Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. nóvember 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 81333 íhaldið í Kópavogi Leiðinlegra en í Reykjavík Gunnar Eggertsson Þingholtsbraut 65 í Kópa- vogi hringdiút af frétt í Þjóðviljanum um að strætisvagnaþjónusta við aldraða og öryrkja í Kópavogi væri betri en í Reykjavík. Gunnar sagði að hann sjálfur væri 45 mínútur að komast f rá miðbænum i Reykjavík og heim til sin og þyrf ti hann að taka þrjá vagna á þessari leið og alltaf að bíða talsvert milli vagna. Taldi hann hégómamál hvort aldrað- ir borguðu eða borguðu ekki uppá slíka þjónustu. Nú væri 50-60 miljón króna rekstrarhalli á SVK og hann þyrftu allir bæjarbúar að greiða, jafnt ungir sem gamlir. Ekkert þýddi að kvarta því að íhaldið í Kópavogi væri sýnu leiðinlegra og Ijótara en íhaldið í Reykjavík. Það væri skammskárra að vera á höfuðbólinu eða hjáieig- unni eins og einu sinni var sagt. AÐ SUNNAN Fjarri sé mér að vera að verja hann Hjalta Kristgeirsson, hann getur gert það sjálfur. En mér blöskrar greinarkornið Norðrið er rautt, eftir Böðvar Guðmundsson í Landshorni 28. okt. Tilefni greinar Böðvars er fáeinar linur frá Hjalta, sem birtust 20. okt. i Þjóðviljanum, en hann biður þar Stefaniu i Garði að sýna meiri viðsýni og umburðarlyndi, en hún hafði skömmu áður hellt sér yfir Dag Sigurðsson i sama blaði og kallað hann trúö borgara- stéttarinnar, eða eitthvaö þvi- umlikt. Af grein Stefaniu virðist mér koma fram að hún hefur ekki lesið ljóð Dags að neinu marki en dæmir hann mestan- part eftir skringilegum frétta- uppslætti af skáldinu svo og ýmsum persónulegum uppá- tækjum hans eins og óvana- legum klæðaburði. Og þetta flokkar Böðvar undir „fram- sækna hugsun norðlendinga”. Nýlega skrifar Böðvar A dagskrá i Þjóðviljann og tekur þar af alhug undir Morgunblaðsraus Grétu Sig- fúsdóttur um vonda svia og áhrif þeirra i islenskri menningarmafiu. Þetta dekur við þær Grétu og Stefaniu finnst mér ekki alls óskylt. Þar gætir tilhneigingar til að setja jafnaðarmerki milli lákúrulegs smekks og flatneskju annars- vegar og alþýðlegheita og jafnvel róttækni hinsvegar. Ég eyði ekki orðum að þvi hvað þetta sjónarmið er skaðlegt og þar sem ég veit, að Böðvar vill ekki að þaö verði ofan á skora ég á hann að rétta ekki fylgjendum þess litlafingurinn. Ég get ekki stillt mig um að vikja að norðanrembingi Böðvars þar sem hann færir söguieg rök að þvi, aö norðriö beri i sér róttæknina en ihaldið sé suðrænnar ættar. Ekki er þó höfuðstaður Norðurlands minna ihaldsbæli en Reykjavik. Og ég get a.m.k. nefnt eitt, sem er nýkomið norður — að sunnan og við skulum ætla að sé bæði rót- tækt og framsækið, en það er Böðvar sjálfur. Bjarni ólafsson, Safamýri 50, Reykjavfk. Shcarunhlaup i MbL-höU Reykjavík, 30/T0, 1976. Kæri Bæjarpóstur. I Morgunblaðinu, sem birtist i dag, þann 30. okt. er grein með yfir- skriftinni: ógna Sovét- rikin islandi? Grein þessi er bréf frá einum ritstjóra APN, sem vafa- laust hefur verið farið að blöskra hve „kalda" stríðið er lifseigt á rit- stjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Bendir hann Styrmi og Matthíasi á með tölum, hve barna- iegar lygar þeirra og þvættingur um árásar- hvöt Sovétríkjanna og Varsjárbandalagsins f raun og veru eru. Afleiðingin lætur ekki á sér standa. Skammhlaup varð á heilabúum þeirra félaga og at- hugasemd sú, sem á eftir birt- ist, lýsir best hve vonlausir, andlausir, hugmyndasnauðir og aumir þeir eru, talandi um að islendingar ættu að lækka út- gjöld sin til hermála, (þjóð, sem var neydd til að ganga ‘inn i hernaðarbandalag og taka við erlendum her, af „quislingum” borgarastéttarinnar), vitandi, að Island hefur engan her (eöa borgar kannski Sjálfstæðis- flokkurinn og islensk borgara- stétt með hernum)? Vonandi rennur upp ljós fyrir þeim kollegum á Morgun- blaðinu og þeir geti hjálpað til við að slaka á spennu og afvopna heiminn með þvi að krefjast þess, að bandariskur her hverfi af íandi brott. En ef sama svartnætti rikir áfram i Morgunblaðshöllinní vonast ég til þess að þeir taki upp nýtt nafn á blaðinu þótt notaö sé, þ.e. Island, og bjóði Hannes Gissurarson velkominn á rit- stjórn blaðsins, ásamt gömlum meðlimum íslenska þjóðernis- sinnaflokksins. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. S.M. Kópavogur. Það er notalegt að afklæðast i sólskininu. Efling ullar- og skinna- iðnaðar Meðal margháttaðs efnis i siðustu Arbók landbúnaðarins er stórmerk grein „um efling uiar- og skinnaiðnaðar.” Ekki er rúm til þess að rekja efni s þeirrar greinar að neinu ráði en I lok hugleiðinga sinna draga höfundar greinarinnar saman helstu niðurstöður hennar. Tel- ur umsjónarmaður Bæjarpósts- Landshorns að þær eigi erindi við fleiri en lesendur Árbókar- innar og birtir þær þvi hér: „Hér að framan hafa verið leiddar likur að þvi, aö eitt af meginvandamálum ullarfram- leiðslunnar og ullariðnaðarins sé það misræmi, sem þróast hefur i verðlagi ullar og kjöts, þar sem ullarverð mótast af heimsmarkaðsverði ullar en kjötverð ákvaröast af innlend- um verðlagsaðstæðum samkv. verðlagsgrundvelli landbún- aðarvara. Hefur þetta haft það i för með sér að gæði og magn uliarframleiðslu hafa ekki þró- ast sem skyldi og stendur það þróun ullariðnaðarins fyrir þrif- um, þar sem ekki fæst nóg af uil i bestu gæðaflokkunum. Sýnt hefur veriö fram á, að með þvi að færa híuta niöurgreiðslna af kjöti yfir á ull má hækka ullarverð meira til samræmis viö eðlilegt verðhlut- fall ullar og kjöts án þess að skerða tekjur bænda, auka útgjöld rikissjóðs eða hækka verð til iðnaðar og án þess að hafa áhrif á búvöruverðiö I landinu. Leiddar eru likur að þvi að verð á kg. af kjöti og ull eigi aö vera svipað og er lagt til aö formi niðurgreiðslna verði breyttþannig, að þetta jafnræði náist. Jafnframt er lagt til að tekið verði upp lögfest ullarmat og það endurskipulagt i sam- ræmi við tillögur, sem fram hafa komiö um það efni. Ullar- iönaðurinn hefur verið ein mikilvægasta útflutningsgrein iðnaðar og er ljóst, að mjög veruleg verðmætisaukning er hugsanleg. Er liklegt að þessi grein hafi upp á bjóða einna mesta möguleika til vaxtar og útflutningsstarfsemi af starfandi greinum iðnaðarins i landinu. Eru leiddar likur að þvi, að 3—4 falda megi útflutn- ingsverömætið með samstilltu átaki við endurbætur á ull- arframleiðslu, (gæðum og magni) og með aukinni áherslu á dýrari markaðsvöru. Gæti þetta þýtt um 2000 milj. kr. aukningu á útflutningstekjum landsins. Ljóst er að mál þetta er marg- þætt og verður að skoðast i ljósi þess, að það varðar hagsmuni margra bæöi i landbúnaði og iðnaði, svoog þjóðarbúið i heild. Mikilvægt er, að ullin, sem mikilvægt iðnaðarhráefni, skili sér sem best frá landbúnaðar- framleiöslunni. Virðist þaö auösætt þjóðhagslegt og menn- ingarlegt atriði að svo verði og að niöurgreiðslum sem hag- stjórnartæki verði beitt þannig, að þær hvetji tii framleiðslu- aukningar og hagkvæmni i landbúnaöi að þessu leyti. Er það ekki sist mikilvægt með til- liti til þeirra rnöguleika til vaxt- ar I atvinnuþróun og útflutn- ingsframleiðslu, sem af þvi getur leitt. Má i þvi sambandi minna á að ullariðnaður getur reynst einna best failinn til iðn- aðaruppbyggingar úti á landi af þeim iðnaðarvalkostum, sem helst koma til álita. Tengjast þvi hagsmunir bæði landbún- aðarsvæða og þéttbýlissvæða landsbyggðarinnar i rikum mæli saman i þessu máli. Ljóst er að sú breyting á markaðsstefnu og aukinni áherslu á dýrari vörur, sem álitið er að ráða skuli uppbygg- ingu ullariðnaðarins verður ekki náö á skömmum tima og hefur í þessari skýrslu ekki ver- ið rætt um það i hver ju hún skuli fólgin. I undirbúningi er sérstök athugun á þvi máli og verða geröar tillögur i þvi efni á næst- urini. Það er skoðun þeirra aðila, sem að skýrslu þessari standa, að skoða þurfi vandamál ullar- iðnaðarins (og skinnaiönaðar- ins) i þvi breiða samhengi, sem hér er lýst og skipuleggja þurfi samhæft átak til uppbyggingar þessari grein og að þær tillögur, sem hér hafa verið fram færðar um breytt fyrirkomulag niður- greiðslna og ullarmats séu mikilvæg undirstaða þess að slikt átak verði gert og beri til- ætiaðan árangur og að landbún- aöur og iðnaður finni til sam- eiginlegra hagsmuna I málinu.” Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.