Þjóðviljinn - 26.03.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.03.1977, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mars 1977 AF MUSTERUM í kjallaranum undir neðri hluta kórsins í fyrirhugaðri Hallgrímskirkju hefur nú verið messað í því sem næst þrjátiu ár með ágætum árangri. Hafa menn og konur komið þar sam- an til að hlusta á hina ágætustu kennimenn útlista það hvað höfundar heilagrar ritningar haf i átt við með einu og öðru, sem í biblíunni stendur, svo að almenningi verði það nú ekki á að fara að leggja eigin skilning í fræðin. Síðan hef ur þar verið sungið og spilað í góðum hópi glaðra vina og auðvitað beðið til guðs, eins og vera ber. Allt er þetta — eins og kellingin sagði — „gott og blessað". Og ég er svo hjartanlega sammála þeirri kellingu, því ég hef alltaf ver- ið því andvígur að amast við hverskyns gleðskap, nema ef vera kynnu mannfórnir á ölturum annarra skurðgoða en þeirra, sem mér hef ur verið kennt að elska af öllu hjarta, því „eigi skalt þú aðra guði hafa". En svo undarlega bregður við, að þótt þarna íkjallaranum undir neðri hluta kórsins í fyrir- hugaðri Hallgrímskirkju hafi í þrjátíu ár bæði verið framið gagn og gaman, þá hefur þar ekki nærri alltaf, eða ef til vill nánar tiltekið sjaldnast, verið húsfylli. Mér telst svo til með aðstoð óskeikullar vasatölvu minnar, sem ég persónulega treysti betur en heilagri þrenningu, að framan- greindur kórkjallari rúmi um það bil einn tuttugasta af Hallgrímskirkju allri, svo að Ijóst er að ef beitt er íslenskri rökhyggju og mannlegri íslenskri skynsemi ætti öllum að vera Ijóst að með því að taka hina nítján hlutana af byggingunni í gagnið eru ótrúlega miklar likur á því að húsf ylli náist við messu- gjörðir. Nú má enginn taka orð mín svo að ég sé að amast við Hallgrímskirkju sem slíkri. öðru nær. AAér f innst þessi hrikalega listasmíð ein- mitt bera því glöggt vitni, hverju fólk með vilja og sannfæringu getur fengið áorkað, og leyfi mér af hjartans einlægni að óska aðstandendum til hamingju með það sem þegar er tilbúið af guðshúsinu, en það er turn- inn sem nú trónar í allri sinni dýrð beint uppí loftið, ímynd mannlegs máttar, fallos-tákn sjálfs náttúrukraftsins, og meira að segja bú- ið að mála hann hvítan Tilefni allra þessara hugleiðinga um Hallgrímskirkju, stærð hennarog mikilleik, er það að ég rakst á grein í Tímanum f yrir réttri viku, og bar hún yf irskriftina FIAAM NÝJAR KIRKJUR FYRIRHUGAÐAR í REYKJAVÍK — AUK ÞEIRRA SEM ERU í SMÍÐUM. Af grein þessari má ráða að í Reykjavík einni séu i þann veginn að rísa um tíu nýjar kirkjur, auk þeirra, sem fyrir eru. Svo sannarlega sé ég ekki ástæðu til að amast við öllu þessu framtaki. Mín vegna mætti þetta fólk byggja þrjátíu kirkjur á ári svo lengi sem landrými væri fyrir hendi og láta þær svo allar standa tómar allan ársins hring guði vorum til dýrðar. Það sem vekur mesta furðu mína er, að þetta framtakssama fólk skuli ekki fremur verja orku sinni í það að byggja safnaðarhús börnunum okkar til dýrðar, börnunum okkar sem hvergi fá húsaskjól nema undir berum himni og það á götum borgarinnar, eða hvers vegna finna þessir framtakssömu kirkju- smíðaf römuðir ekki hvöt hjá sér til að reisa af grunni þó ekki væri nema fimm mannsæmandi saf naðarhús yf ir aldraða og veikburða, fóikið, sem eytt hefur asyi sinni, fargað heilsu og hamingju til að eftirlifandi kynslóðir geti lifað því sem kallað er mannsæmandi lif i og býr nú við það í hrönnum að verða kastað á haug eins og hverju öðru ónýtu rusli. Mér er bara spurn: Hver er þessi guð, sem er það þóknanlegt að byggð séu i tugatali musteri honum einum og f jölskyldu hans til dýrðar, musteri sem standa tóm á meðan blessaðir krakkarnir okkar norpa á götunni af því barnaheimilin eru yfirfull, farlama gamalmenni fá hvergi húsaskjól af því að á elliheimilum losnar ekkert rúm fyrr en ein- hverju gamalmenni þóknast að geispa gol- unni, og hver vill raunar hýsa mannskepnu, sem ekki getur lengur „unnið fyrir sér," en sjúkir fá að drepast drottni sínum í endalausri biðeftir sjúkrahúsrými, af því að hver krókur og kimi í sjúkrahúsunum er þaulsetinn. Og þess vegna segi ég yður, sem fyrirhugið að reisa f imm nýjar kirkjur í hverf um ykkar: Ef þér óttist það að fara til helvítis eftir dauðann, þá hættið við fyrirhugaðar kirkju- bygginar en byagið í staðinn fimm barna heimili og fimm elliheimili. Slíkt mun verða guði yðar þóknanlegra en fyrirhuguð musteri, og Lyklapétur mun hleypa yður inn um hið Gullna hlið án þess að líta í prótókoll- inn. Því hvað sagði ekki Hallgrímur forðum: Þú hoppar inn um himins hlið með hugarþeli fegra, ef þú gerir góðverkið, sem guði er þóknanlegra. Flosi. SOÐASKAPUR í Síðumúla r og Armúla Hversu lengi geta menn kom- um? 1 sömu götu og þiö Þjóö- ist hjá aö ganga frá húsum sín- viljamenn eruö til húsa hafa ár- um saman veriö hálfköruö hús, ópússuö i niurniðslu og reiöi- leysi. Sömu söguna er aö segja um mörg hús i Ármúla. Sóöa- skapurinn og svinarliö i um- hverfiþessara húsa viö fjölfarn- ar götur á sér fá lik sæmi. Ég nefni td. Siöumúla 17, 25, 27, 29, og 32. Nú vil ég varpa fram þeirri spurningu til borgaryfirvalda hvort mönnum geti liöist þetta endalaust. Ég vænti þess aö gert veröi eitthvaö i þessum málum hiö snarasta. Reykvikingur Verðlaun fyrir skip Dregiö hefur veriö úr nöfnum þeirra sem sendu réttnöf n skipa nr. 21-25 I getrauninni Hvaö heitir skipiö? Upp kom nafn Guömundar Danielssonar, Laugarnesveg 110, Reykjavik og veröur honum send bókin öldin okkar 1951-1960 i útgáfu löunnar. Þessi eru nöfn skipanna: Nr. 21. Kyndill Nr. 22. ísólfur og siöar Brimnes Nr. 23. Brúarfoss Nr. 24. Snæfell Nr. 25. Pétur Halldórsson Skrifið — eða hringið í síma 81333 Umsjón: Guðjón Friðriksson ALDARSPEGILL Ur íslenskum blöðum á 19. öld (A (1 s e n d f y r i r s p u r n.) þegar jeg las í lsleiidingi 1 .Tg. frá drHjalía- lín, þar sem lianti birtir liindum sínuni þann fagn- abarboöskap. a?) nýlt augnavatn sje uppfundií), sem hafi óbrig&uU vcrkun aö bæla augnveiki, þótti mjer sjeilcga vamt uni, því. eg befi undanfarin áror'ib aö biía viö atisiialasle'ka, og liugsaíi jní, ab öllum glóöaraiiginu vteri borgife, og keypti talsvert af því b;eM fyrir mig og sveitunga mína, er augnveiki liöl'fu; en þegar viÖ fórum aÖ reyna þaf) sauikvieint fyrirskrifuömn rcglum, fór iiö ininnka traust okkar ó óg.vti þcss, því ekki vildi batna aiignvcikin. Jcg leyli inerþví aö spvrja iierra lai dbuknlrinn hvcrt augnavatniö sje sainu e Ö I i s e ( a a f s a m a t o g a s p u n n.i b o g T, y I’j a k ú l’it r M e t h ó a a 1 e in s cr Islrndiiigur seiiir fríí í sama ííri, efa jafn óbrigf'aill læknisdómur og suiti kláöabiií in, sem hanii og afcrir hafa niajlt frain ineÖ syÖra vi& Ijárkláfanum. Eiim af kaiipcndum augnavatiisins. Norðri 15. okt. 1861

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.