Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. desember 1976
UOOVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
(Jtgefandi: útgáfnfélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudágsblaöi:
Arni Bergmann
Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör-
leifsson
Augiýsingastjóri: Úlfar Þormóösson
Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar:
Siöumúla 6. Simi 81333 \
Prentun: Blaðaprent h.f.
VAR GERÐUR LEYNISAMNINGUR I OSLO?
Ráðherrarnir Einar Ágústsson og
Matthias Bjarnason fóru undan i flæmingi
þegar þeir voru spurðir um það til hvers
þeir væru að fara i viðræður við Efna-
hagsbandalagið um fiskveiðimál. Þeir
voru eins og þokulúðrar i blámóðu fjarsk-
ans — og slik framkoma af hálfu ráðherr-
anna er blátt áfram dónaskapur við is-
lensku þjóðina. Þjóðin á heimtingu á þvi
að fá að vita hvaða stefnu stjórnarvöld
hafa áður en sest er að samningaborði
með útlendingum. Vissulega bendir hins
vegar þögn ráðherranna til þess að þeir
þurfi eitthvað að fela, að þeir vilji ógjarn-
an segja eitt eða neitt fyrr en allt er klapp-
að og klárt. Þögn ráðherranna bendir
meðal annars til þess sem kom fram hér i.
Þjóðviljanum sl. vor að hugsanlegt væri
að samhliða Oslóarsamningnum hafi ver-
ið gerður leynisamningur við breta um að
þeir kæmust aftur inn i islensku landhelg-
ina. Þögn ráðherranna bendir og til þess
að þeir hafi fullan hug á að starfa sam-
kvæmt slikum leynisamningi eða að þeir
vilji beinlinis umfram allt semja við Efna-
hagsbandalagið um fiskveiðimál. Var
fróðlegt, en um leið ömurlegt, að heyra
það þegar umræddir ráðherrar hótuðu is-
lendingum ofbeldisaðferðum af hálfu
breta i sjónvarpsþættinum á þriðjudags-
kvöld i stað þess að telja kjark i þjóðina og
þó fyrst og fremst sjálfa sig sem jafnan
glúpna frammi fyrir hótunum útlendinga.
Nú eru bretar farnir. Nú er ljóst að við
höfum ekkert að sækja á annarra fiski-
mið. Nú er ljóst að Efnahagsbandalagið
hefurenga heildarfiskveiðistefnu — þar er
hver höndin upp á móti annarri. Við þess-
ar aðstæður væri blátt áfram fáránlegt að
semja við Efnahagsbandalagið til viðbót-
ar við þá samninga sem islendingar verða
að burðast með fram eftir næsta ári við
tvö riki Efnahagsbandalagsins.
En þögn og flótti ráðherranna bendir á
iskyggilegar blikur á lofti. — s.
ÁSKORUN Á ALÞINGI
Þegar unnið var að gerð málefnasamn-
ings vinstristjórnarinnar var á það fallist
að tillögu Magnúsar Kjartanssonar að
unnið skyldi með forgangshraða að bygg-
ingu geðdeildar Landspitalans. Ástæðan
var ma. sú að þá þegar, 1971, hafði um
langt árabil verið mikil umræða um
vandamál geðlækninga á íslandi og hafði
eitt málgagna viðreisnarstjórnarinnar
ma. beitt sér fyrir harðri gagnrýni á
sleifarlagið i geðhjúkrunarmálum. Ráð-
herrar viðreisnarstjórnar Alþýðuflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins létu hins vegar
hvergi á sér hrina og hreyfðu sig ekki
þrátt fyrir gagnrýni stjórnarandstöðu og
sérfræðinga og umvandanir eigin mál-
gagns. Þeir hreyfðu sig hvergi. Það var
þvi ekki fyrr en á árinu 1971 sem ákveðið
var að hefjast handa af myndarskap og
það kom i hlut Magnúsar Kjartanssonar
að fylgja málinu eftir innan vinstristjórn-
arinnar. Svo myndarlega var þá að verki
staðið að áður en langur timi leið lá fyrir
áætlun um byggingu geðdeildar. Náði á-
ætlunin yfir 3 ár og átti deildin þá að vera
fullbúin i ársbyrjun 1978. Var i fyrstunni
veitt nægilegt fé til þess að unnt yrði að
standa við áætlunina, en strax og hægri-
stjórnin kom til valda dró mjög verulega
úr framkvæmdahraðanum og nú bendir
flest til þess að hægristjórninni takist að.
tefja byggingu geðdeildarinnar i sex ár.
Þessi vinnubrögð eru algert hneyksli og
viðbrögð heilbrigðisráðherra i þessum
efnum eru dæmigerð fyrir talsmenn i-
haldsins i félagslegum efnum. Þegar rekið
var á eftir málinu á alþingi tók ráðherr-
ann á móti af hroka, frekju og geðvonsku.
Hann neitaði gjörsamlea að skilja nauð-
syn þessa verkefnis. Sú neitun hljómar
eins og skerandi sarg i eyrum þeirra þús-
unda islendinga sem eiga við vandamál að
striða vegna geðsjúkra sem ekki hefur
verið unnt að veita viðhlitandi umönnun á
sjúkrahúsum.
Þjóðviljinn skorar á alþingi að láta
skilningsleysi heilbrigðisráðherrans lönd
og leið og samþykkja svo myndarlega
fjárveitingu til geðdeildarinnar að dugi til
þess að ljúka byggihgu hennar 1980. Það
er að visu töf um työ ár frá þvi sem i önd-
verðu var áætlað en það er of seint að bæta
að fullu vanrækslu hægristjórnarinnar i
þessum efnum. — s.
Þórarinn Þórarinsson hefur
gleymt uppruna sinum.
Þess vegna
einn fram-
sóknarmaður
Þórarinn Þórarinsson ræðst
gegn þvi af blóöugri heift i for-
ystugrein Timans i gær sem
haldið hefur verið fram af for-
ystumönnum verkalýðshreyf-
ingarinnar að undanförnu að
hreyfingin þyrfti að hafa póli-
tisk markmið. Má þetta heita
furðuleg afstaða ritstjóra sem
ólst upp undir handarjaðri
Jónasar Jónssonar frá Hriflu,
sem átti þátt i þvi að stofna
Alþýðuflokkinn og Alþýöusam-
bandiö á sinum tima.
Enn furðulegri er þessi af-
staöa Þórarins — að vera á móti
stjórnmálaskoðunum verka-
lýðssamtaka — þegar þess er
gætt að hann sat sjálfur dag-
langt og náttlangt á ASI-þingi
sem formaður þingflokks
Framsóknarflokksins viö aö
reyna aö fá nokkra þingfulltrúa
til þess aö hlýöa flokkslinu
framsóknar. Þar var vissulega
um að ræða tilraun til að hafa
pólitisk áhrif en þvi er ekki að
neita að þau urðu æði takmörk-
uð. Þau voru takmörkuð vegna
þessað þeir fáu menn sem Þór-
arinn náði til neituðu að hlita
leiðsögn hans: þeir gengu út af
fundi og þeir neituðu alveg sér-
staklega að styðja sérstakan
flokksfulltrúa Þórarins i
miðstjórn ASI. Þess vegna er nú
einn framsóknarmaöur i
miðstjórn ASÍ.
Hlálegt
Þórarni sárnaði að sjálfsögðu
aðenginnskyldi vilja taka mark
á honum á ASI-þingi. Þess
vegna bölsótast hann dag eftir
dag i Timanum gegn Alþýðu-
bandalaginu og islenskum
sósialistum sem halda þvi fram
að verkalýðshreyfingin hljóti
alltaf og ævinlega að vera póli-
tisk i athöfnum sinum. Þessi af-
staða islenskra sósialista er i
samræmi við upphaflega stefnu
ASI og Alþýðuflokksins fyrir 60
árum um að breyta þjóðfélag-
inu. En það er hlálegt þegar rit-
stjóri Timans árið 1976 traðkar
á upphaflegum hugsjónum fyrri
leiðtoga Framsóknarflokksins
— einungis vegna þess að hon-
um var sjálfum i rauninni varp-
að á dyr á ASl-þinginu á dögun-
um.
Harðlínumenn
Alþýðubanda-
lagsins
Morgunblaðið hefur nú birt
viðtöl við alla þá ihaldsmenn
sem gegna ennþá forystustörf-
um i verkalýðshreyfingunni. Er
margt fróðlegt i viðtölum
þessum, en fátt kemur þó á
óvart. Þó verður undirritaður
að játa að honum þykir heldur
undarlegt að sjá formann Iðju i
Reykjavik Bjarna Jakobsson i
grátkonugervi i Morgunblaðinu.
Þar harmar hann aö róttækir
skyldu auka hlut sinn i mið-
stjórn ASl. I fyrirsögn segir:
„Engum til heilla að fá svo
stóran hóp harðlinumanna
Alþýðubandalagsins i miðstjórn
ASl.”
Þessi yfirlýsing Bjarna
Jakobssonar er æði furðuleg
þegar þess er gætt að sú aukn-
ing „harðlinumanna Alþýðu-
bandalagsins” i miðstjórn ASl
felst að hálfu leyti i þvi að
Guðmundur Þ. Jónsson vara-
formaður Iðju i Reykjavik —
þ.e.a.s. varamaður Bjarna
Jakobssonar, var kosinn i
miðstjórn ASl. Er það i fyrsta
sinn i langan tima sem iðn-
verkafólk á fulltrúa i miðstjórn
ASI og er sannarlega timi til
kominn. Guðmundur Þ. Jónsson
er sósialisti, félagi i Alþýðu-
bandalaginu. Orð Bjarna
Jakobssonar i Morgunblaðinu i
gær virðast sérstaklega beinast
gegn Guömundi . Það er leitt,
fyrst ætti Bjarni Jakobsson að
hugleiða örlög forvera sinna,
ihaldsmanna, i formannssæti
Iðju i Reykjavik, áður en hann
lætur slika endileysu á þrykk út
ganga i Morgunblaðinu.
Kaskótrygging
handa verka-
lýðsleiðtogum
Annað væluviðtal i Morgun-
blaðinu i vikunni er við Magnús
Geirsson formann Rafvirkja-
sambandsins. Hann talar um
sig sem „sjálfstæðismann” og
kemur það út af fyrir sig fáum á
óvart, enda þótt sú nafngift segi
aðeins hálfan sannleikann og
hálfsannleikur „oftast er
óhrekjandi lygi”. Hann hefur
nefnilega um langt skeið lika
verið Alþýðuflokksmaöur og
þannig i tveimur stjórnmála-
flokkum. Þessi sjaldgæfa
afstaða er að vera eins konar
gangandi holdi klædd viðreisn-
arstjórn hefur reynst mannin-
um einkar heilladrjúg um dag-
ana i þjóðstjórnarfyrirkomulagi
Alþýðusambands Islands. Þar
notar hann þá flokksaðildina
sem hentar betur til þess að
koma sér fyrir i ASI, en sfðan
notar hann aðildina að hinum
flokknum eins og bifreiðaeig-
endur kaskótryggingu svo-
nefnda. Má segja að Magnús
Geirsson hafi þannig óvenjulega
stöðu meðal islenskra verka-
lýðsleiðtoga, stöðu sem vonandi
er einsdæmi.
Pétur hyggur
á hefndir
Fyrsta grátkona, Guðmundur
H. Garðarsson sagði frá því i
Mbl., að hann hefði fyrir all-
löngu tilkynnt kommum og
krötum að hann vildi ekki gefa
kost á sér til miðstjórnar ASI.
Þessi tiðindi las Pétur Sigurðs-
son afsettur verkalýðsleiðtogi
með mikilli forundran i
Morgunblaðinu. Honum sagði
Guðmundur ekki að hann ætlaði
ekki að gefa kost á sér fyrr en 4-
5'tímum áður en kjör miöstjórn-
ar ASI fór fram. Þá þorði
Guðmundur ekki að gefa kost á
sér, en atti Pétri á foraðiö I von-
lausa kosningu. Er það i eina
skiptið sem Guðmundur H.
Garðarsson hefur stutt Pétur
Sigurðsson innan verkalýðs-
samtakanna. Núhyggur Pétur á
hefndir.
Leikreglur
lýðrœðisins
I stað Guðmundur H. Garð-
arssonar sem „fulltrúa versl-
unarfólks” kom i miðstjórn ASl
Björn Þórhallsson. Hann er svo
hreinskilin að lýsa því yfir i
Mbl. að hann hefði viljað kljúfa
verkalýðssamtökin ef hann
hefði lent út úr miðstjórn ASI
eða allir þeir sem eru i eða við
Sjálfstæðisflokkinn svokallaöa.
Þannig virða ihaldsmenn leik-
reglur lýðræðisins — þegar þeir
eru i minnihluta.
Magnús
Geirsson
Guðmundur
II.
Björn þolir
ekki lýðræöiö.