Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. nóvember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 ALÞÝÐUVÖLD Eignastéttin allsráðandi A meðan eignastéttin á Is- landi fer bæði með hið pólitiska og efnahagslega vald er þess ekki að vænta að verulegur árangur nái§t af erfiðri baráttu verkalýðssamtakanna. Verka- fólki eru i dag skömmtuð eymdarkjör. A sama tima og verðlag útflutningsafurða stór- hækkar minnkar kaupmáttur launa verkafólksins. En það er auðstéttinni ekki | nóg að skerða launin, lika skal vegið að verkfallsréttinum og frelsi verkalýðsfélaganna. Og auðvitaö skal svo rikja sú hug- sjón eignastéttarinnar að verkafólk sé áhrifalaus vinnu- dýr, sem þegjandi eigi að lúta gróðalögmálum auðvaldsskipu- lagsins. Einhliða uppsagnir Ahrifarikt dæmi um það eru ákvarðanir Mjólkursamsölunn- ar um lokun mjólkurbúöanna og uppsagnir starfsfólksins. Það er siðleysi að leggja niður heilar starfsgreinar og loka vinnustöð- um án þess svo mikið sem leita álits né umsagna verkafólksins. Þetta mjólkursölumál var i byrjun útblásið i blöðum kaup- manna og kynnt sem sérlegt hagsmunamál neytenda. Nú er komiðiljós að lokun búðanna er gerð gegn vilja almennings og um leið átakanlegur atvinnu- missir fjölda kvenna.sem unnið hafa viö afgreiðslu mjólkur og brauða áratugum saman. Það er ekki nóg með að þær hafi um árabil búið við sultarkjör, nú eru þær óvirtar á hinn versta hátt og það af samvinnufyrir- tæki bænda. Efnahagslegt og félagslegt lýðræði Þetta dæmi sýnir glöggt að það er ekki nægilegt að fyrir- tæki séu i eigu samvinnusam- taka eða samfélagsins. Tryggja verður einnig áhrifarétt verka- fólksins á vinnustaönum meö breyttum stjórnarháttum, sem nái jafnt til vinnuumhverfis og yfirstjórnar fyrirtækjanna. Verkalýðssamtökin þurfa þvi aö hefja á loft kröfuna um félags- legt og efnahagslegt lýðræði. Þeim auði sem myndast i þjóð- félaginu af vinnu verkafólksins verði stjórnað og ráðstafað af þvi sjálfu. Til þess þurfa veiga- mestu atvinnutækin að vera i eigu fólksins sjálfs um leið og verkafólkið hefur bein áhrif á stjórnun þeirra, þar með upp- sagnir starfsfólks og slit fyrir- tækja. Slik bein áhrif verkafólksins á vinnustöðunum gera kröfur til verkafólksins um virkt vinnu- staðastarf. Viða hefur á það skort. Af hálfu verkalýðsfélag- anna hefur alltof litil áhersla verið lögð á lifandi starf trúnaðarmanna á vinnustað. Gildi vinnustaðarins sem grunneiningar i félagsstarfinu hefur verið vanmetið. En er ekki einmitt liklegt að ný stjórn- unarverkefni verkafólks á vinnustað veki áhuga og örvi til almennrar félagsþátttöku i verkalýðsfélögunum. Málum verður einnig að skipa þannig að viss hluti vinnutimans viku hverja sé verkafólki ætlaður til umræðu um vinnustað sinn og fræðslu um verkalýössamtökin og baráttu þeirra. Aukin stéttarvitund Margt bendir nú til þess að stéttarvitund verkafólks og eftir Baldur Óskarsson, ritstjóra Vinnunnar starf verkalýðsfélaganna sé verulega að eflast. Arásir rikis- valds og atvinnurekenda á lifs- kjörin og misréttiö i þjóðfélag- inu eiga sinn þátt i þvi. Hin harða varnarbarátta verkalýðs- félaganna i kjara- og verðlags- málum siðustu misserin á hér sinn stóra hlut. Hvert verka- lýðsfélagið af öðru sendir nú frá sér harðorð mótmæli gegn fyrirhugaðri skerðingu verk- fallsréttar og athafnafrelsis verkalýðsfélaganna. Verka- lýðshreyfingin mun fylkja sér sem einn maður og brjóta þessi skerðingaráform rikisstjórnar- innar á bak aftur. Umræður um stefnuyfirlýs- ingu Alþýðusambandsins hafa einnig verið miklar i mörgum verkalýðsfélögum. Þessi um- ræða hefur mjög styrkt þá skoð- un, sem ýmsir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa haldið á lofti, að helsta hags- munamál verkalýðshreyfingar- innar sé aukið þjóðfélagslegt vald. Alþýðuvöid Verkalýðsstéttin er lang stærsti hluti þjóðarinnar. Ahrif hennar i þjóðlifinu eru i engu samræmi við stærð hennar. Eignastéttin rikir nær einráö á flestum sviðum. Efnahagslegt og stjórnarfarslegt vald er i hennar höndum. Þvi þarf aö hnekkja. A meðan verkalýðs- samtökin sækja fram með kröfu um lýðræði i atvinnulifinu og efnahagslegt vald, þurfa stjórn- málaflokkar verkalýðsins að ná forustu á Alþingi i sveitar- stjórnum og öðrum þýðingar- mestu valdastofnunum þjóð- félagsins. Saman geta þessi samtök fært yfirráðin til alþýö- unnar. Alþýðuvöld eru undir- staða jafnaðar, lýðræðis og frelsis alþýðustéttanna á Is- landi. - * Yfirlýsing Lúðvík Jósepsson: Stutt athugasemd við grein Ólafs Hannibalss. frá 4. nóv. Ólafur Hannibalsson skrifstofu- stjóri A.S.Í. skrifaði heilsíðugrein i Þjóðviljann s.l. fimmtudag, sem hann nefndi „Liðkaö til fyrir gervikapitalisma ’ ’. Grein Clafs er augljóslega skrifuð til að koma höggi á Alþýðubandalagið og mig fyrir þá stefnu, sem fylgt var i sjávarút- vegsmálum, i tið vinstri stjórnar- innar. Hann lætur að þvi liggja, að ég hafi brotið yfirlýsta stefnu Alþýðubandalagsins um rikis- rekstur á togurum og verið manna stórvirkastur við að gefa kapitalistum togara. 011 er grein Óolafs furðulegt samsafn af rangfærslum og útúr- snúningum og ber vott um þekk- ingarleysi á þvl sem hefir veriö að gerast. Ég sé þvi ekki ástæðu til að fjalla um grein hans i ýtarlegu máli. En nokkur atriði komu fram i greininni, sem ég tel rétt að ræða um. Fyrst vik ég, að þeirri fullyrð- ingu ólafs að frumvarp, sem viö Alþýðubandalagsmenn höfum oft flutt um rikisútgerð togara til at- vinnujöfnunar marki stefnu okk- ar almennt varöandi rekstur tog- ara, eða fiskiskipa. Tillögur okk- ar I þessum efnum voru fyrst og fremst miðaðar við aö leysa at- vinnuvandamál á vissum stöðum, einkum þar sem atvinnuleysi hafði verið viðvarandi. 1 tið vinstri stjórnarinnar var myndarlega snúist gegn þeim vanda.sem við var aöfástí þess- um efnum, á mörgum stöðum á landinu. Sú leið, sem farin var til að tryggja mörgum byggöarlögum Lúðvik Jósepsson aukinn fiskafla og yfiríeitt næga atvinnu, var að gefa opinberum og hálfopinberum fyrirtækjum kost á að eignast togara sem reknir yrðu í sambandi við fisk- iðnað á stöðunum. Þó að skrif- stofustjóri A.S.l. viti það ekki, þá er þaö eigi að slður staöreynd, aö langflestir togararnir sem keypt- ir voru I tlð vinstri stjórnarinnar og staðsettir voru úti á landi, voru leign samvinnufélaga, bæjarfél- aga og jafnvel verkalýðsfélaga á stöðunum. Rlkisrekstur togara, eða fiskiðjuvera er ekkert alls- herjar sáluhjálparatriöi. Þvi að- eins er sllkt rekstrarform betra en það sem við búum við nú, viöa á landinu, aö ríkisvaldið sé I höndum félagshyggjumanna, eða þeirri sem I reynd vilja að kostur rikisrekstrar fái notið sin. Við höfum næg dæmi nú um gagnlausan eða misheppnaöan rikisrekstur I höndum ihaldsafl- anna. Annað atriðið I grein Ólafs, sem rétt er að vlkja að, er fullyrðing hans um, aö „nær öll nýsmlði togara” hafi verið flutt úr landi. Hér er staðreyndum snúið við eins og vfðar I grein Ólafs. Sann- leikurinn er sá að skipasmiöi inn- anlands hefir aldrei verið eins mikil og I tið vinstri stjórnarinn- ar. Slippstöðin á Akureyri var stór- efld og fékk alltaf næg verkefni á tlmum vinstri stjórnar og hið sama var að segja um Stálvlk, og aörar byggingastöðvar fengu verkefni eftir getu. Astæöur til þess að togarar voru keyptir erlendis, voru þær að útvega þurfti mörg skip á stuttum tima. Þriðja atriðið i grein Ólafs, sem ég sé ástæðu til að ræöa, er augljós andstaðahans viö vinstri stjórnina. Hann játar aö hafa strax við upphaf vinstri stjórnar flutt til- lögu I Samtökunum um að stjórn- in yrði ekki kölluð vinstri stjórn, heldur vinstriflokka stjórn. Já, eitthvað vissum við um afstöðu hans til stjórnarinnar i upphafi. Ogennsegistólafur vera ámóti „Aróðrinum um nýja vinstri stjórn”, sem hann segir að „... þýði ekkertannað en það aðþvi er slegið föstu, aö stjórnarsam- vinna með Framsókn sé alltaf betri en samvinna við ihaldið”. Og áfram segir Ólafur: „Ég sé ekki að „vinstri flokka- stjórn” með ihaldinu sé neitt verri en með Framsókn, stundum e.t.v. skárri kostur”. Þessi orð Ólafs sýna einkar vel hvað hann er að fara. Dómur hans um vinstri stjórn- ina er að hún hafi i atvinnumál- um „liökað til fyrir gervikapital- isma” einkum með kaupum á togurum sem staösettir voru á 30 útgeröarstööum á landinu. A slika stjórn list honum ekki, annað mál væri að taka saman við ihaldiö, það gæti þó alltaf ver- ið „skárri kosturinn”. Lúðvik Jósepsson. Vegna fullyrðinga Jóns Halls- sonar, fyrrverandi bankastjóra Alþýðubankans, sem hafðar eru eftir honum I fjölmiðlum um að fundargerðir bankaráðs hafi ver- ið falsaðar, kemst fyrrverandi bankaráð Alþýðubankans ekki hjá þvi að gefa eftirfarandi yfir- lýsingu: Ahluthafafundi Alþýðubankans mánudaginn 25. október hélt Jón Hallsson þvi fram, að rangt væri bókað svar, sem hann gaf við fyrirspurn frá Einari ögmunds- syni, sem var eftirfarandi orörétt úr fundargerð bankaráðs frá fundi 17. nóvember 1975: „2. liður. Einar spurði banka- stjórana, hvort þeir hefðu ekki staðið báðir að þessum útlánum. Jón svaraði þvi játandi, en gat um að vegna fjarveru sinnar erlendis um tlma i októbermán- uði, hefði hann ekki vitað um allt.” Jón Hallsson gerði aldrei at- hugasemd við bókanir frá fund- um bankaráðs og við höfum undirrituð þvi aldrei heyrt at- hugasemdir frá hans hendi þær varðandi fyrr en nú. A hluthafa- fundinum gat Jón Hallsson þess, að sér hefði verið kunnugt um að Einar ögmundsson mundi bera fram slika fyrirspurn og hefur svar Jóns við henni verið yfirveg- að. Hvað Jón segir nú varðandi þetta atriði skiptir ekki máli og breytir ekki fyrra svari hans. Hermann Guðmundsson, Einar ögmundsson, Björn Þórhallsson, Jóna Guðjónsdóttir, Markús Stefánsson. Áskrifstasöfnun Þjóðviljans stendur sem hæst Sími 81333 Skollaleikur Sýningar i Lindarbæ mánudaginn 8. nóvember kl. 20.30, og fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20.30. Miðasala I Lindarbæ sýningardaga frá kl. 17:oo — 20:30. Aöra daga frá kukkan 17:00 —19:00. Simi 21971

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.