Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. október 1976 * AFL 1 FRAM- 1 FARA MANNHEIM TIL ÁBYGGINGAR Á VÉLAR Vatnshitamœlar Olíuhitamœlar Afgashitamœlar Vacummœlar Þrýstimœlar Hita-þrýsti-mœlar, 0—100 gróður 0—100 gróSur 0—600 gráSur -r 1—5 kg 0,6 — 630 kg sambyggSir. FJAR-HITAMŒLAR 8 metra 10 metra ■ 10 metra 1 < 10 metra PRÓFUNAR-MÆLAR 0—150 gráSur 50—350 gráSur 100—400 gráSur 0—600 gráSur SnúningshraSa 120—48.000 sn. Afgashita 0—650 gráSur Mœliúr 1/100 úrmm MAIHAK-aflmœlar, sjálfritandi MAIHAK-toppþrýstimœlar XJ. SÖyDÍfflUgJlUiir <JJ(&(n)©©®DU c& reykjavik, iceland VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14680 - 21480— POB 605 — TEIEX, 2057 STURLA IS GULLHÚSIÐ FRAKKASTÍG 7 REYKJAVÍK SÍMI 28519 Gull- og silfurskartgripir í úrvali. Handunnið íslenskt víravirki. Gull- og silfurviðgerðir. Gyllum og hreinsum gull- og silfurskartgripi. ^Sív? Þrœðum perlufestar. Afgreiðum viðgerðir samdœgurs ef óskað er. Fréttirnar voru skrifaöar við eldhúsboröiö á síðkvöldum Jóns heitins Bjarnasonar. blaðamanns og fréttastjóra Þjóðviljans um langt árabil er oft minnst sem sérstaks frétta- manns verkalýðsstéttarinnar, tiðindamanns af hennar vig- stöðvum og óþreytandi máls- vara, enda iagði Jón oft nótt við dag i starfi sinu ef eitthvað mik- ilvægt var á seyði hjá verka- lýðsstéttinni og enginn starfs- manna blaðsins var kunnugri innri máiefnum hennar en hann. 1 viðtali við Eðvarð Sigurðs- son i tilefni afmælis Þjóðviljans minntist hann Jóns og sam- starfsins við hann i baráttunni með sérstöku þakklæti: — Jón Bjarnason hafði sjálfur verið dagsbrúnarmaður og hafði auk þess það sérstaka verkefni að fylgjast með verka lýðsmálunum. Hann hafði ákaflega næma tilfinningu fyrir þvi sem þurfti að koma og okkar samstarf var með sérstökum ágætum. Jón hafði að visu til- hneigingu til að setja hlutina i Jón Bjarnason búning sem ég vildi ekki alltaf sætta mig við, nota kannski annað málfar og stærri orð en ég kaus oft á tiðum. En alltaf komumst við að samkomulagi um hvernig þetta ætti að vera og alltaf var útkoman hjá Jóni mjög ákjósanleg. Jón bjó á Skólavörðustig 19 með sinni ágætu konu Jóhönnu Bjarnadóttur og var ániðslan á heimili þeirra óhemjuleg og verður erfitt að þakka þeirra framlag nógsamlega. Jón var litið að spekúlera i hvað klukkan var, hann fórnaði sinúm tima ómældum, og Jóhanna hafði heimilið opiö og kaffið til á könnunni hvenær sólarhringsins sem var. Mörg handritin voru skrifuð við eld- húsborðið hjá Jóhönnu yfir kaffibolla á siðkvöldum eða nóttum. Og gjarna var það þannig á þessum styrjaldartim- um, að þegar við vorum búnir að koma okkur niður á aðal- atriðin átti Jón enn eftir mikla vinnu við að hreinskrifa og færa i búning, og fylgjast siðan með frágangi i prentsmiðju. Viðtalið við Eðvarð Sigurðsson Framhald af bls. 3. þetta væri hægt. Þar lögöust all- ir á eina sveif og það sem máli skipti kom i blaðinu daginn eft- ir, þóttþað þýddi vinnu kannski langt framá nótt. Auðvitað var þetta ekki á hverjum degi, en stóð aldrei á þvi þegar á lá. Jón Bjarnason var mest með verkalýðsmálin af hálfu blaðs- ins, en einnig Sigurður Guðmundsson ritstjóri, sem kom ákaflega oft inni málin og skrifaði stærri greinar og leiðara. Honum á verkalýðs- hreyfingin einnig mikið að þakka. Þó ég hafi nefnt þessa tvo menn sérstaklega, — kannski lika af þvi að þeir eru báðir gengnir — má ekki gleyma þvi, að það var ákaflega gott sam- starf lika við ritstjórana á þess- um timum, hvort sem var Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartar- son eða Magnús Kjartansson og auðvitað var allt þetta með þeirra góða samþykki gert. Þjóðviljinn á að vera skipuleggjandi afl Samvinnan nú milli blaðsins og forystumanna verkalýðs- félaganna er ekki svipað þvi jafngóð og hún var á þeim tima, sem hér var verið að lýsa og reyndar miklu lengur. Astæð- umareru sjálfsagt fleiri en ein. Þó held ég að hvað blaðið varð- ar sé þetta fyrst og fremst vegna þess, að nú um æði mörg ár héfur það ekki haft neinn sem hefði á hendi þetta sérstaka verkefni að skrifa um málefni verkalýðsfélaganna og að þvi leyti hefur mikið breyst af blaðsins hálfu. Nú yrði þvi sjálf- sagt svarað til á blaðinu aö það hefði lika orðið mikil breyting hjá okkur og út af fyrir sig vil ég ekki vikjast undan þeirri gagn- rýni. Astandið mætti vera mun betra af okkar hálfu og við erum kannski ekki nógu vakandi fyrir þvi að gefa blaðinu upplýsingar. Það er ekki ásetningssynd, — við höfum yfirleitt i nægilega mörg horn að lita. Persónulega er ég ekki mikið fyrir að útbásúna mál fyrr en þá á áhersluaugnablikum. En mér finnst blaðamenn ekki i svip- uðum maéli og áður hafa fylgst með i verkalýðshreyfingunni,- hafa haft hugann opinn og skiln- ing á málunum og hin siðari ár hef ég ekki ævinlega verið ánægöur með hvernig Þjóövilj- inn hefur staðið sig i þessum málum. Ég færist ekki undan þvi, að þetta sé okkar sök lika, en hún er það enganveginn ein- vörðungu. Hér kemur lika til hin al- menna þróun I þjóðfélaginu. Þessi almennu verkalýðsféiög eru ekki orðin eins rikjandi stétt og þau voru áður og komnar eru fram nýjar stórar starfsgreinar sem hafa afgerandi áhrif. En þetta lakara samband Þjóðviljans og verkalýðshreyf- ingarinnar verðum við að laga. Það er nauðsynlegt ef við ætlum að gera Þjóðviljann aö virkilegu málgagni verkalýðshreyfingar- innar einsog hann hefur i sinum haus. Þetta verður að vera framkvæmd bæði blaðs, flokks og ekki sist okkar i verkalýðs- félögunum og ég held að nauð- synlegt sé að við tökum þessi mál meira til umræðu og rann- sóknar en gert hefur verið. Það er hættulegt ef þarna fer að verða gjá á milli og hver fer sinar brautir. Þjóðviljinn hefur verið og á að vera skipu- leggjandi afl i verkalýðsbarátt- unni. Höfum reynsluna frá 1947 i huga. — Svo við snúum okkur nú að þvi sem næst er framundan Eð- varð. Hvað er þá mikilvægast og hvernig viltu beita Þjóðvilj- anum? — Þar ber náttúrlega hæst þá hagsmunabaráttu sem fram- undan er við samningauppgjör- ið i vor. Augljóst er, að verka- lýðshreyfingarinnar biður nú það verkefni að undirbúa sig vandlega undir nýja sókn i kjarabaráttunni til að endurheimta þá gifurlegu kjaraskerðingu sem orðiö hefur á síðustu tveim árum undir Ihaldsstjórn. Þá held ég að væri hollt, að fólk hefði i huga einmitt reynsluna frá 1947, þvi enn í dag áttar verkafólk sig ekki nægi- lega á þvi, hvernig rikisvaldinu er beitt til kjaraskerðinga og kauplækkunar. Enn stendur fólk ekki eins á verði gegn allskonar slikum ráðstöfunum og það gerði gegn beinum kauplækkun- um atvinnurekenda. Einmitt þetta á að kenna okkur, að fag- lega baráttan ein útaf fyrir sig er ekki nægjanleg ef við ekki reynum að tryggja verkalýön- um þau pólitisku áhrif á gang þjóðmálanna sem tryggir að þeir ávinningar sem við áum 1 faglegu baráttunni veröi ekki strax að engu gerðir með pólitiskum ráöstöfunum stéttar- andstæðingsins. A þessu sviði biður Þjóövilj- ans lika mikið verk. 1 loknóvembermánaðar verður haldið þing ASl og af þeim mál- um sem þar verða efst á baugi auk kjaramálanna er það aðal- lega tvennt sem ég vildi_nefna. Það er sá undirbúningur sem nú fer fram að stefnuskrá ASl sem væntanlega verður endanlega ráðin á ASÍ þinginu sjálfu. Það er náttúrlega höfuðnauðsyn, að þessi stefnuskrá verði sem allra best úr garði gerð. Verjum verkfallsrétt- inn og frelsi félaganna. Þá vil ég ekki siður minnast á þá atlögu sem virðist vera i uppsiglingu af hálfu rikisvalds- ins og hér á ég við tillögur þess um breytingar á vinnulöggjöf- inni, sem fyrst og fremst miða að þvi að skerða verkfallsrétt- inn og athafnafrelsi einstakra verkalýðsfélaga með að gera miðstjórnarvaldið sterkara. 1 þessu máli verður aðfylfcja verkalýðsstéttinni gegn öllum breytingum sem fela I sér skerðingu á frelsi verkalýðs- félaganna. Það er skoðun min að svona leikreglur eigi alls ekki að setja með löggjöf, þær eigi hinir striðandi aðilar i þjóðfélaginu að koma sér saman um. 1 þvi sambandi, er rétt að fram komi, að þegar vinnulöggjöfin var sett 1938, þá var það enganveginn meö samþykki verkalýös- félaganna, heldur gegn mót- mælum þeirra. Dagsbrún hafði þá uppi mjög ákveðin mótmæli. Framaðþeim tima voru engin lög um verkfallsrétt en verka- lýðshreyfingin hafði með bar- áttu sinni áunnið sér hann og hann var viðurkenndur I reynd. Með vinnulöggjöfinni var þetta allt sett I skorður og athafna- frelsi verkalýðsfélaganna var takmarkað verulega og hefði verkalýðshreyfingunni ekki með árunum tekist að sveigja framkvæmd löggjafarinnar mun meira til hagsbóta verka- lýðshreyfingunni en strangtúlk- un laganna gæti oft á tiðum gef- ið tilefni til, þá væri lagalegur grundvöllur hennar ekki sá sami og hann er i dag. Það er augljóst i hvaöa átt ríkisvaldið stefnir með þeim breytingum sem nú er haldið á lofti og mundu leiða til stórkost- legrar skerðingar á verkfalls- réttinum og athafnafrelsi verkalýðsfélaganna. Ég vil enda þetta með hamingjuóskum til Þjóðviljans og minar helstu afmælisóskir eru að hann verði alltaf óumdeilanlega málsvari og skipuleggjandi afl f baráttu Islenskrar alþýðu. —vh Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.