Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. desember 1976 SPARIÐ! Rúllukragapeysa úr acryl. Verð Stærðir: S — M — L Litir: blátt — rautt — gult — grænblátt — grænt — flöskugrænt. Mussa úr polyester / cotton blöndu Verð: Stærðir: S — M — L Litir: rautt — blátt — grænt Fást einnig röndóttar. Opið til klukkan 10 í kvöld og til kl. 6 á morgun SKEIFUNNI 15l ISIMI 86566 Skipaafgreiösla Suöurnesja s/f Aðalfundur Skipaafgreiðslu Suðurnesja s/f verður haldinn föstudaginn 17. desember, n.k. og hefst kl. 14 i Framsóknarhúsinu i Kefla- vik. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir nóvem- ber mánuð er 15. desember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikis- sjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið. 10. desember 1976. KLÆÐUM HÚSGÖGN úrval af áklæðum og kögri Notið ykkur þjónustu okkar Borgarhúsgögn Hrey f ilshusinu við Grensósveg. Simi: 85944 og 86070 ttarfr Lögfest verði hefðbundin sameign þjóðarinnar t fyrradag kom til fyrstu um- ræöu i cfri deild Alþingis frum- varp þeirra Ragnars Arnalds, Stefáns Jónssonar, Helga F. Selj- an og Geirs Gunnarssonar um breytingu á stjórnarskránni. Það sem bætist viö stjórnarskrána er skv. frumvarpinu þetta: Öll verðmæti i sjó og á sjávar- botni innan efnahagslögsögu, svo og almenningar, afréttir og önnur óbyggð lönd utan heimalanda, teljast sameign þjóðarinnar allr- ar, einnig námur i jörðu, orka i rennandi vatni og jarðhiti neöan við 100 m. dýpi. Eignarrélti á islenskum nátt- Uruauðæfum, iandi og landgrunni skal að öðru leyti skipað með lög- um. Tryggja ber landsmönnum öllum rétt til eðlilegrar umgengni og útivistar i landinu. Við eignar- nám á landi, i þéttbýli sem dreif- býli, skal almennt ekki taka tillit til verðhækkunar, sem stafar af uppbyggingu þéttbýlissvæða i næsta nágrenni, opinberum framkvmdum eða öðrum ytri að- stæðum, heldur ber að miða mat við verðmæti hliðstæðra eigna, þar sem þess háttar ástæður hafa óveruleg áhrif til veðhækkunar. Með þeim takmörkunum, sem hér greinir, skal við það miða, að bændur haldi eignarrétti á jörð- um sinum, beitirétti i óbyggðum og öðrum þeim hlunnindum í heimalöndum ogutan þeirra, sem fylgt hafa islenskum búskapar- háttum á liðnum öldum. Rangtúlkun i Morgunblaðinu og Timanum Ragnar Arnalds fylgdi frum- varpinu úr hlaði og sagði að efni þess hefði verið rangtúlkað i Morgunblaðinu og Timanum en þessi blöð hefðu látið að þvi liggja að hér væri um takmörkun á eignarétti bænda að ræða og þjóðnýtingu. Þetta væri villandi þvi að með þjóðnýtingu væri átt við að einkaeign breytist i rikis- eign. Þó að flutningsmenn vildu gjarnan þjóðnýtingu á ýmsum sviðum væri alls ekki um hana að ræða i þessu frumvarpi heldur einungis verið að festa það i stjórnarskrá að það sem verið hefur sameign verði það áfram. Ragnar Arnalds. Bragi Sigurjónsson. óljós ákvæði Þá sagði Ragnar að eignarrétt- arákvæði væru óljósari hér á landi heldur en i nágrannalönd- um. Væri það bæði vegna strjál- býlis og allt fram til aldamóta hefði það verið trú manna að ekki væri um önnur auðæfi að ræða á Isandi en fiskur og gras. Vatnsorka er almenningseign Ragnar Arnalds rakti itarlega svokölluð fossamál fyrir tæpum 60 árum en þá komst meirihluti fossanefndar með Einar Arnórs- son prófessor i fararbroddi að þeirri niðurstöðu að vatnsorka væri almenningseign. Takmörk fyrir þvi hversu eignarréttur á jarðhita nær djúpt i jörð 1 sambandi við eignarrétt á jarðhita hefðu prófessorarnir Ölafur Lárusson og Ölafur Jó- hannesson bent á það á sinum tima að -engin ákvæði væru um það hversu djúpt i jörðu eignar- ráð landeigenda næðu og skv. orðum þeirra mundu islenskir dómstólar komast að þeirri nið- urstöðu að eignarréttur undir 100 metra dýpi væri ekki á hendi einkaaðila. Hér væri þvi ekki um þjóðnýtingu að ræða. Dómsúrskurðir um eignarrétt á afrétti Þá vitnaði Ragnar i tvo úr- skurði hæstaréttar um að enginn ætti eignarrétt á afrétti. Væri þvi með þessu frumvarpi einungis verið að úrskurða i eitt skipti fyr- ir öll að svo skuli vera áfram. Að marka skýra stefnu íslendingar hafa verið sinnu- lausir um að marka skýra stefnu i eignarréttarmálum og þess vegna er hætta á að einstaklngar sölsi undir sig réttindi sem þeir eiga engan rétt til. Þess vegna er þetta frumvarp fram komið, sagði Ragnar að lokum. Bragi samþykkur Bragi Sigurjónsson fagnaði frumvarpinu og taldi það ganga i sömu átt og frumvarp alþýðu- flokksmanna i meginatriðum. Fleiri tóku ekki til máls. -GFr. KULDAÚLPUR KULDAÚLPUR Stuttar og síöar kuldaúlpur Allar stæröir Sendum í póstkröfu VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76 og Hverfisgötu 26.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.