Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 3
/
Laugardagur 6. nóvcmber 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA'3
Taílenska valdaránið:
Raskar valda
jafnvæginu
Valdarániö I Tailandi nýverið
minnti að mörgu leyti á sams-
konar atburð i Chile haustið
1973. Bæði þessi valdarán ein-
kenndust af þeim iágkúrulega
skepnuskap og sóðalegu hryðju
verkum.sem alltaf fylgja „bylt-
ingum” frá hægri. Likt og var f
Chile leikur sterkur grunur á
þvi i Taiiandi að bandariska ut-
anríkisley niþjónustan, sú
marfræga CIA, hafi haft hönd i
bagga með herforingjunum
Eftir hrakfarirnar i Indókina
var helst svo að sjá að Banda-
rikin hefðu gefist upp á þvi að
halda verulegum itökum á meg-
inlandi Suðaustur-Asiu. Valda-
ránið 1 Tailandi gæti þýtt að
bandarískum ráðamönnum
hefði snúist hugur i þessu efni,
að minnsta kostier greinilegt að
Sovétrikin og Vietnam lita svo á
málin og sennilega Kina einnig.
Með tillit til þessa eru miklar
likur á þvi að afleiðingar tai-
lenska valdaránsins verði við-
tækari og aðrar en raunin hefur
orðið á um það chiliska. Hin
nýja rikisstjórn Tailands, að
mestu skipuð teknókrötum en
að öllum likindum i vasanum á
hernum, fer ekki dult með það
að hún stefni að þvi að taka upp
aðnýju þá „góðu sambúð”, sem
var á milli Bandarikjanna og
Tailands á timum Indókina-
striösins. Sú sambúð þýddi það
að Bandarikin höfðu mikilvæg-
ar herbækistöðvar I Tailandi,
sem notaðar voru til lofthernað-
ar gegn Vietnam, Kambódiu og
Laos, og að tailenski herinn tók
sjálfur virkan þátt i striðinu
með bandarikjamönnum, eink-
um i Laos.
Strik i reikning
sovétmanna
Þegar endanlegur ósigur
Bandarikjanna og leppa þeirra i
grannrikjunum þremur fyrir
austan var fyrir dyrum, brugðu
tailendingar við titt og af lofs-
verðu raunsæi, létu banda-
riska herinn fara úr landi og
leituðu vinsamlegrar sambúðar
við Kina og Vietnam. Valdarán-
ið og stefna stjórnarinnar, sem
valdaræningjarnir settu á fót,
sýnist þýða kúvendingu til
stefnunnar frá þvi á dögum
Indókinastriðsins. Tassfrétta-
stofan sovéska hefur birt frétt
þess efnis, að hinir nýju vald-
hafar i Tailandi hafi þegar af-
hent bandariska hernum á ný
flugst. nokkra norður af Bang-
kok, sem áður var mjög notuð til
loftárása á Vietnam. Sé hér rétt
með farið, getur hið nýsamein-
aða og sigurreifa Vietnam varla
litið á þessa ráðstöfun öðruvisi
en sem móðgun við sig, ef ekki
beina ögrun.
Ljóst er að valdaránið i Tai-
landi veldur nýrri ólgu á svæði,
sem viss kyrrð og festa virtist
vera að færast yfir eftir styrj-
aldarlok i Indókina. Svo er að
sjá að þetta valdi sovéskum
ráðamönnum verulegum á-
hyggjum.
Allt frá lokum Indókínastr.
hafa Sovétrikin hvatt vietnama
til vinsamlegrar afstöðu til
þeirra grannrikja, sem ekki eru
sósialisk A bak við þetta liggur
sú ósk sovétmanna að Vietnam
verði brimbrjótur gegn kin-
verskum áhrifum suður á bóg-
inn. Þessi pólitik sovétmanna
mun til þessa hafa heppnast
nokkuð vel, ekki sist vegna þess
að talsverð spenna hefur skap-
ast milli Kina og Vletnams út af
yfirráðum yfir eyjaklösum i
Kinahafi hinu syðra. (Miklar
auðlindir, þar á meðal olia, sem
taldar eru vera þar i botninum
hafa gert þann sjó stórmikil-
vægan i margra augum.) Og
verulegar likur virtust vera á
sæmilegri sambúð milli Viet-
nams og Tailands, meöan það
stritaðist við að hafa borgara-
legt lýðræði.
Grunsemdir vietnama
styrkjast
En nýja stjórnin i Tailandi,
bólgin af kommúnistahatri,
virðist ætla að eyðileggja þessa
pólitisku skák fyrir sovétmönn-
um. Stefna hennar er frá sjón-
armiði vietnama staðfesting á
þeim grun þeirra, að Bandarik-
in hafi alls ekki ætlaö sér að
hörfafrá meginlandi Suðaustur-
Asiu fyrir fullt og allt, heldur
hyggist þau reyna að koma upp
viggirtum hring kringum Viet-
nam með stuðningi hægrisinn-
aðra grannrlkja, Taílands,
Indónesiu, Filippseyja* Vlet-
nama grunar að þessi hringur
eigi alls ekki einungis að
tryggja að fleiri þjóðir Suð-
austur-Asiu „verði ekki
kommúnismanum að bráð”,
heldur eigi að nota Tailand,
vegna hentugrar legu þess, sem
bækistöð til stuðnings við and-
sósialisk öfli Vietnam. Við þetta
má bæta að þeim mun fleiri
hryðjuverk sem Tailandsstjórn
fremur á andstæðingum sinum i
nafni „baráttunnar gegn
kommúnismanum”, þeim mun
meiri likur eru á að vietnamskir
ráðamenn sjái ástæðu til að
styrkja skæruliðahreyfinguna i
norðausturhéruðum Tailands.
Og finni Vietnam sig knúð til að
taka herskáa afstöðu gagnvart
Tailandi, gefur auga leið að það
reynir að tryggja sér stuðning i
bakið með bættri sambúð við
Kina.
Hægrisveifla
i Eyjaálfu
Að visu er enn óljóst, hversu
stórt hlutverk Bandarikin léku i
sambandi við valdaránið i Tai-
landi. En hitt er vist að ráða-
menn i Washington hörmuðu
Sangad Sjalorjú, forsprakki tai-.
lensku valdaræningjanna.
ekki þá atburði, nema siður
væri. Hafi Bandarikin átt hér
verulegan hlut að máli, virðist
leikurinn ekki ýkja gáfulegur af
þeirra hálfu. Kina kemur til
með að lita það alvarlegum
augum að önnur stórveldi reyni
að auka itök sin á Austur-Ind-
landsskaganum. En vera kann
að bandariskum ráðamönnum
finnist nú aðstaöa sin að ýmsu
leyti sterkari i þessum heims-
hluta en fyrir einu eða tveimur
árum, meðal annars vegna til-
komu hægrisinnaöra rikis-
stjórna i Astraliu og Nýja-Sjá-
landi, sem virðast hafa allher-
skáa afstöðu gagnvart hinu
sósialiska Indókina.
Tailenskir
skæurliðar
Tailensku herforingjarnir af-
saka gerðir sinar með þvi, gð
þingræðisstjórnarfarið, sem
verið hefur við lýði I landinu um
fárra ára skeið, hafi reynst
ónýttog til fárra hluta nytsam-
legt. Það er talsvert til i þvi hjá
þeim, þess munu fá dæmi að
borgaralegt þingræði hafi
heppnast vel til lengdar utan
Vestur-Evrópu og Norður-Ame-
riku. En hætt er við að það eigi
eftir að sýna sig fyrir valdastétt
Taflands að með valdaráninu
hafi hún farið úr öskunni I eld-
inn. Vinstrisinnaður skærú iðaher
hefur i mörg ár haft fótfestu i
norðausturhluta landsins, og
hefur tailenski herinn reynst
alls ófærumað buga hann, þrátt
fyrir ógrynni vopna frá Banda-
rikjunum og stuðning banda-
riskra „hernaðarsérfræðinga.”
Hryðjuverk og ofbeldi valda-
ræningjanna hefur að öllum lik-
indum þau áhrif, sem þekkt eru
frá Vietnam, að sivaxandi f jöldi
vinstrisinnaðs og þokkalega
hugsandi fólks snúist til fylgis
við skæurliðana. Og þeir standa
betur að vigi en nokkru sinni
fyrr, með sósiallskt Laos i bakið
(laótar og tailendingar tala þvi
sem næst sama málið) og þar
fyrir handan sigurreift Vitnem.
Og meira að segja fréttist öðru
hvoru af skæurliðum I frum-
skógum Malasiu, við suður-
landamæri Tailands. Þeir eru
leifar þess vinstrisinnaða
skæruhers, er barðist þar gegn
japönum i heimsstyrjöldinni og
að henni lokinni gegn bretum.
Breska hernum tókst að visu að
sigra þá, en enn þann dag i dag
hefur ekki tekist að uppræta þá
og þeirminna á sig annaö veifið.
dþ.
Börnin i Beirút:
I hættu
sóttum
rottum
LUNDÚNUM 5/11 Reuter — Llf
þúsunda libanskra barna eru i
hættu sökum þess að miklar likur
eru á þvi að drepsótt brjótist út i
Beirút, að þvi að starfsmaður
hjálparstofnunar, sem er nýkom-
inn til Lundúna frá Libanon sagði
i dag. Rottufaraldur hefur magn-
Tollverðir þeir, sem
sannir urðu að hlutdeild i
smygli sl. sumar eru enn á
launum hjá tollinum og
þeim hefur enn ekki verið
sagt upp störfum, en þeir
vinna samt ekki við toll-
gæslu og hafa ekki gert
siðan málið kom upp.
„Þessir menn hafa enn ekki
verið dæmdir fyrir neitt, málið er
enn i rannsókn og á meðan er
þeim ekki sagt upp störfum, en
annars er það mál fjármálaráðu-
neytisins, en ekki mitt, hvort
þeim verður sagt upp störfum
þegar þar að kemur” sagði Björn
Hermannsson tollstjóri, er við
spurðum hann um þetta mál I
gær.
Björn sagðist ekki kannast við
það að tollverðir þægju vinflösku i
vasann um allan heim, eins og
tollverðirnir báru fyrir rétti.
„Hitt er annað mál að ég sé
ekkert athugavert við það að toll-
verðir þiggi gjafir eins og aðrir
menn, ef ekkert annað liggur á
bakvið”, sagði tollstjóri.
— Myndir þú mæla með upp-
sögn þeirra tollvarða, sem sann-
aðist á að hafa þegið vinflösku að
gjöf frá farmönnum eða öðrum?
„Nei, það myndi ég ekki gera,-
ef aðeins er um gjöf að ræöa, allir
ménn hafa sinn rétt, ekki satt og
þá tollverðir eins og aðrir menn
hvað þvi viðkemur að þiggja
gjöf”.
Þess má geta að Þjóðviljinn
reyndi árangurslaust að ná i Jón
Sigurðsson, ráðuneytisstjóra
fjármálaráðuneytisins i gærdag,
en hann hafði ekki tima til að
ræða við Þjóðviljann, en bent var
á simatima hans milli kl. 10.30 til
12.00 á morgnana.
Þess má svo að lokum geta, að
verkamenn þeir hjá Eimskip,
sem þátt tóku i sjónvarpssmygli á
fyrir
ast mjög i hinni striðsher juðu höf-
uðborg Libanons, og fjöldi barna
hefur misst aðstandendur sina i
striðinu og á hvergi höfði aö halla.
Starfsmaður hjálparstofnunar-
innar, Annetta Street, kvaðst
hafa komiö á munaðarleysingja-
hæli, þar sem nú væru helmingi
fleiri börn en með góðu móti gætu
komist þar fyrir. Þar sagðist hún
hafa séð smábarn, sem rottur
höfðu lagst á og étið af þvi hálsinn
að miklu leyti.
dögunum, voru reknir samstund-
is úr vinnu. Það er enn gamli
munurinn á'Jóni og séra Jóni.
—S.dór.
Félagsfundur
A Iþýðu ban dalags-
ins i Reykjavik
Lúðvik Jósepsson
Kosið í
flokksráð
Alþýðubandalagið i
Reykjavik heldur almennan
félagsfund þriðjudaginn 9.
nóvember kl. 20. 30 i Tjarn-
arbúð (uppi). A dagskrá eru
tvö mál: Kjör fulltrúa i
flokksráð Alþýðubandalags-
ins og framsaga Lúðviks
Jósepssonar um landhelgis-
viðræðurnar sem framundan
eru. Tillögur uppstillinga-
nefndar um fulltrúa I flokks-
ráð liggja frammi á skrif-
stofu félagsins að Grettis-
götu 3.
Tollverðirnir sem smygluðu:
Enn á launmn
hjá tollinum
Bankaránið mikla i Frakklandi upplýst:
Fjáröflun herskárra
samtaka hægrisinna
Hægrisinnaður öfgamaður,
Albert Spaggiari, hefur játað að
hafa skipulagt bankaránið
mikla i Nice i Frakklandi i júli I
sumar og hafi samsærissamtök
hægrisinna notið góðs af. Stoliö
var sem svarar tveim milljörð-
um króna. Ræningjarnir grófu
neðanjarðargöng inn I fjárhirslu
bankans frá skolpræsi sem lá
þar skammt frá.
Sex aðrir þátttakendur i rán-
inu hafa náðst en margir ganga
lausir enn. Spaggiari segist hafa
gangið með hugmynd þessa i
tvö ár og skipulagt fram-
kvæmdir. Hann leigði s^r
geymsluhólf i bankanum, komst
að þvi að viðvörunarkerfi var
mjög ábótavant, og honum tókst
hvað eftir annað að taka myndir
af starfsfólki bankans þegar það
kom og fór þegar hann vitjaði
geymsluhólfs sins.
Spaggiari hefur um hrið haft
ljósmyndun að atvinnu. Hann
barðist i hinum illræmdu fall-
hlifahersveitum frakka i Alsir
og Indókina og siðar stóð hann
að stofnun herskárra and-
kommúniskra neðanjarðasam-
taka.
Franska lögreglan hefur þeg-
ar skýrt frá þvi aö Spaggiari
hafi látið sinn hluta þýfisins
ganga til alþjóðlegs hóps her-
skárra hægrisinna, sem kallar
sig „La Catena” (Keðjan). Tal-
ið er að samtök þessi hafi aðal-
bækistöð iTorino og vinni að þvi
að hjá'pa hægrisinnum og ný-
fasistum á Italiu og i Júgóslav-
iu.
Um tuttugu þjófar, sem hafa
sérhæft sig i bankaránum, tóku
þátt i ráni þessu, auk pólitiskra
vina Spaggiaris. Hópurinn var
um tvo mánuði að störfum i hin-
um viðu skolpræsum Nizza og
grófu þeir göng sin af stakri
kostgæfni. Meðal annars lögðu
þeir göngin teppum til að deyfa
hávaða.
Horfur á
metuppskeru
í Sovét
MOSKVU 5/11 Reuter — Korn-
uppskera Sovétríkjanna i ár verð-
ur að öllum likindum meiri en
nokkru sinni fyrr, að sögn vest-
rænna sérfræðinga um landbún-
aðarmál. Fjodor Kúlakof, land-
búnaðarráðherra Sovétrikjanna,
sagði i dag i ræðu fluttri af tilefni
59 ára afmælis rússnesku bylting-
arinnar að 1. nóv. hefði uppsker-
an verið orðin yfir 220 miljónir
smálesta og væri uppskerunni þó
ekki lokið. Mesta uppskera sovét-
manna til þessa var árið 1973, er
þeir uppskáru 222.5 miljónir smá-
lesta.