Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. nóvember 1976 Þrjú á palli — Halldór Kristinsson, Edda Þórarinsdóttir og Troels Bentsen. Þrjú á palli á þjóölagahátíö í Svíþjóð Nú um helgina er haldin nor- ræn þjóðlagahátlð i Stokkhólmi. Að þessari hátiö standa: Sænska musiknetet, Nómus, Sænska rigskonsertar, Menn- ingarnefnd Stokkhólms og Nor- ræni menningarmálasjóourinn. Til hátiöarinnar er boðiö söngtrióum og kvartettum, sem leggjá áherslu á að túlka þjóð- lega tónlist með nútimablæ, samtals 15 eða 16 flokkum. Fulltrúar tslands á hátfðinni eru Þrjú á palli. Þau syngja og leika á hljómleikum, sem haldnir eru nú um helgina i gamla þinghúsinu i Stokkhólmi. t Þrjú á palli eru: Edda Þorarinsdóttir, Halldór Kristinn og Troels Bentsen. Kontrabassaleikari þeirra er Rikharður Pálsson. Norskir styrkir til list- rannsókna Oslóarborg veitir styrk að upphæð krónur 12 þús. norskar til að kanna list Edvards Munchs og er hann veittur til norðurlandabúa. Ekki eru gerðar kröfur til aldurs eða menntunar en stjórn borgar- listasafnanna I Osló veitir styrkinn eftir ábendingu frá forstöðumanninum. Syrknum fylgir húsnæði. Borgarlista- söfnin i Osló áskilja sér for- gangsrétt til að birta niöurstöð- ur af rannsóknum. Umsókn með upplýsingum um menntun og tilgang rann- sókna sendist fyrir 20. nóv. 1976 til Oslo kommunes kunstsam- linger, Munch-museet, PB 2812, Kampen, Oslo 5. Þá veitir Oslóarborg 4000 kr.n. styrk úr Amaldus og Laura Nielsens sjóði til að rann- saka norska málaralist. Umsóknir sendist fyrir 20. nóv. á sama stað. Ennfremur veitir Oslóarborg styrk til að kanna list Gustavs Vigelands að upphæð kr. 12. þús. norskar og áskilur sér forgangs- rétt til aö birta niðurstöður rannsókna. Umsóknir sendist fyrir 20. nóv. á sama stað. I-OICOIMH lí <;i mn xnssox ÚSFREYJA UÐRÚN SÐyiTir JÓN AUDUNS Lífoglífsviö- horfsr.Jóns Auöuns Komin er út hjá Skuggsjá bókin Lif og lifsviðhorf eftir sr. Jón Auðuns. Höfundur kemur viða við, segir frá uppruna sinum, upp- vaxtarárum, bæði i Isafjarðar- kaupstað og á gömlu vestfirsku stórbýli og þeim mönnum, inn- lendum og erlendum sem hann telur einkum hafa mótað lifsvið- horf sin. Hann greinir frá af- stöðu sinni til ýmissa guðfræði- kenninga, kynnurn sinum af ráðgátum dulsálfræðinnar og hugsanlegum skýringum á þeim. Sr. Jón segir frá kynnum sinum af listamönnum, skáld- um menntamönnum og alls kon- ar fólki. Orlagasögu sumra las hann sem barn á gömlum leg- steinum, öðrum kynntist hann á uppvaxtar- og námsárum og i 43 ára preststarfi. Bókin er 292 bls. og fylgir henni skrá yfir mannanöfn. rithöfundarins Guðmundar Friðjónssonar og móöir Þór- odds sem bókina skrifar. A bókarkápu stendur ma.: Lifsbarátta Guðrúnar Odds- dóttur var lengst af erfið. Þau Sandshjón áttu löngum við fá- tækt að stríða, en heimilið stórt, börnin voru 12 að tölu. Þá varð heilsuleysi og ástvinamissir hlutskipti hennar, hún missti tvö barna sinna og sjálf lifði hún mann sinn. En Guðrún var and- lega sterk og sigraðist á öllu mótdrægu með sálarró og heið- rikju þess hugar, sem eingöngu sterkum konum er gefinn. Af sjónar hrauni, austfirskir þættir Skuggsjá hefur gefið út bók- ina Af sjónarhrauni, austfirskir þættir eftir Eirik Sigurðsson. Húh er 192 bls. og fylgir henni nafna- og heimildaskrá. 1 þáttunum kennir margra grasa. Sagt er frá prentlist og blaðaútgáfu á Eskifirði, ábúendatal Disastaða er rakið og einnig er itarleg lýsing á Fossárdal og byggðinni þar. Þá er sagt frá listamönnunum Finni Jónssyni og Jóhannesi Kjarval og dr. Stefáni Einars- syni og móður hans Margréti á Höskuldsstöðum i Breiðdal. Loks er nokkurt safn þjóö- sagna úr Borgarfirði eystra. lilHÍKliR ¦.. SICNUKDSSOK , SJONARHRAIINI y s.u ihshiií ÞArrriit ¦ ¦ Húsfreyjan %¦]"•£ ¦•'.$$*-• á Sandi Þóroddur Guðmundsson hefur sent frá sér bókina Húsfreyjan á Sandi, Guðrún Oddsdóttir. Það er Skuggsjá sem gefur bókina ut. Er hún 232 bls. og fylgir nafnaskrá. Guðriin Oddsdóttir var kona Athöfn eftir Dieter Asmus frá Hamborg. „Þýskir nútímagrafík" frestaö Flutt á Kjarvalsstaði vegna stæröar Sýninguna átti að halda i Bogasal og opna nk. laugardag en þegar til kom reyndist sýn- ingin svo viðamikil, að þaö hefði orðið að skipta henni niður i a.m.k. 2 sjálfstæðar sýningar I þéttri upphengingu ef sýna hef ði átt allar myndirnar. Svo vel vi'ldi til að Vestursalur Kjar- valsstaða losnaði óvænt á tima- bilinu 27. nóvember — 14. des., og var þá ákveðið að flytja sýn- inguna þangað, — en það skeöi ekki fyrr en búið var að senda öll boðskort á sýninguna i Boga- sal. Eru boðsgestir vinsamlega beðnir að athuga þetta og að kortin gilda að sjálfsögðu á sýn- inguna að Kjarvalsstöðum, sem verður opnuð laugardaginn 27. nóvember. — Hér er ótvlrætt um aö ræða einn merkasta myndlistarvið- urð á þessu ári hérlendis. Fé- lagið Germania stendur að sýn- ingunni i samvinnu við Instutit fur Auslandbeziehungen I Stutt- gart. Bragi Asgeirsson hefur tekið að sér að sjá um uppheng- ingu og framkvæmd sýningar- innar i Reykjavik ásamt félög- um i tslenskri Grafik. Þessi mynd er ein af mörgum myndum Asgrfms Jónssonar úr Húsafellsskógi, máluð árið 1950. Haustsýning Ásgríms- safns opnuö í dag myndir, sem varðveittar eru I Asgrimssafni. Eins og undanfarin ár kemur út á vegum Asgrlmssafns nýtt jólakort. Er það prentaö eftir ollumálverkinu Vor á Húsafelli, en sú mynd vakti mikla athygli á Asgrlmssýningunni á Kjar- valsstöðum. Þetta kort er gert i tilefni af aldarafmæli Asgrlms Jónssonar, og verður aldrei endurprentaö. Asgrlmssafn, Bergstaöa- stræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1,30-4. Aðgangur ókeypis. A morgun verður haustsýning Asgrlmssafns opnuð, og er hún 44. sýning safnsins. Aðal uppistaða þessarar sýn- ingar eru vatnslitamyndir, málaðar á hálfrar aldar tlma- bili, og nokkrar þeirra sýndar I fyrsta sinn nú. Viðfangsefni Asgrlms Jóns- sonar I þessum myndum eru m.a. blóm, Þjórsárdalur, Borgarnes, Húsafell, Þingvellir og Reichenhall I Þýskalandi, en þar var Asgrlmur um tlma sér til heilsubótar árið 1939. Málaöi hann þar nokkrar vatnslita-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.