Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 31. október 1976 4>JÓÐVILJINN — SIÐA 17 sjötugan. Ýmsir voru reyndar óánægðir og töldu aö of mikið hefði Verið gert úr Jónasi, en afmælisbarnið hringdi i Sverri og bauð honum i kaffi með sér. Það var i fyrsta sinn sem þeir töluðu saman, og aðalerindi Jónasar — fyrir utan að þakka fyrir góða grein — var að eyða hugsanlega þeim misskilningi Sverris að hann, Jónas, hefði skrifað þetta um glerbrotið löngu áður. Jón Eyþórsson hefði nefnilega gert það! Steinn — Ýmsum fleiri góðum gestum kanntu að segja frá en Sverri? — Ariðsem Kristinn Andréss. var ritstjóri vann ég á blaðinu að sumarlagi, og þá var þarna mjög gestkvæmt af skáldum og rithöfundum. Þeir áttu erindi við Kristin, td. Steinn Steinarr sem seldi honum ljóð i Timarit Máls og menningar og fékk fyrir 300 krónur á stykkið held ég. Steinn var af einhverjum ástæðum mjög litið gefinn fyrir skriftir, hann bað mig iðulega að vélrita fyrir sig eitt og eitt Jónas frá Hriflu. kvæði sem hann siðan fór með til Kristins. Ég kynntist þessum einkennum i fari Steins raunar betur siðar úti i Kaup- mannahöfn. Laxness — Og þarna kom Kiljan skáld? — Já, Halldór Laxness átti margt sporið upp á Þjóðvilja. Hann mátti hins vegar heita óskrifandi, og skal ég segja þér sögu af þvi. Það var einhvern tima, ég held 1946, að Halldór hafði sent minningargrein ofan úr Skiöa- skála þar sem hann dvaldi. Greinin var handskrifuð og fór beint i setjarana, en þeir gáfust upp við að lesa hana og heimtuöu vélritun. Það var orðið áliðið dags og ég einn á vakt. Sem ég er sestur við að rýna i skrift Halldórs og gengur illa, hringir þá ekki siminn og það er kaupmaður niðri á Laugavegi sem biður um að sendur sé blaðamaður á vettvang. Mér flaug ekki annað i hug en þarna væri auglýsandi á ferð og vissi skyldur minar, hleyp frá verki skjótlega. A tilvisuðum stað kem ég inn i stofu þar sem greinilega var búið að halda veislu i viku samfleytt: flöskur, glös, matar- leifar og tóbaksaska út um borð og bekki. Birtist nú kaupmaður, býður mér i aðra stofu hreinlegri og að þiggja hressingu. „Koma ekki fleiri blaðamenn?” „Nei”. Ég tek upp blað og blýant: hverju vildi maðurinn koma i blaðið? „Geturðu svarað þvi, hver er munurinn á kapitalisma og kommúnisma?” „Það gæti nú orðið nokkuð timafrekt”, segi ég, eða var það ekkert annað sem kaupmanni lá á hjarta? Nei, hann þurfti bara mann til að drekka með og þóttist vita að einfaldast væri að hringja i næsta blaðamann! Ég beið þá ekki boðanna og sentist aftur upp á blað, búinn að eyða þrem kortérum i vitleysu. Fer ég nú aftur að reyna að ráöa rúnir Kiljans og er aöeins byrjaður þegar ég heyri að baki mér: „Já, það var liklega þetta sem ég ætlaði að segja, þú ert miklu betri en ég að lesa þetta hrafna- spark”. Var þá skáldið komiö i bæinn og dugðu nú engin mót- mæli, Halldór mátti sjálfur vélrita sina grein, en ég hrósaði happi. Sambúö — Var oft ónæði á blaðinu af fólki sem vantaði félagsskap? — Ekki vil ég gera mikið úr þvi. Að visu var það þannig á Þjóðviljanum eins og á hinum morgunblöðunum að þangað sóttu á kvöldin þreyttir menn sem hvergi áttu athvarf, það var dálitil rakarastofulykt af þeim, en þeir voru yfirleitt ákaflega rólegir og kurteisir. Þeir voru fyrst og fremst að leita hvildar, ekki félagsskapar. Aftur á móti kom það fyrir að við fengjum ölvaða sæmdar- menn í heimsókn sem slógu um sig og ollu mikilli truflun. Til að mynda bar það eitt sinn við niðri i prentsmiðju að slikir gestir veltu um formi með blýsátri að grein eftir Sverri, og það var ekki neitt annað hægt að gera en setja greinina upp á nýtt. Slikar heimsóknir eru ekki vel þokkaðar á vinnustað. — Hvað geturðu sagt mér um sambúð ritstjórnar og prent- smiðjustarfsliðs? — Það væri efni i annað viðtal, en i stuttu máli vil ég segja að sú togstreita sem óhjákvæmilega er á milli þessara starfshópa innan sama húss, var i lágmarki og með gamanyrðum. Þjóð- viljinn var ákaflega heppinn með prentara sina og annað starfslið f prentsmiðju, margir setjaranna höfðu komið unglingar og lært handverkið hjá okkur. Sumir fóru svo og leituðu vinnu annars staðar, en það segir kannski eitthvað um vinnustaðinn að margir þeirra komu til okkar aftur. Þetta var samvalinn hópur i prent- smiðjunni, samheldni betri en á sjálfri ritstjórninni þar sem mannaskipti voru tiðari. Þess vegna mátti lita svo á að prentararnir væru þungamiðja eða burðarás blaðsins. Við blaðamenn gátum treyst setjurunum að þeir læsu i málið hjá okkur, og þetta leysti okkur undan þvi að þurfa að lesa yfir handrit á kvöldin þegar mikið lá á. Áhætta — Prentararnir hafa haft eftirlit með blaðamönnunum? — Að nokkru leyti, þeir leiðréttu augljósar villur og komu með ábendingar ef eitt rak sig á annars horn i texta. Það kom hins vegar aldrei fyrir svo að ég vissi, öll þau ár sem ég vann á Þjóðviljanum, að blaðamenn væru beittir rit- skoðun af hálfu yfirmanna, hvorki fyrirfram né eftirá. Okkur voru engar reglur settar um hvað við skrifuðum og hvernig — það var einvörðungu undir dómgreind okkar sjálfra komið. Ég man vel hve forviða einn blaðamanna Morgun- blaðsins var, þegar ég að gefnu tilefni sagði honum þetta, hann var greinilega öðru vanur. Sliku frjálsræði fylgir auövitað áhætta, en það sem með þvi vinnst er miklu þyngra á metunum. — Nú er runnin upp önnur öld i prentverkinu. — Já, offsetprentunin kom til sögunnar eftir mina tiö á blaðinu. Ég hef alltaf verið hlynntur tækniumbótum og þvi að lögð sé alúð við útlit biaða. Ég held að sómásamlegur umbúnaður greina og snyrtilegur frágangur yfirleitt geri um leið meiri kröfur til textans. Mér finnst ákaflega ánægjulegt að Þjóöviljinn skuli vera svona vel prentaður og nú er. Ég er þó ekki frá þvi að gerðar séu meiri kröfur til útlits en innihalds, eða þá að auð- veldara reynist að veröa við þeim fyrrnefndu kröfum. Það er hægt að gera of mikið að þvi góða með myndum, og menn skulu ekki gleyma að pappir er dýr. Blöðin eiga ekki að keppa við sjónvarp og aöra myndræna fjölmiðla. Ef myndir eru eingöngu notaöar til fyllingar i dagblaði og það vantar lesefni, þá skulum viö fækka siðum. hj— Peugeot hefur oröið sigurvegari í erfiðustu þolaksturs- keppnum veraldar oftar en nokkur önnur gerð bíla. Þetta sýnir betur en nokkuð annað, að Peugeot er bíllinn fyrir íslenska staðhætti. Gerð 504 kostar frá 2.200.000. Bíllinn fyrir ísland HAFRAFELL HF. GRETTISGÖTU 21 SÍMI 23511 UMBOÐ Á AKUREYRI UC VÍKINGUR SF. FURUVÖLLUM II SÍMI 21670 IEKK Sendum í póstkröfu um land allt mm hjólbarðar flestum stærðum HAGSTÆTT VERÐ Nýir amerískir snjó-hjólbarðar ATLAS með hvítum hring % * GOTT VERÐ 8ÖUKXNBHE Smiðjuvegi 32-34 Símar 4-39-88 & 4-48-80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.