Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN .Laugardagur 6. nóvember 1976
klásúlur
Umsjón:
Þröstur
Hara Idsson
og
Freyr
Þórarinsson
Djassvakning
í Glæsibæ
Klúbbur risinn til
kynningar á djassi
Si&astliðinn mánudag var
haldið djasskvöld i Glæsibæ á
vegum félagsskapar sem nefnir
sig Jazzvakningu. Þarna komu
fram hvorki fleiri né færri en 25
listamenn af ýmsum gerðum og
árgerðum.
Kvöldið hófu sex menn, popp-
arar og djassistar þeir Sigurður
Karlsson, Birgir Hrafnsson,
Karl Möller, Rúnar Georgsson,
Pálmi Gunnarsson og
Guðmundur Steingrimsson.
A eftir þeim kom sveit sem
nefnir sig Sextettinn og er skip-
uð nemendum menntaskólanna
við Tjörnina og i Reykjavik. í
auglýsingu er tónlist sveitarinn-
ar au&kennd með heitinu „folk-
djass’* og átti þaö ágætlega við.
Sföan komu einir þrír fámenn-
ari hópar og kvöddu sér hljóðs
en undirritaður heyrði ekki
kynningar á þeim vegna þess
hve salurinn i Glæsibæ er skrýt-
inn i laginu, maður horfði sumsé
i bakið á tónlistarmönnunum.
I lokin mættu fyrstnefndir
sexmenningar aftur til leiks og
kölluðu þeir til ýmsa þekkta og
óþekkta djassista sem bættust i
hópinn eða leystu aðra af eftir
atvikum. Tveir söngvarar voru i
hópnum, þau Linda Walker og
Siguröur Johnny.
Fjölmenni var i Glæsibæ þetta
kvöld og munu hátt á fjórða
hundrað manns hafa keypt sig
inn. Stemmningin var á köflum
ágæt en undir lokin fór mjög að
fækka sem stafaði einkum af
tvennu: það dofnaði yfir
tónlistinni og
svo höfðu ýmsir ölkærir upp-
götvað aö þetta var ekki venju-
legt ball.
En klásúlur hafa á öur hvatt til
slikra kvölda og fýsti þvi að
frétta nánaraf því fólki sem að
baki stóð og hyggst halda áfram
á þessari braut. Formaður
klúbbsins Jazzvakning heitir
Jónatan Garðarsson og skýrði
hann frá þvi að klúbbur þessi
hafi verið stofnaöur af uþb. 40
áhugamönnum um djass,
margir þeirra úr Hafnarfiröi,
þann 27. september I fyrra.
Þann vetur efndi klúbburinn
tiltveggja djasskvölda fyrir jól i
Skiphóli auk einnar kvöldsam-
komu þar sem sýndar voru
djasskvikmyndir. Þessi fram-
takssemi gafst ekki nógu vel og
voru menn á þvi að ferðaleti
reykvikinga heföi haft sitt að
segja.
í mars hélt klúbburinn innreið
sina i Reykjavik og efndi til
djasskvölds á Hótel Loftleiðum
og siðan annað i april. Þau gáf-
ust mun betur, aðsókn var betri
og fyrirtækið stóð undir sér.
í haust var svo efnt til aðal-
fundar þar sem ákveða skyldi
hve'r framtiö klúbbsins yröi.
Hann fór fram 24. október og
þar var ákveðið að halda áfram,
ný stjórn kosin og er hún þannig
skipuð: Jónatan Garðarsson
formaður, Vilhjálmur
Kjartansson varaformaöur,
Linda Kristin Walker ritari,
Steingrimur Gu&mundsson
gjaldkeri og Guðmundur R.
Guðmundsson meöstjórnandi,
en til vara Guðmundur Stein-
grimsson og Hermann
Þórðarson.
Klúbbfélagar ala á þeirri hug-
mynd að efna til djasskynningar
i skólum og verður fyrsta skref-
ið á þeirri braut raunar stigið á
þriðjudagskvöldið. Þá mun
sveitin sem lék aðalhlutverkið i
Glæsibæ koma fram i Mennta-
skólanum við Hamrahlið og
Jónatan tæpir á sögu djassins.
Fram að áramótum er ætlunin
að safna saman tóndæmum á
segulbandsspólu og vinna upp
sögu djassins sem f lutt yrði með
þvi að spólan er spiluð. Er
siðan hugmyndin að fara með
þessa dagskrá I skólana.
Þann 29. þessa mánaðar verð-
ur aftur efnt til djasskvölds i
Glæsibæ. Dagskrá þess hefur
ekki verið ákveðin að öðru leyti
enþvi að sveit úr Tónlistarskól-
anum flytur þar klukkutima
frumsamið djassprógram. Jón-
atan sagði að ef grundvöllur
reyndist fyrir þessum kvöldum
gæti hugsast að þau yrðu haldin
á svona mánaðarfresti fram að
sumri, jafnvel oftar ef aðrir
klúbbar gripa ekki við sér.
í lögum félagsins segir að
klúbburinn sinni allri
menningarlegri starfsemi sem
varðar tónlist, hann er semsé
ekki einskorðaður við djass.
Kvaðst Jónatan vona að með
þessari starfsemi fengju popp-
arar tækifæri til að kynnast
djassi. Loks kvaö hann klúbbinn
ekki vera rekinn sem neitt
gróðafyrirtæki, markmiðiö væri
einungis að hann bæri sig.
—ÞH
Sennilega hefur fátt yljað mönnum meira á djasskvöldinu sl. mánu-
dag en blástur Rúnars Georgssonar, sem rétt einn ganginn sanna&i
snilli sfna.
SAMRÆMI OG
(svo og lög, textar, hljóöfæraleikur,
útsetningar, og upptaka) eru aöal
Þokkabótar
Fráfærur Þokkabótar er ein
þeirra platna, sem lengi vinnur
á. Við fyrstu heyrn gripur mað-
ur sumt, en eftir þvi sem skíf-
unni er brugðið oftar á fóninn,
kemur fleira og fleira i ljós.
Þegar plöturýnirá i hlut, verður
niðurstaðan sú, að eftir ca. 30-40
hlustanir sest maður niður og
skrifar nokkra dálka af hrósi og
örfáar linur af uppbyggilegri
gagnrýni, eins og hér fer á eftir.
Séu menn ekki sammála, get ég
bara ráðlagt þeim að hlusta oft-
ar.
Það er best að taka það fram
strax, þótt það komi oft fram
hér að neðan að á plötunni er að-
dáunarvert samræmi tónlistar
og texta. Finnist einhverjum
skritið, að á þetta sé hlaðið lofi,
skal þeim hinum sama bent á að
hlusta á islenskt popp. Þar er
reglan sú, að söngvurum er
sama hvað þeir syngja, bara ef
áherslur falla nokkurn veginn
að laglinunni, og aðrir hljóm-
sveitarmenn lita tæpast á text-
ann. Þessi vinnubrögð hæfa
yfirleitt efniviðnum, sem unnið
er úr, en Þokkabót vinnur hins
vegar úr góðum efnivið laga og
ljóða og skapar úr honum heild-
stæð verk.
Fyrri hliðin
Þokkabót hefur ekki fyllilega
lagt af þann sið að flytja eigin
lög við ljóð annarra skálda. A
Fráfærum eru það ekki minni
bógar en Steinn Steinar, Jó-
hannes úr Kötlum, Halldór Lax-
ness og Solla i Brimnesi sem
þeir leggja lag sitt við.
„Utan hringsins” er ein af
perlum Steins. Með fáum og
einföldum, en vel völdum orðum
tekst honum að draga upp
sterka mynd, og frá henni getur
lesandinn tengt i allar áttir. Lag
og flutningur gæti tæpast fallið
betur að textanum. Hvort
tveggja er einfalt og fágaö,
varla tóni ofaukið remur en orð-
um hjá Steini.
Það stendur hins vegar meiri
gustur af ,,Óla figúru”, enda er
Atómstöðin skrifuð sem beint
innlegg í harðnandi þjóð-
málabaráttu. Það var á þeim
tima, þegar Halldór Laxness
taldi sig enn málsvara alþýð-
unnar, og þvi miður er ljóðið
jafn timabært nú. Það er snerpa
og órói I flutningnum og engu
likara en kórinn standi sigri
hrósandi á leiði landsölumann-
anna.
,,Er hnigur sól” er ekki eitt af
þekktari ljóðum Jóhannesar,
það er ort i byrjun heims-
styrjaldarinnar og lýsir hryggð
yfir föllnum hermönnum og
svartnætti fasismans. Skemmst
er frá að segja, að Þokkabót
lyftir þessu ljóði meö einhverju
gullfallegasta lagi, sem þeir
hafa gert. Söngur, gitar, klari-
nett, selló og bassi, allt leggst
það á eitt að gera þetta angur-
ljóð að þvi lagi á fyrri plötuhlið
sem vinnur mest á.
Solla I Brimnesi verður ekki
talin til stórskálda, en er góður
fulltrúi alþýðuskálda. 1 „Lifs-
hlaupi” hennar eru snoturlega
dregnar upp myndir af „dæmi-
gerðum” æviferli. Flutningur
Þokkabótar undirstrikar merk-
ingu ljóðsins, fylgir eftir þeim
ævimyndum sem þar eru upp
dregnar. Þar að auki stendur
lagið alveg fyrir sinu.
Mig skortir klassiska tón-
mennt til að leggja dóm á for-
leikinn „Laghendu”. Þegar ég
heyrði hann i fyrsta sinn, lagaði
mig hins vegar mes til að stilla
hljómtækin hátt, halla mér aft-
urábak f djúpum hægindastól og
dreypa á úrvalskoniaki.
„Nú árið er liðiö” ?r lag og ljóð
Þokkabótar. Það er djassað
bæði af innlifun og nákvæmni,
kvenröddin er flutt af snilld og
fellur vel að dálitið hrjúfum
söng Halldórs. Hins vegar finnst
mér textinn ekki ganga fyllilega
upp. Vikiö er að kvennaárinu i
alvörublöndnu gamni, en klykkt
út með þvi að segja það „best
fyrir báða” að riða svolitið fyrir
svefninn. Kynferðislegur flutn-
ingur undirstrikar þessi loka-
orð, þannig að manni er næst að
halda að samfarir sé lausnarorð
i jafnréttisbaráttu kynja. Það er
þó tæpast skoöun Þokkabótar,
og aöspurður kvað Halldór
Gunnarsson textann vera
alvörulausan. Að minu mati
hittir hann þó ekki i mark sem
húmor og svífur þvi hálfgert i
lausu lofti. Þetta er skaði, þvi að
með markvissum texta hefði
þetta jafnvel oröið sterkasta lag
plötunnar.
Það má segja almennt um
fyrri hliðina, að þar sé hvert lag
vandað, hvert með sin sér-
einkenni sem gerir það nokkurs
virði. Helsti galli hennar (ef
galli er) er að lögin eru ekki
samstæð, en...
Seinni hliðin
(Fráfærur)
...það eru hins vegar Fráfær-
ur seinni hliðarinnar, sem ég
leyfi mér að kalla bestu sam-
stæðu islenskrar poppsögu. Það
er byggt upp utan um annars
vegar nokkur stef og hins vegar
ákveðið yrkisefni, sem er
bandarisk herseta á íslandi. Or
þessu er ekki byggt eitt verk
með undirköflum, heldur sam-
tengdar myndir úr sögu
hernáms.
Fjallað er um komu brosandi
kana, sem útdeila kók og tyggjó,
um þau manndráp sem þessi
brosandi her framkvæmdi á
sama tima, s.s. i Kóreu og
Vietnam. Vikið er að vigbún-
aöarkapphlaupi og vopnuöum
frið, en mestu rými er varið til
að minna á þau áhrif sem
hersetan hefur haft á islenskt
þjóðlif. Þar fá menningaráhrif-
in sinn skammt, og á skeleggan
hátt eru rakin efnahagsleg
bönd, sem hnýst hafa i áratuga
hersetu, bæði þeir aurar sem
alþýða manna hlýtur og miljón-
irnar sem renna um æöar SIS og
annarra hermangsfyrirtækja.
tJt kemur nokkuö heilleg mynd
af hernámsviðbjóðnum.
Eins og á fyrri hliðinni, eins
og styrkur Þokkabótar reyndar
felst i, falla lög að textum og
flutningur er ávallt i samræmi
við það sem verið er að segja.
Meöan herinn er kynntur, er
þannig leikið undir á svuntu-
þeysi og söngurinn er jafnframt
kaldur, en munnharpa undir-
strikar hve timarnir voru tryllt-
ir og málið i raun sorglegt.
Landið er boðiö til leigu með
tregablöndnum rómi, en siðan
kemur stuð i rödd og tónlist ,,ef
tékkinn sé hár”. Svona er öll
hliðin. Eggert syngur rauna-
mæddur um þaö umskiptingalið
er glepjast lætur af galdrinum i
gullhörpunnar slætti, og það er