Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 31. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 ingar sem sækja aö mér eru aöeins ein hlið á þessu máli. Fjárhagsvandamálin voru hrikaleg, ekki sist þegar kalda striöið stóð sem hæst og ætlunin var að mylja okkur mélinu smærra. Við Þjóðviljamenn vorum bjartsýnir og þóttumst alltaf vera i sókn. Við stækkuðum blaðið og bættum starfsskilyrð- in. Ég man ekki lengur áfang- ana, en stækkunin i 12 siður var timamótaatburður. Kannski var það bjartsýni okkar Þjóð- viljamanna sem bjargaði hreyf- ingu islenskra sósialista, þegar Bandarikjunum tókst að þoka allri stjórnmálaþróun langt til hægri I grannlöndum okkar á tima kaldastriðsins. Pólitiskt gól — Hvernig gekk samvinnan við þingmenn flokksins? Við verklýðsforustuna? Við.róttæka andans menn? Og hvernig hefur þér sjálfum fundist samvinnan við blaðið eftir að þú varst þing- maður? — A þessum árum sem ég hef helstverið að rifja upp var sam- vinna alls flokksins mjög náin. 1 þau 25 ár sem ég gegndi rit- stjórastörfum held ég að Einar Olgeirsson hafi hringt i mig daglega eða oft á dag til þess að ræða um blaðið, kosti þess og galla og hvernig brugðist skyldi við vandamálum. Þingmenn- irnir komu oft á ritstjórnina og spjölluðu við okkur blaðamenn- ina. Sama máli gegndi um verk- lýðsforustuna, sambandið við hana var mjög náið. En ég hafði kenningu sem ég reyndi að framfylgja i verki, að Þjóðviljinn mætti ekki einvörð- ungu túlka afstöðu þingflokks og verklýðshreyfingar, hann yrði einnig að vera sjálfstæður aðili og hafa frumkvæði i verkefnum og mati Ég ástundaði það sem égkallaði ,,að reka upp pólitiskt gól” og þauóhljóð min voru ekki ævinlega vel séð af öllum for- ustumönnum. Ég orðaði þetta viðhorf einusinni i ræðu sem ég flutti i lok Keflavikurgöngu með þvi að kalla okkur sem þá vorum saman komin i miðbæn- um „alþingi götunnar” og krafðist þess að tekið yrði tillit til okkar ekki siður en alþingis þess sem dveldist innan „berg- málslausra múra” stein- kumbaldans við Austurvöll. Þessi ummæli voru siðan tengd við mig um mjög langt árabil i Morgunblaðinu og talin sönnun þess að ég væri ábyrgðarlaus lýðæsingamaður andvigur þing- ræði og lýðræði og hver veit hvað. Morgunblaðsmenn virtust ekki átta sig á þvi að ég tók orðasambandið „alþingi göt- unnar” úr Atómstöð Halldórs Laxness, þá hefur sennilega skort andlegt þrek til þess aö lesa þá bók. En þessi gamla skoðun min um verkefni Þjóðviljans er óbreytt ennþá, hann á umfram allt að fá „alþingi götunnar” til afskipta af þjóðmálum, að öðrum kosti verður þingræðið form. Samvinnan við skáldin Þú spurðir um menntamenn, og samvinnan við þá vekur mjög ánægjulegar minningar. Kristinn E. Andrésson hafði tengt marga félaga sina við Þjóðviljann og ég reyndi að halda þeim tengslum áfram. Við hittumst oft um skeið Jóhannes úr Kötlum, Halldór Stefánsson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Snorri Hjartarson og fleiri og ræddum Þjóðvilj- ann, einkanlega hlut hans i menningarbaráttunni. Þeir skrifuðu allir i blaðið. Um þær mundir hóf sá leiklistargagn- rýnandi sem hæfastur hefur verið á tslandi, Asgeir Hjartar- son,regluleg skrif 1 Þjóðviljann. Jóhannes úr Kötlum skrifaði mikið i blaðið til æviloka, og kom mjög oft til min til þess að brýna mig og eggja. Þórbergur Þórðarson skrifaði einnig mikið fyrstu árin, og á daglegum gönguferðum sinum leit hann mjög oft til mln og var mér óþrjótandi uppsprettulind. Halldór Laxness skrifaði sifellt i blaðið, stutta pistla og greinar, stundum var honum svo mikið niðri fyrir að hann var eins og hluti af ritstjórninni. Þegar hann kom heim frá út- löndum hafði hann jafnan þann hátt á að hringja i mig og ég tók við hann viðtöl sem voru oftast að meginhluta pólitisk. Halldór var og er eldsál og það gagn sem ég hafði sjálfur af sam- vinnunni við hann var mér ómetanlegt. En nú er ég aftur farinn að þylja nöfn, og það er ómaklegt gagnvart þeim sem ég nefni ekki. En ég má til að nefna enn eitt nafn, Guðmund Böðvarsson skáld á Kirkjubóli. Við urðum mjög góðir vinir, ég held að hann hafi alltaf litið við hjá mér þegar h.:<nn kom til Reykjavikur, og þá sjaldan ég átti leið um Borgarfjörð leit ég við hjá honum. Hann hafðieðlis- þætti stálsins, I senn beittur og sveigjanlegur. Hann birti marg- ar greinar i Þjóðviljanum og frumbirti þar sum bestu ljóð sin. Ég man að ég hringdi einu- sinni til hans og bað hann um ljóð I jólablað, þá fannst mér pólitiskt umhverfi þungskýjað ogsagðihonum það. Hann sagði ekkert kvæði eiga en kvæðið kom nú samt eftir stuttan tima. Það hefur alltaf verið mér hug- stætt vegna þess hve magnað það er og eins fannst mér ég eiga einhvern hlut i þvi. Mig langar að hafa kvæðið yfir, það heitir Fjallabaksvegur og er svona: Sjálfstæði forsenda sósialisma Samvinna min við blaðið? Ég hef aldrei átt neina samvinnu við Þjóðviljann, hann hefur verið hluti af mér og ég af honum, nema þau ár sem ég hef dvalistá sjúkrahúsi og stjórnar- ráði. — Hvaða baráttumál hafa verið þér hugstæðust persónu- lega sem ritstjóra — þingmanni — ráðherra. — Ég sagði þér áðan hvers vegna ég hóf störf við Þjóðvilj- ann. Sjálfstæði íslands, stjórnarfarslegt og efnahags- legt, var umhugsunarefni mitt, og það hefur haldist alla tiö siðan i öllum störfum minum. Ég hugsaði um það sjálfstæði sem Jón Helgason brýndi fyrir mér forðum, ekki form, hé- gómaskap og tilfinningasemi, heldur að þjóðin sannaði i verki að hún kynni að nota sjálfstæðið til að koma á fegurra mannllfi hér en i heiminum umhverfis. Þessi hugsun hefur verið mér lykill til þess að meta öll mál, hvort sem ég vann við Þjóðvilj- ann, á þingi eða i stjórnarráð- inu, en ég hirði ekki um að tiunda það frekar. Við skulum ekki gleyma þvi að fullt sjálf- stæði er forsenda þess að við komum á sósialisma sem miðast við hefðir og viðhorf þessarar litlu þjóðar. Tukthúslimur. — Þú hefur minnst á kalda striðið. Var ekki erfitt að berj- ast þá? Var þér ekki einusinni stungið I tukthúsið? — Jú ég var einusinni innan- tukthúsmaður i fangelsinu við Skólavörðustig nokkra sólar- hringa. Meiðyrðalöggjöf islend- inga er ákaflega vitlaus, og ef henni væri framfylgt af hörku væri allt ritfrelsi úr sögunni. Þegar ég byrjaði á Þjóðviljan- um hafði það verið hefð lengi að innheimta ekki meiðyrðasektir. Þegar kalda striðið magnaðist fjölgaði málshöfðunum einnig, ogsem ábyrgðarmaður blaðsins var ég stundum dæmdur oft á viku — ætli sakaskrá min sýni ekki að ég sé mesti glæpamaöur sem uppi hefur verið á Islandi frá landnámsöld? Þegar kalda striðið stóð sem hæst ákvað Bjarni heitinn Benediktsson sem þá var dóms- málaráðherra að hefja inn- heimtu meiðyrðasekta hjá blöð- unum. Við Þjóðviljamenn tók- um þetta óstinnt upp, við höfð- um ekkert fé aflögu handa rikissjóði, og okkur fannst þetta árás á prentfrelsið. Þvi var mér skipaö af stjórnarvöldum að afplána sektirnar I tukthúsinu, og ég mætti þar auövitaö á til- settum tima. Ég hafði mjög góða vist i þessu fallega húsi við Skólavörðustig, gat sinnt bók- lestri og eignaðist ágæta vini meðal annarra innantukthús- manna, fanga og fangavaröa. Við fangarnir áttum rétt á heimsókn einu sinni á dag i stóru herbergi sem vissi út að Skólavörðustig. Þegar ég varð innantukthúsmaður troðfylltist þessi heimsóknastofa dag hvern af vinum minum og félögum, og þarna voru daglega skemmti- legustu stjórnmálafundir sem ég hef verið á. Viðbrögðin urðu raunar mörg. Halldór Laxness beitti hnútasvipu sinni I Þjóð- viljanum á þann hátt sem öðr- um er ekki gefinn. Gunnlaugur Scheving kom á ritstjórnar- skrifstofur Þjóðviljans með stórt málverk og gaf blaðinu það, svo að hægt væri að selja það og leysa mig úr haldi. En það var að lokum hópur Dags- brúnarmanna sem kom með fé til þess að losa mig úr prisund- inni. Þetta var ekki erfitt, heldur mjög skemmtilegt. Og kalda striðið skildi ekki eftir sárar minningar hjá mér, ég hef jafn- an haft mesta ánægju af barátt- unni þegar hún hefur verið hörðust. En mannþekking min jókst mikið á þessum árum. Ég þekkti marga sem bognuðu eða brotnuðu og hafa aldrei beðið þess bætur. Rekum Þióðviljann með tapi — Hvað viltu að lokum segja, Magnús, um baráttuna fram- undan og hlut Þjóðviljans i henni? — Ætli sé ekki best ég loki bjartsýnina inni, sumir eiga xannski erfitt með að taka hana alvarlega. Einu sinni þegar Þjóðviljinn átti i fjárhagsvand- ræðum sat ég á fundi þar sem sumir voru svolitið þunglyndir. Ég gerði þá I hálfkæringi grein fyrir þeirri skoðun, að Þjóðvilj- ann bæri alltaf að reka með tapi, svo að hann ætti lif sitt undir lesendum sinum og stuðn- ingsmönnum. Ég hef siðan komist að þeirri niðurstöðu að þessi skyndihugmynd hafi verið rétt. Þjóðviljinn heldur rétt á málum meðan hann er háður lesendum sinum og stuðnings- mönnum, en ef honum færi að græðastfé yrði ég hræddur. Við skulum hafa það afmælisósk mina til Þjóðviljans að hann verði alltaf rekinn með fjár- hagslegum halla. —vh. ,,Nú veistu, nú veistu, hver arfur aldanna var til islendingshjartans á grýttum förumannsvegi: sú freisting að leita sér skjóls undir skútanum þar sem skaflinn mun verða þyngstur á næsta degi. Nú skilur þú lika hvers vegna sagan er sönn um svefninn i snjónum sem lokaði augum mlnum. Nú grunar þig hvers vegna er reimt þegar rökkvar í fönn og rjúkandi bylurinn ærist að lúðri sínum. Ég reisi min bein upp við dogg i dynjandi hríð, þá dregst ég á fótog sveima á öræfaleiðum. Ég leita að sporum. Ég legg við hiustir og bið. Og iengier þónokkur fengs von á Islenskum heiðum. Þvi til eru þeir sem streitast með bogin bök þó bjóðist þeim uppgjöf i skjóli og lokkandi friður, hvaðtæpt sem þeir standa, hvað krappt sem þeir verjast I vök þá vilja þeir samt ekkigrafa sig lifandi niður. Og bylurinn æðir og felur hið fölandi lyng og frostsins helkaldi eldur i myrkrinu brennur. — Og vei og vei, samt ganga þeir heldur I hring á holtinu, þar til dagur I austri rennur. Trúðu þeim ekki. Þeir trássast við dauða sinn og tönnlast á þvl að fögur sé morgunsólin. En fylgdu mér fast i dimmunni, drengur minn. I Dauðsmannsgili skulum við halda jólin.” Gefur húsgögn- um undra- gljáa Áskriftarsími 17505 Gerum Þjóðviljann betra blað og víðlesnara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.