Þjóðviljinn - 18.11.1976, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. nóvember 1976
Einhver fötlun verður hlut
skipti tíunda hvers manns
Magnús Kjartansson hetur lagt
fram á Alþingi tillögu til þings-
áiyktunar um endurhæfingu. Hér
hefur áöur veriö getiö um efni til-
iögunnar, en lagt er til m.a., aö öll
endurhæfingarmál heyri hér eftir
undir heilbrigöis- og trygginga-
máiaráöuneytiö en ekki undir fé-
iagsmálaráöuneytiö svo sem ver-
iö hefur.
Þá er f tillögunni einnig lagt til
aö skipuö veröi nefnd sérfræöinga
og fulltrúa fatlaöra til aö vinna aö
lagabreytingum og nýjum lögum
er felli endurhæfingu aö heilsu-
gæslu- og heilsuverndarkerfinu i
landinu.
1 greinaargerö meö tillögunni
segir m.a.:
Tekurtil ótrúlegs
fjölda fólks
1 löndum, þar sem lffskjör eru
sæmileg og heilsugæsla vel skipu-
lögð, er fötlun algengasta manna-
mein. Fötlun getur veriö bæöi
andleg og lfkamleg og orsakir
hennar margvlslegar: hún getur
veriö meöfædd, afleiöing slysa og
hinna ólikustu sjúkdóma. En sé
fötlun skoöuö I heild tekur hún til
ótrúlegs fjölda fólks. 1 Sviþjóö og
Noregi hafa verið framkvæmdar
tölfræöilegar kannanir á tiðni
fatlana og leitt I ljós að ekki
minna en tiundi hver maöur veröi
fatlaður á lifsleiöinni, mismun-
andi lengi og mismunandi alvar-
lega. í Sviþjóö er taliö aö 500.000
manna á vinnualdri eigi viö lik-
amlega fötlun að stríða, og
fimmti hluti þessa stóra hóps sé
svo illa fatlaöur aö menn eigi erf-
itt með jafn óhjákvæmilegar dag-
legar athafnir og að klæöa sig úr
og I, matast, fara á salerni og
annast likamlegt hreinlæti.
Skýrslur sjúkrasamlaga i Sviþjóð
sýna að árlega koma 150.000 lang-
dvalarsjúklingar á sjúkrahús og
aö um þriöjungur þeirra þurfi á
endurhæfingu að halda. I Sviþjóö
eiga menn þess kost aö fá ellilaun
fyrr en almennar reglur kveöa á
um. Fjöldi þessa fólks hefur auk-
ist úr 150.000 manns i janúar 1965 i
ca. 278.000 i janúar 1974 og megin-
ástæöan er talin skortur á aöstööu
til endurhæfingar.
1 Sviþjóð veröa 135.000 manns
árlega fyrir vinnuslysum. Um
2.500 verða fyrir varanlegri fötlun
af þeim sökum og 400 fyrir fötlun
á háu stigi. Þar i landi eru um
15.000 manns árlega lagðir á
sjúkrahús vegna afleiðinga af
umferðarslysum, og um helming-
ur þeirra, eða 7.000-8.000 manns,
hefur reynst eiga viö einhvers
konar fötlun að striöa fimm árum
siöar. Þar eru oft um mænu-
skaddanir aö ræöa. Arlega bætast
viö I Sviþjóö 150 alvarlega mænu-
skaddaðir sjúklingar, flestir ung-
ir, og þeir ná nú oft háum aldri.
Þessar tölur eru teknar úr
sænska læknablaðinu frá 12. mai I
ár. Jafn nákvæmar kannanir
munu ekki tiltækar hérlendis, en
allt bendir til þess aö fötlunar-
sjúkdómar séu engufátiöari á Is-
landi þótt hlutfalliö milli tegunda
þeirra kunni aö vera eitthvaö á
aðra lund. Þar sem fötlun af ein-
hverju tagi veröur hlutskipti ti-
unda hvers manns og vel það, þótt
mislengi sé, er ljóst aö hér er um
aö ræöa þaö mannamein sem vlö-
tækast er á sviöi heilbrigöismála.
Endurhæfingarstofnanir
verði tengdar sjúkrahús-
um
Þegar lögum um Stjórnarráö
tslands var breytt 1969 og m.a.
stofnaö sérstakt heilbrigöisráöu-
neyti, var endurhæfing og mál,
sem henni voru tengd, látin halda
sér innan félagsmálaráöuneytis-
ins. Endurhæfingarfélög, sem
fyrst og fremst hafa verið stofnuð
aö frumkvæöi almannasamtaka,
eins og Samband islenskra
berklasjúklinga, sem unniö hefur
afreksverk, flokkast undir félags-
málaráðuneytiö, likt og litið sé á
endurhæfingu sem vandamál
vinnumarkaðarins, en ekki þeirra
einstaklinga sem berjast viö fötl-
un. Þetta eru leifar af gömlum og
úreltum viðhorfum, þar sem heil-
brigöisþjónustunni var ætláö það
hlutverk eitt aö vinna bug á sjúk-
dómum og gera að meinum
þeirra sem urðu fyrir slysum, án
þessaðsinna þeirri fötlun sem oft
fylgdi I kjölfarið. í baráttu gegn
fötlun kemur vissulega fleira til
en hrein læknavísindi, einnig fé-
lagslegir þættir sem m.a. stefna
að þvi aö gera fatlað fólk vinnu-
fært, en læknavisindin eru tvi-
mælalaust grundvöllurinn, og
heildarskipulagiö veröur að vera
i samræmi við það. Þvi er hér lagt
til aö endurhæfingarstarfsemi af
öllu tagi verði flutt frá félags-
málaráðuneytinu til heilbrigöis-
ráðuneytisins, endurhæfingar-
stofnanir verði tengdar sjúkra-
húsum og heilsugæslustöðvum
um land allt falið aö vinna aö
endurhæfingu. Hins vegar er lögð
áhersla á aö þau fjölmörgu sam-
tök áhugamanna, sem hér hafa
risiö upp og vinna aö endurhæf-
ingu fái sem viðtækastan og já-
kvæöastan starfsgrundvöll á-
fram.
Magnús Kjartansson
Úr greinar-
gerð með
tillögu
Magnúsar
Kjartansson
ar um end-
urhœfingu
þingsjá
Rjúfa þarf einangrun fatl-
aðra
Þá gerir tillagan ráö fyrir þvi
að heilbrigðisráöherra skipi
nefnd fatlaðra og sérfræöinga til
þess aö endurskoöa alla löggjöf
um endurhæfingu. Þróunin á
þessu sviöi hefur orðið svo ör að
islenska löggjöfin er oröin úrelt i
ýmsum meginatriöum. Þaö, sem
gerst hefur smánarlegast á þvi
sviöi, er sú stórfellda lækkun á
raungildi örorkulifeyris og ör-
orkubóta sem framkvæmd hefur
verið á siöustu tveimur árum og
er islensku þjóðfélagi til van-
virðu. Auk þess er meginatriöi að
vinna sem skipulegast aö þvi að
tryggja fötluðu fólki atvinnu,
rjúfa þannig einangrun þess og
tryggja þvi vinnutekjur. Sú stór-
fellda breyting, sem oröiö hefur á
atvinnuháttum undanfarna ára-
tugi, m.a. meö aukinni vélvæð-
ingu, gerir fötluöum kleift aö taka
þátt I framleiðslustarfseminni i
miklu ríkara mæli en áður var.
Þá er ástæöa til þess aö leggja á-
herslu á aö koma upp vel búnum
opnum göngudeildum. þar sem
fólk geti fengiö þjálfun þó það búi
heima hjá sér og njóti sömu
kjara, t.d. i sambandi við lyfja-
kaup, og þeir sem á sjúkrahúsum
dveljast.
Til að sýna dæmi um það,
hversu viöa skórinn kreppir aö I
þessum efnum, þá birtir Magnús
Kjartansson i greinargerö sinni
meö tillögunni ályktanir frá slö-
asta þingi Sjálfsbjargar — lands-
sambands fatlaðra um þrjá af-
markaða þætti, það er trygginga-
mál, farartækjamál og atvinnu-
mál fatlaðra.
Við tökum hér upp samþykkt-
irnar um tryggingamál og um at-
vinnumál.
Tryggingamál
1. örorkulifeyrir einstaklings
að viðbættri tekjutryggingu veröi
ekki lægri en sem svarar 80% af
almennu dagvinnukaupi.
2. örorkulifeyrir einstaklings
án tekjutryggingar veröi ekki
lægri en sem svarar 40% af al-
mennu dagvinnukaupi.
3. Með skfrskotun til 78. grein-
ar laga um almannatryggingar
krefst þingið þess, að breytingar
á upphæðum bóta veröi gerðar
samtimis breytingum á kaupi i
almennri verkamannavinnu.
4. tJr frumvarpi til laga um
breytingu á lögum nr. 67 1971, um
almannatryggingar, sbr. lög nr.
112/1972 og nr. 62/1974, 1. gr.: 50.
gr. Slöasta málsgrein oröist svo:
Ef elli-, örorku- eöa ekkjulif-
eyrisþegi dvelst lengur en einn
mánuö á stofnun, þar sem
sjúkratryggingar greiöa fyrir
hann, fellur lifeyrir hans niöur, ef
vistin hefur veriö lengri en 4 mán-
uðir undanfarandi 24 mánuöi.
Heimilt er þó tryggingaráöi aö
víkja frá þessum timamörkum er
sérstaklega stendur á. Sé dvölin
ekki greidd aö fullu, er heimilt að
greiða lifeyri, allt að þvi, sem
vantar. Ef hlutaöeigandi er al-
gjörlega tekjulaus, skal Trygg-
ingastofnunin greiða honum
sjálfum 25% lágmarksbóta.
Heimilt skal Tryggingastofnun-
inni aö hækka bætur þessar i allt
að 50% lífeyris, enda telji viö-
komandi stofnun það nauösynlegt
miðað viö þarfir umsækjanda á
stofnuninni. Hafi bótaþegi tekjur,
sem þó eru undir 50% llfeyris,
skal Tryggingastofnuninni og
heimilt aö greiða mismun þeirra
tekna annars vegar og 50% lifeyr-
is hins vegar, að fenginni tillögu
hlutaöeigandi stofnunar.
5. Þingið skorar-^á heilbrigöis-
og tryggingamálaráðuneytið aö
hlutast til um aö sjúkratrygging-
ar greiði aö fullu læknishjálp lif-
eyrisþega, sem dvelja i heima-
húsum.
6. Þingið telur fyllilega tima-
bært, aö tryggingakerfiö veröi
gertsveigjanlegra en veriö hefur,
til dæmis með þvi, að opnaöir
verði möguleikar fyrir lifeyris-
þega til aö fá lán hjá Trygginga-
stofnun rikisins til lagfæringa eöa
kaupa á eigin húsnæði.
7. Endurskoöuö veröi 12. grein
almannatryggingalaganna varö-
andi örorkumat, þannig aö breytt
verði tekjuviðmiöun greinarinn-
ar.
8. Þingiö telur nauösynlegt aö
allir þjóðfélagsþegnar verði
slysatryggöir, hvort heldur þeir
eru i starfi eða ekki og án tillits til
aldurs.
9. Þiijgið skorar á Alþingi aö
hraða s'etningu löggjafar um sér-
stakan tryggingadómstól samkv.
6. grein almannatryggingalag-
anna.
10. Þingið skorar á heilbrigöis-
og tryggingamálaráðuneytiö að
hraða könnun framfærslukostn-
aðar, sem fram átti aö fara á þess
vegum, samkv. lögum nr. 13 frá
23. mai 1975.
11. Þingiö skorar á fjármála-
ráöuneytiö að fella niöur tolla og
skatt af öllum hjálpartækjum
fatlaðra.
12. Þingiö bejdir á þá herfilegu
afturför, aö lifeyrisþegar þurfi að
greiða sjúkratryggingagjöld, og
telur að bráöabirgöalög nr.
95/1976 séu mistök, sem beri að
leiðrétta.
13. Þingiö lítur svo á, aö hjón
eigi að fá greiddan lifeyri, sem
samsvarar lífeyri tveggja ein-
staklinga.
14. Þingiö telur aö eitt aöalverk-
efni félagsdeildanna sé aö afla sér
upplýsinga um bótarétt félaga og
gæta þess að einstaklingar noti
allán rétt sem þeim ber.
15. Þingið beinir þvl til Trygg-
ingastofnunar rikisins að rýmkuð
veröi nú þegar ákvæöi um niöur-
greiöslu á skóm fyrir fatlaða.
16. Aö barnalifeyris verði
greiddur með börnum örorkulíf-
eyrisþega þótt börnin eigi ekki
lögheimili hér á landi.
Atvinnumál
1. Þar sem fólki, sem býr við
skerta starfsorku, hefur reynst
erfitt aö fá atvinnu viö sitt hæfi,
hefur reynslan oröið sú, að þaö
hefur neyöst til aö eyöa ævi sinni
atvinnulaust, heima eða á stofn-
unum, sem óneitanlega verður
þjóöinni dýrara heldur en ef þess-
um hópi væri gert kleift aö kom-
ast út I atvinnulifið og leggja sitt
af mörkum i uppbyggingu þjóöfé-
lagsins og þjóðarbúsins. Þingiö á-
litur þvi, aö leysa þurfi atvinnu-
mál þessa hóps hiö bráöasta, og
leggur þessar tillögur til grund-
vallar.
2. Þingiö beinir þeirri áskorun
til rikis og sveitarfélaga, aö þau
taki upp samþykkt borgarráös
Reykjavikur frá 18/3 1976, um
skipulagöa, sérhæfða vinnumiöl-
un fyrir öryrkja, þar sem mikið
skortir á, aö fólk meö skerta
vinnugetu eigi kost á störfum viö
Framhald á bls. 14.
„Lúxus”-verbúðirnar
Snæfellingar komu töluvert
við sögu i fyrirspurnatlma Sam-
einaös Alþingis I gær. Auk um-
ræöu um fyrirspurn Jónasar
Arnasonar um fiskvinnsluverk-
smiöju á Snæfelisnesi komust
einnig til umræöu fyrirspurnir
hans um „úrbætur I atvinnu-
málum á utanveröu Snæfells-
nesi”.
Jónas Arnason fylgdi fyrir-
spurnunum úr hlaöi og sagöi
þær ekki hvaö sist fram bornar
vegna hins slæma atvinnu-
ástands i ólafsúik. Hráefnis-
skortur fiskvinnslustöðvanna
þar væri tilfinnanlegur og þvi
leituðu ólafsvlkingar nú eftir
aöstoö viö kaup á skuttogara.
Fiskveiöasjóöur, Byggðasjóöur
og Framkvæmdastofnunin
heföu sýnt málinu skilning en
hvers væri aö vænta frá rlkis-
stjórninni?
Arið 1972 var stofnaö hluta-
félag til að reisa verbúöir á Rifi.
Hingaö til hefði lánsumsóknum
veriö synjaö á þeirri forsendu
aö búöirnar ættu aö veröa
of Iburöarmiklar. Nú heföi
Rif h.f. boöist til aö borga
kostnaöarmismuninn á hæfilega
Frá umrœðum i
Sameinuðu þingi
í gœr um fyrir
spurnir Jónasar
Arnasonar um
úrbœtur i
atvinnumálum á
utanverðu
Snœfellsnesi
finum verbúðum, aö mati lán-
veitenda, og luxusbúðunum en
jafnvel það tilboö heföi ekki
dugaö og sæti málið nú fast.
Forsætisráðherra taldi
atvinnuaátandíð á utanveröu
Snæfellsnesi ekki svo tiltakan-
lega slæmt og las tölur úr
atvinnuleysisskýrslum þvi til
sönnunar. Annars heföi Fram-
kvæmdastofnuninni veriö faliö
aö kanna þetta mál og skila áliti
til ríkisstjórnarinnar. Rikis-
stjórnin gæti ekki tekiö afstööu
til málsins fyrr en þessi álits-
gerð lægi fyrir. Hætt væri nú að
veita 13% rikisábyrgð fyrir
kaupum á togurum erlendis frá,
enda væri togaraflotinn oröinn
nægilega stór til þess aö veiöa
þann fisksem veiöa mætti. Væri
þvi ekki skynsamlegt aö stuðla
aö auknum skipakaupum. Þar
að auki gætu innlendar skipa-
smiöastöövar annaö smiöi
þeirra skipa, sem við þyrftum.
Hinsvegar vildi ríkisstjórnin
gjarnan styðja viö bakiö á olafs-
víkingum i lifsbaráttu þeirra.
Um verbúöirnar væri þaö aö
segja, aö rlkisstjórnin heföi ekki
haft afskipti af þeim málum og
ekki eölilegt aö hún gerði þaö.
Jónas Arnasonkvaö ekki fara
batnandi tiöindin frá ráðherran-
um. Hvaö ætti forsætisráöherra
við meö þvi, aö rikisstjórnin
vildi styöja viö bakiö á ólafsvlk-
ingum? en fellst þó ekki á aö
veita rikisábyrgö fyrir togara-
kaupum. Hverskonar stuöning
hefur stjórnin i hyggju? Þaö
væri fróölegt aö frétta af þvi.
Ráöherra talaöi um að atvinnu-
leysi væri ekki I ólafsvik og
vitnaði I skýrslur. Þaö ætti ráð-
herrann þó aö vita, aö þó aö
menn hengju I þvi aö hafa 8 klst,
vinnu þá lifði ekki verkafólk af
þvi. Svo væri komið, aö afnám
yfirvinnu þýddi nánast atvinnu-
leysi. Þetta væri staöreynd þó
aö hana væri ekki aö finna i
atvinnuleysisskýrsíúm.
Og svo er lánum til verbúö-
anna synjaö á þeim forsendum,
að þær séu of mikill lúxus fyrir
verkafólkið. Allt er nú á eina
leiö.