Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. október 1976 Miöstræti 6. Þar bjó Sigfús Sigurbjartarson og fjölskylda hans þegar englendingar tóku hann. i stofunni var skrifstofa Þjóðviljans fyrir erlendar fréttir. Æskuminningar Öddu Báru Sigfúsdóttur um ritstjórnartíð föður síns á Þjóðviljanum Hjónin Sigfús Sigurhjartarson ritstjóri Þjóöviljans og Sigrlöur Stefánsdóttir ásamt syninum Stefáni. Myndin er lfklega tekin sumariö 1939. Þau sitja i garöinum viö hús sitt Sætún vestur á Seltjarnarnesi í finnagaldrinum, sem skali á sföia þessa árs, misstu þau húsiö. Eitt sunnudagskvöld varhringt dyrabjöllunni Þjóðviljinn gekk á fund öddu Báru Sigfúsdóttur og bað hana að rif ja upp nokkrar æskuminningar frá ritstjórnarárum föð- ur hennar Sigfúsar Sigur- h jartarsonar. Henni sagðist svo frá: Ég held ég byrji á þvl aö hafa nokkurn fyrirvara vegna þess aö ég hef veriö aö læra þaö smátt og smátt aö minni fólks er ákaflega valt og þaö er vart aö treysta þvf sem menn rifja upp um löngu liöna atburöi en þó get ég ekkí neitaö Þjóöviljanum um þetta viötal. Þeir komu glaðir og reifir heim Ariö 1938, þegar ég var á 12. árinu, yfirgefur faöir minn Alþýöuflokkinn og hefur ásamt Héöni Valdimarssyni forystu fyrir þeim alþýöuflokksmönn- um sem stofnuöu meö Kommúnistaflokki tslands Sameiningarflokk alþýöu — sósilistaflokkinn. Ég man lltiö aödragandann aö þessu en man samt eftir stofnþinginu því aö þaö gisti þá hjá okkur einhver maöur af Suöurnesjum. Hann haföi keypt sér heilmikla öxi sem hann þurfti aö nota og hann baö móöur mina aö geyma hana meðan stofnþingiö stæöi því aö hann kynni ekki viö aö mæta meö barefli. Sföan komu þeir faöir minn og þessi maöur glaö- ir og reifir heim. Byrjuðu á að merkja leiðarana Eftir þetta var málum skip- aö þannig viö Þjóöviljann aö þeir Einar Olgeirsson og faö- ir minn voru jafnréttháir rit- stjórar og faðir minn þá vænt- anlega sem fulltrúi fyrir þá sem komu úr Alþýöuflokknum. Þeir byrjuöu á þvi aö merkja leiöar- ana sem þeir skrifuöu meö stöf- unum sinum en einhvern tfma haföi faöir minn orö á þvi aö nú væru þeir steinhættir aö merkja þá, þaö væri hvort sem er eng- inn munur á þvi sem þeir væru aö hugsa. Þeirra samstarf var áreiöanlega mjög gott frá upp- hafi. Geysilegt ofstæki gegn þessum nýja flokki Það geröist ekkert sem ég man eftir sem haföi einhver áhrif á mina tilveru árið 1938. Þaö er ekki fyrr en áriö 1939 eft- ir aö heimsstyrjöldin brýst út og eftir að rússar ráöast á finna sem verulega fer aö haröna i baráttunni. Þaö gaus upp geysi- legt ofstæki gegn þessum nýja flokki sem aö sjálfsögöu var kallaður Kommúnistaflokkur- inn þvi aö þaö hentaði betur. Þær létu móðan mása um vohda rússa og hrausta finna Ég held að ég ætti aö taka þaö strax fram aö ég varö aldrei fyrir nokkru aökasti sem barn og ekki systkini min heldur aö ég best veit. Það er helst aö maöur hafi oröiö fyrir baröinu á einhvers konar undarlegri til- litssemi. Ég man aö ég var á götu meö nokkrum telpum, og þær létu móöan mása um vonda rússa og hrausta finna þangað. til önnur sagöi: „Viö skulum heldur tala um eitthvaö annaö svo að Adda geti veriö meö.” Þetta er i raun og veru þaö eina sem ég man sem sneri persónu- lega aö mér. Vinkonur mlnar voru ekkert aö blanda þessu inn i okkar vinskap. Ég var feikilega reið við Morgunblaðið Nú ég man það aö ég fór á tombólu, eins og hlutavelta hét þá, sem haldin var til styrkt- ar Þjóðviljanum og hún var ákaflega fámenn, Aö henni lok- inni vildi svo illa til aö öllu dót- inu var stoliö sem eftir var. Ég sá glaöhlakkalega fyrirsögn i Morgunblaöinu skömmu siöar: „Tombóluskrani kommúnista stoliö”. Ég var feikilega reið viö Morgunblaöiö fyrir þessa fyrir- sögn og fannst þetta ákaflega illa gert af því að ég var aö byrja að skilja að þetta var al- varlegt hvernig stóð á meö fjár- hag Þjóöviljans. Þaö var svo hart aö honum gengið aö sett var á hann það sem I minum munni og foreldra minna hét auglýsingabann, amk. voru engar opinberar auglýsingar eða bfó-auglýsingar og svo til allar viðskiptaauglýsingar fóru lika og þar meö annar aöal- tekjugrundvöllur blaösins. Ég man lengi eftir einni litilli ein- dálksauglýsingu sem stóö af sér alla storma. Hún var frá kaffi- stofu i Hafnarstræti 16 sem aug- lýsti sitt kaffi f gegnum þykkt og þunnt. Skólastjórnin rak föður minn vegna pólitískra af- skipta Þetta haföi einfaldlega þau áhrif aö ekki var hægt aö borga ritstjórunum laun, nema eitthvaö lftilræöi stöku sinnum. Þaö gerðist lika um þessar mundir aö stjórn Gagnfræöa- skóla reykvfkinga þar sem faöir minn haföi lengi kennt, rak hann úr stööu sinni vegna póli- tiskra afskipta, en þótt undar- legt megi viröast var honum siðan boöin tfmakennsla viö sama skóla. Ég geri ráö fyrir aö þarna hafi verið um aö ræða ágreining milli skólastjóra og skólastjórnar. Húsið var selt hálf gildings nauðungar- sölu Fjárhagur heimilisins varö að sjálfsögöu miöur góöur þetta áriö. Viö börnin fundum reynd- ar ekki fyrir þvi. Móöir mfn kunni þá list að sauma falleg föt bæöi úr gömlu og nýju og mat- urinn var alltaf góður. En ekki varö öllu bjargaö og voriö 1940 var hús sem foreldrar minir höföu komiö sér upp vestur á Seltjarnarnesi selt hálfgildings nauöungarsölu og viö fluttumst inn I bæinn i Miðstræti 6. Menn fóru smám saman að brjóta auglýsinga- bannið Siöan liöur áriö 1940 án þess aö til nokkurra stór- tföinda dragi. Þó var frekar erfitt og þungt fyrir. Menn fóru þó smám saman aö brjóta auglýsingabanniö. Ég man td. eftir að skólastjóri Miðbæjarskólans feyfði sér aö auglýsa skólasetningu um haustiö og ég heyröi mömmu segja að hann heföi haft þau orö um aö hapn væri ekkkert sér- staklega aö þessu til aö styrkja Þjóöviljann en vildi bara aö öll börn i bænum vissu hvenær þau ættu aö koma i skólann. m----------------------►

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.