Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.10.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 31. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Mynd þessi er tekín 27. aprll 1941 af breska skipinu Royal Scotsman þar sem þab liggur I Rvikur- höfn. Þann sama dag voru blaðamenn Þjóðviljans teknir höndum og sföan fluttir með þessu skipi I fangabúöir tii Engiands (Ljósm.: Skafti Guðjónsson) A striðsárunum vann verkaiýðshreyfingin einhverja sina stærstu sigra meö ólöglegum aðgeröum. Þjóð- viljinn var þá aðal brýningar- og baráttutækið. Hér fer kröfugangan 1. mal 1943 I rigningarsudda upp Hverfisgötu frá hjá hermannabröggum og giröingum fyrir framan Þjóðleikhúsið. Ef myndin er grannt skoðuð má sjá hermenn sem eru að virða fyrir sér gönguna. Márgir hermenn höfðu samúð með málstað sósialista. (Mynd: Skafti Guðjónsson.) Það var ekki skemmtilegt að lesa fangelsisdómana t ársbyrjun 1941 fer aft- ur að draga til tiðinda. Þá gerir Dagsbrún skæruhernaðar verkfall og breski herinn ætlar sér að gripa inn i og láta her- menn vinna en nokkrir rpenn taka sig til og dreifa meðal her- mannanna bréfi þar sem þeir eru hvattir til að neita að gerast verkfallsbrjótar. Þeir séu her- menn en ekki verkfallsbrjótar. Sjö menn voru svo handteknir út af þessu máli en ritstjórar Þjóðviljans tóku að sjálfsögðu upp hanskann fyrir þá og studdu baráttu dagsbrúnar- manna og hlutu fyrir það fang- elsisdóm, fyrst i undirrétti siðan i hæstarétti ef ég man rétt. Þennan vetur allan gekk griðar- lega mikið á. Stefnuvottar voru nokkuð tiðir gestir á heimilinu og það var ekkert sérstaklega skemmtilegt að lesa' þessa fangelsisdóma og þurfa að gera ráð fyrir þvi að faðir minn sæti á Litla Hrauni næsta sumar. Eitt sunnudagskvöld var dyrabjöllunni hringt _ Til þess kom ekki vegna þess að eitt sunnudagskvöld var dyrabjöllunni hringt og ég fór til dyra. Úti fyrir stendur ein- kennisklæddur breti og spyr um föður minn. Foreldrar minir voru ekki heima, en ég leysti greiðlega úr spurningu mannsins um það hvar föður minn væri að finna. Ég var ekkert undrandi á þessu þvi að bretarnir höfðu stundum samband við ritstjóra blaðanna út af hinu og þessu. Maðurinn fór og eftir nokkra stund varð ég vör við að hann og faðir minn komu inn i húsið. Það fór svo smám saman að renna upp fyrir mér að ekki væri allt með felldu. Þar voru komnir herbilar og hópur af hermönnum Sannleikurinn rann þó ekki upp fyrir mér fyrr en faðir minn kom inn i herbergið þar sem ég var og sagði með mjög einföld- um orðum að bretarnir vildu nú hafa sig með til Bretlands og hann bað mig að skreppa fyrir sig niður eftir til Sigurðar Guð- mundssonar og ná i ferðatösku sem hann hafði lánað Sigurði. Ég fór út og sá þá hvað var um að vera i götunni. Þarna voru komnir herbilar og hópur af hermönnum og slangur af for- vitnu fólki. Ég hljóp eins og pila Ég hljóp eins og pila I gegnum þetta allt saman og heim til Sig- urðar Guðmundssonar á Berg- staðastræti 23 þar sem þau bjuggu mæðginin I mjög þröngu skoti uppi i litlu risi. En þar komst ég ekki inn þvi að þar var sami viðbúnaður og heima hjá mér svo að ég varð að snúa tóm- hent til baka og fékk þó að fara inn i mitt eigið heimili. Einhvern veginn leið svo þessi nótt Þessi töskuvandamál voru auðvitað ekki aðalvandamál dagsins. Faðir minn kvaddi okkur og bretarnir hurfu á brott með hann. Einhvern veginn leið svo þessi nótt og ég fór i skólann um morguninn. Sennilega hef ég verið eittthvað annars hugar þvi að ég man að ég fékk núll á stafsetningarprófi þennan morgun. Við vorum lika svolitið óviss um hvernig bærinn tæki þessu. Það hafði verið ákaflega grimmur áróður út af dreifi- bréfsmálunum og það gat allt eins verið að fólk brygðist þann- ig við að það segði að þetta heföi verið sjálfsögð ráðstöfun. Árni frá Múla tók harka- lega afstööu gegn bret- um. Það fyrsta verulega jákvæða, sem gerðist, var þegar Visir kom út um eftirmiðdaginn. Þá var Arni Jónsson frá Múla rit- stjóri og hann tók mjög harka- lega afstöðu gegn bretum. Hann hélt siðan áfram að leggja þeim Þjóðviljamönnum allt það lið sem hann mátti. Til dæmis var islenskum biaðamönnum boðið til Bretlands og hann setti það sem skilyrði fyrir þvi aö hann færi að hann fengi að heimsækja þessa islensku kollega sina i fangelsinu i Bretlandi og það gerði hann. Aðrir islenskir blaðamenn létu það vera. Þó heid ég að Blaðamannafélagið hafi lagt sitt af mörkum til þess að þeir væru látnir lausir og hafi veitt einhvern fjárhagslegan stuðning. Þetta veit ég þó ekki með vissu. Löngu siöar var mér sagt frá þvi að Helgi Guðmundsson bankastjóri hafi i kyrrþey haft forgöngu um að nokkrir menn tóku sig saman og greiddu vixla, sem féllu i gjald- daga á þessu sumri. Við skyldum gera okkur Ijóst að sjómannskon- urnar yrðu að búa við sömu áhyggjurnar Ahyggjum okkar linnti tölu- vert eftir að við vissum að þeir félagarnir væru komnir til Bret- lands. Ég man vel eftir þvi að meðan við vissum ekkert um þá sagði móðir min einhvern tima að við skyldum gera okkur ljóst að sjómannskonurnar yrðu að búa við sömu áhyggjurnar. Það var alltaf verið að stoppa hann Ég fór i sveit til ömmu minnar og stjúpafa um sumarið og þeg- ar ég kom aftur i bæinn um haustið var faðir minn kominn heim. Ég man að faðir minn sagði mér að einhvern fyrsta sunnudaginn eftir heimkomuna ætlaði hann að fá sér morgun- göngu niður að höfn en það varð til þess að hann kom alltof seint i matinn þvi að það var alltaf verið að stoppa hann og tala við hann. Eftir þetta fór allt að ganga betur Eftir þetta fór allt að ganga miklu betur. Þjóðviljinn fékk að visu ekki að heita Þjóðviljinn fyrst á eftir en þeir pabbi, Ein- ar og Sigurður tóku við rit- stjórninni aftur og það var auð- velt að finna þaö hve fylgið við fiokkinn og blaðið fór stöðugt vaxandi. Skrifstofan fyrir er- lendar fréttir var í sof- unni heima A árunum eftir 1942 man ég ekki eftir öðru i sambandi við ritstjórnarstörf föður mins en að hann skrifaöi leiðara i blaðið en hann var þá kominn á þing og einungis stjórnmálaritstjóri. En ég man að sjálfsögðu mjög vel eftir þvi að skrifstofa Þjóðvilj- ans fyrir erlendar fréttir var i stofunni heima hjá okkur vegna þess að við áttum gott útvarps- tæki og þangað kom Sigurður Guðmundsson til að hlusta. —GFr Eini málsvari okkar í baráttunni Ekki eru mörg árin síðan hún Elin hætti á Þjóðviljanum þótt hún eigi nú stutt i nirætt. Og svo var hún orðinn fastur liður i daglegu lifi þar, að enn finnst manni eitthvað vanta þegar maður kemur snemma morguns og Elin er ekki á ferð með skúringafötuna sina, elsku- legt viðmót, heilræðin og óbilandi trú á mátt sósial- ismans. Og enn er hún söm við sig, — ódrepandi seiglan sú sama, þótt hún dveljist nú á sjúkrahúsi um stundarsakir. — Ég var hátt á þriðja áratug hjá Þjóðviljanum, sagði Elin, og kynntist mörgum og öllum góðum. Mér likaði vel. Þetta var mitt blað. Fyrst þvoði ég bæði fyrir Dagsbrún og fyrir Þjóðviljann, en þegar Dagsbrún flutti, lét ég mér segir Elín Ólafsdóttir nægja Þjóðviljann. Stundum hefur verið sagt við mig, að ég muni hafa haft litið kaup, en mér þykir vænt um ef ég hef unnið sanngjamt fyrir kaupinu minu og hafi ég gert einhver viðvik framyfir það, var það velkomið og raunar það eina sem ég gat látið i té. Þetta var mitt blaö. Ekki get ég að þvi gert, að mér finnst svolitið sárt að hugsa til þess, að Þjóðviljinn flytji úr gamla húsinu. Þar var alltaf einsog hlýtt heimili. Það var happasælt, gamla húsið, oft lá við slysi, td. kviknaði oftar en einu sinni i, en aldrei hlaust neitt tjón af. En ég óska, að allt gangi jafnvel og að það verði jafngóður heimilisbragur i nýja húsinu. Jafnframt óska ég þess, að Þjóðviljinn haldi áfram á sömu braut og verði ennþá stærri og öflugri. Það þarf að vakna betri þekking og skilningur á þvi hjá alþýðu, hvaö hann hefurað þýða i baráttu verkalýðsins. Þetta er eina blaöið sem við höfum á að treysta og eini málsvarinn okkar i baráttunni. Við höfum ekki annað átt og eigum ekki. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.