Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 31. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 gömul og svo vangæf var hún á köflum að það mátti kalla hreinasta þrekvirki að tjónka við hana. Hún gat prentað vel i langan tima, en svo gátu hita- brigði i veðri eða prentara allt i einu hlaupið I vélina og þá var voðinn vis. Ep Þórarinn var alltaf jafn rólegur og traustur og þegar eitthvað bilaði kom það oft i hans hlut að fá viðgerðarmann, þótt um hánótt væri. — Þið unnuð óhóflega lengi frameftir á þessum árum og reyndar miklu lengur, þvi ég man sjálf eftir þessum löngu kvöldvöktum þegar prentað var á Skólavörðustignum . Hversvegna þurfti þetta að vera svona? — Ég man það, held ég rétt, að 1948 gerðum við átak til að færa timann niður. Samin var sameiginlega af ritstj. og prent urum áætlun um hvenær efnið skyldi vera komið inn. Það reyndist erfitt að halda þessari áætlun, þótt eitthvað færðist timinn niður, og voru viðbár- urnar hjá ritstjórum og blaða- mönnum, að við værum að gera Þjóðviljann að annars flokks blaði með þvi að vilja ekki biða eftir nýjustu fréttum. En yfirleitt var þá hafður maður á vakt og ég man aldrei eftir öðru en að blaðið biði ef eitt- hvað'.sérstakt var um að vera og jafnvel var stundum kallað út til að setja og færa til á for- siðunni ef eitthvað mikið gerð- ist. A.m.k. þetta hefur þó versn- að til muna með nýju tækninni. Töframenn i útvegun peninga. — Hefur ekki verið reynt að knésetja Þjóðviljann fjárhags- lega t.d. með lánapólitik banka íeða á annan hátt? — Það hefur náttúrlega oft verið reynt i gegnum auglýs- ingar og þar á Þjóðviljinn sjálf- sagt enn við erfiðleika að striða. Hitt byrjaði áreiðanlega snemma að einstaklingar færu i bankana og tækju lán fyrir Þjóðviljann útá eigið nafn og ábyrgð. Ég man eftir þvi seinna, þegar ég var i prent- smiðjunni, að þegar ég þurfti einu sinni að fá privat lán i banka, var ég margþýfgaður um það, hvort ég væri nú ekki að taka lán fyrir Þjóðviljann. Fjárhagurinn var oft erfiður og eftir að við vorum búnir að éta útá prentsmiöjuna Dögun i Jesúprenti og það kapital uppurið, þurfti að greiða blaðið jafnóðum að kvöldi. Var þá stundum orðið dálitið framorðið þegar vantaði kannski bara fimmkall. Hinsvegar vorum við Gunnar búnir að láta prentsmiðjustjórann vita að ef uppá vantaði mundum við ganga i ábyrgð og mætti þá taka af kaupinu okkar. En ég man ekki, að til þess kæmi, énda voru þeir slikir töframenn i útvegun peninga, Einar Olgeirsson og Arni Einarsson, að þeir áttu engan sinn lika. — Starfsmenn Þjóðviljans hafa liklega stundum fengið kaupið sitt seint á þessum ár- um. — 1 Prentsmiöju Þjóðviljans fengu starfsmennirnir kaupið yfirleitt nokkurn veginn reglu- lega, peningaleysið kom á stundum meira niður á blaða- mönnunum. Fjárhagur prent- smiðjunnar og ritstjórnar var aðskilinn. Þó kom það fyrir, að VERKLÝÐSSLilÐIÐ DAGBLAÐ iméHA „JSILLÍ AUBVALCSSKIPULAGSINS OO MÖDrtLAGS K.OMMÖMI3M- ANS F.R BYLTINGARTÍMABIL. SEM UM8KAPAR HÍD rYRRNEFNOA í nm síoÁRNKrHUA, pmmi tí m a« BIL1 SAMSVARAR ElNHíG PÖU- rímr umTrm&ABKmB &o A því GETVit RÍKtD EKKJ VLRID NLtTT ANNAÐ EN BYLTINGARSWNAD ALRÆDI OREIGANNA”, EIN KRONA I DAGBLAÐSSJÓÐ VERKLYÐSBLAÐIÐ DAGBLAÐ .4COMMÚNISMINN ER KENN- XNGIN UM SKJLYRÐIN FYRIR FRELSUN VERKALÝÐSINS“. IENGCI.fi EIN KRÓNA í DAGBLAÐSSJÓD 1 KRÚSA VERKLÝÐSBLAÐIÐ DAGBLAÐ „AN BYLTINGAKENNINGKR GETUR ENGXN BYLTXNGA- HREYHNG VERID TIL“. UCNIN. 1 | EIN KRÓNA í DAGBLAÐSSJÓÐ RkðKA Til vinstri sjást sýnishorn af söfnunarmiðum, sem notaðir voru sem kvittanir þegar verið var að safna í dagblaðssjóö áður en Þjóð- viljinn hóf göngu sina. Andlitsmyndir af hetjum sósialismans skreyta miðana. Þá kemur mynd af þeim, sem bjargaði mörgu blaðinu á nóttunni, vökumanninum óþreytandi Þórarni Vigfússyni, sem vann með pressumönnum Þjóðviljans allt þar til fariö var að prenta IBlaðaprenti. Neðst er Stefán sjálfur við setjaravélina. samið var við 2—3 menn um ali „biða framyfir helgi” og minnir mig, að þá hafi stundum veriö komið að máli við Helga Hóseasson. En þetta skánaði eftir að við stofnuðum auka- prentsmiðjuna á loftinu og tók- um þar verkefni. Um þetta var ágreiningur og spáðu sumir, að þetta mundi ekkert gefa af sér, en þar sannaðist hið gagnstæða. Þetta var gert til að mæta kostnaðinum á prentun blaðsins og kom i ljós þegar reiknaður var út um áramót afslátturinn sem blaðið fékk, aö kostnaður- inn komst öll árin niður i 45—50% frá prentsmiðjutaxta. Frá löngum starfsferli við Þjóðviljann minnist Stefán margra ritstjóra og blaða- manna: Einars, Haraldar Sigurðssonar og Siguröar Guðmundssonar fyrstu árin i Jésúprenti, einnig Þorsteins Pjeturssonar og fleiri sem stóðu stutt við. Eftir að komið var i Vikingsprent kom Sigfús Sigurhjartarson og skrifaöi leiðara á móti Einari. — Þeir voru eldfljötir báðir og við settum iðulega jafnóðum og þeir skrifuðu. Stundum skrif- aði Sigfús leiðarann i morgunkaffinu. Ég hef ekki kynnst neinum mönnum fljót- virkari en þeim og reyndar seinna i Færeyjum Erlendi Paturssyni, sem hafði sams- konar hraða i vinnubrögðum, Við settumst niður á morgnana, hann að skrifa blaðið og ég að setja undan honum. Þessir þrir menn eru likastir af þeim sem ég hef kynnst hvað þetta snerti, — og kappið i þeim lika, td. Einari og Erlendi aö láta aldrei vanta handrit. — Margir hafa furðað sig á þvi, að Þjóðviljinn skuli ekki sem varkalýðsblað fá undan- þágu til að koma út i verkföllum prentara, hefur það aldrei kom- ið til greina? — Þjóðviljinn hefur einu sinni komið út i prentaraverkfalli og var það þá prentsmiðjustjórinn sjálfur í Vikingsprenti, Björn Jónsson, sem vann hann ásamt lærlingi. Alþýðublaðið hafði undanþágu i verkföllum áður en Þjóðviljinn byrjaöi, en þegar við vildum fá slika undanþágu i samninga fyrir Þjóðviljann siðar fékkst það ekki. Fyrir nokkrum áum bauð Prentara- félagið Þjóðviljanum, Alþýðu- blaðinu og Timanum að gera sérsamninga i verkfalli, en þá skorti áhuga hjá „vinstri blöðunum”. — Þarf blaðið . endilega ,að vera i Félagi Prentsmiðju- eigenda? . ~ — Það ér gamalt ákvæði i samningum, sem var gagn- kvæmt og kom inn þegar verið var að sameina prent- smiðjurnar sem einn samnings- aðila kringum 1920 en fram að þvi hafði verið erfitt að fá heild- arsamninga. Ákvæðið er um, að enginn sem er i prentarafélag- inu megi vinna i prentsmiðju sem ekki er i prentsmiðju- eigendafélaginu og engin prent- smiðja i eigandafélaginu megi hafa i vinnu menn utan prentaraiélagsins. Nokkru eftir að Prentsmiðja Þjóðviljans tók til starfa var mikið um það rætt hjá okkur, hvort ekki væri hægt að komast útúr prentsmiðjúeigendafélag- inu, en þaö átti ekki nægan hljómgrunn i okkar röðum heldur. Þegar ég var fulltrúi Þjóðviljans i prentsmiðju- eigendafélaginu reyndi ég að fá Hólaprentsmiðju og Alþýðu- prentsmiðjuna til að standa með kröfum prentaranna i samning- um, en fyrir þvi var ekki vilji. Meira um hagvöxt heimilanna. — Nú er það langt siðan þú varst á Þjóðviljanum, Stefán, að óhætt er að spyrja þig hvern- ig þér finnist blaðið hafa staðið sig og hvort þú ert ánægður með það. — Það er nú langt frá þvi að ég hafi alltaf verið ánægður með blaðiö og stundum hafa mér fundist mikil vettlingatök á hlutunum. En oft hefur blaðið lika verið afburða gott bæði i sókn og vörn, ekki hvað sist i þjóðfrelsismálunum. Framan af fannst mér það oft megingall- inn á verkalýðspólitik blaðsins hvernig öllu var slegið upp sem stórsigrum i lok deilna eöa samninga. Það er oft stutt stórra högga milli i verkalýðs- baráttunni og það á aö meta hver átök og árangur án upp- sláttar. Það kemur sér betur í næstu lotu en hróp um stóra sigra þótt einhverjir séu. tJthaldið finnst mér alltof litið hjá blaöinu i skrifum þess um verkalýðsmál. Ég held blaðið þyrfti að gera meira af þvi að sýna fram á raunveruleg kjör verkafólks oe eina viðmiðunin sem virkilega er hægt að notast við er vinnan, hve lengi er verið að vinna fyrir hverjum hlut. Fæstar af þeim tölum sem frá hagfræðistofnun- um koma duga til skýringa og skilnings á raunverulegu ástandi. En allir skilja þegar borið er saman hve lengi var og er verið að vinna fyrir kjöti, fiski, brauði og mjólk, einstök- um flikum og húsnæöi. Þá kem- úr fram þróúnin innanlands og samanburðúrinn við aðra tima og önnur lönd veröur auðveldur. Ég tel að Þjóðviljinn eigi að skrifa minna um hagvoxt þjóðarbúsins en meira um hagvöxt heimilanna. Hagvöxtur þjóðarbúsins er i raun og veru bara finna heiti á ránsfeng eignastéttarinnar, en af honum falla aðeins molar á borð þeirra sem undir honum standa. En það á að kalla hann réttu nafni. Oft hefur mér lika þótt það ráða of miklu i skrifum blaðs ins siðari árin, að þóknast smá borgaralegum sjónarmiðum fólks, sem hugsanlega myndi fylgja flokknum, ef sveigt væri frá sósialiskri stefnu. En eins og ég er andvigur allri persónu- dýrkun er ég lika á móti niðskrifum og tel þau af sömu art hvort sem þau eru um ein- staklinga eða heilar þjóðir. Ég nefni þetta vegna þess aðeinkum það siðarnefnda hefur Þjóðvilj- inn látið henda sig, þegar lögð hafa verið að jöfnu i skrifum hans kapitalisk og sósialisk riki, einkum Bandarikin og Sovétrik- in. Slikt tal er auövitað ekkert annað en góöur málsverður i ask gömlu grýlu, gömlu rússa- grýlu, og veikir málstað okkar i baráttunni gegn hernáminu. Að siðustu vil ég svo segja: Þegar litið er yfir timabilið allt hefur Þjóðviljinn sem dagblað oftast verið eini málsvari islenskrar alþýöu i baráttu hennar og oftar en hitt mjög góður. En óskir minar til hans eru, að blaðið megi batna til stórra muna. Það fylgir þvi mikill vandi aö vera málgagn sósialisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóöfrelsis. —vh J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.