Þjóðviljinn - 23.01.1977, Síða 2

Þjóðviljinn - 23.01.1977, Síða 2
2 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. janúar 1977 Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Bandarísku neytendasam- tökin hafa látið fiiiffi rannsaka „morgun- •linnd: verðarkornið” 1 Hvað látum við ofan í okkur á morgnana? Trúlegt má telja aö megin hluti íslenskra barna og stór hluti full- orðinna byrji daginn með „morgunverðarkorni", þ.e. „corn flakes" eða annari tegund af unnum kornflögum. öllum mun kunnugt um mikilvægi morgunverðarins fyrir likamann. Þvi er ástæða til að kynna sér hvað það er sem við setjum ofan í okkur þegar við borðum slikan mat, og er ætlunin að fjalla um það hér. Til íslands var flutt á árinu 1975 „morgunveröarkorn” (þvi miður er enn ekkert samheiti til á islensku yfir þessa fæðuteg- und) fyrir 96,7 miljónir króna (án tolla og álagningar) eða um 542tonn. Fyrstu9 mánuöi ársins 1975 er salan komin i 469 tonn fyrir 98,6 miljónir og þvi er bæöi um verð- og magnaukningu að ræða. Þessar tölur eru fengnar hjá Hagstofunni, en ekki er hægt aö fá að vita, hversu margar tegundir er hér um aö ræöa þar sem innflutningur á þessari vörutegund er frjáls. Trúlega skipta tegundirnar þó nokkrum ttgum ,þvi i flestum stærri versl- unum eru til sölu 15-20 tegundir frá hinum ýmsu löndum Evrópu eöa Bandarikjanna. Við höfum komist yfir eintak af bandariska neytendaritinu „Consumer reports”, sem gefið er út mánaðarlega af (Consum- ers Union, Bandarisku neyt- endasamtökin), en samtökin standa fyrir umfangsmiklum Hér er listinn yfir tegundirnar sem Consumers Union rann- sakaði, i þeirri röö sem gæöi þeirra reyndust vera: MAYPO 30-SECOND OATMEAL WHITH MAPLE FLAVOR (STANDARD MILLING CO) CHEERIOS (GENERAL MILLS) SPECIAL „K” (KELLOGG CO) Eftirfanandi tegundir reyndust heldur lélegri en þær þrjár fystu: LIFE (QUAKER OATS CO) QUICK CREAM OF WHEAT - ENRICHED FARINA (SPECIAL PROD. DIV.) SUN COUNTRY GRANOLA - REGULAR (KRETSCHMER WHEAT GERM PROD. DIV.) BUC WHEATS — HIGH NUTRITION CEREAL (GENERAL MILLS) HEARTLAND NATURAL CEREAL (CROCERY PROD. DIV.) QUAKER 100% NATURAL CEREAL (QUAKER OATS CO) LUCKY CHARMS (GENERAL MILLS CO) PILLSBURY FARINA HOT WHEAT CEREAL (PILLSBURY CO) KRETSCHMER WHEAT GERM-REGULAR (KRETSCHMER WHEAT GERM PROD. DIV.) CREAM OF RICE (GROCERY PROD.) ALPHA-BITS (POST DIV.) SIR GRAPEFELLOW (GENERAL MILLS) BARON VON REDBERRY (GENERAL MILLS) WHEATENA (STANDARD MILLING) TOTAL (GENERAL MILLS) FROOT FLAVORED LOOPS (KELLOGS CO) WHEATIES (GENERAL MILLS) RASINBRAN (KELLOGG CO.) APPLE JACKS (KELLOGG CO.) POST GRAPE-NUTS, FLAK- ES (POST DIV.) Hér eru svo tegundirnar sem lentu i neðsta flokknum: OLD FASHIONED QUAKER OATS (QUAKER OATS CO.) INSTANT QUAKER OATMEAL (QUAKER OATS CO) SPOON SIZE SHREDDED WHEAT (SPECIAL PROD. DIV.) KELLOGGS CORN FLAKES (KELLOGGS CO) RICE KRISPIES (KELLOGG CO) CAP’N CRUNCH (QUAKER OATS CO) KING VITAMIN (QUAKER OATS CO) HONEY COMB (POST DIV.) SUPER SUGAR CRISP (POST DIV.) SUGAR SMACKS (KELLOGG CO) SUGAR POPS (KELLOGGS CO) COCOA KRISPIES (KELL- OGG CO) COCOA PUFFS (GENERAL MILLS) TRIX (GENERAL MILLS) SUPER ORANGE CRISP (POST DIV) PINK PANTHER FLAKES (POST DIV.) QUISP (QUAKER OATS CO) CORN CHEX (RALSTON PURINA CO) PRODUCT 19 (KELLOGG CO) QUAKER PUFFED WHEAT (QUAKER OATS CO) rannsóknum á matvælum og ýmsum öörum vörutegundum og skýra frá niöurstöðum þeirra i riti sinu. 1 þessu blaði (2. tbl. 1975) er m.a. sagt frá rannsókn- um á 44 tegundum af morgun- verðarkorni sem framleitt er i Bandarlkjunum. Flestar af þessum tegundum munu vera hér á markaðinum og birtum við þvi allan listann hér á siö- unni. Þess má hins vegar geta, að t.d. Kellogg-vörur eru einnig framleiddar i Englandi, og vant- ar á listann ýmsar tegundir frá fyrirtækinu sem virðast ein- göngu framleiddar austan hafs, t.d. All Bran, sem hér er keypt allmikið af. Auk þess eru hér á markaöinum nokkrar tegundir frá t.d. Danmörku, Noregi og viðar. Muesli-korn, sem upp- runalega er svissneskt, en fæst hér framleitt i Englandi, Þýska- landi og Danmörku meðal ann- ars, er heldur ekki á þessum lista. A þessum lista eru hins vegar þær tvær tegundir sem hér virðast mest seldar, þ.e. Cheerios og Cocoa Puffs, en all- langt er á milli þeirra i gæða- röðinni sem blaðið birti. Við hringdum i nokkrar versl- anir i Reykjavik og virtist alls staðar vera mest selt af Cheerios og Cocoa Puffs, en Kelloggs Corn Flakes fylgdi fast á eftir. Rétt er aö benda á að morgun- verðarkorn, hversu ofarlega sem það kann að standa hér á listanum, getur aldrei komiö i staðinn fyrir morgunverð, sem inniheldur fjölbreyttari matar- tegundir, t.d. egg, ávaxtasafa og súrmjólk. Æskiíegast er þvi að borða ekki aðeins morgun- verðarkornið, heldur einnig um- ræddar matartegundir, og sé um fullorðna aö ræða er best að hafa undanrennu út á kornmat. Rannsóknin var þannig fram- kvæmd aö rottur voru látnar lifa eingöngu á ýmsum tegundum af morgunveröarkorni i 3 mánuði. Fylgst var nákvæmlegá með þeim og þær viktaðar og skoðað- ar vikulega. Þær fengu ekki mjólk og sykur með umræddum korntegundum, svo aö eingöngu var um að ræöa rannsókn á næringargildi kornsins. Þaö er að visu rétt að taka fram að ekki er hægt að fullyrða að ákveönar matvælategundir hafi sömu áhrif á rottur og menn, en eftir þvi sem vitað er þurfa þær næstum alveg sömu næringarefni og menn og auk þess i hliðstæðum hlutföllum miðað við þyngd, ef undan er skilið C-vitamín. Oftast er hvað mest af B-vita- mini i korninu, og verulegur hluti hitaeininganna kemur frá sykri, sem kornið er oft húðað með. Flestar tegundimar voru bættar meö yfir 8 vitaminum og næringarefnum eins og segir á pökkunum, en hins vegar stend- ur ekki hversu mikiö sé I korn- inu af trefjaefnum, sem eru mjög mikilvæg, en oftast aö 'miklu leyti unnin úr korninu. Ein tegund inniheldur þó mikiö af trefjaefnum, en þaö er All Bran og fæst þaö hér sem fyrr segir. Viö sjáum að i neðsta flokknum eru fjöldamargar tegundir sem njóta mikilla vin- sælda hér á landi, enda margar sykurhúðaöar og höfða þvi eink- um til barná. Útsölur í fullum gangi Þessa dagana eru útsölur i mjög mörgum verslunum og standa þær væntanlega út þennan mánuð að minnsta kosti. Á undanförnum árum hefur verö á fatnaði hækkað mjög mikið og er enginn vafi á þvi að viða er hægt að gera góð kaup á útsölum. Á það ekki sist við barnaföt, utany firflikur, vefnaðarvöru og tiskuvöru, sem oft er sett á útsölu þótt varan sé næstum ný. Ein af þeim verslunum sem nú eru meö útsölu er Hagkaup og það er full ástæöa til að benda fólki á að lita þar inn. Ég efast um að betri kaup sé hægt að gera hér á landi en þar, t.d. á barna og unglingafatnaði (peys- ur, buxur o.fl.) svo og á ýmsum fatnaði fyrir íullorðna.Þetta eru yfirleitt mjög góöar vörur, og reyndar má benda á aö I Hag- kaup eru yfirleitt á boöstólnum vandaöar vörur á mun hagstæð- ara verði en almennt gerist, enda munu margir notfæra sér það. En útsalan er sem sagt fullrar athygli verö, ekki sist fyrir barnafjölskyldur sem þurfa á slitfatnaði að halda á börnin. Þess má einnig geta að hinar fjölmörgu tiskuverslanir i borginni eru nú margar með út- sölur, og má þar oft fá næstum nýja vörur á miklu lægra veröi en almennt gerist, t.d. peysur, gallabuxur, kjóla o.s.frv.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.