift fjárhagslega, hvaðan kom Rússagullið? — Ég hef einusinni séð Rússagull á skrifstofu Þjóðvilj- ans.Hjá okkur starfaði um tima Asgrimur Albertsson gull- smiður frá Siglufirði. Einn dag- inn þegar ég kom til vinnu sagðist hann þurfa að sýna mér dálitið. Hann opnaði siðan pen- ingaskáp blaðsins og dró þar út nokkrar gullþynnur. Hér sérðu Rússagull Þjóðviljans! En þvi miður ætlaði hann að smiða úr þessu Rússagulli og hafði orðið að borga fyrir það heimsmark- aðsverð. Auðsuppsprettur okkar voru aðrar, islenskir sósialistar og lesendur Þjóðviljans. Við áttum þviláni að fagna að Guðmundur Hjartarson, sem nú er seðla- bankastjóri, fjallaði um langt árabil um fjárreiður Þjóðvilj- ans. Hann var varkár og gætinn, en rismeiri i hugsun um fjár- hagsvandamál en aðrir menn sem ég hef kynnst. Hann var alltaf reiðubúinn að ráðast i verkefni ef þau voru nægilega myndarleg og undirbjó þau allt- af svo gaumgæfilega að allt heppnaðist. En þarna koma þúsundir manna við sögu. Þegar við hófum happdrætti Þjóðviljans kom ótrúlegur f jöldi manna til starfa, og tekin var upp innbyrðis samkeppni um það hver skilaði mestu. Ég brosti oft á morgnana þegar ég sá í klausunni um happdrættið hvatningarorðið „Seljum upp”, þvi að ég lagði dálitið aðra merkingu i þau orðatengsl en til var ætlast. En okkur tókst að selja hvern einasta miða i þessu fyrsta happdrætti. Ég man að ég stóð þá einhvern tima i Bankastræti dag hvern og bauð miða og mér varð býsna vel ágengt. Minningar sem ylja. Þegar þessi mál ber á góma þyrpast að mér minningar sem ylja. Einu sinni hringdi I mig Dagsbrúnarverkamaður sem vann við höfnina og bað mig að finna sig. Hann: hafði sjálfur verið forustumaður i verklýðs- baráttu og stjórnmálum um langt árabil en siðan þokað sér til hliðar. Erindi hans við mig var að afhenda mér mjög háa peningaupphæð sem hann og kona hans vildu gefa Þjóðvilj- anum. Hann bað mig að geyma nöfnin hjá mér og það hef ég gert, en ég hef ekki gleymt þeim. En þessar björtu minn-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.