Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 18
,18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. október 1976 HARALDUR SIGURÐSSON BÓKAVÖRÐUR SEGIR FRÁ ,/lnnan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti / utan við dunaði borgin með gný sinn og læti". Vel má láta sér detta í hug þessar hendingar Jóns Helgasonar skálds og prófessors þegar gengið er inn í hið virðu- lega Safnahús við Hverfisgötu í heimsókn til bóka og bókavarða. Þar er eins og dálítið brot af eilífðinni í hverfulum heimi. Hvesu mikil við- brigði frá ærustu blaða- heimsins! Einn af þeim sem lengi hefur átt sæti innan við múrvegg Safnahússins er Haraldur Sigurðsson bókavöröur. Jafnframt bókavörslu fæst Haraldur við rannsókn á þeirri eilífð sem felst í gömlum ritum og þó einkum landabréfum, hann er höfundur hins mikla rit- verks Kortasaga Islands. Einn góðan veðurdag knýr Þjóðviljinn dyra hjá Haraldur Sigurösson held ekki heldur á Alþýöu- blaöinu. Mig minnir aö Morgun- blaöiö ætti ritvél, og ritvél var til hjá Visi sem Axel Thorsteinsson átti. Hún var af svo hundgamalli gerö, aö ég spuröi hann eitt sinn aö þvi, hvort þetta væri kannske ritvél langafa hans, Hannesar biskups Finnssonar! Vinnutiminn var auöviötaö langur, viö byrjuöum yfirleitt klukkan eitt og unnum til miö- nættis. Ekki var um annaö aö gera en vinna þangaö til blaöiö var búiö, en þaö þótti ólán ef það dróst fram yfir eitt um nóttina. Fullur vinnutimi var á laugar- dögum. Ég meira að segja greip i prentstörf! Einn prentarinn var nefnilega nokkuö drykk- felldur og gat þá rekiö aö þvi aö ég raöaöi upp i siðurnar, en prentarinn hengdi haus á stól sinum og sagði: „Vinn ekki meö ófaglærðum mönnum!” Fréttasnautt blómaregn — Þeir Einar og Sigfús voru litið I almennri blaöamennsku, þeir skrifuöu leiöara og meiri- háttar pólitiskar greinar. Aður en Sigfús kom þurftum viö Sig- uröur iöulega aö bæta á okkur leiöaraskrifunum lika. Einar var td. I útlöndum töluveröan part úr sumri og kom þá fyrir aö við skrifuöum tveir hvern staf i blaðið fyrir utan þessar fáu auglýsingar. Þá kom sér nú vel aö fá eftirmælagreinar! bvi er ekki að neita aö þetta voru skelfing einhæf blöö sem viö gáfum út, hvernig hefði annaö átt aö vera? Viö vorum allir byrjendur i blaðamennsku i fyrstu, allir nema Einar. Yfirleitt sátum viö innilokaöir á kontór blaðsins eöa öllu heldur prentsmiöjunnar og hömuöumst viö aö skrifa. Það var nær óþekkt aö taka fréttir af vett- vangi. Stofninn i fréttum blaösins var tekinn eftir út- varpinu, en hægt var þá aö gerast áskrifandi aö fréttum þess. Alþýöublaöiö og Morgun- blaöið fengu fréttaskeyti frá útlöndum, Kaupmannahöfn held ég, og var efni þeirra gert aö aöalfrétt dagsins. Þjóöviljinn fékk skeyti frá Rússlandi, en þau voru okkur skelfilega litils viröi. Ég kallaöi þau stundum „blómaskeytin”, þvi efniö var oft á þá lund aö haldin heföi veriö hátið einhversstaöar i Sovétrikjunum og þar heföi veríö míkíö bíómaregn. Sumir lögöu talsvert upp úr þvl aö þessi skeyti væru birt, en frétta- gildi þeirra var nálægt núlli. Ekki var fréttamatiö stórum betra þegar til Moskvuréttar- haldanna kom, sem i sjálfu sér voru heimsviðburðir. Þá var driúgurhluti réttarskjalanna sendur I ofboðslega löngum skeytum, en sama og ekkert dregiö saman og litið greint milli aöalatriöa og aukaatriöa. Langar fregnir voru birtar um þetta i Þjóðviljanum en þó var það aðeins útdrattur úr þvi sem kom. Varhugavert virðingarleysi — Ég var talinn of respekt- laus fyrir tilverunni, þvi ég átti þaö til aö gera stundum grin aö vissum þáttum sem sumir voru andaktugir yfir. Til dæmis þeirri hugmynd sem þá greip nokkuö um sig I flokknum aö kommúnistar væru vitrari en annaö fólk: meður þvi að viö erum kommúnistar, skiljum viö alla hluti dýpri skilningi en hinir! Ég þóttist nú vist heldur hallast á sveif tækifæris- mennskunnar, sem þá þótti undirrót allra lasta. Þaö gekk meira aö segja svo langt aö ég var hátiölega rekinn úr flokkn- um um skeiö, en það var fyrir daga Þjóðviljans, liklega 1933- 34. Forsendur ágreinings í fullu gildi — Nú hef ég verið lengi utan viö alla pólitik, svo aö ég á erfitt meö aö segja hvaö mér finnst um pólitisk blöö nútimans. Dag- blööin eru minna pólitisk nú en þau voru þá. Allar erjur voru þá hvassari. Ég tel að þaö kveöi nú oröið of mikið að sátt og sam- lyndi, allar þær forsendur sem þá voru til ágreinings milli flokka og stétta séu þaö enn. Breytingar á þjóðfélaginu stefna ekki eins mikið til sátta og stefnuskrár flokkanna gera og flokkarnir sjálfir. Kannske mætti segja þaö um Þjóöviljann og hin blöðin aö þau séu oröin helst til tækifærissinnuð. Enn of þunglamalegt — Vitaskuld hefur blaöa- mennsku fleygt fram á þessum 40árum, enda aöstaöa öll miklu betri en áöur var. Þjóöviljinn hefur fylgst með, hann er nú miklu betra blaö en hann var á minum gömlu dögum. Þó finnst mér blaöiö of þunglamalegt, þaö er eins og of litiö sé lagt upp úr fréttum og ööru efni sem fólk vill lesa. Léttmeti veröur aö fljóta meö, og þaö reyndum viö aö hafa þótt af vanefnum væri. Þjóöviljinn varö fyrstur Framhald á bls. 19. 1 þessu húsi númer 30 viö Bergstaðastræti var fyrsta ritstjórnarskrifstofa Þjóöviljans i einu herbergi á annarri hæö. Þar sat Haraldur. „Ætli viö höfum ekki lifað mest á óbilandi bjartsýni Einars”, segir Haraldur um fyrstu ár Þjóöviljans. A myndinni sést einmitt Einar Olgeirsson fyrir framan húsiö þar sem Þjóö- viljinn var prentaöur og skrif- aður aö hluta á árunum eftir 1938. Léttmeti verður Haraldi og þykist eiga við hann skyldugt erindi: biðja hann að segja frá þeím gömlu dögum þegar leiðir beggja iágu saman. — Ég var ungur félagi i Kommúnistaflokknum, þaö voru krepputimar og ekki mikil eftirspurn eftir vinnuafli sliks manns á hinum borgaralega markaöi. Þaö var þó trúa okkar aö þjóöfélagiö kveddi okkur til mikilvægra starfa. Ég haföi lifaö á snöpum eins og svo margir á þeim árum: kennsla, bensinafgreiösla, þýðingar, — blaöamennskan var fyrsta fasta starf mitt sem nokkuö entist. En varla er hægt að segja aö hægt hafi veriö aö ganga aö þvi sem tryggu starfi. Þaö var alltaf óvissa i fjármálunum, ekki að vita hvað morgundagurinn bæri i skauti. Viö vorum þrir sem hófum störf á Þjóöviljanum haustið 1936, Einar Olgeirsson ritstjóri sem vann okkar lengst viö blaðiö, Þorsteinn Pétursson sem var aðeins til bráöabirgöa eöa þangaö til Siguröur Guö- mundsson kom heim frá Kaupmannahöfn siöar þennan sama vetur, og svo ég sem vann á blaöinu nokkuö á fjóröa ár. Ég hlaut að víkja — Feginn aö hætta? Ekki mundi ég oröa þaö svo. Ég veit ekki nema ég heföi getaö hugsaö mér aö gera þetta aö ævistarfi, ég var fljótur aö skrifa og fannst mér ég ekki gera þaö verr en gerist og gengur. Hef alltaf gaman af aö vera á ferö og flugi þetta er fjölbreytt starf og leiöir liggja vfða. Þaö gerðist ýmislegt á þess- um upphafsárum blaösins, bæöi til uppheföar og niöurlægingar. Ætli viö höfum ekki lifaö mest á óbilandi bjartsýni Einars? Við vorum þrir viö blaöiö uns þeir Héöinn og Sigfús gengu til sam- starfs og sameiningarflokk- urinn var stofnaöur. Þá greip um sig mikill framfara- og framkvæmdahugur, Sigfús kom til starfa ásamt Birni Sigfússyni sem fulltrúar hins nýja hóps. Biaöiö var stækkaö og tekið aö gefa út sérstakt sunnudagsblaö, sem Björn annaðist aö mestu. Svo sló i bakseglin, „finnagald- urinn” kom hart niður á okkur og mjög þrengdist um fjárhaginn. Björn Sigfússon fór og sunnudagsblaöiö hans, en samt töldu menn að enn þyrfti aö fækka um einn. Þá kom þaö af sjálfu sér aö ég hlaut að vikja, en eftir voru þeir Einar og Sigfús, og svo Siguröur Guömundsson sem haföi horfið úr námi til aö fara aö starfa viö blaöiö. Það var lið að Jóni — Þaö átti þó fyrir mér aö liggja aö fara aftur i blaöa- mennsku af svipuöu tagi. Þaö var á árinu 1941 þegar bretar voru búnir að flytja blaöamenn Þjóðviljans fanga úr landi. A þaö var kallað aö viö færum nokkrir i þaö verkefni aö annast Nýtt dagbiaö sem Sósialista- flokkurinn stóö aö. Ragnar I Smára var svo vinsamlegur aö gefa mig eftir, en ég var þá starfsmaöur bókaútgáfunnar Helgafell. Séra Gunnar Bene- diktsson geröist ritstjóri, en viö Jón Bjarnason blaöamenn. Jón kom úr baráttunni I Hafnarfiröi, en ég kannaöist viö hann þvi aö hann haföi stundum ritaö greinar i Þjóöviljann þegar ég var þar. Jón var búinn ýmsum ágætum blaöamennskukQstum og gat verið afbragösstilisti ef hann hafði tækifæri til aö vanda sig. Þetta þekkja gamlir les- endur Þjóöviljans vel, þvi aö Jón hélt áfram störfum viö blaöiö þegar starfsmenn rit- stjórnar komu heim úr her- leiðingunni, og vann við Þjóö- viljann til dauöadags. Ég hvarf hins vegar til starfa minna hjá Helgafelli”. Handskriftir ófaglærðra — Það voru ýmsir fleiri en Jón sem hlupu undir bagga með okkur á fyrstu árum Þjóö- viljans, til aö mynda Halldór Pétursson („Göngu-Hrólfur”), Kristinri E. Andrésson, Björn Franzson (um músik), GIsli Asmundsson (um leiklist). En iöulega kom þaö fyrir aö viö þyrftum að skrifa blaöið einir, blaöamennirnir. Skrifuöum i orðsins fyllstu merkingu, þvi allt var handskrifað”. Ritvél var engin til hjá Þjóð- viljanum um þær mundir, og ég að fljóta með Björn Sigfússon. Þorsteinn Pétursson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.