Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 1
þjoðvhhnn Föstudagur 10. desember 1976—41. árg. — 278. tbl. 8-13-33 Aðalsimanúmer bjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- dags, og kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þess tima næst i starfsmenn blaðsins i. 81382, 81527, 81257, 81285, 81482 og 81348. Reuters-fregnir frá Brussel: Benda tíl að þegar hafi verið gerður samningur Gundelach segir að helmingslíkur séu á því að „samningurinn ” verði samþykktur fyrir 1. janúar Það er engu líkara, skv. orðum sem Finn Gunde- lach lét hafa eftir sér í gær, en að þegar haf i verið gerður leynisamningur við ríkisstjórn islands um fiskveiðiheimildir handa bretum hér við land og að helmingslikur séu á þvi að bretar fái að hefja hér veiðar innan íslensku fisk- veiðilandhelginnar um áramót eða frá 1. janúar 1977. Þetta kemurfram i fréttaskeyti sem „reuter” sendi út i gær eftir blaðamannafund sem Gundelach hélt i Brússel i aðalstöðvum Efnahagsbandalagsins i gær. Þá berast sifellt fregnir að utan um að viðræður muni fara fram milli rikisstjórnar Islands og EBE um miðjan mánuðinn. Fréttaskeytið frá „reuter” sem áður var nefnt hljóðar svo i orð- réttri þýðingu: „BrUssel 9. des. — reuter — Unnt er að gera ráð fyrir þvi að meira en helmingur bresku tog- aranna 24urra, sem áður höfðu heimild til veiða innan islensku landhelginnar, fái heimild til veiöa á ny skv. bráöabirgðasam- komulagi sem er nú á viðræðu- stigi milli aðila i Reykjavik og Framhald á 14. siðu Gundelach: helmingur togaranna aftur á tslandsmiö. Húsgögn af frí- lista? Þjóðviljinn hefur það eftir nokkuð öruggum heimildum aö húsgögn og eldhúsinnréttingar verði teknar af frilista um næstu áramót, en til þessa hefur mjög mikið verið flutt inn, bæði af húsgögnum og ekki siður eldhúsinnréttingum og skápum hverskonar. Einn innflytjandi sagði að það hefði verið látið leka út til þeirra sem við slikan innflutning fást að þessar vörur yrðu teknar af frilista um áramót, eins og gert var fyrirvaralaust með litasjón- vörp og kex fyrr á þessu ári. Einn af þeim sem mikið hefur flutt inn af þessum vörum, hefur þegar selt innflutningsfyrirtæki sitt vegna þess máls, svo fjall- grimma vissu haföi hann fyrir þvi að vörurnar yrðu teknar af frilista um áramót. Þórhallur Asgeirsson, ráðu- neytisstjóri i viðskiptaráöu- neytinu sagðist ekkihafa heyrt á þetta minnst, er við bárum þessa frétt undir hann i gær. Hann sagði ennfremur að sér fyndist afar ótrúlegt að þetta væri hægt vegna EFTA-aöildar okkar. Þegar honum var þá bent á litasjónvörp og kex,. sem hvoru tveggja væri háð inn- flutningsleyfum, sagöi Þór- haliur að það væri rétt að þessar vörur væru háðar leyfum, en það væru takmörk fyrir þvi hve langt við gætum gengið i að taka vörur af frilista vegna EFTA- aðildar. Að lokum má geta þess að þótt málið sé ekki komið svo langt að ráðuneytið viti af þvi, þá er ekki þar með sagt að það hafi ekki verið rætt og jafnvel tekin ákvörðun um það i rlkis- stjórninni, en það er hún, sem ræður þvi hvort af þessu verður. —S.dór Fulltrúaráðs- fundur Kjördæma- skipan og ASÍ-þingið A fulltrúaráðsfundi Alþýöu- bandalagsins i Rvik, sem hefst að Hótel Esju kl. 2 eftir hádegi laugardag, verður fjallað um tvo málaflokka, kjördæmaskipunina og verkalýðsmál að afloknu ASl- þingi. Magnús Kjartansson, alþingismaður, hefur framsögu um kjördæmaskipunina, og Guð- jón Jónsson, formaöur Lands- sambands málm- og skipasmiða, hefur framsögu um ASl-þingið og verkalýðsmálin. S tj órn a ra n dstaða: Engar • x • veioi- heim- ildir Þingmennirnir Lúðvik Jósepsson, Benedikt Gröndal og Karvel Pálmason haf lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar og hljóðar hún svo: Vegna þeirrar vitnesku, sem fyrir liggur um veika stöðu helstu fiskistofna við landið, lýsir Alþingi yfir þvi, að nýir samningar um veiði- heimildir útlendinga i fisk- veiðilandhelgi Islands komi ekki til greina. Flutningsmenn hafa óskað eftir útvarpsumræðum um tillöguna þar sem tillagan verði skýrð og rökstudd. —GFr. Stœkkun álversins9 ný súrálverksmiðja og orkurannsóknir á vegum útlendinga! Næsti fundur aðila í Sviss í febrúarmánuði I viðræðum þeim sem Gunnar Thoroddsen átti við fulltrúa Svissaluminium i nóvemberbyrj- un var ákveðiö að næsti fundur aðila verði haldinn um miðjan fe- brúar i Sviss. Það er með öðrum orðum gert ráð fyrir þvi skv. undirrituðu minnisblaði aðila að halda áfram að makka um þau atriði sem nefnd eru á minnis- blaðinu. Þar er um að ræða 4 meginatriði: „1. Rætt var um möguleika á stækkun ISAL'-verksmiðjunnar. Báðir aðilar lýstu áhuga sinum og Alusuisse skýrði frá þvi aö þeir vonuðu að geta eftir þrjá mánuði lagt fram nákvæma áætlun um stækkun kerskála 2 og um þriöja kerskálann. 2. Rætt var um möguleika á framtiðarsamstarfi milli aðila við rannsóknir á vatnsafli og iðnaðaráformum á Austurlandi. Aðilar munu fjalla um þetta mál siðar. 3. Alusuisse lagði fram skýrslu um aðferð við geymslu úrgangs- efna frá súrálsverksmiðju („þurrgeymsluaðferð”)'. Eftir að islenskir visindamenn hafa rann- sakað þessa skýrslu munu aðilar halda áfram að rannsaka mögu- leika á þvi að setja upp súr- álverksmiðju i grennd við Straumsvik, sem fær jarðvarma- orku. 4. Rikisstjórnin lýsti áhyggjum vegna þess að hægar hefur gengið að koma upp hreinsiaðstöðu en gert hafði verið ráð fyrir. Alusu- isse mun leggja fram endurnýj- aða áætlun um málið á næsta fundi aðila. 5. Aðilar samþykktu að næsti fundur yrði haldinn 15. febrúar 1977 i Sviss.” MEMORANDUM on Dlscusaions betwoen repreaentativoa ot the Goverruftont ot lceland and Swlss Aluainiuw Ltd. held in Reykjsvik on Novewber 4th and 5th 1976. 1. Possible extensions ot the ISAL-plant were discuaaed. Ðoth partiea expreased their interest and Alusuisso indicated that in about three wontha tiae they hoped to be in a position to como forward with a definite plan for the tialng of the extension of potline 2 and a proposal for the tising of a third potllne. 2. Aspecta conceming future cooporation between the parties in exploring hydroelectric power and induatrial projecta .in Eastern lceland were discussed. The parties will revert to this subject at a later date. 3. Alusuisse submittod s report ooncemlng a method for "dry" stocking of waste saterials frow sn slusina plsnt. After this report has been studied by Icelandic scientists, the parties will continue to explore poaslbilitioa for conatructinfc sn aluaina plant near Straumavík ualng geothenaal energy. 4. The Governaent expressed concem about slower progress in installation of cleanlng facilities thsn previoualy envisaged. Alusuisse will subait s revlsed progress schedule st the next eeeting of the parties. 5. The partiea agreod that the next eeeting will be held on February 15, 1977 in Swltzerland. For the Government of Iceland For Swiss Aluminiua Ltd. Minnisblað úr leyniviðræöum Gunnars Thor og Swissaluminum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.