Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 2
Skrifið eða hringið. Tvígreidd ar aug- singar Hlustandi kom að máli við Bæjarpóst og sagði að sér hefði oft dottið það í hug að útvarpið fengi tví- vegis greitt fyrir aug- lýsingar sem í því eru f luttar. — Fyrst greiða auglýsendur fyrir að fá auglýsingar slnar fluttar, siðan greiða hlustendur fyrir að fá að hlusta á þær meö afnotagjaldinu. Þessi flutningur tekuroft upp undir klukkutima i einu oft á dag. Þetta er þó nokkuð stór hluti af dagskránni og gæti margt komið i stað aug- lýsinganna, sagði „hlustandi”. Einnig vildi hann koma skoðun sinni á framfæri að það væri mikið mannúðarverk að koma þeirri rikisstjórn sem nú situr frá völdum. — Það væri manndómur að þvi' að víkja henni frá og liklega eru margir sem þannig hugsa, sagöi hann. Óvist hvort Nordglóbal fæst leigður, (Mbl. 30/11 sl.) Ennþá eróvissa með Nordglóbal, (Mbl. 2. des. s.l.). Nordglóbal kemur ekki. 60-70 þús. tonna loðnuveiði tapast, — segir Kristján Ragnarsson formaður L.t.Ú. i Mbl. 7. des. sl. Nordglóbal-áhugi Mbl. hefur aldrei verið háleitari en þessa dagana. Loðnuspáfugl þess spáir 60-70 þús. tonna tapi. Ekkert er að treysta á þennan spámann, tonnin gætu eins oröið 140 þús. Allt eftir magni á mið- unum, tiðarfari og einnig örlæti Við getum sjálfir unnið úr okkar loðnuafla loðnunefndar við aö mata útlenda. Spádómurinn lætur þess hvergi getið hvað skipið kostar þjóðina, fengi það ekkert tonn til bræðslu. An aðstoðar Matthiasar Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra hefði aldrei tekist að fá Nordglóbal leigt á sinum tima, fullyrðir Vil- hjálmur Ingvarsson. Nú verður skiljanlegt áhuga- leysi rikisstjórnar tvimenning- anna við að endurbæta bræðsl- urnar sinar , stækka geymslu- rýmið og ástunda loðnuflutn- inga i þágu byggðajafnvægis. Það voru ekki islenskir, sem tóku i taumana, þeir teygðu sig sem framast gátu i leigutilboð- um, en norskir sjómenn tóku málið i sinar hendur og afþökk- uðu gott tilboð með öllu. Sextiu til sjötiu þúsund tonna tapinu hans Kristjáns getúr hann reynt að troða inn i hausinn á Bakka- bræðrum. Við, sem þekkjum til vinnu, vitum, að lengi fást ráð til þess að bjarga afla. Nú hafa þeir norsku sýnt okkur i bossann og þá er ekki annað að gera en að setja á fulla ferð, taka mann- lega á móti góðum loðnuafla, ef hann býðst og láta sér lynda að islenskir vinni úr honum verð- mæti. útvegsmenn á rökstólum Nú sitja útvegsmenn á rök- stólum. Vonandi tekst þeim að ráða vandamálunum til lykta á þann veg, að sem flestir geti un- að sinum hag bærilega. Togara- menn ættu að standa þétt saman og láta ekki skipastærðina sundra liðinu i margar fylking- ar. Ekki mun af veita. Fréttst heíur að dragnótin ætli sér einkaleyfi á öllum kola- miðum. Netaveiðin hefur verið i stöðugri sókn i hrygningar- þorskinn og orðið vel ágengt. Það er réttlætiskrafa að togara- menn fái að fiska upp að fjórum milum á netavertiðinni. A þann hátt geta þeir orðið þátttakend- ur i öflun stórþorsksins, en hann er langsamlega verðmætastur. Það er fylliiega timabært að skila aftur öllum þeim miðum, sem af togurunum hafa verið tekin siðasta aldarfjórðung. Þeir, sem búa hér á suð- vesturskankanum ættu að huga að sinum málum. Fjölbýlis- hatrið er farið að nálgast þá iskyggilega. Þeim er bannað að veiða sild nema á þeim skipum og með þeim veiðarfærum, sem þeir eiga hvorugt. Vonandi er þetta ekki nema eins árs hefnd, vegna sjósöltunarflengingar- innar eftirminnilegu, sem sjávarútvegsráðuneytið fékk á fyrra ári.Mál af þessu tagi verð- ur að kyrkja þegar i fæðingu, svo svart er það. Ég óska útvegsmönnum og sjómönnum veifarnaðar. Megi | þeir sem lengst hafa i fullu tré | við iönaðarfugla þá, sem hæst hrópa um fulla arðsemi og nýt- j ingu sjávarafla, en bera ekki j skyn á mismun þann, sem ávallt fylgir útgerð miðað við aö tappa á flöskur eða að taka mál og i sauma föt. Steindór Árnason. í JSámsmenn erlendis skrifa: Hvað á blankur námsmaður að gera með 6. greinina? islenskur námsmaður erlendis hefur beðið Bæjarpóst að birta eftir- farandi bréf. Er það samrit af bréfi, sem námsmaðurinn skrifaði umboðsmanni sínum hér á Islandi. ...25/11. —1976 Kæri... Enn hefur mér borist frá þér bréf, og nú bréf frá Lánasjóön- um með, svo að mér er ljósari þeirra „tiktúrur” en þegar ég skrifaði þér siðast. Það, sem við hér úti eru hvaö óánægðust með, — og kannski enn óánægðari meö en ófull- nægjandi lánsupphæð, — er þessi sifellda óvissa : hverskon- ar úthlutunarreglur verða ákveðnar núna? Veröur til nóg fé til lánanna? Hvenær koma þau? o.s.frv. Og þessi óvissa verður sifelt meiri. Og allt er á sömu bókina lært. Ég var rétt aö segja orðinn of seinn með láns- umsóknina i sumar, af þvi að auglýsingin um umsóknar- frestinn var gjörsamlegá óskiljanleg. Og svo er manni engin grein gerð fyrir þvi hver tilhögun lánsins veröur, það viröist gert ráö fyrir aö hver einasti námsmaður brjótist gegnum heilan lagabálk. Reglu- gerðin sjálf kemur svo það seint, að maður á þess engan kost að kynna sér hana. Ég veit ekki til að það hafi ver- ið talað um vixillán neinsstaðar i auglýsingu eða á umsóknar- eyðublaði. Nú loksins, þegar maður er að verða blankur út i löndum, er manni send einhver 6. grein laga. Þetta er eins og hótfyndni. Og þaö virðist meira að segja talið eðlilegt og sjálf- sagt að maður viti ekkert af þessu, þvi þetta bréf, sem manni er sent þegar i óefni er komið, er staðlað og fjölritað. Og hjá okkur væri neyöarástand ef viö hefðum ekki fengiö fritt húsnæði til jóla, af einskærri heppni. Og öll þessi óvissa, seina- gangur og upplýsingaskortur veldur svo miklu „veseni” að maður veigrar sér viö að biöja mann, sem manni er vel við að gerast umboösmaöur, maöur ætti að fara fram á styrk til að geta veitt umboösmanninum ómakslaun. Það er eins gott aö maður á góða aö. Nú skil ég ekki hversvegna þarf að setja varnagla við að námsmaður á fyrsta ári svindli sér út lán þvi að þessi lán eru svo óhagstæð, að námsmönnum á tslandi, sem hafa sótt um lán, hefur fækkað um rúm 20% frá i fyrra úr 2600 i 2076. Og svo þarf að vera með alls kyns „vesen”, til að þeir, sem verða að sætta sig við þessa afarkosti, er settir eru með nýju lögunum, séu ekki að svindla sér út lán. Ég veit ekki hvert þetta er til komið af hreinni illkvittni eða skrif- finnskuæði eða bara hreinni heimsku. Svei mér þá. Þaö er lika ansi hart að heyra haft eftir formanni lánasjóðs- stjórnar og öðrum pótintátum, aö sér „dæmið skoðað niður i kjölinn, þá muni margur launa- maðurinn sperra brýrnar yfir þeim málflutningi, sem náms- menn hafa nú i frammi” og önn- ur ummæli I þeim dúr um heimtufrekju námsmanna. Samkvæmt ummælum for- mannsins samsvara námslán nú kr. 73.000,- mánaðartekjum hjá almenningi, sem allir vita að er alltof litið til að lifa af mannsæmandi lifi. Fyrir a.m.k missiri gaf hagstofan upp kr. 120.000,- sem framfærslukostn. visitölufjölskyldu. Ög svo er það talin rausn, samkvæmt ummæl- um formannsins, að leyfa námsmönnum að vinna fyrir kr. 78.000,- á mánuöi þann tima, sem þeir „njóta” ekki náms- lána. Allt, sem er umfram það, dregst beint frá láninu. Þetta er eins og það, að draga hverja einustu krónu, sem launa- maðurinn vinnur sér inn I yfir- vinnu, beint af dagvinnutekjum hans. Og þá held ég að margur launamaöurinn færi að „sperra brýrnar”. Og til að kóróna allt þetta lita umræddir pótintátar á þessi lán, sem gert er ráð fyrir að verði endurgreidd með fullri visitölu- tryggingu, sem styrk, raunar ölmusu, sem námsmenn eiga að þakka guði og yfirvöldunum fyrir i auðmýkt hjartans. Er von manni sárni? En fyrirgefðu nú allt þetta nöldur, sem er i rauninni aðeins til að hrjá þig, en ætti að hrjá aðra. Eins og ég sagði þér i siðasta bréfi getur tekið tima að fá vottorð um viðurkenningu prófanna, en ég get reynt að fá vottorð um námsástundun, þótt kennarar minir og skrifstofa deildarinnar hafi i raun ekkert i höndunum til þess, engin skrá er haldin yfir timasókn, og minna hefur orðið úr henni en til stóð þar sem ég hef verið bundinn yfir barni. Náms- ástundun hefur verið að mestu heima. En ég mun reyna... “»111111 Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.