Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 1
Þjóðargjöfin UuBVIUINN Laugardagur 6. nóvember 1976 — 41. árg. —249. tbl. ÞRÆLAHALD ráðnir upp á ólögleg sult- arkjör, látnir vinna ó- heyrilegan vinnutíma og siðan sviknir um kaup- greiðslur. Þeir leituðu á náðir Sjómannasam- bands íslands sem hélt blaðamannafund út af máli þeirra i gær og tók þá eik þessa mynd. Þeir John A. Ajayi og Ben George frá Nígeríu voru ráðnir á íslenskt farskip i heimalandi sínu og senni- lega smyglað úr landi. Síðan hafa þeir átt ömur- lega ævi, verið barðir hraktir og þeim ógnað, Sjá frétt á baksíðu „Burt með nýju út- hlutunarreglurnar”! Að tillögu kjarabaráttu- nefndar námsmanna hafa nú veriö skipulögð setu- verkföll í flestum þeim f ramha Idsskólum sem eiga rétt á námslánum til handa nemendum sínum. Fyrstu setuverkföllin hófust i gær i Kennaraháskölanum, Myndlistar- og handiöaskóla ts- lands og viðar, en á mánudaginn munu áðrir skólar fylgja i kjöl- farið. A þriðjudag verður siðan útifundur á Austurvelli með þátt- töku allra námsmanna sem rétt eiga á námslánum auk þess sem búist er við fjölda annarra fram- haldsskólanema á fundinn. Verð- ur skóli þá ekki sóttur eftir hádegi á þriðjudag og viða verða setu- verkföll fyrir hádegi. t samtali við össur Skarphéð- insson, formann stúdentaráðs, sem á sæti i kjarabaráttunefnd- inni, kom m.a. fram að fyrst og fremst er verið aö mótmæla nýju úthlutunarreglum námslánanna. Auk fundahaldanna og verkfall- anna verður dreifibréf borið út i Segja námsmenn og boða setuverkföll og útifund á Austurvelli um námslánin um tuttugu þúsund eintökum og eru sjónarmið nemenda kynnt þar að nokkru leyti. — Við leggjum i dreifibréfinu á- herslu á það, að um leið og kjör námsmanna eru skert er verið að skerða möguleika efnaminni for- eldra á að senda börn sin i fram- haldsnám, sagði össur. — Kjara- barátta námsmanna og alþýðu landsins á og vérður að haldast i hendur og við leitum þvi stuðn- ings hjá öllum þorra landsmanna. — Með þessum nýju reglum er verið að hrekja efnaminna fólk frá námi og þá aiveg sérstaklega námsfólk með börn á framfæri, en til sliks er ekkert sérstakt tillit tekið við ákvörðun um upphæð námslánsins, sagði össur. — Ein- stæð foreldri fá að visu hungurlús til viðbótar almennu láni, en námsfólk i sambúð, með eitt eða fleiri börn á framfæri, fær alls ekki eina einustu krónu umfram. össúr sagði að kröfurnar sem námsmenn settu einna helst á oddinn væru þessar: 1. Að lista- og verkmenntunar- skólar sætu viö sama borð og aðr- ir, en mættu ekki afgangi eins og hingað til. Háskólamenn hafa alltaf fengið forgang en slikt verður ekki liðiö lengur, sagði össur. — Við viljum tryggja það að verkmenntun sitji ekki lengur á hakanum. 2. Að mat á framfærslukostnaði frá 1973 verði haft til viðmiðunar þegar upphæð námslána veröur ákveðin, en ekki verði farið eftir einhverjum ágiskunum einstakra embættismanna, sem fá að „slumpa” á fjárþörf hvers ein- staklings að eigin geðþótta. 3. Að umframfjárþörfin, þ.e. bilið á milli sumartekna og fjár- þarfar verði brúað að fullu, en ekki að hluta til eins og gert hefur verið. 4. Að hætt verði nú þegar að styðjast við nýju úthlutunarregl- urnar, sem mismuna fólki svo herfilega. —gsp SJA EINNIG SIÐU 5 Þrátt fyrir ýmsa tækni, sem létt hefur hafnarverkamönnuin störfin er enn margt erfitt I starfi hafnarverkamannsins. Þetta er til að mynda engin léttavara, sem þeir eru með i höndunum verkamennirnir á myndinni. Um leið og búið var að ganga frá tengingunni var kallað hátt og snjailt — hifaaaaa — t þættinum „Vinnan og verkafólk” i opnu Þjóð- viljans i dag er viðtal viö þrjá hafnarverkamenn um starf þeirra kaup og kjör. (Ljósm. S.dór). Rúmlega 300 milj. eytt nú 1 ár Eins og eflaust alla rekur minni til, gaf islenska þjóðin sjálfri sér einn miljarð i morgungjöf á þjóð- hátiðinni að Þingvöllum sumarið byggingar afréttavega eins og til 1974. Þessum miljarði skal varið stóð, og eins hefur beitarráðu- til landgræðslu á næstu 1« árum. nautur enn ekki verið ráðinn til Auðvitað herði þessi miljarður Bún fél. Islands, starfið var aug- orðið að engu i þeirri óðaverð- lýst en enginn sótti um það.-S.dór bólgu, sem hér geysar, ef ekki hefði komið til visitölubinding. Og það var ákveðið að visitölubinda sjóð þennan. Að sögn Jónasar Jónssonar, sem er formaður sameiginlegrar nefndar þeirra aðila, sem sjá eiga um framkvæmd þess markmiðs, sem gjöfin var gefin til, var i sumar varið rúmum 300 milj. króna til landgræðslu hverskonar af sjóðnum. Sléttum 20 miljónum átti að verja úr sjóðnum, en það er ár- legt framlag hans, en auk þess kemur svo til verðbindingin, sem er alltaf greidd ári á eftir útreikn ingi hennar. Samtals nam því það sem veitt var til landgræðslu i sumar 312.827.000 kr. Verðbætur þær, sem hér um ræðir voru reiknaðar út sumarið 1975 og er það sú hækkun sem varð á þeim liðum er markmið sjóðsins náði til frá þvi á miðju sumri 1974 til miðs sumars 1975 og þær bætur voru greiddar út I ár, eða árinu seinna en þær eru reiknaðar út. Það fé sem eytt var i sumar skiptist þannig: Landgræðsla, 140 milj. kr. plús 83.5 milj. kr. verðbætur. Skógrækt rikisins: 34 milj. kr. plús 17,5 milj. i verðbætur. Rannsóknarstofnun landbúnað- arins: 16 milj. kr. plús 5,3 milj. kr. verðbætur. Aðrir aðilar: 10 milj. kr. plús 6,3 milj. kr. verðbætur. Jónas Jónsson tók fram aðékki hefði verið greitt fullt tillag til Ónákvœmar skilgrein ingar frá stóru bönkunum „Það hefur i sjálfusér ekk- ert nýtt komið fram i ávis- anamálinu. Nu eru sem óð- ast að berast gögn frá bönk- unum og siðan tekur við úr- vinnsla þeirra gagna. En þvi miður er skilagrcin stóru bankanna mjög ónákvæm og alls óviðunandi og ég verð að biðja þá um itarlegra yfir- lit”, sagði Hrafn Bragason umboðsdómari i ávisunar- málinu svonefnda er við inntum hann frétta af gangi mála hjá honum i gær. Hrafn taldi það ekki vilj- andi gert hjá stóru bönkun- um að senda inn svo ófull- komnar skilagreinar heldur væru þessar stofnanir svo stórar orðnar i sniðum, að um sambandsleysi væri að ræða milli hinna ýmsu deilda. En hann kvað óhjá- kvæmilegt að fá betri skila- greinar frá þessum bönkum. '"íáÉ?1 Jónas Jónsson. ORKURÁÐSTEFNA Alþyðubandalagsins hefst að Hótel Esju klukkan 10 á morgun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.