Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.11.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. nóvember 1976 MOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfnfélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. SANNLEIKSYITNI MORGUNBLAÐSINS Þessa dagana eru 20 ár liðin siðan Sovétrikin sendu óvigan her inn i Ung- verjaland til að tryggja þar stjórnarfar, sem ráðamönnum stórveldisins væri að skapi. Þegar þessir atburðir gerðust var þeim harðlega mótmælt um viða veröld, ekki sist af sósialistum i Vestur-Evrópu. Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið voru að sjálfsögðu i hópi þeirra, sem hvað harðast fordæmdu innrásina. 1 forystugrein Morgunblaðsins i gær er þvi hinsvegar enn haldið blákalt fram að islenskir sósíalistar hafi fagnað innrás- inni i Ungverjaland fyrir tuttugu árum og „gengið erinda sovéskrar kúgunar- stefnu”. Alveg sérstaklega er þetta borið á Magnús Kjartansson, þáverandi rit- stjóra Þjóðviljans. Hér er um slikar stórlygar að ræða, að við fátt verður jafnað, og að sjálfsögðu eru þær settar fram vitandi vits. Að bera á borð slikan óhroða og þann, sem birtist i forystugrein Morgunblaðsins i gær er hins vegar vart á færi annarra en þeirra, sem eru hvort tveggja i senn að kalla siðlausir og illa sakbitnir vegna langvarandi þjónk- unar við hagsmuni erlends valds á íslandi. Að gefnu tilefni viljum við birta hér kafla úr forystugrein Þjóðviljans þann 6. nóvember fyrir 20 árum, en greinina skrifaði Magnús Kjartansson daginn eftir innrásina i Ungverjaland. Þar segir: „Með þessum aðförum eru þverbrotnar sósialistiskar meginreglur um réttindi þjóða. Hver þjóð heims á að hafa rétt til að ráða örlögum sinum sjálf og móta þau...Á þvi er enginn vafi að atburðirnir i Ung- verjalandi hófust sem uppreisn alþýðu manna gegn rikisvaldi, sem hafði misst tök á verkefnum sinum. Rikisstjórn lands- ins hafði gert sig seka um mjög alvarleg mistök i efnahagsmálum og hafði einnig orðið að játa á sig stórfellda pólitiska glæpi. Engu að siður kórónaði rikisstjórn- in feril sinn með þvi að biðja sovéska her- inn að koma sér til hjálpar og skakka leik- inn....Það hefur verið háttur þessa blaðs, að láta Sovétrikin njóta sannmælis, og eiga ekki hlut að óhróðri þeim, sem yfir þau hefur verið dembt 'láflaust i nærfellt fjóra áratugi. En það er þá einnig skylda þessa blaðs að andmæla skýrt og skorin- ort, ef ráðamenn Sovétrikjanna vinna verk, sem ekki er i samræmi við hugsjónir sósialismans”. Svona var nú skrifað i Þjóðviljann um innrásina i Ungverjalandi fyrir 20 árum, — og þetta kallar Morgunblaðið i gær „að ganga erindi sovéskrar kúgunarstefnu”!! — Þvilikar lygar, þvilikar stórlygar! 1 sama eintaki af Þjóðviljanum, það er frá 6. nóvember 1956, er einnig að finna samþykkt frá miðstjórn og þingflokki Alþýðubandalagsins. Þar er innrásin i Ungverjaland fordæmd og hvatt til, að fulltrúum Islands hjá Sameinuðu þjóð- unum verði falið að fordæma innrásina harðlega á þeim vettvangi, svo og árás breta og frakka á Egyptaland, sem átti sér stað á svipuðum tima. Tekið er fram i ályktuninni, að Alþýðubandalagið telji framkomu rússa „óverjandi og ósæmilega og háskalega heimsfriðnum”. Þetta eru staðreyndir málsins, en fyrir ritstjóra Morgunblaðsins skipta þær vist akkúrat engu máli, frekar en oft endra- nær. Það er svo einnig látið fylgja með i forystugrein Morgunblaðsins i gær, að enn hafi Magnús Kjartansson gengið erinda sovéskrar kúgunarstefnu, þegar rússar réðust inn i Tékkóslóvakiu i ágúst 1968, hann hafi fagnað innrásinni „og lét i ljós þá einlægu ósk, að tékkar og slóvakar mættu aldrei eignast frjáls blöð og frjálsa flokka”, segir Matthias sálmaskáld, — sannleiksvitnið það. Allir, sem eitthvað vilja vita, þekkja að enginn hefur fordæmt innrás rússa i Tékkóslóvakiu harðar en einmitt Magnús Kjartansson og þau stjórnmálasamtök, sem hann hefur starfað i. Að kvöldi inn- rásardagsins skrifaði Magnús m.a. grein, þar sem hann lét i ljós þá ósk, að um alla Tékkóslóvakiiu finndi innrásarherinn hvergi nokkra innlenda leppa, eða nokkurt það blað, sem gengi hinu erlenda stórveldi á hönd og þjónaði þvi með svipuðum hætti og Morgunblaðið þjónaði þvi erlenda valdi, sem við hér á Islandi ættum i höggi við. Þjóðviljinn vill hér og nú skora á Morgunblaðið að birta nú þegar i heild i fyrsta lagi forystugrein Þjóðviljans frá 6. nóvember 1956, skrifaða daginn eftir inn- rásina i Ungverjaland, — i öðru lagi sam- þykkt miðstjórnar Sósialistaflokksins, áður birt i Þjóðviljanum daginn eftir inn- rás rússa i Tékkóslóvakiu i ágúst 1968, — og i þriðja lagi Austragrein Magnúsar Kjartanssonar, þar sem hann óskar tékk- um þess i ágúst 1968, að ekkert leppblað i þjónustu rússa fyndist i landi þeirra. —Við erum reiðubúnir að birta hér i Þjóð- viljanum á móti sjálfvalið efni frá Morgunblaðsmönnum, sem tæki allt að helmingi meira pláss. Neiti Morgunblaðsmenn þessu mun lygamerkið fylgja þeim yfir i eilifðina. k. Vitrir koinm- únistar (indriði) Indriöi G. Svarthöföi skrifaöi afmælisgrein um Þjóöviljann á dögunum. Þar reynir hann aö sproksetja oss komma meö ýmsum dæmum um aö allt sé i heimihverfult. En áttar sig ekki á þvi, sem ekki heldur er von, aö marxismi hefur alla tiö byggt á þeirri forsendu fyrst og fremst aö ,,allt sé i heimi hverfult”, heimur breytist — og sé breytanlegur. En sleppum þvi. Undir lokin kemur Indriöi aö þvi, sem veld- ur honum mestum áhyggjum en þaö er þetta: „Obreytt stendur hins vegar hugmyndin góöa um aö kommúnistar séu vitrari en annaö fólk. Þessa hugmynd hef- ur verið hægt aö selja langt inn i raöir islenskrar borgarastétt- ar”. Hlutdeild í als- nœgtaþjóð- félaginu Þessi orö hljóma sem sterkleg viðvörun til hinna borgaralegu vina Indriöa Svarthauss og eru ekki borin fram aö ástæöulausu. Einmittþessa daga var veriö aö ganga frá samningi borgarráös viö Indriða um aö hann sæti i nokkur ár viö aö semja stóra bók um Kjarval, aö þvi er sýnist með þeim sjaldgæfu skilmálum aö höfundur hafi nokkuö sjálf- dæmi um kostnaö. Þessi samningur, meö öörum sporsl- um, bendir til þess, aö íhaldiö vilji brydda upp á þeirri fróö- legu félagslegu tilraunastarf- semi að tryggja Indriöa per- sónulega þaö allsnægtaþjóöfé- lag sem vér kommar höfum stundum veriðaö veifa og hefur verið lýst sem svo: „Hverstarfi eftir getu og fái eftir þörfum”. En eins og vænta mátti bregö- ast kommafjandarnir einir manna neikvætt viö þessari til- raun. Eins og fyrri daginn þykj- ast þeir allt betur vita en aörir menn, þar meö taldir Ölafur B. Thors,DaviöOddsson og Indriöi G. Svarthöföi. Þeir eru aö þusa um að kannski sé þetta ekki á færi Indriða, leyfa sér jafnvel þann dónaskap og oflátungshátt að halda að listfróöir menn eigi aö koma viö sögu þegar sett er saman rit um meistara Kjarval, sem nýtur svo mikillar opin- berrar fyrirgreiðslu, aö önnur viöleitni tilaöskrifa um Kjarval mun ekki samkeppnishæf um langan aldur. Þaö er ekki nema von aö Indriði reyni aö vara viö svona athugasemdum, útlista fyrir viröulegu borgaralegu fólki þaö „ofstæki og mann- fyrirlitningu” sem felistaö baki viskumonti kommanna. Stórir menn í litlum heimi NU veröur Indriði sjálfsagt ekki lengi aö hrista þessi tvö bindi um Kjarval fram úr erm- inni ef viö þekkjum hann rétt — til dæmis af bókinni um Stefán tslandi. Þvi er strax komið á dagskrá að finna honum ný og veröug verkefni. Viö viljum fyr- ir okkar parta leggja þaö til, aö Indriöa veröi falið aö setja sam- an félagslega og heimspekilega rannsókn i þrem bindum um sögu hinnar islensku sjálfshafn- ingar. Heiti verkið: „Stórir menn i ailtof litlum heimi”. — áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.