Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. október 1976
Viðtal við ÁSMUND SIGURJÓNSSON
um fréttamennsku „á erlendum”
burðarás blaðsins og góða gesti
Eitt veigamesta hlutverk
Þjóðviijans er að opna
iesendum sýn til annarra landa,
flytja fregnir af samtfma-
viðburðum, túika þá og tengja i
skiljaniega heild. Mikil verkefni
hafa hlaðist á starfsmenn
blaðsins við að gera þessu skil,
enda hefur æviskeið þess veriö
viðburðarikt: heimsstyrjöid,
upplausn nýlenduvelda,
Vletnam, svo aö þrennt sé nefnt.
Einn af þeim sem I verki
mótuðu heimsmynd Þjóðviljans
um langt skeið var Asmundur
Sigurjónsson, en hann vann aö
staðaldri við blaðið I rúma tvo
áratugi. Asmundur kann frá
mörgu að greina um blaöið,
starfslið þess, gesti og heimilis-
brag, en við spyrjum hann fyrst
minnisstæðra tlðinda af
„erlendum fréttum”.
—• Margt mætti nefna, en
gleymdu þvi ekki að fyrst og
fremst voru dagarnir hver
öörum likir, eða ættum við að
segja kvöldin og næturnar? Þvi
þannig var starfstiminn. Það
var ekki á hverjum degi sem
maður hafði eitthvað „heitt” á
milli handanna. Venjulega
þurfti að fylla eina siðu á dag af
erlendum dægurfrettum, og það
gat verið ósköp lýjandi rútina.
reyndi á þolrifin
í manni
timanum var hringt til min utan
úr bæ og mér sagt frá henni. Kl.
10 var Tass-tilkynningin lesin
aftur, ég tók hana upp á
segulband og birti siðan
orðrétta. Allt annað var látið
vikja af forsiðunni, en auk
fréttarinnar birtust þar myndir
til skýringar á þessu nýjasta
afreki visinda og tækni. Þessar
myndirhöfðum við haft tilbúnar
alllengi — þær voru fengnar frá
Bandarikjunum og ætlaöar til
skýringar þegar fyrsta gervi-
tunglið færi á braut — auðvitað
frá Bandarikjunum. Ekki veit
ég hvernig á þvi stóð að Þjóð-
Asmundur Sigurjónsson.
„ Ungó"
Oft reyndi á þolrifin i manni i
þessu starfi og þá var skemmti-
legra að einhver þau tiðindi
væru á ferð sem i sjálfu sér
teljast merk. Ég minnist þess að
rétt 20 ár eru nú liðin frá upp-
reisninni i Ungverjalandi og
fyrsta Súezstriðinu. Þá var
útvarpstækið eina
hjálpargagnið við öflun
erlendra frétta, að undanteknu
segulbandi sem við vorum
nýbúnir að eignast, en i þá
fjárfestingu hafði verið lagt
eftir miklar vangaveltur.
Sunnudaginn 4. nóvember,
daginn sem sovéski herinn réðst
inn i Búdapest öðru sinni, náði
ég á segulbandið ávarpi hinnar
nýmynduðu stjórnar Jánosar
Kádárs, og daginn eftir
útvarpsræðu Hugh Gaitskells,
þáverandi leiðtoga Verka-
mannaflokksins sem fordæmdi
árás breta á egypta. Ég var þá
einn i erlendu fréttunum, og ég
skil það varla i dag, hvernig ég
fór að þvi að skrifa upp ávarpið
og ræðuna á ensku, þýða siðan á
islensku, útbúa til setningar
með myndum fyrirsögnum
o.s.frv., svona til viðbótar við
hinar eiginlegu fréttir dagsins
sem voru öllu meiri en
hvunndags. Einhvern veginn
tókst þetta — en ekki líkaði nú
öllum það dagsverkið.
Ég skil, menn máttu ekki
„bila i Ungó”. En svo voru
gleöifréttir af spútnikum á
þessum árum?
Spútník.
— Jú það vildi meira að segja
svo til, að Þjóðviljinn var einn
allra islenskra blaða til frá-
sagnar um fyrsta geimskotið
daginn eftir að það gerðist.
Höfðum við þó heldur léleg
skilyrði til að verða á undan
öðrum með fréttir af þvi sem
gerðist úti i heimi, aðeins með
fornfálegt útvarpstæki,
einhvers konar óskilagóss úr
bandariskri herflugvél. Hin
morgunblöðin voru þá vist öll
komin með fjarritasambönd við
NTB og Mogginn haföi þá lengi
fengið sinar erlendu fréttir frá
Reuter . I fréttasendingu
Moskvuútvarpsins kl. 9 um
kvöldið var lesin löng tilkynning
frá Tass-fréttastofunni um
geimskotið. Ég hafði ekki
hlustað á' þá sendingu, var
bundinn við aðra, en á tiunda
viljinn var einn til frásagnar af
þessum atburði, kollegar minir
og keppinautar á hinum
blöðunum hljóta að hafa frétt af
honum jafnsnemma og ég, ef
ekki fyrr, — en þeir hafa þá
stungið þeirri frétt undir stól.
Moskva
— Var þér ekki stritt með
Moskvusamböndum?
— Auðvitað fékk ég að heyra
að Þjóðviljinn hefði fengið
fréttina eftir „Moskvulinunni”,
liklega beint frá sovéska
sendiráðinu. Það þótti mér
heldur hlálegt, þvi að þegar ég
hringdi til sendiráðsins
morguninn eftir til aö fá frek-
ari fréttir urðu sendiráðsmenn
hvumsa, víssu ekkert um hvað
ég var að tala. — Nú þykja
geimskot ekki lengur nein
tiðindi, og ýmsum ónefndum
hefur alltaf fundist þetta brölt
með „blikkdósir” úti i geimnum
vera fáránleg sóun verðmæta og
hugvits. Ég hygg þó að fyrsti
spútnikinn, 4. október 1957 að
mig minnir, muni geymast
lengur á blöðum sögunnar en
margt, kannski flest annað sem
gerðistum miðja tuttugustu öld.
Kennedy
— Segðu frá fréttavinnunni i
sambandi við moröið á John
Kennedy.
— Þá vorum við búnir að fá
fjarrita frá NTB.Mig minnir
það hafa verið rétt fyrir kl. 6 að
kvöldi 22. nóvember 1963 sem
„leifturskeytið” kom á fjar-
ritann um að framið hefði veriö
banatilræði við bandarikja-
forseta i Dallas i Texas. Sfðan
kom hvert skeytiö af öðru, en
það var siöur en svo auðvelt að
ráða atburðarásina af þeim, það
vissi gréinilega enginn hvað
hefði i rauninni gerst — og veit
það vist enginn enn. En það
varð þó að reyna að setja saman
einhverja bitastæða frásögn af
þessum afdrifarika atburði, en
við það bættist nú ýmislegt.
annað. Við áttum t.d. enga
ljósmynd af Kennedy sem hæfði
frásögn af sviplegum dauðdaga
hans, og ég varð að hlaupa frá
gauraganginum i fjarritanum
til að reyna að hafa upp á
viðeigandi ljósmynd i safni
bandarisku upplýsinga-
þjónustunnar. (Égheld það hafi
verið i eina skiptið sem ég
leitaði á náðir hennar). En þá
var eftir að fá gert myndamót af
ljósmyndinni og þar sem enginn
sendill var tiltækur, varð ég að
fara sjálfur með myndina og
þurfti þá reyndar fyrst að ná i
myndamótasmiðinn, sem var
kominn heim til sin, og dekstra
hann til að gera nú þessa einu
Sverrir
Kristjánsson
klissju, enda þótt komið væri
framyfir venjulegan dag-
vinnutima. A tólfta timanum
var ég búinn að koma saman
frásögnum af moröinu og við-
brögðum manna við þvi um
allan heim, tæpar tvær siöur
með myndum og fyrirsögnum —
en þá var eftir aö hrista fram úr
erminni tilhlýðilega minningar-
grein. Ég held að það hafi tekist
bærilega amk. man ég ekki að
neinn hafi kvartað yfir þvi að
útdráttur úr henni var lesinn
upp i útvarpið morguninn eftir
sem forystugrein Þjóðviljans.
Víetnam
— Svo var Vietnam lengi efst
á baugi.
— Já, það er rétt, striðið i
Indókina mótaði mjög öll tíðindi
frá útlöndum árum saman
meðan ég sá um erlendu
fréttirnar i Þjóðviljanum, einn
eða með öðrum. Og þá ekki
aðeins striðið sjálft, heldur
margháttuð eftirköst þess. Ég
minnist þess að þegar fréttin
barst um að frakkar hefðu gefist
upp i Dien Bien Phu — það var
vist i mai 1954 — þá setti ég
saman greinarstúf og birti á
forsiðu. Það er stundum kallað
forsiðuleiðari, sjaldgæft
fyrirbæri amk. i Þjóðviljanum,
og þá aðeins þegar hin mestu
tiðindi gerast eða mikið er i
húfi. Þjóðviljinn var
áreiðanlega einn blaða um að
segja frá afdrifarikum úrslitum
orustunnar við Dien Bien Phu
með slikri viðhöfn. Þetta var ein
af örlagastundum mannkyns,
eftirDien Bien Phu mátti öllum
vera ljóst að ekkert gæti stöðvað
frelsissókn ánauðugra þjóða.
Ráðamenn Bandarikjanna
skildu þetta þó ekki og þvi hófst
slðari þáttur striðsins i Indó-
kfna, og hann stóð ósiitið siðari
áratuginn sem ég vann á Þjóð-
viljanum. Þjóðviljinn var eina
islenska blaðið sem frá upphafi
fordæmdi „hið sauruga strið”
Bandarikjanna i Vietnam,
vefengdi sannleiksgildi
áróðursins frá Saigon og
Washington, og lagði eínn það
mat á gang striðsins sem staðist
hefur próf reynslunnar.
Sjálfur skrifaði ég ekki um
annað meira þennan áratug en
Vietnam, og ég var þegar á leið
vist talinn einhvers konar sér-
fræðingur um málefni þessarar
fjarlægu þjóðar — beðinn að
tala um þau á fundum, i útvarpi
og sjónvarpi. En við á Þjóð-
viljanum höfðum það fram yfir
starfsbræður okkar á öðrum
blöðum, að við vorum ekki ginn-
keyptir fyrir bandariska
áróðrinum eins og þeir, og
kannski hefur nasasjón af
svonefndri marxiskri
söguskoðun komið i góðar þarfir
þá sem oftar.
Sverrir
— Þú nefndir söguskoðun og
kemur mér þá^sagnfræðingur i
hug, Sverrir Kristjánsson. Hann
var Þjóðviljanum betri en
enginn.
— Já, Sverrir ritaði ákaflega
oft greinar i blaðið, og að þeim
þótti hinn mesti fengur. Þar
fjallaði Sverrir um samtima-
viðburði af sagnfræðilegri
yfirsýn og orðkyngi, en hann
skrifaði einnig um dægurpólitík
og svo ótal margt annað úr dag-
lega lífinu t.d. fyndnar ádeilu-
greinar undir nafninu Lupus.
pao var svo undarlegt með
Sverri að hann átti erfitt með að
semja. Hann kom iðulega
þreyttur og vansvefta þegar
hann átti að skila grein og lltið
sem ekkert komið á pappir. En
það mátti treysta þvi að hann
kæmi. Hann settist þá að hjá
mér I herbergi minu, hafði velt
málinu fyrir sér á andvökunótt,
og skrifaði svo i kapp við
setjaravéiina. Oft leit Sverrir
við hjá mér sem endranær, og
það vori yndislegar heimsóknir
þegar Sverrir hafði tima til að
láta gamminn geisa i samræðu-
smilldinni og er erfitt að slita
sig frá þvi til að sinna aðkall-
andi verkefnum dagsins.
Glerbrotiö
Raunar man ég eftir Sverri á
Þjóðviljanum löngu áður en ég
byrjaði sjálfur að vinna á
blaðinu. Ég kom unglingur i
prentsmiðjuna á Hverfisgötu
þar sem blaðið var prentað, en
þá var Sverrir þar tiður gestur
til að skila af sér Bæjarpósti
sem hann sá um. Þaö var á
þeim árum sem Timinn skrifaöi
um Sverri undir rós eitthvað á
þessa leið: Glerbrot á sorphaug
mannlifsins sem heldur að það
sé heil flaska. Löngu siöar kom
Sverrir til okkar á Þjóðviljann
með einhverja þá frægustu rit-
smið sem eftir hann liggur,
afmælisgrein um Hriflu-Jónas