Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 17
I Manni getur nú sárnaö Ég veit ekki nema þetta veröi i siðasta sinn, sem ég skrifa i Þjóð- viljann. Ef snakkið i „mennta- mönnum” fer svo i taugamar á verkalýðnum sem skilja mætti á sumum oddvitum hans, þá mun mörgum fara sem mér að hugsa, að það sem hann helst að varast vann varð þó að koma yfir hann. I afmælisblaðinu 16. okt. s.l. kvartar t.d. formaður Sóknar yfir þvi, að Þjóðviljinn sé á siðari árum ekki annað en „fremur góðlátlegt menntamannablað”. Og formaður Félags járniðnaðar- manna segir berum orðum I sama blaði: „Vonbrigði? Ætli ég láti það ekki f júka, að ég er sáróánægður með Þjóðviljann þegar sjálfum- glaðir menntamenn skrifa meira en helminginn af honum.” Ég hlýt vist sem cand. mag. i islenskum fræðum að teljast til þessara hvimleiðu mennta- manna. Og sjálfumglaður er ég utan nokkurs vafa. Annars er það rangfærsla að kalla þá öðrum fremur mennta- menn, sem lokið hafa t.d. stúdentsprófi. Hver sá maður, sem vinnur verk sitt af kunnáttu, ermenntamaður, hvort sem hann fæst við sorphreinsun eða sagnfræði. En oröið „mennta- maður” sýnist vera orðið all- vinsælt skammaryrði einsog t.d. kom átakanlega fram hjá Þórði frá Dagverðará i sjónvarps- heimsókn, þar sem hann ávarpaði þrásinnis „ykkur þessa hámenntuðu menn”,- án þess að glöggt mætti skilja við hverja væri eiginlega átt. Hinsvegar hygg ég, að flestir þeir „menntamenn”, sem skrifa i þetta blað, séu komnir af alþýðu- fólki. Og ég veit ekki annað en það hafi einmitt verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar, að börn úr hennar röðum fengju jafnt tækifæri til menntunar og afkvæmi auðborgara. Og það er vitaskuld kjarabaráttu verka- Árni Björnsson. lýðsins að þakka eða kenna, að okkur hefur reynst þetta kleift. Höfum við þá launað illa ofeldið? Ég held að það sé a.m.k vilji okkar flestra að beita þeirri menntun, sem við höfum hlotið, alþýðustéttunum i hag. Og þá ekki með þvi að fjalla ein- vörðungu um kaupgjald og önnur þrengri verkalýðsmál, heldur ekki siður um ýmsa þætti á sviði lista og fræða til þess m.a. að efla þann skilning og virðingu fyrir fristundinni, sem Stefán ögmundsson ræðir i ágætri grein sama dag. Nú kann vera, að okkur hafi mistekist hrapallega i þessari viðleitni. En þá væri einkar þarflegt að fá um það ábendingar i hverju þau mistök eru fólgin og hvaða atriði við ættum frekar að taka til meðferðar, ef á annað borð er nokkur hugur á að nýta þetta, sem við höfum numið til. Á hinn bóginn býst ég ekki við öðru en ritstjórn Þjóðviljans myndi fagna þvi, ef verkamenn skrifuðu meira i hann. Einhverjum kann að virðast sem hér sé gert veður af litlu tilefni. En málið er athuga- verðara en sýnist i fljótu bragði. Ihaldsöflin reyna nefnilega gagngert að koma þvi inn hjá al- menningi, að stéttaskipting i þjóðfélaginu sé milli mennta- manna og verkafólks, en ekki milli auðstéttar og launþeganna eða vinnukaupenda og vinnu- seljenda. Og þessi áróður hefur borið mikinn árangur einsog glöggt má sjá og heyra, þegar fólk á götunni er tekið tali af fréttamönnum og spurt um stéttaskiptinguna. Þá kveður undantekningalitið við þessi söngur um menntamenn sem yfirstétt, enda eru þeim óspart gefnar gjafir og kallaðir t.d. „hvitflibbamenn” eða „stofu- kommúnistar”. Það er mál útaf fyrir sig, að háskólamenn i þjonustu rikisins munu almennt hafa lægri tekjur ent.d. iðnaðarmenn. Það eru vart annað en læknar, sem taiist geta hátekjumenn vegna starfs- menntunar sinnar einnar. Lög- fræðingar og viðskiptafræðingar verða það ekki sem embættis- menn, heldur af þvi þeir fara úti bissniss og brask. Hinu er ekki að leyna, að kjör háskólamanna eru miklu betri en almenns verka- fólksins ekki sist að þvi leyti, að þeir vinna ósjaldan þau störf, sem hugur þeirra stendur til. En það er einhver mesta gæfa manna, að vinnan sé þeim ekki böl. Samt sem áður eru það engan veginn menntamennirnir sem slikir, sem arðræna verkalýðinn. Kjör hans mundu ekki batna að neinu marki, þótt laun allra rikis- starfsmanna og annarra launþega yrðu jöfnuð út og allir fengju sama kaup. Það er tiltölu- lega einfalt reikningsdæmi. Arð- ránið fer fram með öðrum hætti ogskiptir þá litlu, hvaða menntun burgeisarnir hafa. Þessvegna tekur það mann beinlinis sárt að sjá forystumenn verkalýðsfélaga gefa áðurnefndri brenglun ihalds- aflanna undir fótinn. 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl.7.00, 8,15ogl0.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristin Sveinbjörns- dóttir les söguna „Aróru og pabba” eftir Anne-Cath. Vestly (6.). Tiikynningarkl. 9.30. Létt lög milli atriða. Barnatíini kl. 10.25: Kaup- staðir á íslandi. Agústa Björnsdóttir stjórnar timanum sem fjallar um Neskaupstað. Meðal annars er frásögn Loga Kristjáns- sonar bæjarstjóra. Lif og lög kl. 11.15: Guðmundur Jónsson les úr ævisögu Sveinbj. Sveinbjörnssonar eftir Jón Þórarinsson og flutt verða lög eftir Svein- björn. 12.00 Dagskráin, Tónieikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.30 A seyði. Einar Orn Stefánsson stjórnar þættin- um. 15.00 1 tónsmiðjunni Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn (3.) 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir tslenzkt mál Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. talar. 16.35 Léttiög: Hljómsveit Gunnars Hahns leikur sænska þjóðdansa. Los Indi- os leika og syngja indiána- söngva. 17.00 Endurtekið efni: Frá Istanbul. Alda Snæhólm Einarsson segir frá (Aður útv. i febrúar 1975). 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Skeiðvöllur- inn” eftir Patriciu Wright- son. Edith Ranum færöi i leikbúning. Þriðji þáttur: „Andri verður frægur”. Þýðandi: Hulda Valtýsdótt- ir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Persónur og ieikendur: Andri/ Arni Benediktsson. Mikki/ Einar Benediktsson. Jói/ Stefán Jónsson. Matti/ Þóröur Þórðarson. Bent Hamm- ond/ Erlingur Gislason. Maður/ Valdimar Helga- son. Kona/ Guðrún Alfreðs- dóttir. Sögumaöur/ Margrét Guðmundsdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnullfinu Þáttur um útgáfustarfsemi I umsjá re kstrarhagf ræðinganna Bergþórs Konráðssonar og Brynjólfs Bjarnasonar, sem ræða við Jóhann Briem framkvæmdastjóra og Markús Orn Antonsson rit- stjóra. 20.00 Þættir úr óperettunni „Suinar í TýróP’eftir Bena- tzky.Flytjendur: Andy Cole, Mary Thomas, Rita Willi- ams, Charles Young ásamt kór og hljómsveit Tonys Os- borne. 20.35 „Oft er mönnum i heimi hætt” Þáttur um neyslu ávana-og fikniefna. Andrea Þórðardóttir og Gisli Helga- son taka saman. — Fyrri hluti. 21.35 „Slavneskir dansar” eftir Antonin Dvorák. Sin- fóniuhljómsveitin i Lundún- um leikur: Willi Boskovsky stj. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. 0 s|ónvarp 17.00 iþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.35 Haukur i horni Breskur myndaflokkur. 3. þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. 19.00 iþróttir. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Maður UI taks. Breskur gamanmyndaflokkur. 1. þáttur. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Litill drengur og hundur- inn hans. Mynd um dreng, sem fer með hundinn sinn á heimilisdýrasýningu. 21.10 Kvartett Guömundar Steingrlmssonar. Kvartett- inn skipa auk Guðmundar: Gunnar Ormslev, Karl MÖller og Arni Scheving. Kynnir er Bergþóra Arna- dóttir og syngur hún tvö lög. Einnig syngur Svala Niel- sen tvö lög. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.35 „Hæg er leið.......” (Heaven Can Wait) Banda- rfsk gamanmynd frá árinu 1943. Leikstjóri Ernst Lubitsch. Aðalhlutverk Charles Coburn, Don Ameche og Gene Tierney. Henry Van Cleve er kominn til kölska og biðst dvalar- leyfis i söium hans. Sá gamli vill fyrst heyra ævi- sögu hans, og er hún rakin i myndinni. Þýöandi Ellert Sigurbjörnsson. 23.20 Dagskrárlok. Laugardagur 6. nóvember 1976 ÞJOÐVILJINN — StÐA 17 Eigum ennþá allt lambakjöt á gamla veröinu: matarkaup Heilir skrokkar 549 kr. kg. lsti verðflokkur. Nýreykt hangikjötslæri 889 kr. kg. Nýreyktir hangikjötsframpartar 637 kr. kg. Hálfir hangikjötsskrokkar 731 kr. kg. Ennþá okkar góða verð á nautakjöti: Úrvals nautahakk I lOkilóa pakkningum, 600kr. kg. nautahamborgarar 50 kr. stk. Nauta bóg- og grillsteikur 655 kr. kg. Laugalœk 2 - Reykjavík - Sími 3 50 20 Sérþjálfun í frumrannsóknum Krabbameinsfélag íslands óskar að sér- þjálfa nema i frumurannsóknum. Þeir sem hafa áhuga á þessu starfi sendi vin- samlegast umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 15. nóvember nk. til yfirlæknis frumurannsóknastofu Krabbameinsfélagsins, Gunnlaugs Geirs- sonar, Suðurgötu 22, Box 523. Laun meðan á námi stendur. Krabbameinsfélag íslands SÝNING Erlend timarit heldur sýningu á visinda og tæknibókum, listaverkabókum, skáld- sögum, barnabókum, nótum og hljómplöt- um frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu og Ungverjalandi i húsnæði Byggingaþjón- ustu Arkitektafélags Islands að Grensás- vegi 11. Opið daglega frá 14-22. Sýningin stendur yfir til'8. nóv. Ókeypis aðgangur. /j||l Almenningsvagn Til sölu er 45 farþega almenningsvagn, Scania Vabis árgerð 1965, ef viðunandi til- boð fæst. Nánari upplýsingar gefur Jón Stigsson, eftirlitsmaður fyrirtækisins. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur Simi 1590 Blikkiðjan Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu —ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.