Þjóðviljinn - 26.03.1977, Síða 5

Þjóðviljinn - 26.03.1977, Síða 5
Laugardagur 26. mars 1977 •'JÓÐVILJINN — SIÐA 5 I rútu Guftmundar Jónassonar á lei&inni til Reykjavlkur. Fremst til vinstri eru þau Arnlln og Magnús. Stranda- menn í bæjar- ferð Um síðustu helgi var hérá ferð í höfuðborginni friður hópur og fönguleg- ur norðan frá Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum. Voru þar komnir 25 nem- endur Klúkuskóla ásamt i; lærimeisturum sinum og ráðskonu skólans. M llún Þóra Þórisdóttir frá Drangsnesi var I starfskynningu hór á Þjóóviljanum á föstudaginn. Ferö þessi var farin til aö kynna börnunum höfuðstaðinn, leikhúsmenningu hans og brot af þeirri margháttuöu starfsemi sem hér fer fram. Krakkarnir söfnuðu sjálf fyrir ferðakostn- aðinum með þvi að halda fé- lagsvist sex kvöld i vetur fyrir sveitunga sina. Þær tekjur sem af þessum kvöldum fengust nægðu þegar viö bættist tekju- afgangur af þorrablóti sveitar- innar sem þeim var gefinn. Var það eini styrkurinn sem þau fengu. Hópurinn kom i bæinn með rútuá miðvikudaginn 16. og var farið rakleiðis upp i turn Hallgrimskirkju til aö fá yf irsýn yfir staðinn. Fimmtudeginum var varið i að skoða handrita- safn og Þjóðminjasafn en á föstudaginn var starfskynning. Var börnunum skipt upp i hópa sem fóru á vinnustaði, tvö dag- blöð, útvarp, sjónvarp, hljóð- rásaverið i Hafnarfirði, flug- turninn, slökkvistööina, einn hópur fylgdist með liffræðitil- raun i Háskóla Islands og þau yngstu skoöuðu skóladagheim- ili. A laugardaginn var byrjað á að skoða Náttúrugripasafnið en i eftirmiðdag sáu börnin Dýrin i Hálsaskógi i Þjóðleikhúsinu og um kvöldiö Skjaldhamra i Iðnó. A báðum stöðum fengu börnin aö fara að tjaldabaki að sýningu lokinni og spjalla við leikendur. A sunnudaginn dvöldust börnin hjá ættingjum sinum en á mánudag, siðasta dag heim- sóknarinnar, var farið i skoð- unarverð um borgina. Heim var svo farið á þriðjudagsmorgni. Án ráöuneytisblessunar. Fararstjórar i þessari ferð voru ungt fólk úr Reykjavik, þau Magnús Rafnsson og Arnlin óladóttir, sem tóku að sér skólastjórn og kennslu á Klúku sl. haust. Þjóðviljinn hitti þau að máli og bað þau að segja stuttlega frá tildrögum ferðar- innar og skólastarfinu. 0. Klúka i Bjarnarfiröi. Skólahúsið sem jafnframt er félagsheimili tveggja hreppa er efst til vinstri á myndinni. (Ljósmyndir Christian Roger) Kostuðu ferðalagið með félagsvistum — Þessi ferð er farin án allrar ráðuneytisblessunar, hugmynd- in varð til innan skólans. Heimamenn tóku mjög vel i hana og ýttu á eftir þvi að hún yrði að veruleika. Krakkarnir hafa haft gaman af þessu enda hafa sumir þeirra aldrei komið hingað áður og enginn i svona kynnisferð. Ef þau hafa komið hefur það verið vegna veikinda eða i verslunarerindum. Krakk- arnir munu svo vinna verkefni úr ferðinni þegar heim kemur. Svona ferðir eru mjög gagnleg- ur þáttur i náminu en þær eru óneitanlega miklu meira fyrir- tæki fyrir litinn skóla á lands- byggðinni en hér i Reykjavik. — Hvernig er búið að skóla- starfinu fyrir norðan? — Vel. Skólinn er tiltölulega nýlegur. Hann er reistur um það leyti sem fólki fer verulega að fækka i byggðarlaginu og i ljósi þess er hann mjög vel úr garði gerður. Þetta er heimavistar- skóli og fara börnin heim til sin á tveggja vikna fresti um helg- ar. Skólinn er i eigu tveggja hreppa, Kaldranahrepps og Hrófbergshrepps, og er um leið félagsheimili þessara hreppa. — Og börnin eru á öllum aldri? — Já, þau eru 23 talsins á aldrinum 7-14 ára, flest þó 13 og 14 ára. Fólksflóttinn hefur það i för með sér að það vantar yngstu árgangana I byggðarlag- ið, td. fáum við aðeins eitt barn i skólann næsta haust og siðan ekkert næstu þrjú ár. Borgarleiði og miðstýr- ing. — Hvað er það sem rekur ungt fólk úr Reykjavik til að taka sér vetursetu i litlum skóla i af- skekktu byggðarlagi? — Ætli það sé ekki sambland af borgarleiða og sveitaþrá. En okkur langaði lika til að spreyta okkur á kennslu. Það var raun- ar tilviljun að við lendum á þessum stað. Við vildum kom- ast i litinn skóla þar sem gott tækifæri væri á að kynnast krökkunum. Hér erum viö með þeim allan sólarhringinn og þetta er eins og rúmlega 20 manna heimili, við, krakkarnir og ráðskonan okkar, hún Aslaug Torfadóttir. — Nú hefur verið stöðug fólks- fækkun á Ströndum undanfarin ár. Eru þess engin merki sjáan- leg að þróunin sé að snúast við? — Ekki beinlinis, en það má segja að það dragi úr fækkun- inni. Flestir fóru upp úr hafisár- unum i kringum 1970. En þegar maður fer að kynna sér ástæð- urnar fyrir brottflutningunum fer ekki hjá þvi að upp komi i manni kergja i garð Reykja- vikurvaldsins. Þegar fólksflótt- inn var sem örastur kepptust fyrirtæki fyrir sunnan við að kaupa upp jarðir sem þau siðan selja undir sumarbústaði eða nytja hlunnindin. i sumum til- vikum leigja þau nýtingarrétt- inn út. Þessi fyrirtæki greiða hins- vegar engin gjöld til sveitarfé- laganna fyrir norðan. Það er þetta ásamt fleiru sem er að drepa byggðarlagið. Það má einnig nefna til alls konar miðstýringu frá Reykja- vik sem iðulega er i engu sam- ræmi við þarfir ibúanna. Til dæmiskom fyrirskipun að sunn- an um það að póstferðum skyldi fjölgað úr einni i tvær á viku. Það hafði enginn úr sveitinni farið fram á þessa fjölgun og þetta kemur sér illa fyrir póst- inn. Hann býr einn með foreldr- um sinum og ferðirnar taka amk. einn dag og hafa farið upp i þrjá sólarhringa. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.