Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.12.1976, Blaðsíða 16
DJOÐVIIJINN Föstudagur 10. desember 1976 Aöalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- 1 daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tíma er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum Hitstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsia81482 og Blaðaprent81348. Einnig skal bent á heimasima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i simaskrá. Árni Jónsson, erindreki Stéttarsambands bœnda: Niðurgreiðslur og sölu- skattur tvíverknaður Fyrsti fundur nýkjörinnar miðstjórnar ASÍ var haldinn i gær og var myndin tekin við það tækifæri. Ritari stjórnar var kosinn Jón Helgason Akureyri og gjaldkeri Einar ögmundsson. Frá vinstri: Einar Ögmundsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Guðriður Eliasdóttir, Guðm. Þ. Jónsson, Karvel Pálmason, Jón Eggertsson, , Bjarnfriður Leósdóttir, Hermann Guðmundsson, Björn Jónsson, Snorri Jónsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Þórhallsson, Magnús Geirsson, óskar Vigfússon, Jón Snorri Þorleifsson og As- mundur Stefánsson. Reglugerð um nýja möskvastœrð T ogaraskipst j ór ar mótmæla henni Um næstu áramót tekur gildi reglugerð þess efnis að möskva- stærð á trolli við þorsk og ýsu- veiðar skuli vera 155 millimetrar i stað 135 mm. eins og nú er og aö möskvastærö á karfaveiðum skuli vera 135 mm. Nýlega barst sjávarútvegsráðuneýtinu skeyti frá nokkrum togaraskipstjórum, þar sem þeir mótmæla þessari nýju reglugerð og hóta að virða hana að vettugi. Jón Arnalds ráðuneytisstjóri sagðist ekki geta sagt um það á þessu stigi málsins hvernig ráðu- neytiðmyndi bregðast við þessari hótun en tók fram að hann væri vantrúaður á að skipstjórar myndu standa við þessa hótun, eftir þær tilraunir sem fram hafa fariðundanfariðá möskvastærð á trolli. Sagði hann að ekki lægju fyrir nein fiskifræðileg rök fyrir þvi að ástæða væri til að breyta reglu- gerðinni aftur og hafa möskva- stærðina óbreytta. Einnig benti hann á að það væri ekki hlaupið að þvi að breyta reglugerðum um möskvastærð. Þegar reglugerðin var sett á sl. vetri var útgerðinni gefin umþótt- unartimi til að breyta veiðarfær- um. Nú hefðu innflytjendur neta i troll flutt inn net með 155 mm. möskvastærðinni og innlendir trollframleiðendur fyrir nokkru hafið gerð trolla með þessari möskvastærð. Það er þvi ljóst, að möskva- stærð á trollum verður 155 mm við ýsu og þorskveiðar um næstu áramót og eftir að sjá hvort skip- stjórar láta verða af þvi að virða reglugerðina að vettugi. —S.dór 1 ályktun, sem samþykkt var á almennum og mjög fjölsóttum bændafundi I Árnesi I Arnessýslu, s.I. þriðjudagskvöld var á það bent, að niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðir væru ekki til- komnar vegna óska bænda heldur hefði rikisvaldið átt frumkvæði að þeim og teldi sig beita þeim sem hagstjórnartæki i hinni lang- vinnu viðureign við verðbólgu og dýrtið. Óskaði fundurinn eftir þvl að athugað yrði hvort ekki væri rétt að hætta niðurgreiðslum á kjöti og kjötvörum og fella jafn- framt niöur söluskatt á þessum vörum. Blaðið spurði Arna Jónasson, erindreka Stéttarsambands bænda að þvi, hvernig þessi breyting kæmi til með að verka, ef gerð yrði og hvort þetta mál hefði nokkuð verið á dagskrá hjá bændasamtökunum og stjórn- völdum. Arni Jónasson sagði þetta hafa verið og vera i athugun. Niður- greiðsla á kjöti i heilum og hálf- um skrokkum væri nú kr. 122,00 á hvert kg. en söluskatturinn á kg. kr. 109,34. Þetta breytist þegar búið er að brytja skrokkana niður þannig að t.d. söluskattur á hvert kg. af súpukjöti 1 er kr. 113,20 en niðurgreiðslan sem fyrr kr. 122,00 og er hún jöfn. A súpukjöt 2 er söluskatturinn kr. 121,57 og má þá heita, að orðið sé jafnt á klakki. Siðan fer dæmið að snúast við þannig að á hvert kg. i lærum er söluskatturinn kr. 127,71, i hryggjum kr. 130,50, i læra- sneiðum kr. 156,19 og kótelettum kr. 142,93. Otkoman af breyting- unni yrði þvi sú, að bestu hlutar skrokksins og smásalan mundi lækka. En i heildinni mun þetta vegast mjög á. Við hjá Stéttarsambandinu höfum haldið þvi fram, sagði Árni Jónasson, að ef rikisvaldið hefði' áhuga á þvi að lækka fjárlaga- upphæðina, þá ætti það að afnema þessar niðurgreiðslur á kjöti og kjötvörum. 1 sjálfu sér er það fá- sinna, að vera að innheimta sölu- skatt til þess að borga svo álika upphæð til baka sem niður- greiðslur. Hinsvegar verður þessu ekki beitt gagnvart mjólkurvörum þvi á þeim er ekki söluskattur. Við spurðum Arna Jónasson að þvi, hvort hann teldi likur á að horfið yrði að þessu ráði. Við bentum nú rikisstjórninni á þetta i haust, svaraði Arni, — en hún hafði ekki áhuga á þvi þá. Aftur á móti mun hún vera farin að ræða um þetta núna. —mhg Happdrœtti Þjóðviljans: Kaupum miða - eflum blaðið Nú hefur Happdrætti Þjóðvilj- ans hafið sölu happdrættismiða, svo sem venja er á þessum árs- tima.Stuðningsmönnum blaösins hafa verið sendir miðar I sam- ræmi við forsögulegar staðreynd- ir, sem i sumum tilfellum eru bæði ónákvæmar og stórgall- aðar. En eins og svo oft áður, þá treystir happdrættið á umburðar- lyndi manna og vonar að þeir hafi efst I huga markmið þess. A þessu ári minnumst við 40 ára afmælis Þjóðviljans. í tilefni af þvi hafa stuðningsmenn blaðsins fært þvi glæsilegt húsnæði að Siðumúla 6 i Reykjavik. Þótt hér sé um að ræða myndarlegt átak, þá er mun þýðingarmeira að tryggja rekst- ur blaðsins. Hér kemur happ- drættið til skjalanna. Allt frá þvi að Þjóðviljinn efndi til happ- drættis i fyrsta sinn, fyrir um það bil aldarfjórðungi siðan, hefur það gegnt þýðingarmiklu hlut- verki I rekstri blaðsins. Mikil áhersla var lögð á það i upphafi, að happdrættið skilaði góöum ár- angri, eins og það hafði gert undir nafni Sósialistaflokksins. Þá seldu deildir flokksins happ- drættismiða hverikapp við aðra. Nú er skipulag happdrættisins með nokkuð öðrum hætti en þá var, enda má deila um það, hvort sú þróun, sem átt hefur sér stað, hafi verið til góðs. Hitt er þó ó- umdeilanlegt, að mikilvægi happdrættisins er ekki minna nú en það var þá. Við hljótum þvi öll að leggja okkur fram við að koma miðunum út, og kaupa þann fjölda miða, sem efni okkar frek- ast leyfa, en selja afganginn vin- um og vandamönnum. Það hefur reynst erfitt að halda úti róttæku blaði á Islandi, sem hefur sósialisma og þjóðfrelsi að leiðarljósi, enda ekki átakalaust. Einurð og samstaða stuðnings- manna Þjóðviljans hefur rutt veginn, en eins og svo oft áður munum við þarfnast þeirra nú. Kaupgaröur í leiðinni heim. — KAUPGARÐUR • Sett upp nýjar glæsilegar hillur. # Sett upp sælgætissölu meö miklu úrvali af alls konar sælgæti. # Sett upp flöskumóttöku, þar sem öll gler eru greidd út í peningum. # Allt þetta er til þess að bjóða viðskiptavinum vorum bætta þjónustu og aukið vöruval. KOMIÐ OG SANNFÆRIST. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Komið í Kaupgarð og látið ferðina borga sig. Opið til kl. 10 í kvöld og til kl. 6 á morgun VIÐ HÖFUM BREYTT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.