Þjóðviljinn - 02.02.1977, Síða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1977, Síða 3
Miðvikudagur 2. febrúar 1977. þjöÐVILJINN — StÐA — 3 Erlendar fréttir í stuttumáli Corvalan: 6000 pólitískir fangar í Chile AUSTUR-BERLIN 31/1 Reuter — Luis Corvalan, leiðtogi Kommúnistaflokks Chile, sem látinn var laus i desember i skipt- um fyrir sovéska andófsmanninn Vladimlr Búkovski, sagði i dag að enn væru margar þúsundir pólitiskra fanga I Chile og kvað þá fullyrðingu chilisku herforingjastjórnarinnar að allir pólitiskir fangar þarlendis hafi veriö látnir lausir að einum undanteknum, blygðunarlaus ósannindi. Telur Corvalan að um 6000 pólitiskir fangar séu enn I Chile, bæði I fangelsum og leynilegum fanga- búðum, og að 2500 þeirra séu i klóm leynilögreglu einræðis- stjórnarinnar. Corvalan sagði að telja mætti að visu liklegt að margir þeirra, semvitað væri að hnepptir hefðu verið i fangelsi, væru nú látnir, en það væri alþjóðleg skylda aö gera allt, sem hægt væri, til aö bjarga lifum þeirra fanga, sem enn væru llfs, og fá þá látna lausa. — Chiliska herforingjastjórnin heldur þvi nú fram að hún hafi I fangelsi aðeins einn pólitiskan fanga, Jorge Montes, fyrr- um öldungadeildarþingmann. Segist herforingjastjórnin vilja láta hann lausan I skiptum fyrir Huber Matos, kúbanskan major, sem 1959 var ákærður fyrir föðurlandssvik þar i landi og dæmdur til 20 ára fangelsisvistar. Aukin áhrif Dolancs BEOGRAD 31/1 Reuter — Stane Dolanc, sem sagður er nánasti samstarfsmaður Titos rikisleiðtoga meöal ráðamanna Kommúnistasambands Júgóslavlu, var i dag kosinn forseti nefndar, sem hefur með höndum undirbúninginn að ellefta þingí Kommúnistasambandsins, sem halda á innan 18 mánaða. Fréttaskýrendur telja þetta merki þess að staða Dolancs I flokksforustunni styrkist enn. Hann er ritari framkvæmda- nefndar flokksstjórnarinnar. Haft er eftir Dolanc að óliklegt sé að þingið muni I nokkrum verulegum atriðum breyta stefnuskrá flokksins, heldur ræða ráðstafanir til að efla enn frekar núverandi kerfi i þjóðarbúskap Júgóslaviu, sem byggistá viötækri sjálfstjórn fyrirtækja og yfir- ráðum starfsmanna hvers fyrirtækis yfir þvi. Einnig muni Júgóslavia áfram forðast aö ánetjast herbandalögum stórvelda. Gífurleg árekstrahœtta yfir Vestur-Þýskalandi FRANKFURT, Vestur-Þýskalandi 1/2 Reuter — Minnstu mun- aði að kanadísk risaþota með 230 farþega og bandarisk herflug- vél rækjust á nálægt Frankfurt á föstudaginn, að sögn vesturþýsks embættismanns. Hefur verið mælst til nákvæmrar skýrslu af bandariska flughernum um málið. Talsmaðurinn bætti þvi við að þetta atvik væri siður en svo einsdæmi, heldur hefði um það bil fimmtiu sinnum legið við árekstrum I lofti yfir Vestur-Þýskalandi siðastliðið ár, og heföu herflugvélar komið við sögu I öll þau skipti. Flugumferð yfir landinu er mjög mikil. Þotan var á leið frá Frankfurt til Montreal og að hækka sig upp i reglubundna flughæð þegar hin flugvélin, sem var orrustuflug- vél, flaug þvert fyrir nef hennar I aðeins um 190 metra fjarlægð. Þetta gerðist i um 7000 metra hæð, en samkvæmt reglum er ætl- ast til að herflugvélar farihelst ekki hærra en 3500 metra. Gestir Amins fundnir KATRÚM 2/2 Reuter — Ogandisk flugvél, sem saknað hefur ver- ið i tvo sólarhringa eftir aðhún hafði oröið að nauölenda, fannst i dag i Súdan sunnanverðu, og voru allir farþegar heilir á húfi, að sögn embættismannanna i höfuðborg Súdans. 1 flugvélinni foru meðal annarra sextán bretar á leið i heimsókn til Idi Amins Ugandaforseta. Hefur að sögn verið farið með farþegana til Juba, höfuðborgar Miðbuagsfylkis syðst i Súdan. Bretunum 16 hafði verið boðið til Kampala, höfuðborgar Oganda, I tilefni hátiðahalda þar I minningu valdatöku Amins fyrir sex árum. 1 hópnum var Judit greifynja af Listowel, rúmlega sjötug að aldri, en hún hefur ritað ævisögu Amins. — Fyrst var haldið að flugvélin hefði orðið að lenda á svæði I Úganda, þar sem mikið er um ljón og fila. Möltustjórn býr sig undir lokun herstöðva VALLETTA, Möltu 31/1 Reuter — Rikisstiórn Möltu hefur i undirbúningi ráðstafanir til aukningar þjóðartekjunum til að mæta þeim tekjumissi, sem landiö verður fyrir þegar hið breska „varnarlið” hverfur þaðan 1979, að þvi er Joseph Abela, fjár- málaráðherra Möltu, skýrði frá i dag. Stjórn Doms Mintoff hefur lýst þvi yfir að hún muni forðast tengsl við hernaðarbandalög stórveldaeftiraðbreskubækistöðvunum.semeru á vegum Nató verður lokað. Flokkur Mintoffs, Verkamannaflokkurinn, sem htfur farið með stjórn á Möltu siðan 1971, vann aðrar þingkosn- ingarnar i röð i desember s.l. Spánn: yinstrimanna handtekinn Konungur reynir að mýkja herinn MADRID 1/2 — Haft er eftir heimildum i Madrid að Adolfo Suarez forsætisráðherra hyggist taka upp á ný i vikunni við full- trúa' stjórnarandstöðuflokka viðræður um þingkosningar þær, sem eiga að fara fram á Spáni i vor, þrátt fyrir ógnaröldu þá, sem nú gengur yfir landið. Lögreglan hefur að eigin sögn handtekið um 250 manns i sambandi við ógnar- ölduna, og eru þeir flestir úr rót- tækum samtökum sem talin eru til vinstri við Kommúnistaflokk Spánar. Ekkert hefur um það frést frá lögreglunni hverjir standi áð baki ógnaröldinni, en það eflir grunsemdir viðvikjandi lögreglunni að það skuli einkum vera vinstrimenn sem handteknir eru. Ýmis vinstrisamtök hafa sakað stjórnina um að hafa þegar á ný tekið upp kúgunaraðferðir Francostjórnarinnar, og er óttast að handtökurnar geti spillt sam- bandi stjórnar og stjórnarand- stöðu, sem undanfarið hafa sýnt verulega samstöu gagnvart hinu uggvænlega ástandi. — Nokkrir öfgasinnaöir hægri- menn hafa að visu einnig verið handteknir, þeirra á meðal þrir Italir. —Sumir frétta- skýrendur telja að með fjölda- handtökunum sé verið að róa hershöfðingjanna, sem sagðir eru gramir út af drápi þriggja lögreglumanna fyrir fáeinum dögum og brottnámi háttsetts hershöfðingja. Við jarðarför lögreglumannanna þriggja um helgina heyrðust menn úr hern- um hrópa: „Niður með stjórn- ina!” og hvetja til að snúið yrði til alræðis á ný. Jóhann Karl kon- ungur heimsótti i gær herflokka staðsetta skammt frá Madrid, og er litið á það sem tilraun konungs til að tryggja hollustu herforingja við stjórnina. Fjórir vinstri- leiðtogar og borgarstjórar I Baskalandi fengu i dag moröhót- anir frá öfgafullum hægrimönn- um. Efnahagsleg vandræði bætast ofan á annan vanda spænsku stjórnarinnar: þannig var verbólgan i landinu siðastliöið ár 20%, og hálf miljón manna, eða 6% vinnuaflsins, er atvinnulaus. I spænskum blöðum er nú talað um hættu á þvi að i landinu skapist „argentinskt ástand”, þar sem efnahagsvandræði, hryðjuverk og stjórnmáladeilur endi meö valda- ráni hersins. Nýr yfirmaður var i dag skipaður yfir leyniþjónustu hersins, og mun sú útnefning hugsuð til að styrkja aðstöðu stjórnarinnar gagnvart þeirri stofnun. Útkoma danskra aft- urhaldsblaða stöðvuð Jörgensen kennir útgefendum um — borgaralegir prenturum KAUPMANNAHÖFN 31/1 Reuter — Tvöaf útbreiddustu dagblöðum Danmerkur, Berlingske Tidende og B.T., semsamaútgáfufyrirtæki stendur að, komu ekki út I dag vegna deilu eigenda og starfs- manna. Otgáfufyrirtækið sagði i gærkvöldi upp um 1000 starfs- mönnum og segir þar vera um hagræðingarráðstafanir að ræða, en prentarar mótmæla þessari atvinnusviptingu og einnig þvi, að fyrirtækjum utan blaðanna séu fengin verkefni, sem prentarar hafa til þessa annast. Blöð þessi bæði eru hægrisinn- uð, og saka forustumenn borgaraflokkanna vinstrisinnaða prentara um tilraunir til aö hindra útkomu ihaldsblaða I kosningabaráttunni, en kosningar hafa sem kunnugt er verið ákveðnar i Danmörku 15. febrú- ar. Anker Jörgensen, leiðtogi sósialdemókrata og forsætisráð- herra, segir útgefendur hinsveg- ar bera ábyrgð á töðvun blaðanna og hefur skoraö á þá að slá deil- unni við prentara á frest framyfir kosningar. Yfirvöld lýsa 77-samtökin ólögleg — Hajek telur það skref í átt til umrœðu PRAG 31/1 Reuter — Tékkóslóvak ísk; yfirvöld lýstu þvi yfir 1 dag, að barátta mannréttindasam- takanna á bak við Mannréttinda- skjal 77 væri ólögleg. Jiri Hajek, fyrrum utanrikisráðherra, einn forustumanna samtakanna, sagðist ekki sjá ástæöu til að harma þessa tilkynningu, þvi að hún virtist vera skref I átt til umræðna um mannréttindamálin frá lögfræðilegu sjónarmiði og i áttina frá undanförnum ofsókn- um lögreglunnar gegn andófs- mönnum og árásum á þá i fjölmiðlum. Hajek og annar forustumaður andófsmanna, heimspekingurinn Jan Patocka, voru kallaðir á skrifstofu opinbers saksóknara, sem tilkynnti þeim téða skoðun stjórnarvalda. Þeir Hajek og Patocka neituðu ásökunum sak- sóknarans, meðal annars þeirri fullyrðingu hans að efni 77- ávarpsins væri „andkommúniskt og andstætt Tékkóslóvakiu.” Jiri Hajek — ódeigur til viðræðna við yfirvöld. Hajek lagði i dag áherslu á, að enda þótt hann hefði verið rekinn ú r Kommúnistaflokki Tékkóslóvakiu eftir innrás Varsjárbandalagsins 1968, liti hann á sig sem kommúnista og væru núverandi viðhorf sin býggð á sannfæringu sinni sem komm- únista. Willy Brandt, fyrrum rikis- kanslari Vestur-Þýskalands, hét i dag á rikisstjórn Tékkóslóvakiu að ljá mannréttindasamtökunum eyra i stað þess aö ofsækja þau. Skálmöld í Eþíópíu GONDAR, Eþiópiu 1/2 Reuter — Mikiö af vopnum var I dag flutt til fylkishöfuðborgarinnar Gondar I norðurhluta Eþiópiu, til styrktar herliði stjórnarinnar sem á i höggi viö uppreisnarmenn I noröausturhluta landsins. Kvað þar helst vera um að ræða þrenn samtök, Eþiópíska lýðræðissam- bandiö (EDU), sem sagt er hægrisinnað, Byltingarflokk eþiópskrar alþýðu, sem lýst er sem marxiskum, og sjálfstæöis- sinna i Eritreu. Skæruliðar umræddra samtaka hafa sig mest I frammi nálægt landamærum Súdans. Stjórn Súdans hefur lýst yfir stuðningi við eritresku uppreisnarmennina, og hefur það vakið reiðiþrungin viðbrögð eþiópskra ráðamanna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.