Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. desember 1976 Köstudagur 10. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Efpahagslegt þjóöarmorö í Chile Þar að auki er atvinnunni miög Þar sem nú er iiðið ár frá þvi þér fóruð til Chile i mars 1975 i þvi skyni að gefa fyrirmæli um „raflost” og þar sem nú eru fyrir hendi upplýsingar um árið 1975, er við hæfi að rita yður annað bréf og athuga hvernig hinn chilenski sjúklingur hefur brugðist við meðferð yðar... En þar sem þér hafið sjálfur staðfest að „raflost” yðar var aðeins nánari og dýpri útfærsla á þeirra hagfræðistefnu sem kennd er við Chicago og þér hafið kennt um áratugaskeið og herforingja- stjórnin hefur nú tekið i sina þágu, væri eflaust rétt að draga saman i fáum orðum helstu þætti þessarar stefnu. Fyrst er öllu verðlagi sleppt lausu svo það með nokkrum hækkunum nái „heimsmarkaðs- verði”. Jafnframt þvi er peninga- magnið látið vaxa — þótt i þvi hljóti að felast þverstæða fyrir einlægan Chicagodreng. Á þennan hátt er búin til „frjáls” auðmagnsmarkaður sem ekki einasta beinir öllu fjármagni til auðhringanna heldur býr sér til eigin reglur sem rikið hefur hvorki áhrif á né yfirsýn yfir. Jafnframt þessu eykur þessi markaður peningamagnið og þar með veltuhraða þess. Þetta tvennskonar „frelsi” leiðir til ofsalegrar verðbólgu sem hefur i för með sér — áreiðanlega af ráðnum hug — flutning á tekjum og velferð frá launavinnu til auð- magns og frá minna auðnagni til hins stærra. Ef á að halda þessari „frelsis”- þróun áfram er nauðsynlegt að brjóta niður eða gerbreyta samtökum verkamanna, gera þau að „gulum” verkalýðs- félögum og kippa undan þeim samningsgrundvellinum. Fyrir alla muni verður að koma i veg fyrir að laun starfsmanna jafnt rikis- sem einkafyrirtækja haldi i við verðbólguna. 1 fáum orðum sagt: kaupmátturinn er minnkaður stórkostlega með þvi að verðlagið en ekki launin er hækkað upp i „heimsmarkaðs- verð”. Samtimis losar rikið sig við rikisrekin fyrirtæki og selur þau chilensku en þó frekar erlendu stórauðvaldi á gjafverði... Það er ekki nóg með að launin séu lækkuð heldur er starfs- mönnum hins opinbera fækkað og dregið úr útgjöldum þess. Full- komnasta heilbrigðis- og try ggingakerfi Rómönsku Ameriku (að Kúbu frátalinni) er breytt i einkafyrirtæki sem byggir á lögmálinu „borgaðu- áður-en-þú-færð-meðhöndlun”. Sú efnahagsstefna sem snýr að umheiminum einkennist af si- felldum gengisfellingum, tolla- lækkunum og afnámi á öðrum innflutningshömlum ásamt þvi að stöðugt er búið i haginn fyrir erlent auðvald, i þvi siðastnefnda felast m.a. greiðslur til banda- risku koparfyrirtækjanna, endur- greiðslur sem eru mun meiri en sem nemur verðmæti fyrri eigna þeirra i landinu. Greiðsluhallinn er „leiðréttur” með þvi að draga stórlega úr innflutningi á nauð- synjavörum sem alþýða manna þarfnast jafnframt þvi sem iðnaðarvarningur og matvæli sem almenningur getur ekki keypt vegna stórminnkaðs kaup- máttar eru flutt út. Fram- leiðslunni er gerbreytt og fjár- festingum er þannig hagað að þ*r búa i haginn fyrir aukinn út- flutning á „nýjum” vörum eins og matvælum, hráefnum og iðn- varningi — allt er þetta gert á kostnað chilenskra neytenda. Frumþörfum hans er fórnað i æ rikara mæli i krafti meðvitaðrar, þaulhugsaðrar stefnu sem Chicagodrengirnir og herforingjaklikan framfylgja með valdbeitingu og vinna þannig að efnahagslegu þjóðarmorði... Pyngjan léttíst og maginn líka. „Samband starfsmanna i einkafyrirtækjum” (CEPECH) hefur reiknað út afkomu þeirra félaga sinna sem verða að fram- fleyta fjögurra manna fjölskyldu á lágmarkslaunum. Samkvæmt þeim útreikningi voru lágmarks- launin i febrúar 1974 37 þúsund escudoar, lágmarksþarfir fjöl- skyldu fyrir matvæli kostuðu hana 36 þúsund escudoa og lág- marksþarfir hennar fyrir alla neyslu kostuðu hana 76 þúsund escudoa. Það vantaði semsé 39 þúsund escudoa i launaumslagið eða meira en helming af lág- marksútgjöldum fjölskyldunnar. I júni 1974 höfðu lágmarkslaunin hækkað i 57 þúsund escudoa en þá kostuðu lifsnauðsynleg matvæli fyror fjölskyæduna 67 þúsund escudoa og lágmarksútgjöld fyrir allan neysluvarning hennar námu 152 þúsundum escudoa. Þá vantaði 95 þúsund escudoa i launaumslagið eða 63% þess sem þurfti. Aðrir slikir útreikningar sýna að i september 1973 (sama mánuði og valdaránið var gert) kostuðu 45 kg af brauði, 45 litrar af mjólk og 100 strætisvagna- miðar 17% af launum þess rikis- starfsmanns sem lægst hafði launin. t júli 1975 kostuðu þes6ar sömu vörur 73% af launum sama manns. Það er þvi ekki að undra að neysla mjólkur — að ekki sé talað um „lúxus” á borð við venjulegar neysluvörur eða ferðir i bió og á knattspyrnuvöllinn — hafi stórlega dregist saman. Ekki heldur að i júli 1975 seldust 12 miljónum minna af strætisvagna- miðum i Santiago en venjulega, eða 32% minna. Þetta siðast- nefnda stafar af þvi að æ fleira verkafólk og skrifstofumenn neyðast til að ganga til vinnu.... Þar sem strætisvagnamiðar, ásamt brauði, eru einu mikilvægu neysluvörurnar sem eru háðar opinberu verðlagseftirliti má reikna út frá verði þessara vara og hinum opinberu „hungur- mörkum” (þe. sú fjárhæð sem nauðsynleg er til að hjara) i febrúar 1974 að brauðát fjöl- skyldu og þeir strætisvagnamiðar sem þarf til að vinna fyrir brauðinu kostaði uþb. 80% af þeirri upphæð sem yfirvöld sögðu að væri á „hungurmörkunum” og að brauðið eitt kostaði i febrúar 1975 74% af „hungur- mörkunum”... Opinbert brauðverð var i des- ember 1975 2.50 pesoar kg. Á sama tima voru opinber lágmarkslaun 0.41 pesoi á timann. Af þessu má sjá að undir stjórn herforingjaklikunnar og fyrir tilstuðlan yðar, Milton Friedman og Arnold Harberger (helsti samstarfsmaður Friedmans, — innsk. Þjv.),getur verkamaður keypt 160 grömm af brauði fyrir timakaupið og að hann verður að vinna i meira en 6 stundir fyrir brauðkilóinu ef hann hefur lágmarkslaun. Til þess að ná upp i „hungurmörkin” sem á þessum tima vori 99 pesoar þurfti verkamaður sem fékk lágmarks- launin 0.41 pesoa á timann að vinna 241 klukkustund á mánuði eða 55 stundir á viku, og ganga til vinnu sinnar... 86% atvinnulausir, 92% vannærðir. En stefna yðar, Chicagodrengir og herforingjaklika, stefna hins efnahagslega þjóðarmorðs, sér lika fyrir þvi að æ færri geta yfir- leitt fengið vinnu. Opinberar tölur um atvinnuleysi i Santiago lita þannig út: Opiö bréf til Miltons Friedmans hugsuðar efna- hagsstefnunnar í Chile sem í dag tekur viö hagfræöiverð- launum Nóbels Milton Friedman 1964-66 meðaltal 5% 1967-69 meðaltal 6% 1970 (Allende til valda) 7% desember 1970 8% 1971 meðaltal 5% 1972 meðaltai 4% júli 1973 3% ágúst-sept. 1973 4% ágúst-sept. 1974 < eftir valdarán) 8% i byggingariðnaði 14%)desember 1974 9% jan-mars 1975 12% mai-júni 1975 15% ágúst-sept. 1975 16% (i byggingariðnaði 35% október 1975 18% (i byggingar- iðnaði 50%) misjafnlega skipt milli þeirra sem eftir eru i Chile. Kaþólska kirkjan hefur skýrt frá þvi að til séu bæjarhlutar i Santiago þar sem hlutfall atvinnuleysingja er 86% og 92% ibúanna eru van- nærðir. Kirkjan hefur einnig greint frá börnum sem fá aðsvif i kennslustundum af hungri og smábörnum sem selja upp þvi galtómir magar þeirra þola ekki matinn sem þau fá fyrir tilstilli skóladagverðargjafa kirkjunnar. Og mas. á barnaheimilum hins opinbera hefur verið gefin skipun um að taka einungis við þeim börnum sem þjást af vannæringu. „Hreinsunar”- og „heilbrigðis’- stefna herforingjaklikunnar i efnahagsmálum og ..raflost meðferð” yðar, Milton Friedman og Arnold Harberger, er með- vituð stefna hins efnahagslega þjóðarmorðs og hún er að skapa kynslóð sem þjáist af vannæringu og meðfylgjandi andlegum seinþroska i þvilikum mæli að aldrei hefur annað eins þekkst á friðartimum... Þagað um Allende. Milton Friedman og Arnold Harberger. Nú er bein afleiðing af hagnýtingu herforingja- klikunnar á þeirri „raflosts- meðferð” sem þér lögðuð fyrir hana á fundi með sjálfuin Pinocheti mars 1975orðin augljós i chilensku efnahagslifi... Samt væri það etv. ágæt hugmynd að skoða nánar lögmál og af- leiðingar þessarar „raflosts- meðferðar”... Fram að heimsókn yðar, Milton Friedman, hafði herforingjaklikan þrástagast á að sú efnahagsstefna sem Chicago- drengirnir lögðu upp og stjórnuðu væri nauðsynleg vegna kröfunnar um „hreinsun” (saneamento) eftir þá miklu spillingu sem stjórn Alþýðufylkingar Allendes hafði skilið eftir sig. Upp á siðkastið hefur þó allt tal um stjórn Allende hljóðnað i opin- berum yfirlýsingum og herforingjaklikan og sú stjórnar- andstaða sem hlitir leikreglum hennar forðast bú allan saman- burð við valdatima Allendes. Siðan koparverðið hrapaði og verðið á innfluttu hveiti og oliu hækkaði, og einkum þó eftir að djúpstæð kreppueinkenni fóru að gera vart við sig um gervallan auðvaldsheiminn á árunum 1974- 75, hefur herforingjaklikan kennt heimskreppunni um allar afleið- ingar af efnahagsstefnu sinni. Þegar þér, Milton Friedman, komuð til Chile sögðuð þér herforingjaklikunni að vissulega hefði arfurinn frá Allende og kreppan haft sin áhrif, en að nú væri timi til þess kominn að axla ábyrgðina á gerðum sinum og Chicagodrengjanna og viður- kenna eigin mistök — og flýta sér svo að bæta fyrir þau. Rétt lyf, en ekki nóg. En hvert var álit yðar á orsök mistakanna, Milton Friedman? Herforingjarnir höfðu fengið chilenskan sjúkling til að gleypa Chicagolyfið á réttan hátt eins og Arnold Harberger staðfesti i fyrri heimsókn sinni. En þeir höfðu ekki troðið nógu miklu af þvi ofan i hann og ekki nógu hratt. Að yðar mati eru mistök herforingjanna fólgin i þessu fyrst og fremst. Herforingjarnir svöruðu þvi til að þeir hefðu gert allt sem hægt var við rikjandi aðstæður og að þér, Friedman, væruð ekki raunsær þegar þér kröfðust þess að meira væri að gert og þegar þér hélduð þvi frám að aðstæðurnar (Allende, kreppan) gæti ekki kippt grundvellinum undan kenningum yðar. Eftir að hafa gefið verð- lagningu frjálsa og lækkað á þann hátt kaupmátt og þjappað saman auðmagni, eftir að hafa aukið peningamagn i umferð um 350- 370% á ári jafnhliða þvi að veltu- hraði þess (eða eyðsla þess) jókst úr 9 skiptum i 18 á ári frá 1970-74, og eftir að hafa séð bankainni- stæður tvöfaldast á timabilinu janúar-október 1974, — eftir allt þetta hafði herforingjastjórnin þegar farið að herða tökin áður en þér komuð i heimsókn. Aukning peningamagnsins fór niður i 20% eftir október 1974 og i janúar til mars 1975 jókst það aðeins um 40% (samanborið við 52% á sama tima árið áður. En þvert ofan i kenningar yðar um peningamagnið hélt verð- bólgan áfram... og verðlag hækkaði um 60% á þrem fyrstu mánuðum ársins 1975 — rétt áður en þér komuð i heimsókn. Enn- fremur hafði stjórnin hafið fram- kvæmd þeirrar stefnu sem Chica- godrengirnir sögðu fyrir um árið áður, að fækka opinberum starfs- mönnum, og hún hafði lofað þvi að fækka þeim um 20% til við- bótar áður en árið 1975 væri á enda. Loks hafði hún losað sig við ýmis verkefni hins opinbera og lagt til almennan niðurskurð á rikisútgjöldum um 10% (þó „vissar aðstæður” krefðust þess að visu að mikil útþensla ætti sér stað innan hersins). En töfralyfið frá Chicago hafði samt ekki nægt til að hemja verð- bólguna sem það átti þó að gera þvi hún haföi gert sitt gagn með þvi að rýra kaupmáttinn og var nú orðin til trafala. Sjúkdóms- greining yðar, Milton Friedman, hljóðaði þó vitanlega ekki upp á að lyfið yðar væri ekki nógu gott — 'þótt kostum þess færi ört fækkandi — heldur að sjúkl- ingurinn hefði ekki fengið nóg af þvi. Að yðar mati var tilvisun herforingjanna til aðstæðnanna út i hött og stóðu þeir nú frammi fyrir tveim kostum: annað hvort að halda lyf jaskammtinum óbreyttum og lifa áfram við stöðuga verðbólgu og atvinnu- leysi eða að þvinga sjúklinginn til að gleypa risaskammt af sama lyfi. Eins og þér hafið sjálfur viðurkennt, Milton Friedman, myndi lostið sem slik lyfjataka hefði i för með sér leiða til aukins atvinnuleysis fyrst um sinn en þegar til lengdar léti myndi það lækna sjúklinginn' af verð- bólgunni — þeas. ef hann yrði þá ekki dauður áður! Þess. vegna lögðuð þér til „raflostsmeðferðina” sem fólst i þvi að draga úr rikisútgjöldunum um 25% i einu vetfangi og að rýra kaupmáttinn enn rosalegar samhliða þvi aukna atvinnuleysi sem þér bjuggust við. Sem „móteitur” gegn þessu urðuð þið herforingjarnir sammála um að vegna „neyðarástands” yrði að draga úr hinu „eðlilega” atvinnu- ieysi með þvi að ráða fólk til starfa hjá riki og sveitarfélögum. Þessar nýráðningar áttu þó ekki að fylgja venjulegum reglum um atvinnuöryggi og launahækkanir og til þess að ýta undir „ný”- ráðningar hjá einkafyrirtækjum var þeim sleppt við að standa undir tryggingum auk þess sem sum þeirra fengu rikisaðstoð. Af- leiðing þessa hefur vitanlega orðið sú að opinberar stofnanir, sveitarstjórnir og einkafyrirtæki hafa i vaxandi mæli gripið til þess að segja þeim starfsmönnum sinum upp sem eiga rétt á einhverskonar launahækkunum, tryggingagreiðslum eða sjúkra- bótum — en slika hluti viljið þér og herforingjarnir fyrir alla muni afnema þar sem þær skerða „frelsi” markaðarins. 1 stað þeirra sem reknir eru hafa að hluta til verið endurráðnir sömu menn sem nú vinna sömu störf og áður fyrir æ lægri launsogimkcni réttindi. A þennan hátt hefur „móteitrið” orðið til að styrkja einn þátt „raflostsins”: að lækka launin og rýra kaupmáttinn enn meir... —ÞH snaraöi) Fær Pinochet friðar verðlaun Nóbels? 1 dag er 10. desember og I dag verður Nóbelshátíðin haldin i Stokkhólmi. Meðal þeirra sem þar fá að hrista lúku forseta sænsku akademiunnar og þakka fyrir sýndan sóma er banda- r ik j a m a ð u r i nn Milton Friedman sem i ár var sæmdur hagfræðiverðlaunum þeim sem kennd eru við föður dinamitsins, Nobel. Friedman er prófessor við Chicago-háskólann. Ef til vill rámar lesendur Þjóðviljans I að hafa heyrt þann skóla bendlað- an viö efnahagsþróun þá sem hófst i Chile eftir valdarán gór- illanna. Jú, hinir virðulegu sænsku öldungar hafa enn einn ganginn komiö mönnum á óvart. Þeir Uthlutuðu Kissinger friðarverðlaunum i fyrra, i ár verölauna þeir Milton Fried- man sem vel að merka hefur hvergi getað sannreynt kenn- ingar sinar tii fullnustu fyrr en Pinochet komst tii valda I Chile. Það liggur þvi beint við að næsta ár verði friðarverðlaunin send í pósti til Santiago stiluö á Pinochet þvi varla hættir sá frómi maður sér tii Sviþjóðar að sækja þau. 1 stuttu máli má segja að i kenningum sinum leiti Fried- man fanga i hagspekingum kapitalismans á siðustu öld og framan af þessari, þe. þeirra sem ríkjandi voru áður en kreppan reið yfir á 3. áratugn- um og Keynes setti fram kenn- ingar sinar um velferðarþjóð- félagið. Kenningar Friedmans ganga út á að kapitalisminn endur- heimti „frelsi” sitt, að hann fái að blómstra án þess að hafa áhyggjur af leiðindafyrirbærum einsog rikisafskiptum, verka- iýðsfélögum oþh. Lykilhugtakiö i þessum kenningum er það pen- ingamagn sem er i umferð hverju sinni, það ákvarðar veröbólguna. Aukningu þess ber aö halda i skefjum. Halli á fjárlögum rikisins hefur óhjákvæmilega i för með sér aukna verðþenslu og því ber að draga úrútgjöldum rikisins. En til þess að hamla gegn atvinnu- leysi eiga einkafyrirtæki að auka fjárfestingar i réttu hlut- falli við samdrátt opinberra út- gjalda. Einnig halda Fried- mann og lærisveinar hans (sem gjarnan eru nefndir „monetaristar”) þvi fram að i vixlverkan verðbólgu og at- vinnuleysis sé einn fastur punktur — svonefnt „eölilegt” atvinnuleysi. Þegar þvi stigi er náð haldist verðbólgan i jafn- vægi, þe. verðhækkanir verða með jöfnum hraða sem ekki breytist. Samkvæmt þessu er ekki hægt að draga úr atvínnu- leysi svo það fari niður fyrir „eðlileg mörk þvi þá er verð- bólgufjandinn laus. En Friedmann og félagar hans hafa löngum átt við að glima skort á starfsvettvangi þar sem hægt er aö reyna þess- ar kenningar. Or þessu rættist Pinochet þegar Pinochet tók völdin i Chile. Nú er komin nokkur reynsla á hagvisku Friedmans og i vor ritaði vestur-þýskur kollega Friedmans, Andre Gunder Frank, honum opið bréf. Þar tiundar hann afrek Friedmans og Pinochets á efna- hagssviöinu. Hér á eftir fylgir þetta bréf Franks i styttri út- gáfu. Það birtist fyrst i heild i þýska ritinu Neues Forum en hefur siðan birst viða. Kátlegar kvonbænir í Hverageröi Leikfélag Hveragerðis frum- sýnir i kvöld enska gamanleikinn Kátlegar kvonbænir (She Stoops to Conquer) eftir Oliver Gold- smith.Leikstjóri er Benedikt Arnason en leikmynd gerði Jill Brooke. Leikritið, sem er i þýð- ingu Bjarna Guðmundssonar, hefur verið fært upp einu sinni hér á landi áður, á Herranótt fyrir rúmum áratug og þá einnig undir leikstjórn Benedikts. Með helstu hlutverk i sýningu Leikfélags Hveragerðis fara: Svava Hauks- dóttir, Aðalbjörg M. Jóhannsdótt- ir, Inga Wiium, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, Guðjón H. Björns- son, Steindór Gestsspn og Niels Kristjánsson. Enginii vafi er á þvi að þessi bráðlétti gamanleikur á eftir að laða að sér marga áhorf- •ndur i Hveragerði og viðar um Suðurland, en ráðgert er að ferð- ast um með leikinn, svo sem venja er hjá leikfélaginu. Sérverslun með brautir, stangir kappa og húna Nýir eigendur hafa nú tekið við fyrirtækinu Gardinubrautir h.f. Langholtsvegi 128 og aukið fjöl- breytni þess varnings, sem þar er á boðstólnum. Það eru hjónin Jóhannes Jóhannesson og Auður Guðmundsdóttir, sem nú eiga og reka Gardinubrautir og hafa um leið tekið við einkaumboði hér á landi fyrir þýska fyrirtækið Gardinia, sem framleiðir úrval brauta og stanga fyrir glugga- tjöld. Hjá gardinubrautum h.f. er nú boðið upp á einnar, tveggja, þriggja og fjögurra rása brautir i öllum hugsanlegum lengdum og tvenns konar kappa, annars veg- ar spónlagða viðarkappa og hins vegar kappa, sem gerðir eru úr krossviði með álimdri plastþynnu með margs konar viðarliki. Þess má einnig geta, að hjá gardinubrautum h.f. eru á boð- stólum margs konar gardinu- stengur úr tré, plasti og málmum, þar á meðal sérstæðar stengur úr smiðajárni, sem eru nú mjög i tisku viða á meginlandi Evrópu. Þrjú verkalýösfélög í prentiönaöi gefa út bók: Bókagerðarmenn Fyrir nokkru kom á markaðinn bókin Bókagerðarmenn. 1 henni eru saman komin æviágrip og ættartölur manna i löggiltum iðn- greinum bókagerðar hér á landi. Bókin skiptist i fjóra kafla: Bók- bindarar, Prentarar, Offset- prentarar og Prentmyndasmiðir. Hverjum kafla fylgir formáli og frásögn af þróun hverrar iðn- greinar ásamt skrá um iðnaðar- menn, nema og aðstoðarfólk ailt frá upphafi prentlistar á íslandi til ársloka 1972. Útgefendur bókarinnar eru Bókbindarafélag Islands, Hið islenska prentara- félag og Grafiska sveinafélagið. Prentaratal kom út á árunum 1953-4 undir ritstjórn Ara Gisla- sonar. Prentarar munu fyrst hafa hugað að endurútgáfu þess árið 1966, en það mun hafa verið um 1970 að þeirri hugmynd skaut upp i prentarafélaginu, að bóka- gerðarmenn sameinuðust um þessa útgáfu. Bókbindarar höfðu þá hafið útgáfu bókbindaratals 1965, sem þeir nefndu Drög að bókbindaratali, og voru komnar út tvær arkir um þetta leyti. Hafist var handa um söfnun upplýsinga meðal offsetprentara og prentmyndasmiöa, afla þurfti heimilda um sögu iðngreinanna og fyrirtækja i þeim frá upphafi. Margir hafa lagt hönd á plóginn við útgáfu bókarinnar, enda ótrúlega mikil vinna fólgin i samantekt sem þessari. Fróðleik af ýmsu tagi hefur verið bjargað frá glötun, þar sem margir þeir er sögðu frá eru ekki lengur i tölu lifenda. Bókin, sem er 612 blaðsiður og prýdd fjölda mynda, er unnin i Prentsmiðjunni Odda og Sveina- bókbandinu. Dreifing fer fram frá skrifstofu Hins islenska prentara- félags, Hverfisgötu 21, Reykja- vik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.