Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. desember 1976 [Í»JÓÐV1LJINN — S1ÐA 7 Aölögun túnræktar aö loftslagi Oft er sagt, aö ísland sé á mörkum hins byggilega heims, og er þá venjulega átt viö skil- yrði til landbúnaðar. Þetta má kallastréttályktun. Hvarvetna, teygist byggðin upp að heiða- löndum.sem löng reynsla sýnir, að eru óbyggileg til lengdar og Þessi landamæri búskapar og óbyggða hafa meira að segja verið að færast fram og aftur i aldanna rás, eftir þvi sem loftsiagið, réttara sagt hitinn, hefur verið að breytast. Flokkun loftslags á íslandi Eftir 130 ára veðurathuganir i Stykkishólmi vitum við talsvert um loftslag og loftslags- breytingar á Islandi. Árin 1931- 1960 var árshitinn i Stykkis- hólmi að meðaltali4.2stig, og sú tala er nú höfð til viðmiðunar um loftslagþar. Til hægðarauka má skipta loftslaginu i fimm flokka eftir hitanum i Stykkis- hólmi: 1. Einu stigi hlýrra en 1931-1960. Þetta kemur varla fyrir sem meðaltal margra ára sam- fellt, en fáein hlýjustu árin á þessari öld hafa lent i þessum flokki. 2. Sami hiti og 1931-1960. Þetta var hið algengasta árin 1925- 1965, en kom aðeins fyrir i einstökum árum fyrr og sið- ar. 3. Einu stigi kaldara en 1931- 1960. Þetta mátti heita reglan fyrir 1925 og á kalárunum 1966-1971. og er sennilega al- gengasta loftslagið síðustu aldir. 4. Tveimur stigum kaldara en 1931-1960. Þetta kom fyrir sem meðalhiti á allri köldustu 5 ára timabilum á síðustu öld, en alloft i einstökum árum. 5. Þremur stigum kaldara en 1931-1960. Hefur ekki komið fyrir sem meðaltal margra ára samfleytt, en hefur átt sér stað i einstökum köldustu ár- um til dæmis 1918, ef talið er frá októberbyrjun 1917 til septemberloka 1918. Grasspretta, hitafar og meðferð túna. Þá er þess að geta, að milli grassprettu og hitafars er náið samhengi (sjá grein i Frey nr. 13-14 1976). Athugun á heyfeng frá áldamótum til ársloka 1975 bendir til þess, að hlutfall gras- sprettu miðað við óbreyttan áburð sé sem hér segir: Loftslag Hlutfall sprettu I 190 II 100 III 86 IV 69 V 48 Samkvæmt þessu verður sprettan i köldustu árum minni en helmingur af þvi sem hún er i loftslagi eins og var 1931-1960. Þetta sannaðist árið 1918, og er i rauninni ógnvænleg bending um þær hættur, sem vofa yfir is- lenskum landbúnaði vegna ár- ferðis. Sprettan á islensku meðaltúni árin 1931-1960 reynist vera 50 hestburðir (100 kg) af hektara, ef áburðurinn er 160 kg köfnun- arefnis á hektara samanlagt i tilbúnum áburði og búfjár- áburði, en það hefur verið mjög algengt magn siðustu áratugi. En það merkilega er, að á til- raunastöðvum landbúnaðarins er spretta af sama áburði miklu meiri, um 83 hestburðir af hekt- ara. Þetta er stórkostlegur munur. Hann stafar sennileg að mestu af illri meðferð meðal- túnsins, búfjártraðki og beit, en lika af vélaumferð. Eintöku bændur fara þó svo vel meö að minnsta kosti hluta túnsins, að arðurinn af þvi nálgast það sem gerist á tilraunastöðvum. Bændur ættu að athuga vel, hvaðþaðer hverfandi litið fóður, sem til dæmis sauðfé fær af tún- um f gróandanum, miðað við þann skaða sem þessi vorbeit gerir,ogfull ástæða erlika tilað vara sig á haustbeit, sem getur valdið kali næsta vetur. Sumir slá grænfóður og jafnvel gras handa kúnum og gefa það á jöt- ur meö góðum árangri. Tilraun- ir hafa verið gerðar með úti- fóðrun fjár um sauðburðinn i graslausum hólfum. Sumir hyll- ast til að nota sem léttastar vél- ar með stórum og breiðum hjól- um. Með votheysverkun má spara margar umferðir um tún- ið. Þannig má hlifa túnunum á margan hátt, ef menn leggja sig fram. Áburðurog grasspretta Milli áburðar og grassprettu er náið samhengi. Samkvæmt greininni i Frey 1976 og tilraun- um á tilraunastöðvum er hlut- fallsleg spretta eins og hér segir fyrir mismunandi áburð (Sprettan er sett 100, þegar áburður er 160 kg köfnunarefnis Eftir Pál Bergþórsson, veðurfræðing á hektara og tilsvarandi af öðrum efnum): Köfnunarefni, kg áha 200 160 120 80 40 0 Hlutfall sprettu 108 100 89 75 57 36 Þetta sýnir, að áburðarlaust land gefur talsvert af sér eins og islensku engjarnar hafa sannað i ellefu aldir, og þetta mikla framlag náttúrunnar ber að nýta sem best. Það eru fyrstu áburðarskammtarnir, sem gefa mestan arð, en þvi minni sem meira er borið á. Sitthvað um búfjáráburð. Búfjáráburður er mikil auðlind i orkukreppunni, en oft illa nýtt. Með núverandi aðferð- um má ætla, að úr honum nýtist 40-50 i.g köfnunarefnis á hvern hektara túna, og þaö er ekkert smáræði. En þessa nýtingu mætti tvimælalaust auka um 50% ef áburðinum væri komið undir grasrótinaán þess að hún skemmdist. Hér hafa verið gerðar merkar tilraunir i þessu efni, en engin hagkvæm tæki verið til sölu. Erlendis er nú verið að veita þessu vaxandi at- hygli og stendur til að fara aö prófa vélar i þessu skyni á Hvanneyri. Best væri að setja niður i einu margra ára áburðarskammt, svo að ekki þurfi að fara yfir nema hluta túnsins á hverju ári. Betri heyverkun Samkvæmt ýtarlegum rann- sóknum mundi það auka mjög fóðurgildi heysins i votviðra- sumrum að verka það sem vot- hey i stað þurrheys. Með þessu yrði heyskapur árvissari og verðmætari, eins og reynsla Strandamanna sýnir. Mark til að stefna að i túnrækt. 1 greininnii Frey i sumar setti ég fram hugmynd um, hvernig mætti haga áburði og ræktun svo, að heyfengur yrði sem mestur og ódýrastur og um leið yrði dregið úr sveiflum vegna árferðis. Af þessum markmið- um má nefna: 1. Friða túnin fyrir búfé og hlifa við vélatraðki eftir mætti. 2. Nota h'tinn eða engan tilbúinn áburð i góðæri, en auka skammtinn i hvert sinn sem ekki hefur náðst full spretta á sfðasta ári, eða þegar kaldur vetur bendir til kalskemmda. 3. Koma öllum búfjáráburði niður i moldina. 4. Taka upp almenna votheys- verkun til að draga úr sveifl- um vegna árferðis. Framhald á 14. siðu Ferill þeirra lofar engu góðu Kaflar úr ræöu Stefáns Jónssonar alþm. um landhelgisviðræöurnar Meðal þeirra, sem þátt tóku i þeim umræðum, sem fram fóru um landhelgismálið utan dag- skrár á alþingi nú nýlega var Stefán Jónsson. Hann rakti fyrst nokkuö forsögu málsins og benti á, aðsamkvæmtfenginni reynslu, væri rikisstjórninni illa treyst- andi til þess að halda af mann- dómi og festu á málstað islend- inga. Minnti Stefán m.a. á þær yfirlýsingar ráðherranna, að ef samningurinn við vestur-þjóð- ver ja leiddi ekki til þess, að Mkun 6 yrði felld úr gildi fyrir aprillok s.l., mundi vestur-þýska samn- ingnum tafarlaust sagt upp. Yfirlýsingar utanrikisráðherra Að gefnum þessum loforðum andmælti þvi hver ráðherrann um annan þveran að samningur- inn við breta væri forsendan fyrir samkomulaginu við vestur-þjóð- verja, eins og stjórnarandstæð- ingar héldu fram. Utanrikisráð- herra, sem málið mæddi eðlilega öðrum fremur á, staðhæfði, i svari við beinni spurningu frá Steingrimi Hermannssyni, að vlst yrði vestur-þýski samningurinn felldur úr gildi við aprillok, ef bókun 6 yrði ekki felld niöur, eins og kveðið var á i samningnum. Sami ráðherra lýsti þvi einnig skorinort yfir, þegar eftir þvi var gengið, að ekki kæmi til mála, aö gerður yrði neins konar samning- ur við breta án þess að fyrst yröi fjallað um hann hér á alþingi. Þetta er nauðsynlegt að rifja upp nú þegar ráðherrar eiga enn i samningum af sama toga og áður til þessaö skýra ástæðurnar fyrir þvi, að við stjórnarandstæðingar treystum þeim ekki til þess að halda svo á málum, að hagsmun- um íslands sé borgið. Þeir, sem einu sinnihafa brugðist, geta gert það aftur. Þeir, sem einu sinni hafa gengið á bak orða sinna, eru visir til þess öðru sinni. Eðlileg ótrú Trúlega þarf ekki langt mál til þess að skýra fyrir ráðherrunum að fólk treystir þeim ekki I þvi, er lýtur að meðferð landhelgismáls- ins. En rifja má þó upp þær stað- reyndir, að þýski samningurinn var ekki ógiltur 30. april þótt ákvæðið um niðurfellingu á bók- um 6 væri svikið. Þýski samning- urinn var látinn gilda áfram þar til eftir að þing haföi verið sent heim. Þá var hlaupið til og samiö viö breta án þess að Alþingi væri kvatt saman til þess að fjalla um þann samning, eins og heitið hafði verið. Þeim samningi var svo hampað hér á Alþingi sem loka- sigri I landhelgisbaráttunni og . svarið fyrir, að neitt hefði verið, á bak við tjöldin, rætt ið breta um ' framhald veiða þeirra hér við land, að samningstímabilinu end- uðu. Sannleiksgildi þeirra svar- daga er nú á hinn bóginn að koma iljós.einmitt þessa d^gana. Ef til vill væri rétt að orða það svo, að ráöherrarnir séu nú þvingaðir til þess, að skýra fra efni þeirra við: ræðna, sem fram hafa farið hér I Reykjavlk að undanförnu viö sendimann Efnahagsbandal. og lúta auðvitaö að afsali fiskveiði- réttinda á tslandsmiðum til Efna- hagsbandal. Þvl trúir enginn maður að Gundelack eða stjórn EBE hafi áhuga á fiskfriðunar- málum hér. Þaö, sem þessir aöil- ar hafa áhuga á er að ná fiski af íslandsmiðum. Vantrúin á fiskifræðingana Stefán Jónsson vék að þeim ummælum sjávarútvegsráöh., sem m.a. hefur verið getið i blöð- um, að hann véfengdi skýrslur ísl. fiskifræðinga um ástand fiski- stofna hér við land og teldi, að visindaleg rök skorti fyrir áliti þeirra. Um þær efasemdir sagði Stefán Jónsson m.a.: Þótt þingmenn stjórnarflokk- anna kunni að trúa á yfirskilvit - lega þekkingu ráðherrans á fiski- fræði þá er það eðlileg krafa af hálfu stjórnarandstæðinga að ráðherrann, (eða þá forsætis- ráðh. fyrir hans hönd úr þvi að sjávarútvegsráðh. er hér ekki mættur), geri grein fyrir þeim heimildum, sem hann styðst við þegar hann misvirðir starf isl. fiskifræðinga á þennan hátt. Styðst hann við álit annarra fiski- fræðinga eða annarrar visinda- stofnunar en Hafrannsókna stofnunarinnar? Nú vill svo til, að fyrirliggur úrskurðurAlþjóðahaf- rannsóknarráðsins, sem kvaddi til þess 12 fiskifræðinga, sem taldir eru vera hinir fremstu vis- indamenn i heimi hver á sinu sviði, — að kanna frumgögn, úr- vinnslu og niðurstöður Islensku fiskifræðinganna. Og hver. var niðurstaða þessara visinda- manna? Að ekki væri hægt að setja út á eitt einasta atriði i vinnubrögðum isl. fiskifræð: inganna og að niöurstöður þeirra um ástand isl. fiskistofnanna væri rétt. Ef nokkuð væri mætti frem- ur segja islensku fiskifræðingana of bjartsýna. Hvað höfum við látið af hendi? Um veiðar útlendinga hér við land á þessu ári sagði Stefán Jónsson m.a. að þeir hefðu veitt hér.samkv. samningi alls 160-170 , þús. lestir af fiski. Samsvarar það 2000 tonna afla á hvern ein- asta skuttogara i landinu, sem meta má á kr. 100-110 millj. kr. pr. skip. Þessar veiðar útlendinga leiða þoö aí sér. aö við, sem betur trúum visindamönnum okkar en visindamennsku sjáv- arútvegsráðh. hljótum aö gera ráð fyrir að ekki megi veiða hér við land meira en 275 þús. lestir af þorski, næstu tvö ár. Ef við reikn- um með þvi að þessum 160-170 þús. lestum af fiski, sem rikisstj. afhenti útlendingum, hefði verið ráöstafaö með öðrum hætti en þeim, sem fellur aö persónulegri skoöun, draumum eöa hugboði sjávarútv.ráðh. er liklegt, að við heföum skilið helming hans eftir i sjónum, til viðhalds stofninum. En hinn helmingurinn hefði orðið okkur mikil stoð. Við hefðum samtfengið þarna afla, sem svar- aði 1000 tonnum á skip, eða 55 millj. kr. á hvern okkar skuttog- ara. Og einmitt i þessum 80-85 þús. tonnum, sem við hefðum þannig fengið á skip, liggur munurinn á tapiog gróða hjá tog- araflotanum okkar, góðrar eða slæmrar afkomu áhafnar, ágóða fyrir fiskiðjuverin okkar, mann- sæmandi kaup handa starfs- fólkinu i frystihúsunum og hag- stæðrar gjaldeyrisstöðu þjóð- arinnar. Andvirði þessara 80-85 þús tonna i erlendum gjaldeyri hefði orðið7 milljarðar kr. þannig að greiðslujöfnuður okkar hefði orðið hagstæður um 2 milljarða i stað þess að vera óhagstæður um 5 milljarða. ,,í»aö er allt rétt” Eftir að Stefán Jónsson haföi lokið máli sinu talaði utanrikis- ráðh. Einar Agústsson og ræddi m.a. þau ummæli, sem Stefán hafði eftir honum og birt eru hér að framan. Um þau sagði ráð- herrann: Fimmti þingmaður Norður- lands eystra, sem sýnir mér þann sóma að sitja hér enn, þótt áliðið sé orðið kvölds, rifjaði það upp, sem ég hafði sagt hér i sambandi við fyrri samninga og ætla ég vissulega ekki að deila við hann um það, það er allt rétt, sem hann vitnaði til minna orða, enda eru þau öll skjalfest og þýðir ekkert fyrir mig að mótmæla, jafnvel þótt ég vildi.en það er nú bara einu sinni þannig, og það skal vera min afsökun i þessu máli.. að þegar þarf aö meta stöðuna hverju sinni, þá geta aðstæður verið nokkuð brey ttur frá þvi sem maður reiknaði með að þær mundu verða, þegar einhver til- tekin ummæli hafa veriö látin falla og þaö verður að vera min afsökun og hún dugar mér hvað sem öðrum liður. —mhg,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.